Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Page 8
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS H ARALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI B6611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27Ö22. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Þriðji heimurinn— ekki Kortsnoj Um borö í bátnum frá flugvelli til Feneyja voru tveir farþegar, leiðarhöfundur og kornungur Filippseyingur, Art, Panganiban, skyldur eöa tengdur Marcosi forseta. Hann út- býtti tveimur nafnspjöldum, ööru úr silki og hinu úr balsavið., Úr því aö Panganiban átti feröaskrifstofu ríkisins á Filippseyjum og Ferdinand Marcos á um fjörutíu milljón manns á Filippseyjum, því skyldi ekki Florenico Campomanes eiga svo sem eitt alþjóöasamband, til dæmis í skák. I Luzern tók þriöji heimurinn völdin af Vestur-Evrópu í Alþjóða skáksambandinu, alveg eins og hann hefur gert í öörum stofnunum, þar á meðal Unesco. Þetta getur þriöji heimurinn í krafti meirihluta atkvæðanna. Sigur Campomanesar yfir Friöriki Olafssyni var svo mikill, aö austantjaldsatkvæöin réöu ekki einu sinni úr- slitum. Munurinn nam 22 atkvæöum, svo aö Friörik heföi fallið, þótt hann heföi ekki lent í vandamálum Kortsnojs. Austantjaldsríkin geta ekki frekar en Vestur -Evrópa ráðiö ferðinni í Alþjóða skáksambandinu. Þau sjá sér því hag í aö fá aðild aö nýjum meirihluta Campomanesar í staö þess að styöja vonlausan minnihluta Vestur-Evrópu. Arabaríkin, sem hafa nóga peninga og þurfa ekki á mútum Campomanesar aö halda, sáu sér líka hag í aö styöja þriöja heiminn. I staöinn hafa þau fengið loforð um tilraunir til aö útiloka ísraelska skákmenn frá alþjóða- mótum. Bandalagiö milli þriðja heimsins , arabaríkjanna og austurblokkarinnar í Alþjóða skáksambandinu er nákvæmlega sama bandalagið og myndað hefur verið í ýmsum alþjóðasamtökum, þar á meðal Sameinuöu þjóðun- um og hliöarstofnunum þeirra. Þriöji heimurinn lítur á Vestur-Evrópu sem vígi gamalla nýlenduherra, er enn skirrist við að láta af hendi lönd á borð viö Falklandseyjar og Gíbraltar. Að baki Friðriks sáu þriöja heims mennirnir Keene hinn enska og Levy hinn skozka. Alls staðar þar sem þriöji heimurinn tekur völdin, breytast leikreglumar. í stað siðvenja, lagaregla og drengskapar kemur villimennska í ýmsum myndum, þar á meðal í mútum og öllum öörum tegundum fjármála- spillingar. Viö slíkar aðstæður er Campomanes auðvitað rétti maðurinn. Hann kemur með peningana og villimennimir meö atkvæðin. Dæmiö gengur upp, af því aö arabaríkin sjá sér í því pólítískan hag. Austurblökkin er bara auka- hjól. Allt er svo varið meö því, aö ríku löndin einoki skákina og að tímabært sé orðiö að flytja þungamiðjuna til þriöja heimsins, til dæmis til vöggu skáklistarinnar í Asíu. Maður sér í huganum höfug tár Campomanesar. En það voru ekki ríku löndin, sem réöu Alþjóða skák- sambandinu í krafti fjármagns, heldur í krafti reynslu og skákmannafjölda. Það eru fátæku löndin, sem hafa tekið völdin í krafti fjármagns og ríkjafjölda. Viö hörmum auðvitað ósigur Friðriks, sem var góður forseti. Hins vegar er starfsdegi hans og annarra Vestur- Evrópumanna ekki lokið. Margt verkið þarf aö vinna í samstarfi skákmanna innan Vestur-Evrópu. Enn meiri ástæða er til að harma örlög Filippseyinga. Þeir verða að svelta, svo að Panganiban geti haft nafn- spjöld úr silki og balsavið, — svo að Marcos geti útbýtt þjóðarauði til ættingja og vina, svo að Campomanes eignist alþjóðasamtök. Úr Helnismetabókmni: Steretð til Ítnlíu og aftur til baka .Skreiö til Nígeríu! Skreið til Nígeríu! Hver skreiö til Nígeríu?” Þessari spurningu var varpaö fraxn í útvarpsþætti fyrir mörgum árum. Það er ekki fyrr en nú aö hægt er að svara þessari spurningu afdráttar- laust. Svariö er: Engin skreið til Nígeríu! Þaö er ákaflega sárt að þurfa að svara þessari spumingu neitandL Þjóöarstolt okkar hlýtur að særast og allar okkar vonir um aö komast í Heimsmetabók Guinness veröa aö engu. Og þó! Vonir okkar glæðast að nýju, þegar viö lesum fjrirsagnir sem þessa: ,,Skreið til Italíu — og aftur til baka”. Hananú, og leiki aðr- ir þetta eftir, muldra stoltir afkom- endur víkinga, yfir morgunveröar- boröinu. I strætó, á leið í vinnuna hugsa þeir svo um Leif heppna, handritin og forsetann, áöur en al- vara líf sins tekur viö á skrifstofunnL En þaö er sitthvaö skreið og skriö. Þaö skreiö ekki nokkur maöur til ítaliu. En blessuð skreiöin var send til baka. (Reyndar heföi hluti farms- ins hugsanlega komist í Heimsmeta- bókina, heföi hann ekki veriö sendur heim með skipi. Sá hluti var svo maðkaöur aö hann heföi skilað sér heimaðstoðarlaust.) Það er annars heimsmet, hversu mjög útflytjendur fiskafuröa hér, endast til aö skita í nytina sína, segja menn, og hrista höfuðið, uppfullir af áhyggjum af þjóðarhag. Og vissu- lega er þaö áfall fyrir framleiöendur og yfirvöld. Reyndar er því fleygt aö fjöldi ábyrgöaraðila sé nú úndir læknishendi, vegna ígeröar í sam- viskubiti. En hér er í raun ekki viö einstaklinga aö sakast. Hér birtist aöeins í nýrri mynd gamall hag- fræðilegur sannleikur. Til aö skýra nánar hvaö viö er átt, verðum við að gera eins og Gunnar Thoroddsen, ■ þ.e. að lýsa nokkuð forsögu málsins. Á tímum iönbyltingarinnar, og fram yfir lok fyrri heimsstyrjaldar, forðuðust stjórnvöld Evrópuríkja mjög aö stjóma og létu hinu „óhefta einstaklingsframtaki” eftir völdin. (Þessi stefna var kölluö upp á frönsku, eftir frönskum þrælahald- ara og þingmanni aö nafni Laissez- Faire.) a Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar En maöur að nafni Karl Marx, gat ekki látiö vera aö gagnrýna hinn franska speking og skrifaði Das Kapital, sem skráö er í Heimsmeta- bók Guinnes, sem ólesnasta rit í sögu mannkyns. Þessi hagfræöilegi Nostradamus spáöi ýmsu og sumt hefur reynst rangt og annað ekki komið fram. Meðal margra hugtaka, sem hann smíöaöi sér í riti sínu, var „firringin”, og þar komum viö aö kjarna málsins. Marx var nefnilega þeirrar skoöunar aö meö síörari tæknifram- förum og aukinni sérhæfingu í fram- leiðslu, kæmi aö því aö verkamaöur- inn missti sjónar á hlutverki sínu í framleiöslunni og þar með í þjóðfé- laginu. Hann yröi þar meðeinskonar útlagi og við þessa þróun yrði bylt- ingin óhjákvæmileg. Eins og margir sem spá um fram- tíðina, haföi Marx oft rangt fyrir sér. En hugmyndin um firringuna er óvit- laus aö mörgu leyti. Hins vegar sá Marx ekki alveg fyrir þróunina og birtingarmyndir firringarinnar urðu ólíklegri en hann ímyndaði sér nokkrusinni. Eitt það sem Marx ekki sá fyrir, var „pilsfaldakapítalisminn” sem varð ofan á í íslensku þjóöfélagi. (En þaö er ekki hægt aö áfellast hann fyrir þaö.) I þjóöskipulagi pilsfalda- kapítalismans á íslandi bregöur fyrir firringunni á þeim staö þar sem Marx átti síst von á henni þ.e. meöal framleiöenda, eöa innan raöa auð- valdsaflanna. .JF'ráleitt,” segja dólgamarxistar, pólitískir afkom- endur Kalvíns, og veifa úrvalsritun- um, eins og Kalvín forðum Bibliunni. En skoöum máliö nánar! Menn halda aö framleiðendur sjávaraf- urða framleiði fyrir markaö. Þaö er rangt! Freöfiskframleiöendur, skreiöarframleiöendur, síldarsalt- endur, framleiöa fyrir sín ýmsu sölu- samtök. Fyrir þeim er framleiöslan ekki söluvara, heldur afurð, sem útá fást lán á forréttindakjörum. Fyrir þau lán má síöan framleiöa meira af lánhæfum afuröum og þannig koll af kolli. Hvaö framleiöendur varðar gætu söluaöilar eins reynt að selja framleiösluna til tunglsins, eins og til Sovétríkjanna, Nígeríu, Italíu eöa Bandarikjanna. Þannig hafa framleiöendumir misst sjónar á hlutverki sínu í fram- leiðslunni og samband viö neytendur og hafa orðið fómarlömb firringar- innar. Þeir þurfa ekkert endilega aö vita hvar Italíu er að finna á landa- kortinu, nema þá til þess aö skipu- leggja sumarfríin sín. „Ertu kominn aftur, elskulegur,” sagöi skreiöarframleiðandinn, og klappaöi skreiöarpakkanum. ,,Hvar hefurðu veriö allan þennan tíma? Á Italíu? Var ekki veöriö gott? Nú skaltu skriöa upp í stæöuna þama og viö skulum sjá hvort ég get ekki reddað fari til Nígeríu fljótlega! ” Lesendur kunna aö spyrja hvort firring framleiöendanna geri stétt- ina ekki útlæga úr þjóöfélaginu og þar meö tilbúna fyrir byltinguna. Eg veit þaö ekki en þegar hinir firrtu fara aö syngja: .í’ram þjáðir skreiðarframleiðendur í átta kjör- dæmum,” er tími átakanna mnninn upp. Eins og spámaöurinn sagöi: Skreiðarfrsunleiöendur sameinist! Þiö hafiö engu að tapa nema mörkuö- unum!” ÖBG ftéVTOS 82- Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.