Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Qupperneq 22
22
DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
JúlíusP. IngóUsson.
Júlíus til
Noregs eða
Grindavíkur
Július P. Ingólfsson knattspyrnu-
maöur frá Grindavík, sem hefur
lcikiö með Skagamönnum, hefur
fengiö boð frá norska liömu Hauga-
sund ura aö koma og leika með fé-
laginu. Það getur fariö svo aö
Júlíus fari út og raeöi við forráöa-
menn félagsins áöur en hann tekur
ákvöröun um hvað hann gerir.
Ef hann fer ckki til Noregs bendir
allt til að hann gerist leikmaður
með 3. deildarliöi Grindavikur að
nýju.
-SOS
Bjarni áfram
á Akranesi
Bjarni Sigurösson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu frá
Keflavík, sem hefur leikið með
Skagamönnum undanfarin ár með
góðum árangri, hefur ákveðið að
vera áfram í herbúðum Skaga-
manna.
Björn Áma.
þjálfari Þórs?
Björn Arnason, fyrrum leik-
maður KR í knattspyrnu, sem
hefur þjálfað Götu í Færeyjum
undanfarin ár í knattspyrnu,
hefur verið orðaður við 1. deildarlið
Þórs á Akureyri. Björn mun fara
norður á miðvikudaginn og ræða
við forráðamenn Þórs. -SOS.
Aftursigur
Gummersbach
Gummersbacb vann öruggan sigur 24—
20 yfir Skovbakken í seínni leik liðanna í
Evrópukeppni meistaralifta og er
Gummersbach komift áfram í 8-lifta ár-
slit.
GrosswaUstadt Iagfti Bern Irá Sviss aft
velli 25—14 í Evrópukeppni bikarhafa og
fer áfram og Berlín vann sigur (28—19)
yfir spánska liftinu GrassoUers í IHF-
bikarkcppninni. -Axel
KR-ingar sóttu
ekki gull til
Stjömunnar
— „Vamarleikurinn skóp sigur okkar/’ sagði Gunnar Einarsson,
þjálfari Stjömunnar
— Þetta var góður sigur og strák-
arnir léku mjög vel. Þeir léku mjög
góðan vamarleik og Brynjar Kvaran
varði mjög vel. Dæmið gekk upp í
sóknarieiknum hjá okkur og strákam-
ir lögðu sig alla fram og uppskáru eftir
því, sagði Gunnar Einarsson, þjálfari
„Spútniksliðs” Stjömunnar, sem iagði
KR að velli 29—18 í Hafnarfirði á laug-
ardaginn, þar sem liðin mættust í 1.
deildarkeppninni í handknattleik.
Gunnar sagöi að hann hefði fylgst vel
með KR-ingunum í Evrópuleikjum
þeirra. — Eg kom auga á nokkra veik-
leika hjá KR, sem við notfæröum okk-
ur. Við æfðum upp ýmis atriði sérstak-
Sætursigur
hjá
Þórsumm
Þórsarar unnu sigur 76—72 yfir
Stúdentum í 1. deildarkeppninni í
körfuknattleik á Akureyri um helgina.
Leikurinn var geysilega tvísýnn og
spennandi og þegar staðan var 70—70
fór Pat Bock, leikmaður Stúdenta, út
af með 5 villur og eftir það vora Þórs-
arar sterkari á lokasprettinum.
Þegar leikurinn var að byrja bilaði
klukkan í Skemmunni og urðu smátaf-
ir við það. 1 upphafi leiksins skullu svo
tveir leikmenn Stúdenta saman og var
Guömundur Jóhannesson fluttur á
sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert
var að meiðslum hans.
Þegar 5 mín. voru til leiksloka náöu
Þórsarar yfirhöndinni 66—65 og eftir
það var leikurinn í járnum.
Stigahæstu menn Þórs voru: Robert
McField 39, Jón Héöinsson 13 og Eirík-
ur Sigurðsson9.
Pat Bock skoraði 29 stig fyrir Stúd-
enta, Eiríkur Jónsson 15 og Árni
Guðmundsson 10. GSv.
Kristján
meiddist
Kristján Oddsson, leikmaður með ÍR
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, varð
fyrir því óhappi á æfingu á miðviku-
daginn að togna mjög illa um ökkla og
er talið víst að hann verði frá keppni
um nokkura tima. Jafnvel er talið að
hann hafi brotnað en það kemur í ijós á
næstu dögum.
Sæti Kristjáns í meistaraflokksliðinu
tók komungur leikmaöur, Kristján
Einarsson (Olafssonar þjálfara og föð-
urlRef svomásegja). -SK.
lega fyrir leikinn og strákamir stóöu
sig mjög vel. Þeir gerðu það sem fyrir
þá var lagt, sagði Gunnar.
Leikmení Stjömunnar sýndu það og
sönnuðu í leiknum gegn KR að það er
engin tilviljun að Stjaman er eitt af
toppliðunum í handknattleik í dag.
Leikurinn var jafn og spennandi fram-
an af. KR-ingar höfðu yfir 10—9 í leik-
hléi og síðan komust þeir í 12—10.
Stjaman jafnaði 12—12 og með mjög
góðum leik komust leikmenn Stjöm-
unnar í 18—14. Var þá aldrei spuming
hvaöa lið færi með sigur af hólmi.
Brynjar Kvaran varði mjög vel og
Eyjólfur Bragason var óstöðvandi —
skoraði þrjú mörk í röð þegar Stjaman
var að ná f jögurra marka forskotinu.
Þá voru þeir Ölafur Lárusson, Magnús
Teitsson og Guömundur Þórðarson
traustir. Annars vannst sigurinn á
góðri liðsheild hjá Stjömunni.
Mörk Garðabæjarliösins skoruöu:
Eyjólfur 8/2, Olafur 5, Guðmundur Þ. 4
og Magnús 3.
Brynjar Kvaran varði mjög vel
gegn sinum gömlu félögumúrKR.
Alfreð Gislason var afkastamesti
leikmaður KR — skoraði 8/2 mörk en
aðrir leikmenn sem skoruðu voru:
Haukur G. 4, Anders-Dahl Nielsen 3/1,
Jóhannes Stefánsson 2 og Gunnar G. 1.
-SOS
Edström f rá keppni
— í eitt ár vegna meiðsla í hné
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð. — Blöð hér í Sví-
þjóð sögðu frá því í gær að allt bendi til
að keppnisferill sænska knattspymu-
kappans Ralf Edström sé á enda en
hann leikur með Monaco í Frakklandi.
Edström var skorinn upp vegna
meiðsla i hné i Lindköping fyrir helg-
ina eftir að hann hafði meiðst i leik
gegn Lens. Meiðsli hans voru mun al-
varlegri en talið var í fyrstu og sögðu
læknar að Edström yrði að taka sér
eins árs hvild frá knattspyrau.
Edström sagði hér í sjónvarpsviðtali
að þrátt fyrir þetta sé hann ákveðinn
að leika í Svíþjóð í 2-3 ár eftir að hann
verður búinn að ná sér eftir meiöslin.
Eins og við höfum sagt frá ætlaöi Ed-
ström að gerast leikmaður meö ör-
gryte næsta keppnistímabil. Gauta-
borgarfélagiö segist bíða eftir Ed-
ström- GAJ/-SOS
Góður lokasprett-
ur Njarðvíkinga
— var nokkuð sem KR-ingar réðu ekki við—Njarðvík vann 86-79
Með því að sigra KR-inga syðra á
föstudagskvöldið era Njarðvíkingar
enn með í baráttunni um meistaratitil-
inn, en þeir mega líka taka sig vem-
lega á ef þeim á að auðnast að halda
bikamum. Leikurinn var í heild ekki
nógu góður og mikiö um mistök og
jafnvel deyfð í mönnum á köflum. Átti
þaö við hjá báðum liðunum en heima-
menn voru þó ögn skárri og gengu með
sigur af hólmi með fimm stiga mun
86—79 eftir að hafa haft yfir í hléi 41-
34.
Bill Kottermann gerði sér fulla grein
fyrir því að landi hans Stuart Johnson
var sá sem þyrfti að hafa auga með í
KR-liðinu. Gætti hann þessa mikla
skorara eins og sjáaldur auga síns.
Komst „Stu” því ekki upp með neitt
múður í fyrri hálfleik, skoraöi aðeins
11 stig. Kottermann gerði þetta dálítiö
á eigin kostnað því sjálfur skoraði
hann einungis 8 stig en átti mjög góðan
vamarleik og spilaði félaga sína upp.
Þetta breyttist aftur á móti í seinni
hálfleik, þegar slakað var á klónni og
þeir höfðu frjálsari hendur. Bætti
„Stu” þá heldur um betur, hvert skotið
af öðru hafnaði í körfunni án þess að
snerta hringinn. Samtals uröu stig
hans 40, þar af 29 í seinni hálfleik, eða
rúmlega helmingur KR-stiganna.
Kottermann tók líka af skarið og nán-
ast vann leikinn fyrir sitt lið, með 28
stigum í þessum leikhluta og því sam-
tals 36 stig. Hann er því greinilega að
uppfylla þær vonir sem við hann voru
bundnar.
Eins og menn
væru krókloppnir
Gunnar Þorðvarðarson, sem lék sinn
500. leik í meistaraflokki, sem er víst
alveg einsdæmi í körfuknattleikssög-
unni hér á landi, skoraði fyrstu körf-
una fyrir UMFN og síðan tók Valur
Ingimundarson, sem er í öldudal um
þessar mundir, og Ámi Lámsson, við
að skora. Átti Árni mjög góðan leik,
komst mjög oft inn í sendingar KR-
inga með snarræði sínu. Innan tíöar
var staöan oröin 8—4 en Stuart John-
son og Jón Sigurösson, sem var drif-
fjöörin í KR-liðinu, sneri dæminu við í
15—8 og fór þá heldur betur kliður um
rúmlega hálfsetna áhorfendabekkina.
Heimamenn létu slíkt mótlæti ekki á
sig fá og endurskipulögðu leikaðferðir
sínar, jöfnuðu 15—15 og síðan í 20—15.
Bilið breikkaði enn þegar lengra leiö,
36—26 og var stundum mikill handa-
gangur í öskjunni — rangar sendingar,
slæm hittni og gripin eins og menn
væm krókloppnir.
Herslumuninn
vantaði hjá
KR-ingum
Þótt Kottermann skoraði næstum
því úr hverju skoti í seinni hálfleik og
Valur Ingimundarson læddi einu skoti
svona inn á milli í körfuna nægöi það
ekki Njarðvíkingum. Johnson, Jón og
Kristján Rafnsson náðu forustunni
fyrir KR, 61—60, þegar níu mínútur
vom til loka. Þá blönduöu Árni Láms-
son og Gunnar Þorvaröarson sér í bar-
áttuna að nýju og tryggðu UMFN-sigur
á lokasprettinum, þrátt fyrir góða
viðleytni þeirra Johnsons, Jóns Sig. og
Birgis Guðbjörnssonar, sem aftur er
kominn í KR-peysuna, til að halda í
við heimamenn. Ekki vantaði nema
herslumuninn, 82—79, þegar ein og
hálf mínúta vom eftiren þá misstu KR-
ingar Jón út af með 5 villur svo að von-
in snarminnkaöi. Skömmu áður hafði
Valur Ingimundar farið af velli fyrir
sömu sakir svo að ekki hallaöist á hvað
það snerti hjá liðunum. UMFN bætti
hins vegar fjómm stigum við, svo að
lokatölur urðu 86—79. Sanngjöm úrslit
_ því UMFN orkaði öllu sterkara sem
heild en KR-ingarnir.
Sigurður og Gunnar Valgeirssynir
dæmdu leikinn og hafa oft veriö betur
samtakaenaðþessusinni. emm
1x2 1X2* 1X21x21X21x21X21x21X2
X2 1x2 1X2 1x2 1X2 1x2 1X2
Bókin um getraunakerfin er komin út.
Vinningslíkur aukast með því að
,,tippa“meðkerfum.
LÍTIL KERFI - STÓR KERFI
Kynning á öllum 1. deildar liðunum
er einnig í bókinni.
r i
Bókin fæst hjá söluaðilum
getraunaseðla, bókaverslunum
v . og söluturnum.
-W Æ' \
Biðjið um „Getraunabókina" næst
mm þegar þið kaupið getraunaseðla.
NS
IF
□ Sími 66403