Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
17
Emar Benediktsson á tvennum tímum
F I A T
Viltu nýjan — nýrrí — eidrí
dýrarí — ódýrari
Komdu á þeim gamla og veldu sjálfur
Fíat 128 78. Verð kr. 55.000.- Ert þú í skiptahugleiðingum?
Fíat 125 P 77. Verð kr. 40.000.- Við höfum nýja bíla og notaða.
vokwast 76' Umfram allt góða bfla.
cer. r' ' ’’ n .... Qn nnn Komdu við hjá okkur og kynntu
Ford pickup 4x4 70. Verð kr. 90.000. 1 3 1
Ford Bronco '66. Verð kr. 45.000.-
Toyota Mark II73. Verð kr. 35.000.-
Fíat 128 Rallí 73. Verð kr. 20.000,
Fíat 132 2000 79. Verð 130.000,
Daihatsu Charmant 79. Verð 75.000,
Datsun 180 B station 77. Verð 75.000. .
M. Benz 220 dísil m/vegmæli 72. Verö I sunnudag kl. 13-17.
málin.
Allt á sama stað.
r—--------------
| Opið iaugardag,
| kl. 10-16
kr. 75.000,
„Nit kemst
maður ekki
lengur h|á þvi
ad verda
milljáneri"
I bókinni Seld norðurljós ræðir
Björn Th. Bjömsson við fjórtán
fomvini skáldsins. Bókin er unnin
upp úr útvarpsviötölum sem Björn
geröi á sínum tíma og þóttu einkar
skemmtileg. Hún kemur út hjá Máli
ogmenningu.
Hér birtist kafli úr viðtali Bjöms
við Sigfús Blöndahl aðalkonsúl, tals-
vert styttur.
— Það sem mér er sérstaklega
minnisstætt um Einar var glæsi-
mennska hans fyrst og fremst og
þessi fljúgandi mælska. Þessi vinur
hans, F.L. Rawson, var af tignum
ættum mjög. Faðir hans hafði verið
einkaritari Qladstone’s til dæmis og
var stórgáfaður maöur. Hann var
eiginlega það sem Englendingar
kalla „promoter of companies”.
Myndaði alls konar félög, utanlands
og innan. Þeir vora óaðskiljanlegir
vinir, Einar og hann, og í gegnum
Rawson, held ég áreiðanlega, komst
Einar fyrst í samband við Christian
Science-hreyfinguna, sem var
trúarleg hreyfing. Því starfi gengu
þeir upp í, bæði Einar og þó náttúr-
lega einkum og sér í lagi Rawson.
Mér er eitt sérstaklega minnisstætt
um glæsileika og mælsku Einars.
Hann fékk mig einu sinni tii þess aö
koma með sér á svona fund, en mér
var það mjög nauöugt, því ég hafði
ekki neina interessu fyrir þessu, ung-
ur maður, og interesseraði mig ekkert
fyrir þessum kerlingum og körlum
þarna. En það fór svo að ég fór nú
samt; hann sagöi að ég yrði að gera
þetta fyrir sig: ,,Ég þarf að kynna
þig fyrir ýmsu fólki, og þetta fólk
þarft þú aö tala við og taka móti á
skrifstofunni, hvenær sem því þókn-
ast að hringja í vinnutíma”. Svo ég
fór nú. Og ég var kynntur fyrir fjölda
fólks þarna, svo mér varö nú alveg
nóg um. Og svo skrafaði fólk saman,
eins og maöur rabbar saman áður en
fundur er settur. Og allt í einu vindur
vinur minn Einar Benediktsson sér
út úr hópnum og gengur upp í stóra
ræðupontu og hélt þar þessa líka
dæmalausu snilldarlegu ræðu. Það
vantaði ekki glæsileikann, og hann
byrjaði aö segja frá fyrirbæram og
lækningartilraunum sínum á tveim-
ur sjúklingum. Sagði nákvæmlega
frá um þetta, og að sér hefði auðnast
að bjarga þessum tveimur
sjúklingum, sem að hann teldi
sjálfur að í rauninni væri kraftaverk.
En ég var nú dálítið léttlyndur svona
og sagði við hann: „Heyrðu frændi”
— við voram dálítiö skyldir og hann
kallaði mig alltaf frænda sinn —,
„heyrðu Einar, ja, þú verður nú að
fyrirgefa, mér finnst einhvern
veginn á mér að þú hafir ekki trúað
öUu þessu sem þú varst að tala um í
pontunni. En vel tókstu þig út og
sannfærandi varstu, þaö verð ég að
játa. — Já, í hverju orði! ”
— Var þetta stór fundur?
— Já það voru þarna um átta
hundrað manns, í glæsUegum fund-
arsal og það var svo mikU kyrrð,
Bjöm, að maður gat heyrt saumnál
detta, og það var svo mikil kyrrðin.
Og á eftir, þegar hann var búinn að
ljúkamálisínu, þá fór hann niður, og
svo varð dálítiö hlé. Og þá þyrptist
fólkið þarna í kringum hann alveg
eins og hann væri guö bara.
— Þetta hefur nú kannski veriö
skáldlegur innblástur jafnmikið og
trúarhiti.
— Ég býst við því. Og dálítið af
öðram toga spunnið: að komast í góð
sambönd. Eg get ekki fullyrt það eða
sagt þaö meö vissu, en ég geri ráð
fyrir aö það hafi verið eitthvaö um
það. Mér kom það ekkert við og ég
fór ekki neitt inná þaö við hann. En
það voru meiri lætin þegar hann kom
niður. Svo fór Mr. Rawson í pontuna
á eftir og hélt þar aðra langa ræðu
um fjöldalækningar sem hann hafði
framkvæmt síðan á síðasta fundi, og
var geröur góður rómur aö. En því
varð ég mest hissa á, að það
minnkaöi ekkert hópurinn í kringum
Einar. Kvenfólkið, þaö vottaöi
honum þakklæti sitt af einlægu
hjarta áreiðanlega, því það táraöist
sumtafþví.
— Þennan tíma í London, Sigfús:
Hafði Einar mikið fé umleikis?
— Hann hafði það oftast nær og
var afskaplega rausnarlegur og
bauð mönnum út. Þeir borðuðu oft
saman, Rawson og hann, en það var
kyndugt aö sjá þá herra borða
saman, því að Rawson borðaði
ekkert nema grjón eða með grjónum
í, en Einar borðaöi eins og við, eins
og aðrir mennskir menn, svona það
sem gott var og sérstaklega í góðu
kéti. En ég þekkti ekkert til hvaöa
laun hann hafði, en þaö kom oft fyrir
þetta, aö hann kom til mín og fékk
eitt og tvö pund lánuð, og alltaf
borgaði hann þetta tvöfalt; alltaf.
Það skeikaði ekki. Svo kom hann
stundum til mín að heilsa upp á mig
og klárá sínar sakir við Stevenson,
diktera honum bréf, og þá kallaði
hann stundum á mig fram og sagði:
„Nú er maður ekki blankur”. Og dró
þá upp úr vösum sínum alls staðar
hreint hundrað punda, fimmtíu
punda, tuttugu punda og tíu punda
nótur. —
Menn úr Selvogi við heyskap hjá Einari Benediktssyni i Herdisarvik. Einar er þriðji frá vinstri, Hlin sjötta frá
hægri og Jón Eldon þriðji frá hægri.
10 Moorgate. A þeirri skrifstofu höfðu þeir Einar ogF.L. fíawson IOO manns i vinnu. 10 Moorgate er i um
100m fjariægð frá Engiandsbanka og 200—300m frá Kaupholí Lundúnuborgar, sem sagt ihjarta fjármáia-
hverfisins.