Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Side 2
2
DV. MÁNUDAGUR 13.DESEMBER1982.
Jólagetraun DV — VIII. hluti:
Sér ffyrir endann á getrauninni
Nú þegar liður að lokum þessar-
ar jólagetraunar og einnig sér fyrir
endann á raunum jólasveinsins
væri ekki ur vegi að rifja aðeins
upp reglur leiksins.
Þegar síðasta ævintýraför jóla-
sveinsins er á enda runnin, sem
gerist nú á miðvikudaginn, ættu
þátttakendur að skoða úrklipp-
urnar sinar með lausnunum. Á
fimmtudag birtist svo í blaðinu
eyðublað sem þeir, sem senda inn
lausnir, skulu fylla út og senda
síðan ásamt lausnunum til rit-
stjórnar DV, Síðumúla 12—14, fyr-
ir 23. desember. Þann 28. des.
verður siðan dregið úr réttum
lausnum og reynt að koma vinn-
ingum tilhinna heppnu.
Vandið ykkur nú. Það væri synd
að feila á lokasprettinuml
— Eitthvað verður maður að gera þegar maður er bara i minnihlutastjórn!
Nú hleypur jó/asveirminn eitthvað norðuryfir, en hann veit nú
minnst af því sjáffur. Hann heldur að áttavitar séu skrýtin úr.
Nú skuluð þið lesendur góðir líta yfir úrklippurnar ykkar því nú
fer að líða að lokum getraunarinnar.
Hvert hefur jólasveinninn villst nú?
Hannerí..................
íggur um
Amsterdam
í vetur liggur ódýra leiðin til Kanaríeyja um
Amsterdam. Við bjóðum 11, 18 eða 25 daga
ferðir með brottför alla þriðjudaga
svo auðvelt er að finna
brottfarardaga við hæfi og stýra lengd ferðarinnar
eftir hentugleikum.
Flogið er til Las Palmas óg Gran Canaria eyjunnar.
í boði eru hótel, íbúðir eða smáhýsi
(bungalows) fast við friðsælar baðstrendur
og fjörugt skemmtanalíf.
í upphafi ferðar er dvalist yfir eina nótt í
Amsterdam. Síðan er flogið beint til Las Palmas
en síðustu tveimur nóttum ferðarinnar eytt
í Amsterdam, ósvikinni miðstöð
menningar, verslunar og skemmtunar
í Evrópu.
I^FERÐA
M MIÐSTOÐIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
(mtMTK
FERÐASKRIFSTOFA
MALLVEIGARSTÍG I — SÍMI 28J88
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477
Ö
ib
Alltaf með
fullfenui
að landi...
Áhafnir á fjórum skipum í íslenska
flotanum kvarta aldrei um aflabrest.
Þaö eru áhafnirnar á Perlu, Sandey 1,
Sandey 2 og Sandey 3. Skip þessi
stunda veiöar í Faxaflóanum og koma
meö þúsundir tonna aö landi á
hverjum degi. En aflinn fer hvorki á
diskana í eldhúsinu né í frystihúsin,
því hann er ekkert annaö en sandur af
botni Flóans. Veiðisvæðin eru þrjú —
og tegundimar þrjár, þaö er
byggingarefni, fyllingarefni eöa
skeljasandur fyrir sementsverksmiöj-
una. Meö veiöinni hafa stundum flotið
aöskotahlutir og má þar til dæmis
nefna fallbyssukúlur og rostungs-
tennur. Hvort eitthvaö slíkt hefur veriö
í þessum afla vitum viö ekki, en þama
er eitt af sanddæluskipunum aö losa í
Sundahöfn eftir vel heppnaða veiði-
ferð.
-klp/DV-mynd EinarÚlason.
Manntalið:
Fyrstu niðurstöð-
urnar á næsta ári
„Vinnsla manntalsins gengur sam-
kvæmt áætlun,” sagði Guöni Baldurs-
son hjá Hagstofu Islands í samtali viö
DV. „Meginniöurstööur manntalsins í
heild veröa gefnar út 1984 en niður-
stööur um ferðatíðni og -máta fólks til
vinnu veröa birtar á næsta ári.”
Manntaliö fór sem kunnugt er fram í
janúarlok 1981. Guöni var spuröur aö
því hvort margir heföu svikist um aö
svara. Hann kvaö lítiö hafa veriö um
þaö ef nokkuö. Hann sagöi að enn heföi
ekkert veriö gert varðandi þá sem ekki
heföu svaraö, en þeim var hótaö 500
króna sekt á sínum tíma. „Margar af
þeim upplýsingum um þetta fólk sem
okkur vantar liggja fyrir hjá opin-
berum aöilum, en þaö kostar mikla
peninga og tíma aö afla þeirra
þannig,”sagöiGuðni. _ýs
Alþýðubandalag á Vestfjörðum:
Fyrri umferð
forvals lokið
Fyrri umferö forvals Alþýðubanda-
lagsins á Vestfjöröum fyrir næstu
þingkosningar er lokiö en talning er
ekki hafin. Kosningu lauk síðastliöinn
fimmtudag en talning mun ekki hef jast
fyrr en öll gögn hafa borist til Isa-
fjarðar.
Vegna erfiöra samgangna gæti svo
farið að ekki yrði hægt að hefja taln-
ingu fyrr en um miöja þessa viku.
Koma þarf atkvæöum af öllum Vest-
fjöröum, þar meðStrandasýslu, til Isa-
fjarðar.
-KMU.