Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Page 13
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 13 Best líkar Paul á búgörðunum sinum. „Hór ar ekki stressinu fyrir að fara," segir hann. „Dýrin taka lífinu með stakri ró og hafa góðáhrifá mig." Stoltur faðir vlrðlr fyrlr sér dóttur aina. StBllu dreymir um að verða ballett- dansarf og hún hefur sýnt að hún hefur allt það til að bera til að ná langt i þvi sviði. „En hún kærir sig ekkert um tónlistina mina," segir Paul og brosir við. ÞaO er ekki sist barnanna vegna sem Paul óttast um lif sitt. „Það eru þau sem mest myndu liða fyrir þaO," segir hann. sem krakkamir fá öll sérherbergi. En ekkert stórhýsi verður það fyrir því. Annars hef ég reynt þetta allt. Eg bjó eins og greifi hérna í eina tíð. Eg hafði bílstjóra og þjóna á hverjum fingri og þar fram eftir götunum. En maður gat bara aldrei verið maöur sjálfur. Heimilið fullt af einhverju fólki, sem elti mann eins og rakkar. Þetta var óþolandi. Þess vegna lifi ég í dag eins og hver annar venjuleg- urmaður. Heldur vil ég nota mína peninga í feröir og allt það sem tengist vinnu minni, svo sem plötuútgáfur og svo framvegis. Til dæmis get ég átt það til aö leigja mér smáþotu til að kom- ast milli staða. Þaö finnst mér ekki flokkast undir flottræfilshátt heldur þannig kemst ég hraðar milli staða og notalegar. „Fínir krakkar" — Hvemig eru bömin þín alin upp? „Við eigum fjögur börn. Heather > er 18 ára, Mary 12, Stella 10 og James er 4ra ára. Þau ganga ekki í einkaskóla, ef þú átt við það, og ef þú sæir þau, skildurðu hversu stoltur ég er af þeim. Þetta eru fínir krakkar. Maður getur setið með þeim tímun- um saman og spjallaö. Eg fer meira aö segja stundum á „pöbba” meö Heather. Þegar ég var yngri, var ég stað- ráðinn í því að leyfa þeim að fara eig- in leiöir, en ekki skipa þeim fyrir verkum. Sítt hár eöa stutt, lörfum klædd eða samkvæmt nýjustu tísku, það skyldi vera þeirra mál ekki mitt. Eg gekk sjálfur í gegnum öll þessi skeið sem unglingur. En samt... þegar Heather varð „pönkari” varð ég jafn áhyggjufullur um framtíð hennar og foreldrar mínir voru um mig á sínum tíma. Eg greip mig í því að hugsa: Skyldi hún fara í sniffið? Ef ég læt hana afskiptalausa, fer hún þá ekki beint í heróínið? Eg hélt aldrei að ég yrði svona. En einhvern veginn getur maður ekki annaö en haft áhyggjur af þeim. Og svo eiga þau líka sín vandamál. Til dæmis fer þaö í taugamar á þeim að vera ekki þau sjálf heldur sonur eða dóttir Paul McCartnev. En það ræö ég ekki við. Ekki get ég gert mig ósýnilegan. Eg reyni þó hvað ég get. Til dæmis fer ég á for- eldrafundi í skólanum rétt eins og hver annar faðir. Og ég ætlast ekki til þess, að neitt sérstakt tillit sé tek- ið til mír. þar. Eg er þarna innan um hina foreldrana, fæ mér kaffi á tíkall með þeim, sæki skólaskemmtanim- ar og spjalla umskólamál. Þetta fólk lítur aÚs ekki á mig, sem heimsfræg- an mann, og ég heldur ekki, þegar ég er með þeim. Eg veit þó vel aö ég er heimsfrægur og stundum kitlar þaö hégómagirnd mína, en í daglegri um- gengni vil ég vera eins og hver ann- ar.” Paul hefur breyst Paul hefui- breyst mikið í gegnum tíöina. Hann er miklu alvarlegri en áður, svarar ekki spurningum út í hött eins og hann var vanur, og rýkur ekki upp á nef sér, ef Bítlamir eru nefndir á nafn. Hann brosir alltaf til Lindu, sem alltaf er við hlið hans — hún hefur reyndar verið það alveg síðan þaugiftu sig árið 1969. „1 þá tíð gerði ég alltaf það sem fólk átti síst von á frá minni hálfu,” segir Paul. „Ég man, að ég var lengi í tygjum við leikkonuna Jane Asher. Allir bjuggust við brúökaupi, nema ég. Svo hitti ég Lindu. Allir héldu, aö það væri bara stutt ástarævintýri, nema ég. Það var hún og engin önn- ur, semég vildi.” McCartney/Lennon. „Við vorum mjög nánir vinir" — Á síðustu plötu Paul er lag, sem heitir „Here Today”. Það er tileink- að Lennon, ekki satt? „I raun er öll platan „Tug og War” tileinkuð John Lennon. Við stóðum hvor öðmm mjög nærri, vomm mikl- ir vinir, þrátt fyrir að umheimurinn hefði annað á tilfinningunni. Ég hef svo oft óskað þess eftir dauða John, að við hefðum fengið ráðrúm til að tala saman kvöldið fyrir dauða hans. Talað út um eitt og annaö sem olli oft misskilningi okkar á milli. Þetta er einmitt þaö sorglega við svona bráð- an dauðdaga, það fæst ekki tækifæri til að tala saman og það verða svo margir hlutir ósagðir. Við gátum talað saman um flesta hluti, um bömin okkar og f jölskyldur og um allt og ekki neitt. En um leið og Bítlarnir eða Apple plötufyrirtæk- ið bar á góma, þá fór alltaf annar okkar í fýlu. Samt áttum við mörg trúnaðarsamtölin í gegnum síma síð- asta áriðhans.” — Hvemig varð platan „Tug og War” til? „Eg sat dag einn við píanóið og var aö leika mér að spila einfaldar meló- díur. Svo fór ég allt i einu að hugsa: Hvaö skyldi hafa komið út úr því ef við John sætum hér saman? Eg hefði kannski sagt sem svo, ég er héma með lag, gætir þú...? Hann heföi ef- laust sagt: Við? — sem þekkjum hvom annan vart lengur? Eg hefði svarað því til að svo væri ekki. Þvert á móti. Við stæðum hvor öðmm nær, en við gerðum okkur grein fyrir. Kannski hefðum við farið að rífast og farið í blöðin meö það, en kannski ekki og þá hefði jafnvel orðið til lag. Hverveit?” Meira um Bítlana — Hvemig hefur lífið verið eftir að Bítlarnir hættu? „Á áttunda áratugnum var alltaf talað um mig sem fyrrverandi Bítil og ég þoldi það ekki. Eg vildi ekki vera hluti af Bitlagoðsögninni. Ég vildi vera ég. Þegar Bítlamir vom gerðir upp var það eins og að standa í hjónaskilnaði. Þegar svo stendur á fyrir þér viltu ekki alltaf vera að láta minna þig á fyrrverandi konu þína eða mann, er það? Ég reyndi að losna við Lenn- on/McCartney nafnið. Það var góður tími sem við áttum saman og við gerðum / frábæra hluti. En þetta var bara liðin tíð. Linda kom í stað- inn. Við stofnuðum eigin hljómsveit, „Wings”, til að fara í hljómleika- feröalög og gefa út plötur. Eg reyndi aö sanna það, að ég gæti eitthvaö meira en að vera „bara einn af Bítl- unum”. Sagan segir, að Paul hafi selt plöt- ur fyrir að minnsta kosti 200 milljón- ir punda. Og sama heúnild hermir, að árstekjur hans séu rúmar 20 mill- jónir punda. Fyrirtæki hans er mjög stórt miðað við hljómplötuframleið- endur. Hann hefur meðal annars all- an rétt á tónlistinni úr kvikmyndun- um „Grease”, „Annie” og „A Chorus Line”. Og geri aðrir betur! Eitt fer þó ósegjanlega ítaugamar á honum og það er, að hann skuli ekki hafa útgáfurétt á fyrstu bítla- plötunum. Nú er hann að berjast fyrir því að fá hann. Og þaö er engin önnur en Yoko Ono, ekkja John, sem er með honum í því og styður hann með ráðum og dáð. Þessi barátta þeirra hefur orðið til þess, aö þau eru orðin bestu vinir, sem áður vom verstu fjendur. Heimakæri fjölskyldufaðirinn Núna er það Linda sem stendur Paul næst. Hjónaband þeirra hefur haldist öll þessi ár, þrátt fyrir allar efasemdir þar að lútandi í upphafi. Paul er heimakær með afbrigðum og Linda og bömin eru honum eitt og allt. Fjölskyldan á búgarða tvo, ann- an í Sussex, hinn í Skotlandi og svo tvö hús, annað í St. John’s Woods í Lundúnum, hitt í Liverpool. Þeim líkar þó best búskapurinn og eru til skiptis á búgörðunum tveim. Paul unir sér við lagasmíð, fer í langar gönguferðir og horfir svo á sjónvarp. „Eg er alveg sjónvarpssjúkur,” segir Paul. „Og best kann ég við mig á búgörðunum okkar. Þar get ég verið í friði og sinnt mínum áhuga- málum.” Paul stendur á fertugu. Og er ekki á því að leggja upp laupana og hætta aðsemja. „Meðan fólki líkar tónlistin mín, sem ég,” segir hann. „Ég er alveg sannfærður um að ég á mörg ár eftir enn á því sviði. En ég sé mér ekki fært að koma fram á sviði framar. Eg hreinlega þori ekki að standa svona óvarinn, eins og ég hef gert, fyrir framan fjölda manns. Dauði John var mér mikiö áfall, líka það aö ég hef ekki sömu trú á manneskj- unni eftir sem áður,” segir Paul McCartney. SETNING-INNSKRIFT Óskum eftir að ráða starfsfólk á innskriftarborð. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson. HILMIRH/F Síðumúla 12. Rauði kross íslands heldur IMÁMSKEIÐ í aöhlynnningu sjúkra og aldraðra í heimahúsum 27. september til 1. október nk. í kennslusal Rauða krossins, Nóatúni 21, Reykjavík. Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni 21, fyrir 17. september og þar eru veittar nánari upplýsingar. Rauði kross íslands. HAUSTSKÓR LÉTTIR OG LIPRIR Teg. 8221. Efni: ieður + loðfóður. Hliðarlokun, franskur renniiás. Litir: rautt, maron brúnt, Ijósgrátt. Stærðir: 36—41. yiERD: 642,- POSTSENDUM Skóhöllin Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Sími 54420. mikiðoggott úrvai af notuðum bílum í dag. ATH. Einnig sýnum vid hinn nýja og vinsœla Mitsubishi Pajero jeppa -KÞ þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.