Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Síða 5
DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. 5 Almenningur mákaupa hjá bóka- foriögunum A næsta ári rennur út samkomulag bóksala og bókaútgefenda um af- sláttarsölu forlagsverslana á eigin út- gáfubókum. Fyrr á árum tíðkaðist að menn gætu fengið bækur beint frá for- lögum meö 20% afslætti, en sá afslátt- ur hefur nú minnkað í 10% i samræmi við samning bóksala við forleggjara, en þessi sala forlaganna var lengi þymir í augum verslanaeigenda. Nú mun þetta samkomulag renna út á næsta ári og annað nýtt taka við. Samkvæmt því geta nú báðir aðilar, bóksalar og forlög, veitt svokallaðan „magnafslátt”, sem er nánar kveðið á um í samkomulaginu, en sá afsláttur fer í þrepum og getur hvort sem er miðast við upphæðina sem verslað er fyrir eða fjölda keyptra eintaka. Þetta er heimildarákvæöi og hvorugur aðil- inn skyldugur til þess að veita afslátt- inn. Nú fer brátt að verða liðin tíð að menn geti gert hagstæð innkaup hjá forlögunum. óbg Cargolux: Framtíðarhorfur skoðaðar „Það er verið að þinga um ýmsa möguleika,” sagöi Einar Olafsson, forstjóri Cargolux. Heyrst hefur að rekstrarerfiðleikar félagsins séu orðnir svo miklir að hugsanlega þurfi að draga verulega úr rekstrin- um, ef ekki stöðva hann. Einar Olafs- son varðist allra frekari frétta af þessummálum. óbg. Falleg og nytsöm Jólagjöf sem marga unglinga dreymir um Eftir vinsældunum að dæma virðast Happy húsgögn henta börnum og unglingum mjög vel, enda gerð til þess að mæta ólíkum kröfum og þörfum. Þeim má raöa upp á ótrúlega marga vegu allt eftir lögun og stærð herbergis. Happy húsgögn hafa undanfarin ár veriö i hópi vinsælustu jóla- gjafa, enda gjöf sem gleöur og endist. Happy húsgögn kosta minna en þig grunar. Happy húsgögn fást í 10 verslunum umhverfis landið, littu inn í einhverja þeira. Þú ert alltaf velkomin(n). AKUREYRI: Örkin hans Nóa. EGILSSTAÐIR: Verslunin Skógar. HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmasonar. HÚSAVÍK: Hlynursf. SAUÐÁRKRÓKUR: Húsgagnaverslun Sauðárkróks. fSAFJÖRÐUR: Húsgagnaversl. isafjarðar. SELFOSS: Kjörhúsgögn. KEFLAVÍK: Bústoð. VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur & Einar. Eftir þessum bókum hefur verið beðið þær koma í bókaverslanir í dag Nútíð og framtíð íslenskrar knattspyrnu YOURI SEDOV, höfundur þessarar bókar, er íslenskum knattspyrnumönnum og knattspyrnuunnendum að góðu kunnur. Hann hefur um árabil þjálfað knatt spyrnumenn Víkings með þeim árangri, að þeir urðu Islandsmeistarar 1981, Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 1982 eru nú efstir í 1. deild, þegar þessi bók kemur út. Bók þessi fjallar um þjálfun knattspyrnumanna, bæði einstaklinga og liðsheildar. Knattspyrnumenn hafa oft kvartað yfir því að slík leiðbeiningabók væri ekki til á íslensku, en nú hef- ur ræst úr því. Youri Sedov er hámenntaður knattspyrnuþjálfari, hefur gengið í gegnum bestu þjálfun og fræðslu sem slíkir menn geta fengið. Hann setur hér fram leiðbeiningar sem ættu að koma öllum knatt- spyrnumönnum að haldi. íslensk knattspyrna ’82 Jafntefli íslenska landsliðsins gegn HM-liði Englendinga, jafnteflið við Holland og tapið óvænta fyrir Möltu á Sikiley. Frásagnir af öllum öðrum landsleikjum Islands í sumar; drengja, unglinga og kvenna. Baráttan um Heims- bikarinn Spánn ’82 „Starf mitt á knattspyrnuvellinum er að standa mig vel og skora mörk", segir marka- kóngur HM-keppninnar, Paolo Rossi. í formála segir hann ítarlega frá sjálfum sér og ítalska landsliðinu í lokakeppninni. í bókinni BARÁTTAN UM HEIMSBIKARINN er skýrt frá gangi mála í öllum leikjum loka- keppninnar, 52 að tölu. Auk þess eru greinar um þau lið, sem komu á óvart, auk um 200 frétta- og fróðleikspunkta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.