Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Síða 10
10 DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. Útboð — mátun Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í að mála 176 íbúðir í 17 fjölbýlis- húsum á Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vb. Suðurlandsbraut 30, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 12. janúar nk. kl. 15.00 á skrifstofu Vb. JOLAMARKAÐUR AÐALSTRÆTI8 Vid bjódum fatnad af ýmsu tagi á alveg ótrúlegu verdi. Buxur frá kr. 120,00, kjólar á kr. 300,00, kápur á kr. 490,00, herrablússur á kr. 140,00. Allar nýjustu plöturnar og margar eldri plötur frá kr. 100—260,00. Handunnid jólaskraut, alveg frá- bœrt, bœöi verd og útlit. Olíumálverk frá kr. 550,00 og ótrú- lega margt fleira. Líttu við, þú séró ekki eftir því - Aóalstræti 8. Af hvetju ekki svef nbekk og skrif borð í Jólagjöf íikyyjj húsið Reykjavikurvegi 64. Hafnarfirdi. simi 54499 Útlönd Útlönd Útlönd Skotæfing i New York: „Allir eru hrcddir.” Dæmigerö fómar- dýr ofbeldismanna — íBandaríkjunum grípa æ fleiri almennir borgarar til skotvopna til að verja sig LouiseSample 63ára fráQueensí New York skýtur fimlega í mark. Á skotskífunni eru teiknaöar útlinur af manni. Kennarinn hrósar henni: — Þessi brýst ekki framar inn, segir hann. Louise brosir og hagræöir gleraug- unum sínum á nefinu. Hún er þátt- takandi í námskeiðinu Byssumeö- ferð — heimavörn og hefuraldrei áöur snertábyssu. Svipaö má segja um aöra þátttak- endur í námskeiðinu, en auk Louise eru þeir 20. Námskeiðið stendur yfir í 4 kvöld og kostar 30 dali. Það er hald- ið á vegum Skammbyssu- og riffla- klúbbs Queenshverfis. — Það er alveg ótrúlegt að við skulum nú verða að kenna hinum al- menna borgara vopnaburð, segir námsstjórinn, Ray Rabener, sem kemur f rá N ew York-lögreglunni. Því allir telja sig sækja námskeiðið af illri nauðsyn fremur en ánægju. Á meðal þátttakenda má sjá lækna, skrifstofufólk, hjón með börn og ekkjur. Námskeiðiö er haldið í Skot- klúbbi New York-borgar þar sem fólki stendur líka til boða að kaupa sér skotheld vesti. Þátttakendur at- huga vestin heldur ekki vegna þess að þá langi til að kaupa þau. En kannski er það nauösynlegt. „Þetta hús er varið af vopnuðum borgara" ' — Allt þetta fólk er dauðhrætt, segir framkvæmdastjóri Skotklúbbs- ins, RichardSchuller. Louise Sample er engin undan- tékning. Og New York er ekki verri en Boston eða Los Angeles. Mörg hundruð þúsund Bandaríkjamenn eru nú svo skelfingu lostnir yfir hrað- vaxandi glæpaverkum að þeir grípa sjálfirtil vopna. Þetta er venjulega ekki fyrsta skrefið í heimavörnum þeirra. Þeir fá sér grindur fyrir gluggana, koma sér upp viðvörunarkerfi, fá sér varö- hunda og stofna hverfisfélög til bar- áttu gegn glæpum. Vopnaburður er venjulega örþrifaráö. En það veröur sífellt algengara að sjá eftirfarandi skilti á húsum í bandarískum út- hverfum: — Þetta hús er varið af vopnuðum borgara. U.þ.b. 100—150 milljónir skotvopna eru nú í eigu almennra borgara og afleiðingarnar iáta heldur ekki standa á sér: 1980 voru 10.000 manns skotnir til bana með handskotvopn- um í Bandaríkjunum. Bandarísk börn á aldrinum 10 ára og yngri drápu á sama ári jafnmarga með skotvopnum og allir breskir ofbeldis- menn til samans. Hvort sem um er að ræða prest eða bílasala, mann eða konu, bam eða gamla ömmu eru allir jafn líklegir til að bera á sér vopn. Og hver og einn er jafn líklegur sem væntanlegt fórnardýr. — Eg hef séð menn berjast í neðanjarðarlest án þess að nokkur skipti sér af því, segir kona frá New York í viðtaii viö blaðið New York Times. — Allir eru dauðhræddir viö aö lenda í skotbardaga. Þær spýta í iófana og grípa til vopna Lögreglan í New York telur að að- eins þar í borg séu um 2 milljónir ólöglegra skotvopna — svo ekki sé minnst á hnífa, rakblöð og hnúajárn. Þaö þýðir að fjórði hver New York- búi ber á sér byssu og möguleikarnir á því að sleppa heill á húfi frá ráns- árásem 1:3. Enda eru þetta dæmigerðustu fóm- ardýr ránsárása. Og nú hafa þeir fengiðnóg. Ekki í neinum hetjuleik Aukinn vopnabúnaöur hins al- menna borgara sýnir að menn hafa ekki lengur mikla trú á dómskerfinu. Ofbeldismenn sleppa alltof oft við dóm og ganga lausir. Hinn almenni borgari hefur alltof oft fengið að kenna á vamarleysi sínu gegn þeim „frumskógarlögmálum” sem gilda á götum Bandarík janna. — Eg hef þrisvar verið rændur, segir gamall maður, sem sækir skot- námskeiðiö í Queens. — I næsta skipti veiti ég viðnám. — Ég ætla mér alls ekki að leika neinn James Bond, sagöi Chip Ell- Kona, dæmigert fómardýr ofbeldlsmanna: Það dugar ekkl að verja sig með naglaskærum og hámálum... Námskeið til sjálfsvarnar eiga vaxandi vinsældum að f agna — og þá einkum á meðal kvenna. Þær hafa svo sannarlega tekiö til greina orð blaðamanns nokkurs sem sagði að þaö þýddi ekki lengur fyrir þær aö ætla sér aö verja sig með gagnslaus- um naglaskærum og hárnálum held- ur skyldu þær spýta í lófana og grípa tilvopna. Og nú flykkjast þær á námskeið í meöferð skotvopna. Nýtt fyrirtæki í Houston innheimti strax fyrsta mán- uðinn 22.000 dali frá konum sem vildu fyrir alla muni læra aö skjóta. — Verndið konu yðar, stendur á veggspjaldi nokkm í New York. — Kenniö henni að skjóta. Hópur aldraðra fer einnig vaxandi á þessumnámskeiðum. — Aldraðir sækja þessi námskeiö í sívaxandi mæli, og þá einkum konur, segir námsstjórinn Ray Rabener. — iott, greinarhöfundur Esquire, þegar hann fékk sér byssu. — Ég vil bara verja rétt minn til aö geta fengið mér göngutúr á kvöldin með smáaura í vasanum án þess aö óttast um líf mitt. Hinum almenna borgara er yfir- leitt ekki efst í huga að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Hann hefur engan áhuga á hetjuleikjum í anda JohnsWaynes. —I hvert skipti sem ég spenni á mig skammbyssuhylkið spyr ég sjálfa mig hvað þetta eigi eiginlega að þýða, segir kona nokkur í viðtali viö tímaritiö Ms. — Því mig langar ekki tilaölifa svona. — Eg skammast mín dálítiö fyrir að vera héma, segir einn af eldri félögunum í Rifflaklúbbi Queens. — Ég hélt aldrei að þetta þyrfti að ganga svona langt. (DerSpiegel)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.