Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
21
titmtuf/t ftjrír htmdsmáa að
leíka á tateka harmónflm
— segfr Mogens Ellegaard ..ta‘knískia*“
haraióníkusnillmgnr
Mogens Ellegaard, heimsfrægur
harmóníkuleikari, hélt tónleika hér á
landi dagana 5. og 7. nóvember. Kom
hann hingaö til lands á vegum Tón-
skóla Emils Adolfssonar, aö þessu
sinni ásamt eiginkonu sinni, Mörtu
Bene, og 16 mánaöa dóttur, Lerke.
Mogens Ellegaard er dósent viö Det
kgl. danske musikkonservatorium í
Kaupmannahöfn. Má segja aö hann sé
brautryðjandi í kennslu á harmóníku,
sem hann hefur látiö gera breytingar
á, en hún er meö melodíbassa. Hefur
hann fariö víöa og kynnt þetta hljóö-
færi. Sjálfur leikur hann á Bayan
model, sem hefur „umframstækkaö”
borð, eöa 7 áttundir hvorum megin.
Þegar tónleikum, sem haldnir voru í
Norræna húsinu, lauk um síöustu helgi
tók blm. DV Mogens Ellegaard tali.
Hann var fyrst spuröur aö því hve
gamall hann heföi verið þegar hann
fyrst hóf nám í harmóníkuleik.
„Þetta byrjaöi þannig aö þegar ég
var átta ára féll ég niður af svölum og
fékk mikið höfuöhögg. Eg varö að
liggja lengi á sjúkrahúsi. Til aö stytta
mér stundir færöi faöir minn mér litla
harmóníku,” sagöi Mogens. „Pabbi
lék mikiö á harmóníku og hugsaði ég
því aldrei út í aö ég gæti ekki spilað.
Þaö þótti sjálfsagöur hlutur aö ég hefði
tónlistarhæfileika og því fór ég aö æfa
mig. Strax og ég gat yfirgefið sjúkra-
húsiö hóf ég nám á harmóníku í tón-
listarskóla.”
„Accordeon er takka-
harmóníka með
melodíbössum"
— Flestir tala um harmóníku eöa
jafnvel „nikku” en þú leikur á „acc-
ordeon”. Hver er munurinn á þessum
hljóöfærum?
„Accordeon er ekki aöeins takka-
harmóníka heldur eru á henni melodí-
bassar,” sagöi Mogens. „Accordeon
gefur mun meiri möguleika á alla vega
tónbrigöum. Eiginlega eru þetta tvö
ólík hljóöfæri og skiptast menn í tvo
hópa, sem á þau leika, annarr vegar
harmónikuleikara og hins vegar þá
sem leika á accordeon.” Sagöist Mog-
ens vita fyrir víst aö heföi hann leikið á
venjulega harmóníku hefðu fleiri
harmóníkuunnendur mætt á tónleik-
ana, því accordeon er ekki eins útbreitt
hljóöfæri hér á landi. Einnig eru takka-
harmóníkur hér minna notaðar en
harmónikur meö píanóboröi. Tónleika-
salurinn var þó nærri fullsetinn í bæöi
skiptin.
„Þeim líst ekkert á alla þessa bassa
og tilbrigði sem accordeon býöur upp
á,” sagöi Mogens um þá sem í áraraðir
hafa leikiö á eldri harmóníkugeröir.
Mogens Ellegaard lék á accordeon
meö Sinfóníuhljómsveit Islands áriö
1976 á Norrænum músíkdögum. Var
þaö í fyrsta skipti sem accordeon ein-
leikur var fluttur með henni og mark-
aöi þaö tímamót í tónlistarflutningi hér
á landi. Þá um vorið sama ár giftist
hann Mörtu Bene, en hún hefur einnig
leikið á accordeon meö manni sínum.
Lék hún m.a. nú síðast í Norræna hús-
inu á nýliðnum tónleikum. Þau léku
skemmtilegar fantasíur sem eru sér-
samdar fyrir tvær harmóníkur. Mog-
ens lék einnig fleiri verk sem voru
saminfyrir hann.
„IMótur eru fyrir mig
eins og öryggisnet
fyrir línudansara"
Marta Bene erfædd í Ungverjalandi.
Hún nam tónlist viö Bela Bartok Kon-
servatorium í Búdapest og síöan í
fimm ár í sólóistadeild viö Frans-Uszt-
tónlistarháskólann í Weimar D.D.R.
„Marta lék aöeins á píanóharmóníku
áður en ég kynntist henni,” sagöi Mog-
ens, „en nú leikur hún á mína gömlu
accordeon af gerðinni Hohner. Aðal-
kosturinn viö að leika á takka-
harmóníku er aö unnt er aö ná tveimur
áttundum án fyrirhafnar. Þaö er því
einkar hentugt fyrir handsmáa aö nota
fremur takkaharmóníku en þær sem
hafa píanóborð,” sagöi Mogens.
Þau hjónin kenna nú bæöi á accord-
eon viö Det kongelige danske musik-
konservatorium. Blm. spuröi þau
hvert álit þeirra væri á harmóníkuleik
án nótna. Mogens svaraöi þanni: „Ef
þú lærir ekki aö lesa, þá getur þú aö-
eins sagt þaö sem þú hefur heyrt. Hins
vegar ef þú lærir stafi og lestur, þá ert
þú engum háður, þú getur bætt viö þig
oröaforöa og notað orðin á þinn hátt.
Sama er aö segja um nóturnar. Hafi
maöur lært aö lesa nótur getur maöur
leikið eftir þeim í ýmiss konar uppröð-
un. Maður kemst ekki eins langt með
því aö leika eftir eyranu.”
— Ert þú mjög háöur þínum nótum
þegar þú heldur tónleika?
„Línudansari stígur öruggur spor
sín ef öryggisnet er undir. Eg er örugg-
ari á tónleikum ef ég hef nótumar fyrir
framan mig, þó svo aö ég fylgi þeim
ekki rakleitteftir,” svaraöi Mogens.
Blm. spuröi þá hvort ekki kæmi oft
eitthvað óvænt fyrir á tónleikum.
„Jú, jú, síöast nú áöan var síöasta
nótnablaöiö á hvolfi. Ég var svo lán-
samur aö smáhluti lagsins sem ég lék
þá var einungis meö bassa, þannig aö
ég hafði aöra höndina lausa til aö snúa
nótunumvið.”
„Myndi flytja eldri
verk mín á annan
hátt í dag"
— Hvaö tekur viö þegar þú ferð frá
íslandi?
„Eg mun halda þrenna tónleika meö
sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjun-
um.
Viö fljúgum heim í desember, þá
munum viö koma við á íslandi, þaö
veröur aöeins um einnar stundar viö-
koma og ég býst ekki viö aö viö förum
að leika á flugvellinum,” sagði Mog-
ens.
„Mikil tónlistahátíö veröur. síöan í
janúar, þá koma harmóníkuleikarar
víös vegar aö til Danmerkur og verðui-
þar mikil samkoma. Kennarar frá öll-
um Noröurlöndunum munu mæta og
m.a. einn frá Rússlandi og einn frá
Bandaríkjunum.”
— Hvaö finnst þér um þínar fyrstu
plötur?
„Þegar ég heyri 20 ára gamlar plöt-
ur sem ég hef leikiö inn á, þá finnst
mér að margt heföi betur mátt fara.
Eg hefði flutt lögin á allt annan hátt í
dag.” Ekki haföi hann tölu á öllum
þeim breiöskífum sem hann hefur gef-
iö út, en eina plötu hafa þau hjónin leik-
iö innásaman.
Þaö er ekki orðum aukiö þó menn
fullyröi aö Mogens Ellegaard sé fyrsta
flokks tónlistarmaöur. Hann sýnir alla
þá fjölhæfni sem hugsast getur í
harmónikuleik. Vrnis uppátæki hans í
tónlistarflutningi vöktu undrun og
ánægju meöal hlustenda í Norræna
núsinu. Lék hann m.a. tónverk eftir
Poul Rovsing Olsen og notaöi þá undir-
leik sinn á segulbandi, einnig sló hann
oft taktinn á hljóöfærið. Var þetta
óvenjulegur flutningur og einkum
vakti þaö mikla athygli er hjónin léku
bæöi. Leikur þeirra var mjög hnitmið-
aöur, enda listamenn aö verki.
-RR
Mjólkundagar’82
í húsi Osta ogsmjörsölunnar, Bitmhálsi2
Kynning verður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur.
Einnig verða neytendakönnun og atkvæðagreiðsla.
Maikaóur Fjölbreytt úrval af ís- og ostanýjungum á kynningarverði.
Hátíðaboió Kynnt verða þrjú hátíðaborð auk partíborðs. Bæklingar með uppskriftunum,
munu liggja frammi.
Hlutavelta verður í gangi allan tímann og verða vinningar
m.a. ýmsar mjólkurafurðir.
Okeypis aógaiigur Opið laugardag og sunnudag frá
kl. 13 - 20.
u»»s,tG
f=P- —'—1 in ni in in ni m\
1] 1 il iwaSaÉPÍBroDldBi
10 * rj i j G" n s
! 1 1
Mjólkurdagsnefnd
/vteð aðstoð segulbandsins flutti Mogens tónverk er vel hæfir sem undir-
leikur i kvikmynd. Það heyrðust marg - konar hljóð sem áttu að vera i
skepnu að gefa upp öndina, að hans sögn.
DV-mynd Einar Ólason