Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Page 25
(þróttir
(þróttir
Iþróttir
(þróttir
(þrótt
DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982.
—Víkingur vann Dukla Prag—tékkneska landsliðið—19-18 í gærkvöld en tékkneska liðið komst áf ram
í Evrópukeppni meistaraliða 43-34
„Þetta var gamla Víkings-stemmningm
í fyrsta skipti á þessu leiktimabili,” sagði
Bogdan Kowalczyk, þjálfari Vikings, glað-
ur í bragði, eftir að lið hans hafði sigrað
Dukla Prag 19—18 í börkuleik í Laugar-
dalshöllinni í gærkvöldi — einum harðasta
Evrópuleik, sem þar hefur verið háður.
Vikingur náði sínum besta leik á keppnis-
timabilinu og það var mikið afrek að vinna
Dukla, sem er beinlínis tékkneska lands-
liðið með 9 landsliðsmenn og landsliðs-
þjálfarann. Sterkur varnarleikur og frá-
bær markvarsla Kristjáns Sigmundssonar
ásamt stórgóðum leik fyrirliðans Páis
Skotarunnu
íslendinga
— ílandskeppni
ífimleikum
Skotar urðu sigurvegarar í landskeppn-
inni gegn íslendingum í fimleikum, sem
fór fram í Edinborg í gær. Skoska kvenna-
liðið hlaut 160,2 stig gegn 140,2 stigum ís-
lands og karlalið Skota hlaut 144,4 stig
gegn 122,9 stigum íslensku strákanna.
Kristín Gísladóttir náði bestum árangri
íslenska liðsins. Hún varð í öðru sæti í
keppni á slá.
Aston Villa
tapaði fyrir
Penarol
Penarol frá Uruguay tryggði sér nafn-
bótina besta knattspyrnulið heims i Tokyo
í gær, þegar félagið vann sigur, 2—0, yfir
Evrópumeisturum Aston Villa. 68 þús.
áhorfendur sáu leikinn. Jair Gercalves
(27. mín.)) og Walkir Silva (67. mín.)
skoruðu mörk Penarol.
Erfiðferð
til Rostock
— Landsliðið hélt utan
ímorgun
Landsliðið i handknattleik hélt til A-
Þýskaiands í morgun þar sem liðið mun
taka þátt í alþjóðlegu móti í Rostock.
Landsliðsmennirnir okkar þurfa að
ferðast mikið því þeir þurfa að sjálfsögðu
að fara með flugvél frá íslandi. Síðan
ferðast þeir með lest, ferju og loks lang-
ferðabifreið. Það er áætlað að landsliðið
komi til Rostock kl. 3 í nótt. Fyrsti lands-
leikurinn verður síðan leikinn gegn A-
Þjóðverjum á miðvikudaginn, síðan er
leikið gegn Svíum, Ungverjum og
Rúmönum.
-SOS.
Björgvinssonar lagði grunninn að sigri
Víkings á hinu sterka tékkneska liði. Leik-
mönnum Dukla urðu varla á mistök í
leiknum nema í markskotunum. Hins veg-
ar nokkuð um mistök hjá Víkingum i
spennunni í sóknarleiknum en Víkingur
náði tvívegis þriggja marka forskoti, 5—2
og 9—6. Sænsku dómararnir þeim líka erf-
iðir, þegar Víkingur komst í 9—6. Tveimur
Víkingum vikið af velli með stuttu millibili
og tveimur fleiri gengu Tékkar á lagið.
Þeir voru ekki heimadómarar þeir
sænsku, flautuðu gífurlega í hinum harða
leik og rétt lokakaflann sem þeir fóru að
taka virkilega á Tékkunum, þegar greini-
légt var að þeir höfðu tryggt sér rétt í átta
liða úrslit keppninnar.
Sigurinn í gær er hinn fyrsti hjá Víkings-
liðinu á heimavelli síðan það vann ung-
verska liðið Tatabanya 1980 í Evrópu-
keppninni. Hins vegar hafa þeir oft náð
betri árangri á útivöllum þar til í Prag á
dögunum, þegar Dukla sigraði 23—15 meö
góöri aöstoð ungverskra dómara — aðstoð,
sem íslensk lið þekkja ekki frá Noröur-
landadómurum.
Tékkar skoruðu fyrst
Leikurinn í gærkvöld byrjaöi strax meö
gífurlegri baráttu. Víkingar byrjuðu með
knöttinn og Tékkamir brutu og brutu á
þeim. Fiautaö og flautaö þar til Svíamir
dæmdu leiktöf á Víking. Liðin skiptust á
upphlaupum og loks þegar tæpar sjö mín.
vom af leik skoruðu Tékkar eftir að
Sigurður Gunnarsson haföi fengiö mikiö
höfuðhögg, þegar hann reyndi markskot.
Ekkert dæmt. Sigurður jafnaöi með lang-
skoti á 9. mín. og síðan fylgdu tvö Víkings-
mörk úr hraðaupphlaupum. 3—1 og
stemmning tæplega 1800 áhorfenda í Höll-
inni varð mikil. Gífurleg spenna. Víkingur
komst í 5—2 eftir 14 mín. og þó misnotuöu
Páll, Ámi og Guðmundur dauðafæri og
Guðmundur átti skot í þverslá.
Tékkar jöfnuðu í 5—5 en Páll kom Víking
í 7—5 með tveimur mörkum á gamalkunn-
an hátt. Frábær þó hann léki mjög vafinn í
öxl. Víkingar fylgdu þessu eftir. Komust í
9—6 eftir 26 mín. Þá var Áma og Steinari
vikiö af velli meö stuttu millibili. Fjórir
Víkingar inni á og Tékkar minnkuðu mun-
inn í 9—8 fyrir hálfleik.
Tékkar jafna
Strax í byrjun s.h. jöfnuðu Tékkar í 9—9.
Síðan jafnt 10—10 og 11—11. Víkingur
komst í 13—11, Kristján varði vítakast en
Guðmundur skaut yfir úr dauðafæri. Tékk-
ar jöfnuðu í 13—13 — síöan jafnt á öllum
tölum upp í 18—18. Tékkar komust í annað
skipti yfir í leiknum, þegar rúmar tvær
mínútur voru eftir, 17—18, en Víkingar
skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum og
sigruðu.
Víkingsliðið á hrós skilið fyrir leik sinn í
heild. Það er ekki á hverjum degi sem ís-
lenskt liö vinnur austantjaldslið í Evrópu-
keppni, hvað þá tékkneska landsliðið þótt
það léki sem Dukla Prag í gær. Vamar-
leikur Víkings var mjög snjall. Þar stjóm-
aði Arni Indriöason mönnum eins og her-
foringi. Hilmar Sigurgíslason, Steinar
Birgisson mjög sterkir svo og Páll og Guð-
mundur. Markvarsla Kristjáns oft frábær.
Greinilegt að landsliðsmarkvörðurinn hef-
ur stundum verið betri en fallegir hlutir
sáust. Páll og Siguröur mjög atkvæðamikl-
ir þó báðir eigi við meiðsli að stríða. Guð-
mundur með stórleik á köflum en nokkuö
mistækur í skotum. Viggó Sigurðsson náði
sér vel á strik í s.h. eftir heldur slaka byrj-
un.
Tékkneska liöið er sterkt en lítið af þeim
léttleika, sem oft hafa einkennt lið frá
Tékkóslóvakíu í leikjum hér. Stórir og
mjög sterkir leikmenn líkamlega í Dukla-
liðinu og mistök hjá þeim sáust varia.
Varnarleikur haröur og grófur, mark-
varsla góð.
Mörk Víkings skomðu Páll 5, Guðmund-
ur 4, Viggó 4/3, Sigurður 3, Olafur, Steinar
og Ámi eitt mark hver. Mörk Dukla
Salivar 7/1, Bartek 3, Toma 3, Kotrc 2,
Cerny 1, Liska 1 og Kratochvil 1/1. Bæði lið
fengu þrjú vítaköst og f jórum leikmönnum
úr báöum liöum var vikið af velli. Þar hall-
aöist því ekki á og ekki græddi Víkingur á
heimavellinum hvað það snerti.
hsim
Línumar íblakinu famar að skerpast:
Stúdentar slakir
gegn Þrótturum
Línur skerptust mjög i 1. deild karla í
blaki um helgina. Þróttur styrkti mjög
stöðu sina með sigri yfir tS og er nú með
f jögurra stiga forskot. Þá tapaði Vikingur
fyrir Bjarma. Eru Víkingar því enn einir
án stiga.
Viðureign IS og Þróttar var ein sú slak-
asta sem þessi tvö lið hafa háð undanfarin
ár. Það var rétt eins og Stúdentar væru
Páll Víkingsfyrirliði brýst í gegn og skorar eitt af fimm glæsimörkum í leiknum. DV-mynd: Friðþjófur.
„Gamla Víkings-stemmningin”
— sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings, eftir Evrópuleikinn í gær
„Við getum betur, þó þetta hafi verið
okkar besti leikur i vetur. Við hefðum
unnið Dukla Prag með meiri mun
með fullu llði. Það er alltaf gaman að
sigra jafn sterkt lið og Dukla er en ég
er þó ekki alveg ánægður. Hafði gert
mér vonir um að vinna upp átta marka
muninn. Ég er bjartsýnn á áframhald-
ið í vetur ef við höldum þannig áfram,”
sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði
Víkings, eftir sigurinn í gær.
„Eg er ánægður með sigurinn. Þetta
er besti leikur minn og Vikingsliðsins í
vetur. Mjög góð barátta og liðið er á
uppleið. Með þessu liði hefðum við
sigrað Dukla í báðum leikjunum,”
sagði Kristján Sigmundsson, mark-
vörður Víkings og landsliðsins.
„Þetta er besti leikur Víkings á leik-
tímabilinu en við getum samt miklu
betur. Leikkerfin hafa ekki gengið
nógu vel upp, hafa ekki verið æfð nóg.
Við áttum að vinna Tékka með 4—5
marka mun,” sagði Viggó Sigurðsson.
„Þetta var gamla Víkingsstemmn-
ingin í fyrsta skipti á þessu leiktíma-
bili. Leikmennirnir börðust sem bópur,
allir lögðu saman. Það var erfitt fyrir
mig að gera mér von um að Víkingur
kæmist áfram án Þorbergs Aðalsteins-
sonar og þeir Páll og Sigurður báðir
meiddir. Þeir léku þó mjög vel, einkum
Palli. Það var afrek að vinna Dukla
Prag, tékkneska landsliðið. Níu lands-
liðsmenn Tékka í liðinu og landsliðs-
þjálfarinn stjórnar því. Slikt lið sigrar
ekki nema gott lið,” sagði Bogdau
Kowalczyk, þjálfari Víkings.
hsím
búnir að sætta sig við þaö að vinna ekki Is-
landsmeistarana. Þróttur vann 3—0; 15—
10.15— 6 of 15—10, og það án þess að sýna
meistarablak.
Leikur Víkings og Bjarma varð heldur
líflegri. Víkingar unnu fyrstu hrinu, 15—
12, en töpuðu tveim næstu mjög naumlega,
14— 16 og 15—17. Þá hreinlega hrundi
Víkingsliðið og náði aðeins einu stigi gegn
Þingeyingunum í f jórðu hrinunni sem jafn-
framt varð sú síðasta.
Þróttur og Bjarmi léku einnig um helg-
ina. Þróttur vann örugglega 3—0; 15—10,
15- 7 og 15-12.
I kvennablakinu mættust tvö efstu liðin,
IS og Þróttur. Fimm hrinur þurfti til að
ljúka leiknum. Þróttarstúlkurnar stóðu þá
uppi sem sigurvegarar. Þær töpuðu fyrstu
hrinu, 14—16, unnu aðra, 15—9, töpuðu
þriðju, 13—15, en unnu svo fjórðu og
fimmtu með yfirburöum, 15—5 og 15—2.
Breiöablik og Víkingur mættust einnig í
kvennablakinu. Hinar ungu Víkingsstúlk-
ur unnu þar sína fyrstu hrinu í mótinu en
það var ekki nóg. Til aö vinna leik þarf að
vinna þrjár hrinur og það gerðu Kópavogs-
stúlkumar. Hrinur fóru 15—6,15—4,11—15
og 15—3.
I 2. deild karla fór fram einn leikur.
Fram og HK mættust í Hagaskóla í gær og
var það líklega skemmtilegasta viðureign
helgarinnar, aö vísu ekki fyrir Framara.
HK vann óvæntan sigur 3—1; 17—15, 13—
15.15- 11 og 15-3.
-KMU
Enska bikarkeppnin:
Cardiff féll
fyrir Weymouth
Onnur umferð ensku bikarkeppninnar i
knattspyrnu var háð á laugardag. Úrslit
urðu þessi.
Altrincham — Huddersfield 0—1
1—1
2—2
2- 3
1—1
1—1
1—1
1—0
0-3
4— 0
5— 2
1— 3
2- 1
2—1
1-2
3- 0
2—2
1—1
4- 1
2-1
-hsím.
Boston — Sheff. Utd
Bristol Rov — Plymouth
Cardiff — Weymouth
Gillingham — Northampton
Hartlepool — York
Mansfield — Bradford
Newport — Orient
North Shields — Walsall
Oxford — Worthing
Peterbro — Doncaster
Portsmouth — Aldershot
Preston — Blackpool
Scunthorpe — Northwich
Slough — Bisops Stortford
Southend — Yeovil
Swindon — Brentford
Telford — Tranmere
Torquay — Carshalton
Worcester—Wrexham
SIGUR VÍKINGA - EN ÞEIRRA
BESTA í VETUR NÆGBIEKKI
DV. MÁNUDAGUR 13.DESEMBER1982.
(þróttir
25
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Það voru oft mlkfl átök í Evrópuleiknum í gær. Viggó Sigurðsson reynir að brjótast í gegn en er gróflega hindraður.
DV-mynd Friðþjófur.
Heppnissigur Celtic
Celtic vann heppnissigur í Aber- Aberdeen — Celtic 1-2 Aberdeen 15 9 3 3 29-13 21
deen, 1—2, í skosku úrvalsdeildinni á Dundee Utd — Kilmamock 7-0 Rangers 14 4 7 3 24-17 15
laugardag. Þeir McLeod og Provan Hibemian — Dundee 1—1 Dundee 15 5 4 5 19-16 14
skoruðu mörk Celtic en knötturinn fór Rangers — Morton 1-1 St. Mirren 15 3 6. 6 17-27 12
þó af varnarmönnum í markiö. Mark St. Mirren — Motherwell 3-0 Morton 15 2 6 7 13-27 10
McGhee jafnaði í 1—1 fyrir Aberdeen. Staðan er nú þannig, Hibemian 15 1 7 7 12-23 9
Motherwell tapaði illa í Paisley, en Celtic 14 12 1 1 39-16 25 Motherwell 15 4 1 10 16-34 9
úrslit urðu annars þessi. DundeeUtd 14 9 4 1 34-10 22 Kilmamock 15 1 7 7 15-35 9
Töp hjá Laval
og Lens í Frakklandi
Íslendingaliðin í 1. deildinni í Frakk-
landi töpuðu bæði leikjum sínum um
helgina. Bæði léku á útivöllum. Laval
tapaði fyrir Metz, 3—2, og Lens fyrir
efsta liðinu, Nantes, sem nú stendur
langbest að vígi með 5—1.
Ursliturðuþessi:
Lille—Toulouse O 1 eo
Auxerre—Brest 4-2
Tours—Paris SG 3-1
Rouen—Bastia 2—1
Stórsigur
Keflvíkinga
Körfuknattleikur. Bikarkeppni KKÍ,
ÍBK—Hörður, Patreksfirði, 137—63
(68—25).
Keflvíkingar höfðu vaðið fyrir neðan
sig í bikarleiknum gegn Heröi frá
Patreksfirði, óþekktri stærö að vestan,
og stilltu upp sinu sterkasta liði gegn
þeim í Keflavík á laugardaginn. Brátt
kom í ljós aö þeir höfðu ekki mikið að
óttast. Þegar þeir höfðu skorað 22—0 á
fjórum mínútum settu þeir varaliðið
inná og þá loks komust Vestfirðingar á
blað, og samtals urðu þeirra stig 63 en
það dugði lítiö gegn ÍBK sem skoraði
137 stig, svo að samtals urðu stigin í
leiknum 200.
Af heimamönnum skoraði Úskar
Nikulásson 21, Þorsteinn Bjarnason 20,
Hafþór Óskarsson 20, Hrannar Hólm
18, Jón Kr. Gíslason 16, Björn V. Skúla-
son 14.
Í liði Harðar var Ólafur Gunnarsson
skæðastur, og jafnframt stigahæsti
maður leiksins með 23 stig. Næstur
kom Ágúst Ólafsson 12, Friðrik
Magnússon 11, og Sigurður Viggósson 8
stig- emm.
Monaco—Mulhouse 1—0
Nantes—Lens 5—1
St. Étienne—Bordeaux 3—1
Sochaux—Lyon l—l
Metz—Laval 3—2
Strasbourg—Nancy 2—0
Staðan er nú þannig:
Nantes 18 12 4 2 38- -12 28
Bordeaux 19 12 2 5 38- -22 26
Lens 19 10 5 4 32- -24 25
Paris SG 19 9 4 6 28- -26 22
Laval 19 7 7 5 25- -23 21
Monaco 19 6 8 5 23- -19 20
Brest 19 5 10 4 28- -20 20
Nancy 19 7 5 7 26- -32 19
Lille 19 7 5 7 15- -18 19
Auxerre 19 6 6 7 24- -22 18
Toulouse 19 8 2 9 25- -31 18
Strasbourg 19 7 4 8 23- -30 18
Metz 19 5 5 7 30- -31 17
St. Etienne 18 6 5 7 17- -23 17
Lyon 19 5 6 8 28- -30 16
Sochaux 19 2 11 6 22- -25 15
Rouen 19 6 3 10 23- -28 15
Bastia 19 4 7 8 21- -27 15
Mulhouse 19 6 3 10 20- -35 15
Tours 19 6 2 11 28- -41 14
-hsím.
Sigurður
skoraði þrjú
Sigurður Sveinsson átti góðan leik
með Nettelstedt, þegar félagið lék
gegn Dankersen í Minden. Siguröur
skoraöi þrjú mörk í leiknum, sem lauk
meö sigri Dankersen 25—21. Bjami
Guðmundsson skoraði eitt mark.
Gummersbach er efst í 1. deildar-
keppninni í handknattleik í V-Þýska-
landi með 22 stig. Grosswallstadt er
meö 18 stig og Dankersen með 16 stig.
-SOS
STIGIk
ÞÚ FÆRÐ JÓLAGJÖF ÍÞRÚTTAMANNSINS í SPÖRTU
ÚLPUR - ÚLPUR
Bama-, ungllnga- og fullorðinsstærðir.
SKlÐAVÖRUR
Stratch skiðabuxur, allar stærðir. Skíða-
jakkar, skiðaskór, skíðagleraugu, dúnvatt-
skiðahúfur, skíðalúffur, skiðahanskar,
bamaskföasett.
EYRNASKJÚL
2 tegundlr, 14 lltlr.
BORÐTENNISVÚRUR
Landsins mesta úrval.
borðtennisborö, spaðar, yfir 20 teg., grind-
ur, Carbbonspaðar, hulstur, töskur, borð-
tennisskór, borðtennisgúmmi, 5 teg., 4
þykktir, net og uppistöður, fatnaður, stutt-
buxur, bolir, kúlur og lím.
PÚSTSENDUM
adidas NEWYORK
Stærðir 34—54. Einnig: töskur, boltar, regn-
gallar, iþróttaskór o.fl., o.fl.
SKAUTAR - SKAUTAR
Stærðir 29—46. Lftlr: svart og hvitt. Efni:
leður/vínil.
FÉLAGAPEYSUR
Liverpool, Arsenal, Tottenham, Westham,
Manch. Utd , Argentina, Lokeren, Stutt-
gart, Ítalía, Brasilía.
INGÚLFSSTRÆTI8.
SÍM112024.