Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. HVERNIG MINNKA MENN FISKVEKHFLOTA? Fyrir nokkru kom í blöðum yfirlýs- ing frá hagfræðingi forsætisráðherra þess efnis að fiskiskipaflotinn yrði að minnka ef eitthvert vit ætti að vera í útgerðarrekstri á íslandi. Þessi yfir- lýsing kom fram í sambandi við svo- kallað „stormsveitarálit” og aðrar tillögur um aðgerðir til að bjarga út- gerðinni. í blaðaviðtali mátti skilja ummæli hagfræðingsins þannig að fyrst yrði að fækka skipum og síðan mætti aðstoða eftirlifandi útgerðar- menn við að komast á réttan kjöl. Ég ætla þó ekki að sú hafi verið meining- in, enda næsta grátbroslegt að kref j- ast slíks meðan 4—5 togarar og stór fiskiskip eru í smíðum hér heima og a.m.k. einn togari erlendis með heimild rikisstjómarinnar og lóna- fyrirgreiðslu opinberra sjóðakerfis- ins. Hinu ber auðvitað að fagna að fleiri og fleiri sjá í hvert óefni er komiö í sjávarútvegi okkar og skynja ástæður og samhengi mála. En skyldi það nú vera jafnauðvelt að minnka fiskiskipaflotann eins og það hefur verið að bæta stöðugt við nýj- nm og gömlum skipum? Verða menn ekki í alvöru að fara að hugleiða það og koma með tillögur um það hvem- ig slíku megi hrinda í framkvæmd? Úrelding og aldurslög Þaö eru nú orðin allmörg ár síöan stjórnvöld og hagsmunaaðilar hófu samvinnu við aö losa menn viö ónýta báta, þótt ekki væri til annars en að hindra það að „manndrápsfleytur” færu á sjó. A árunum fyrir 1980 var þessi starfsemi efld um leiö og mark- miðið var þá bókstaflega það að hjálpa mönnum, sem vildu hætta út- gerð, til aö losna viö báta sina og sleppa þá frá sínu, oft erfiöa ævi- starfi, á sómasamlegan hátt. Jafn- framt var þá sumum orðið ljóst að það mundi ekkert gera til þó aö t.d. humar- og síldarbátum fækkaði eitt- hvað. I vinnureglum þeirra manna, sem unnu að úreldingunni á þessum árum, voru nokkur skýr ákvæði. Meðal annars skyldi viðkomandi skipi eytt á einhvern hátt og viðkomandi útgerð hætta þeirra starfsemi í bili a.m.k. Þessi starfsemi gerði tvímælalaust gagn um tíma þrátt fyrir það aö ekki voru allir sammála og grétu sumir fögrum tárum sjó- færa báta sem brenndir voru eða höggnir upp bara af því aö útgerðar- maöurinn vildi eða varð af einhverj- um ástæðum að hætta. En þegar styrkur til að losna viö gamlan aflóga bát varð jafnframt ávísun á nýjan togara, tonn fyrir tonn, þá misstu þessar úreldingar- aðgerðir algerlega marks og rúm- lega það. Ekki yröi ég hissa á því að sjómenn og útgerðarmenn yrðu nú tregir til aö mæla með stórauknu fjármagni úr „sínum” sjóöum til úr- eldingaraðgeröa. Þetta er þó „fær” leið til minnkunar skipastólsins, en hún er vandrötuð og kostnaðarsöm ef hún á að skila árangri og verður skil- yrðislaust að vera rofin úr öllu sam- bandi við svokallaða endurnýjun. Miðstýring fjármagns eða „súper"- fiskveiðasjóður Það er kunnara en frá þurfi að segja að stækkun fiskiskipaflotans hefur verið f jármögnuð með ýmsum hætti undanfarin ár. Eftir lit og ein- kennum hafa menn fengið lán úr Fiskveiðasjóöi, Byggðasjóði, Ríkis- ábyrgðasjóöi (erl. lán), velviljuðum viðskiptabönkum eða bara út á andlitið á sér hjá góðhjörtuöum togaraeigendum erlendis. Því verður varla á móti mælt aö flotinn hefði ekki stækkaö eins hratt og skipin líklega verið færri nú ef Fisk- ! veiðasjóöur hefði verið einn í ráðum í þessum efnum. Þó má ekki gleyma Björn Dagbjartsson breytingar og ýmsar tilfæringar til að loka öllum „undankomuleiðum”. Það þarf að banna ríkisábyrgöir og erlendar lántökur, það þarf að leggja niður Byggðasjóö, það þarf að binda hendur viðskiptabanka og sveitarfé- laga og sjálfsagt þarf aö gera miklu fleiri ráðstafanir. En svo þegar þetta allt er búið eftir t.d. 2—3 ár þá þarf að bíða eftir því að skynsamlegar reglur Fiskveiðasjóðs fari að hafa áhrif til fækkunar fiskiskipa. Verður tímitil þessa? Veiðileyfaverslun og frjálsa markaðskerfið I nýlegri skýrslu frá Þjóðhags- stofhun Kanada (World Fishing, April 1982) er gerö grein fyrir ákveö- aöstæður” gæti dæmi úr veiðileyfa- versluninni litið þannig út: Togara- útgerð á Norðausturlandi hefur feng- ið úthlutaö 40 aflaeiningum (samt. 2000 tonnum) af þorski, 5 aflaeining- um (samt. 250 tonnum) af ýsu,2 afla- einingum (samt. 200 tonnum) af grá- lúðu, 4 aflaeiningum (samt. 300 tonn- um) af ufsa og 5 aflaeiningum (samt. 500 tonnum) af karfa. Þennan karfa lætur útgerðin af hendi við útgerð í Reykjavík fyrir jafnmargar aflaein- ingar, samt. 250 tonn af þorski. Út- gerðaraðili togarans okkar fyrir norðan veit líka af bátseiganda í ná- grenni sínu, sem gjarnan vill hætta útgerð, og kaupir af honum 5 eining- arafþorski (250t.),2einingarafýsu (1001.) og 2 einingar af ufsa (1501.). Nú má þessi togari veiða 250 tonn af opnum markaði ætti ennþá erfitt uppdráttar hversu skynsamleg sem hún kann að virðast. Hitt er svo ann- að mál að allsherjar kvótaskipting, sem mín vegna má kalla „úthlutun” veiðileyfa, verður ekki umflúin miklu lengur. Þá munu bátar verða keyptir vegna þess að þeir hafa veiðileyfi eða „kvóta”. Þetta höfum við séð gerast með síldarbáta og loðnuskip á síðustu árum. Næsta skref er svo það að leyfa mönnum að veiða kvóta aðkeyptu bátanna á sín eigin skip. Þar með hefur útvegurinn sjálfur séð um að fækka í flotanum. Aðrar leiðir? Það hefur aöeins verið imprað hér á þrem aðferðum til að minnka fiski- skipaflotann. Auðvitað eru þær til Þórður Friðjónsson, hagfræðingur forsætisráðherra, milli tveggja ráðherra.' „í blaðaviðtali mátti skilja ummæli hagfræðingsins þannig að fyrst yrði að því að einmitt sá möguleiki að leita á önnur mið hefur örugglega létt heil- miklu skarki af Fiskveiöasjóði. Með því að lögbinda það að lán til fiski- skipakaupa skuli eingöngu koma frá Fiskveiðasjóði og ef sjóðsstjórnin nýtur til þess pólitísks fulltingis að setja skynsamlegar reglur um úrfall skipa umfram endurnýjun þá er þarna leið tU fækkunar fiskiskipa. En þessi leið er ansi seinfarin og viðnámsþróttur stjómarmanna þarf að vera nærri því ofurmannlegur. Nú er það alls ekki víst og raunar ekki líklegt eins og stendur að fyrir því sé pólitískur vilji að afhenda þetta „há-pólitíska” vald lítið póli- tískri sjóðsstjórn. Og þó svo að að- stæöur sköpuöust til að stofna „Skipaeinkasölu ríkisins”, t.d. innan eins árs, þá þarf mikinn tima, laga- inni aðferö til að stjóma fiskveiðum og tryggja hámarks hagkvæmni í leiðinni sem losar menn undan ;. þeirri reglugeröamartröð, sem gerir heiðarlegustu sjómenn að lög- brjótum næstum daglega.. .” Að- feröin er tiltölulega einföld — á pappírnum a.m.k.: LeyfUegum hámarksafla af hverri tegund er skipt niður í aflaeiningar, eins konar verðbréf, sem seld era á opnum markaði. Til að byrja meö er útgerðum fiskiskipa selt eða úthlutað aflaeiningum eftir ákveðnum regl- um og siðan geta handhafar skipst á aflaeiningum, selt þær, lánað eða leigt, en verða að tilkynna það stjóravöldum eða skrifstofu sem fylgdist með eignarhaldi á veiðileyf- um. Heimfært á hinar frægu „íslensku þorski, 350 tonn af ýsu, 450 tonn af ufsa og 200 tonn af grálúðu, en engan karfa og báturinn umræddi er hættur að vera fiskiskip þar sem hann má ekkert veiða lengur. Þessi ofangreinda aðferð sýnist án efa munu leiða til fækkunar fiski- skipa og sennilega meiri hagkvæmni ji rekstri einstakra skipa, en er hún nothæf við íslenskar aðstæður? Erum við ekki orðnir svo samdauna ríkisafskiptum á öllum sviðum að slík frjáls verslun yrði að „Sturl- ungaöld” innan sjávarútvegsins? Því miður er ég hræddur um að svör- in við þessum spurningum séu ekki mjög uppörvandi. Haustið 1979 var gerð tilraun til aö kynna mönnum svipað kerfi við leyfisveitingar til síldveiða. Utgerðarmönnum var heimilt meö vissum skilyrðum að framselja leyfin sín á milli. Hug- myndin var að með þessu fækkaði síldveiðibátum til frambúðar og að t.d. þyrfti útgerð með marga báta ekki að búa þá alla á sild. I ljós kom að bæði sjómenn og útgerðarmenn voru logandi hræddir við þetta og kæfðu það í fæðingu þó svo að hinn pólitíski viljiværiþáfyrir hendi. Ég er hræddur um að sala veiðileyfa á fleiri.m.a. sú að leyfa útgerðarmönn- um að fara á höfuðið. Það er hætt við að mikil verðmæti fari þá í súginn að óþörfu. Þessi aðferð gæti orðið mjög hraðvirk þar sem margar útgerðir eiga gjarnan í erfiðleikum samtímis af eðlilegum ástæðum. N ú um þessar mundir væri t.d. aö öllum líkindum hægt að ganga að nokkuð stórum hópi, en hætt er við aö nokkur frysti- hús og jafnvel lánastofnanir færu uppfyriríleiöinni. Þá má nefna það að Norðmenn hafa reynt að selja eöa gefa fiskiskip til ýmissa þróunarlanda, en heyrst hefur aö það geti stundum orðiö nokk- uð dýrar gjafir og viö ættum jafnvel sjálfir að kannast við eina slíka dýra gjöf sem við gáfum nýlega. Það skal endurtekið að hér var ekki hugmyndin að reyna að koma með tæmandi upptalningu á öllum mögulegum leiðum til að minnka fiskiskiptastólinn. En menn þurfa að gera sér það vel ljóst að það verður erfitt verk og kostnaðarsamt. Nú er kominn tími til að hætta að tíeila um það HVORT fiskveiðiflotann þurfi að minuka, heldur fari menn að velta því fyrir sér HVERNIG þaö megi gerast. Dr. Björa Dagbjartsson. A „Erum við ekki orðnir svo samdauna w rikisaiskiptum á öllum sviðum að slík frjáls verzlun yrði að „Sturlungaöld” innan sjávarútvegsins,” spyr Björn Dagbjartsson sem ræðir leiðir til að fækka fiskiskipum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.