Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ& VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Lifskjör i Ungverjalandi þykja meö þeim beztu, sem þekkjast austan- tjaids i dag, eins og m.a. má sjá á vöruúrvaii i verzlunum. — 'x ' ' ■%:- m* MÍr: ■ *.*■**?., •' : . ■ 'í. ’.'' Enginn hefði trúaö þvieftir blóðsúthellingarnar i uppreisninni i október og nóvember 1956, aö „kvislingur- inn Kadar" yrði nokkurn tima tekinn i sátt af löndum sinum, sem óhikaö fleygðu sór fyrir skriðbelti sovózku bryndrekanna, en i skjóli þeirra komst Kadar ti! valda. Janos Kadar hefur á aldarfjórðungi tekizt að græöa sár Ungverjalands uppreisnarinnar að mestu. verjalands, og svo fremi sem heilsan ekki bilar, koma leiðtogaskipti naumast til umræðu fyrr en í fyrsta lagi 1984, þegar næsta flokksþing verður haldiö, en kjörtimabilið er f jögur ár. Og ekki er annað aö heyra en Kadar sé við hestaheilsu og hress miðað við aldur. Vestrænir frétta- menn, sem sáu hann í heimsókninni til Vestur-Þýzkalands í síöasta mán- uöi, þar sem hann átti viöræöur við Helmut Schmidt kanslara, höfðu orð á því hversu hraustlegur Kadar væri í útliti, burtséð frá andlitsfölvanum, sem ávallt hefur fylgt honum. En jafnvel þótt menn velti fyrir sér þeim fjarlæga möguleika, að Kadar hverfi frá stjómarforystu í náinni framtíö, þá þykir það enn ólíklegra að fráhvarf hans mundi leiða til stór- vægilegra breytinga í stjómarstefn- unni í Búdapest. Um það eru allir sammála, hvort sem þeir standa austan tjalds eða vestan. Stefnan tryggð Flokksforystan virðist staöföst í frjálslyndisstefnu sinni í efnahags- málum, þar sem einkaframtakinu er veitt svigrúm meira en þekkist í kommúnistaríkjum og útflutningi hagáö til beinharörar gjaldeyrisöfl- unar og lífskjörum haldið uppi þrátt fyrir alþjóðakreppu og verðbólgu- verki. — Afturhaldssömustu and- stæðingar þessarar rýmkunar á mið- stýringunni fengu hægt mjög á um- bótunum árin 1972 og 1973, en njóta ekki lengur í dag þeirra áhrifa, sem líkleg þættu til stefiiubreytingar. Þegar menn lita þama fram á veg- inn, þykja næstu tvö eða þrjú ár vera mikilvæg og hugsanlega örlagarík varðandi framtíöarstefnuna. Menn sjá fram á efnahagsörðugleika og spurningin þykir vera hvort núver- andi stefna stendur af sér það veður án meiriháttar afturkipps. Gróðavonin í iagi Ekki alls fyrir löngu sagði Kadar í viðtali við austurriska sjónvarpið, að ungverskt efnahagslíf þyrfti meiri sveigjanleika og meiri hagkvæmni með. Hann var spurður um það sér- kenni ungversks kommúnisma, sem líður arðsemissjónarmið og veitir einkaframtakinu rými. Svar Kadars bar hin dæmigerðu einkenni hins sanntrúaða kommúnista: „Það krefst sósíalískrar meðvitundar og föðurlandstryggðar, en það þarf ekki að saka, þótt aðrir hvatar rói með.” — Að hans mati þarf þá gróöavonin ekkiaðleiöatilills. Leiðarljós Kadars Um eigið hlutverk í ungversku stjórnmálalífi svaraöi Kadar: „Eg er maður kommúnsitískrar lífsspeki, fylgi sósíalískum hugsjónum. Eg lít á sjálfan mig sem heiðarlegan ung- verskan borgara, son ungverskrar alþýðu. — Eilíft hef ég áhyggjur af því einu, hvernig haga megi málum og koma hlutum fyrir, þannig að fólk hafi sem minnstan baga af. Það er mitt leiöarljós í hinum ólikustu ákvörðunum.” Sjónvarpsfréttamennirnir inntu hann eftir því, hvernig honum félli aö komast á elliárin. Kadar svaraði: ,,Ég hugsa aldrei til þess. Þegar ég er að störfum, hef ég engan tíma til þess að hugsa um það. Og þegar ég er ekki að vinna, vil ég ekki hugsa umþaö.” Kadar bætti við: „Fólk segir stundum við mig: Þú verður að halda heilsu því að við þörfnumst þín. — Það hvetur mig til enn meiri eljuí vinnunni. sem vann hylli þjóðar sinnar —Janos Kadar í Ungver jalandi sjötugur í dag Janos Kadar, kommúnistinn sann- trúaði, sem komst til valda í Ung- verjalandsuppreisninni og hefur stýrt landinu frá blóðtjörnum þeirra daga til einnar mestu hagsældar, sem þekkist austantjalds í dag, verður sjötugur í dag. Afmælisins vegna er jafn-lítiö haft við í Ung- verjalandi í dag eins og jafnan hefur veriö hljótt um flokksleiðtogann þennan ríflega aldarfjórðung, sem hann hefur verið við völd. Auðvitaö munu honum berast hamingju- og heillaóskaskeyti frá leiðtogum kommúnistalanda og vafalaust einhverjar orður og aðrar viðurkenningar, en heima fyrir er að ósk Kadars sjálfs eins lítið tilstand og komizt verður af með. Ungversk- um blaðamönnum hefur verið fyrir- skipað að halda sig einvörðungu við opinberar tilkynningar varðandi til- efnið. Skýtur það nokkuð skökku viö hinn vanalega lofsorðaflaum, sem fylgir jafnan slíkum tækifærum í lífi kommúnistaleiðtoga. Með hægðinni En þetta þykir mörgum dæmigert fyrir yfirbragðið á handleiðslu Kad- ars, sem eftir uppreisnina 1956 var hataöur og fyrirlitinn af mörgum löndum sínum sem leppur og undir- lægja hins sovézka innrásarliðs. En einmitt þetta hæglæti er talið eiga mestan þátt í því, hversu vel honum hefur orðið ágengt í aö snúa almenn- ingsálitinu heima fyrir sér í vil, því aö það fer ekki á milli mála að í dag nýtur Kadar almennrar hylli ung- versku þjóðarinnar. Ur þessum yfirlætislausa bak- grunni hefur hann mótaö stefnuna og stýrt þjóðarskútunni tU sáttar og ein- ingar, efnahagslegs afturbata og þeirrar pólitísku þíðu, sem grætt hef- ur sárin eftir hina blóðugu Ungverja- landsuppreisn 1956, þar sem meir en 2.500 Ungverjar létu lífið og þúsundir flúðu land. Hann hefur stýrt landi og þjóö til betri og stöðugri lífskjara og um leið tU meira frjálsiyndis en al- mennt viðgengst í kommúnistaríkj- umaustantjalds. Lrtt foringjaiegur Það hefðu ekki margir trúað ör- lagaáriö 1956 um þennan quisling Ungverjalands, eins og Kadar var kaUaður þá, og eiga raunar bágt með að trúa enn í dag þeirri lýðhyUi, sem þessi bóndasonur hefur áunniö sér. FöUeitur með pétursskarð í höku, þunnhærður og brúnamikiU hefur Janos Kadar lítt af því foringjayfir- bragði, sem fleytir mörgum tU þjóð- arforystu. Né heldur þykir hann hafa tU að bera þá ræðusnUld, sem aUa hrífur meö sér og hefur verið aðal- kraftur margra leiðtoga. Þvert á móti sýnist hann kunna Ula viö sig í fjölmenni, þótt hann hafi oft flutt ágætis tækifærisræður og fengið við- stadda til þess að skella upp úr meö góðri kímni, sem hann fylgir eftir með axlarypptingum og útbreiddum örmum. Byrjaði 14 ára gamaii Janos Kadar er eins og áöur segir bændaættar, fæddur 26. maí 1912 í hafnarbænum Fiume við Adríahafið. Fiume heyrði þá til Ungverjalandi, en feUur nú undir Júgóslavíu og heit- ir í dag Rijeka. Hann gekk í skóla í Kapoly, sem er í suðvestur Ung- verjalandi, en fluttist síöan með móöur sinni til Búdapest. Þar bjuggu þau við þröngan kost og Janos hinn ungi var ekki nema fjórtán ára gamall, þegar hann þurfti aö byrja aðvinna í jámiönaöinum. Kadar gekk í kommúnistaflokkinn tvítugur að aldri, og þar með hófst stjómmálaferUl hans, sem lá í gegn- um fangelsanir, pyndingar og ákær- ur um föðurlandssvik, áður en hann varð þaö, sem hann er í dag, þjóðar- leiðtogi i góöu áUti meöal landa sinna. Stýrði hreinsunum ogientíí hreinsunum Hann var innanríkismálaráöherra í stjórn stalínistans, Matyas Rakosi, eftir að Rauði herinn „frelsaði” Ung- verjaland undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Kadar réð því yfir lögreglunni þegar Laszlo RaUt, utanrUúsráöherra var hand- tekinn, dreginn fyrir dóm og tekinn af lifi 1949 fyrir föðurlandssvik. Þetta markaði byrjunina á hreinsun- um þeim, sem gengu yfir forystulið kommúnistalanda Austur-Evrópu, eftir að Tító, forseti Júgóslavíu, skarst úr tengshim viö Kreml og neit- aöi að lúta aUsherjargoöanum, Josef Stah'n, einvaldinum, sem byggði upp „gulagiö” í Sovétríkjunum og stend- ur í sízt minni blóðpolh en Adolf Hitl- er. Þessi hreinsunaralda skolaöi Kad- ar sjálfum með sér, því að hann var handtekinn í maí 1951, pyndaður og fangelsaöur, en hlaut síðan uppreisn æru 1954 og var endurkjörinn í flokksforystuna eftir að Rakosi var velt úr stóU tveim árum síðar. Gekkílið með innrásarliðinu Sem aðalritari ungverska kommúnistaflokksins hefur Kadar verið æðstráðandi í Ungverjalandi síðan sovézkir bryndrekar möluðu undir skriðbeltum sínum uppreisn- rna í október og nóvember 1956, þeg- ar kommúnistum var velt frá völd- um. Þær úrbætur, sem hann hefur síð- an komiö til leiöar í lífskjörum hins almenna Ungverja, hafa máð út það hatur, sem þeir báru til Kadars vegna svikanna við uppreisnina, þegar hann gekk í Uð stalínista og innrásaraflanna og sneri baki við hinum umbótasinnaða Imre Nagy, forsætisráöherra, sem síöar var tek- inn af lífi fyrir föðurlandssvik. Kad- ar myndaði aöra ríkisstjóm í keppni viö Nagy og í skjóU sovézkra skrið- dreka. — I dag mundu margir Ungverjar harma fráhvarf Janosar Kadars af stjómmálasviðinu, en hugga sig við það, að það örlar ekki á neinum áformum hjá Kadar um að draga sig í hlé. Fyrir tíu árum sagöist hann gjaman vilja setjast í helgan stein, áður en langt um Uði, en á það hefur aldrei heyrzt minnzt síðan. Traustur ísessi A síðasta flokksþingi 1980 var Kad- ar eina ferðina enn endurkjörinn aöalritari kommúnistaflokks Ung- Kvislingurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.