Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Wallace vill nú frið- mælast við blökkumenn — Stef nir að ríkisstjóraembætti í Alabama í f jórða sinn George Wallace, sem eitt sinn hét „eilífum aöskilnaöi” (kynþátta) í Alabama i Bandaríkjunum, sækist nú eftir stuöningi blökkumanna til aö verða kosinn ríkisstjóri í fjórða sinn. Nú er bágborínn og staönaður efna- hagur ríkisins aðalkosningamái hans, en ekki aöskiinaður kynþátta. Lamaður fyrir „• neðan brjóst Wallace er 63 ára gamall og lam- aöur fyrir neöan brjóst eftir aö honum var sýnt banatUræði er hann var í framboði tU forseta Bandaríkj- anna í annaö sinn fyrir tíu árum. Þessi maður, sem áriö-1963 stóð viö inngöngudyr rikisháskólans í Ala- bama til aö meina blökkumönnum inngöngu þar, talar nú um bágborinn efnahag rUúsins á kosningafundum þar sem áheyrendumir eru af ýmsum kynþáttum. Hann hefur heitiö því aö nota alþjóðleg sambönd sín til aö lokka nýjar iöngreinar til Alabama. Flestar skoöanakannanir gefa tU kynna aö hann hafi mun meira fylgi en andstæöingar hans úr rööum demókrata og repúbUkana og svo viröist sem hann njóti umtalsverðs fylgis meðal blökkumanna. „Aðskilnað að eilífu" Lög um mannréttindi hafa breytzt í Alabama síöan hann tók fyrst við embætti rUcisstjóra þar fyrir tveimur áratugum meö oröunum: „aöskUnaö nú og aöskUnaö aö eUífu.” Einnig hefur félagsleg og menningaríeg bylting átt sér staö í ríkinu frá þeim tíma. Þá hefur George WaUace og breytzt s jálfur á þessum tíma. „Eg var vanur aö berjast uppi- standandi. Nú verö ég aö gera þaö sitjandi í hjólastólnum,” segir hann og reynir aö gera grín aö morötU- ræðinu sem honum var sýnt í maí 1972. „Ef ég heföi ekki verið skotinn út úr kosningunum þá heföi ég verið kosinn forseti,” segir Wallace. „Og ef ég heföi veriö forseti þá væri þjóðin ekki í þeirri klípu sem hún er núí.” Hann ræöst enn gegn of mikiUi stjóm og hann er enn þeirrar skoðun- ar aö BandarUón séu of lin gagnvart kommúnistum. En hann leggur á þaö áherzlu aö frumþarfir Alabama lúti nú að því aö skapa aukna atvinnu og bæta menntun. Jöfn tækif æri handa hvítum og svörtum „Eg er að tala um jöfn tækifæri handa bömum okkar, ríkum jafnt sem fátækum, hvítum jafnt og svört- um,” segir hann. Þó stuðningsmenn Wallace séu eins og áður flestir hvítir lægri stétt- ar sveitamenn þá eru einnig í hópi áheyrenda hans blökkumenn og ung- ir hvítir viöskipta- og verzlunar- menn úr miöstéttunum sem líta á hann sem lykilinn aö aukinni efna- hagslegri velsæld þeirra. Efnahagur Alabamaríkis hefur komiö i staö kynþáttamálanna sem aöalkosningamál Wallace fyrir kosn- ingamar sem veröa í nóvembermán- uði næstkomandi. Stál- og álbræösluverksmiöjumar í noröurhluta rikisins, ásamt fiski- og efnaiönaöinum, hafa orðið fyrir þungum áföllum vegna samdráttar oghárra vaxta. Atvinnuleysi í Alabama er 13,9 pró- sent samanboríö við 9,5 prósent at- vinnuleysi að meöaltali í Bandaríkj- unum öllum. Atvinnuleysi er aöeins meira i einu ööm riki, Michigan. Wallace segir að Alabama hafi liöiö síöan hann lét af völdum áriö 1978. Ríkiö hafi hins vegar blómstr- að meðan hann fór meö stjóm þar þrjú kjörtímabil og undir stjóm fyrstu eiginkonu hans, Luríeen, sem nú er látin. Hún tók viö ríkisstjóra- embættinu af manni sínum áriö 1966. Afslappaður og gamansamur Wallace er afslappaður og gaman- samur í kosningabaráttunni og stuöningur „venjulega fólksins” sem hann nefnir svo er honum mikil hvatning til dáöa. Hann gortar oft af fundum sem Wallace, sem eitt sinn hét eilffum aðskilnaði kynþátta í Aiabama, sést hér heilsa blökkumanni einum. Talið er fullvist að fjölmargir blökkumenn muni greiöa Wallace atkvæði að þessu sinni. en úr frjálslyndari armi Demókrata- fiokksins, hefur gert kosningabanda- lag viö blakkan borgarstjóra iönaö- arborgarinnar Birmingham og þykir líklegastur til að hljóta stuðning leiö- toga blökkumanna. En Waliace er talinn munú fá umtalsvert fylgi meöal svartra félaga í verkalýös- hreyfingunni og svartra dreifbýlis- manna. Ef Wallace vinnur sigur í forkosn- ingunum mætir hann Emory Folm- ar, borgarstjóra í Montgomery, íhaldssömum repúblikana og dyggum stuðningsmanni Reagans sem ekki er mjög þekktur utan heimaborgar sinnar. Wallace frekar en Folmar ,,Ef baráttan er á milli Folmar og Wallace þá munu svartir kjósendur flykkjast á kjörstað til aö styöja Wallace,” segir einn af leiötogum demókrata í Alabama. Andstæöingar Wallace mótmæla fullyrðingum hans um aö eitthvert blómaskeið hafi ríkt í Alabama meðan hann fór þar með stjóm og . segja aö fylkið hafi þá sem nú verið hvað verst sett í efnahagslegu og fé- lagslegu tilliti meöal fylkja Banda- ríkjanna. Gagnrýnendur hans segja aö hann hafi vanrækt Alabama er hann sóttist eftir því aö veröa k jörinn forseti Bandaríkjanna. Þeirri full- yrðingu svarar Wallace meö því aö hann hafi sótzt eftir því aö komast í Hvíta húsið til að sýna umheiminum aö fólk frá Alabama sé eins gott og fólkannarsstaðar. -GAJ. hann hefur átt meö útlendum leið- togum, eins og t.d. Harold Wilson og Margaret Thatcher frá Bretlandi, einnig af persónulegu sambandi sinu viö fjölmarga iðjuhölda, bæði heima og erlendis. Wallace er næstum heyrnarlaus og veröur oft aö biðja um aö spuming- ar, sem beint er til hans, séu endurteknar. „Þú getur sagt þeim aö hér í Alabama ríki gott samkomulag kynþáttanna,” segir hann í viðtali við fréttamann Reuters. „Viö erum öll á sama báti. Viö emm öll atvinnu- laus.” Hann segist ekki lengur hafa áhuga á þjóömálum og muni ekki sækjast eftir forsetaembættinu framar. Forðastað gagnrýna Reagan Ronald Reagan vann sigur í Ala- bama í forsetakosningunum 1980 og Wallace forðast að gagnrýna forset- ann, þótt hann sé ósammála ýmsu í efnahagsstefnu Reagan-stjómarinn- ar. Ríkisstjórinn fyrrverandi lítur á sjálfan sig sem vin „litla mannsins” og hið persónulega viömót hans er ef til vill sterkasta vopn hans i kosn- ingabaráttunni. „Þakka þér, elskan mín,” segir hann viö táningastúlku sem beygir sig rauö í framan yfir hjólastólinn og kyssir Wallace á kinnina. ,,Segðu mömmu þinni aö ég vonist til aö henni líöi betur.” „Eg met mjög mikils allt sem þú hefur gert fyrir mig, séra Hope,” segir hann við aldraðan hömnds- dökkan prest sem sty ður hann í kosn- ingabaráttunni. Forystumenn blökkumanna styðja Wallace ekki Ekki er líklegt aö skipulögð sam- tök blökkumanna muni styöja Wallace, a.m.k. ekki í forkosningun- um 7. september þegar hann berst viö demókratana Joe McCorquodale og George McMillan. McMillan, sem er hvítur á hörund Þótt Wallace sé nú bundlnn hjóla- stólnum lætur hann engan bilbug á sér finna í kosningabaráttunni. Wallace og Cornelfa eiginkona hans skoöa blaöafréttir af sigrum hans í Maryland og Michlgan skömmu eftir að honum var sýnt banatilræði i kosn- ingabaráttunni 1972. Þá sóttist WaUace eftir þvi að verða forseti Bandaríkj- anna. Nú setur hann markið ekki eins hátt en stefnir að því að verða rikisstjóri i Alabama í fjórða sinn. Gamli svertingjahatarinn kominn í slaginn á ný:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.