Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Side 42
42
DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982.
Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur
Glódað gódgœti
Kjöt • fiskur ■ grænmeti • sósur
„Glóðað góð-
gæti" og „Kaldir
smáréttir"
IÐUNN hefur gefiö út tvær litlar
matreiöslubækur, þýskar aö uppruna:
Glóöaö góögæti eftir Elke Fuhrmann
og Kaldir smáréttir eftir Dolly Peters.
Glóöaö góðgæti hefur aö geyma upp-
skriftir aö griliréttum sem matbúa má
jafnt úti sem inni, en Kaldir smáréttir
geymir, sem nafniö bendir til, upp-
skriftir aö réttum sem nota má viö kalt
borö. Fyrrtöldu bókina þýddi Margrét
Jónsdóttir en Guörún Kvaran þá síöar-
nefndu. Báöar eru bækurnar skreyttar
fjölmörgum litmyndum. Bækurnar eru ,
64 blaðsíöur hvor, prentaöar í Þýska- .
landi.
Hvernig á að
leggja kapla?
„Hvernig á að leggja kapla” nefnist
nýútkomin bók frá Bókaútgáfunni
Emi og örlygi hf. Bókin er í bóka-
flokki er ber samheitið „Spilabækur
Arnar og örlygs”. Hún er eftir danska
höfundinn Svend Novrup en Trausti
Bjömsson hefur þýtt bókina og stað-
fært.
Bókin , JIVERNIG A AÐ LEGGJA
KAPLA” skiptist í tvo meginkafla.
Nefnist annar „Sígildir kaplar” og
hinn „Nútímakaplar — Hin nýja stefna
í köplum”. Meöal hinna sígildu kapla
má nefna Klukkukapal, Monte Carlo-
kapalinn, Kóngakapalinn og
Ásakapalinn. I nútímaköplum er m.a.
kenndur Draumakapallinn, Knatt-
spymumennirnir, Handkapallinn,
Hvolfkapallinn og Póker-kapallinn.
Bókin , JIVERNIG A AÐ LEGGJA
KAPLA” er sett, umbrotin, filmuunnin
og prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar en bundin hjá Amarfelli hf.
Kápuhönnun annaöist Sigurþór
Jakobsson.
HVERNIG
AÐ LEGGJ
KAPLA?
Spilabækur Arnar og Örlygs
isaii
A A
* v
10 ▲ *I0 ♦ ▼ > ▼ ♦
V A ATA A„,
Denlse Robins
Fyrsti kossinn
Fyrsti
kossinn
eftir Denise Robins
Denise Robins hefur skrifar margar
bækur og hefur um árabil verið met-
söluhöfundur. Margar af bókum
hennar hafa komiö út á íslensku og á
hún þegar marga aðdáendur hér á
landi.
Fyrsti kossinn fjallar um tvær
vinkonur sem ákveöa aö fara í sumar-
frí og spara ekkert til þess. Þær leigja
sér luxus-svítu á virtu hóteli, ákveönar
í því aö skemmta sér ærlega.
Þær lenda í hinum ótrúlegustu
ævintýrum sem ekki var reiknað með í
upphafi. En hin eina sanna ást er þó aö
lokum það sem sigrar.
Denise Robins er talin fremst enskra
ástarsagnahöfunda af mörgum. Þessi
bók gefur ekkert eftir þeim fyrri. Ut-
gefandi er Ægisútgáfan. Þýöandi er
Valgerður Bára Guðmundsdóttir.
Sunnan
Kaldbaks
eftir Braga Sigurjónsson
Sunnan Kaldbaks nefnist ný ljóða-
bók, sem útgáfan Skjaldborg hefur
sent frá sér. Höfundur er Bragi Sigur-
jónsson, fyrram bankastjóri og þing-
maöur, Akureyri.
Sunnan Kaldbaks geymir um 50 ljóð,
flest frumort, en fáein þýdd. Sum em
náttúrulýsingar, en langflest eru þó
hugleiðingar um líf og dauða og
almenna siðfræði. Nokkur kvæðanna
sækja efni í þjóösögur og tvö lengstu
kvæöin em um fomsagnapersónur:
Kormák ögmundsson og Steingeröi
Þorkelsdóttur.
Þaösíöara endará þessu erindi:
Sársaukinn hverfur seint úr hjarta,
sorgin er minnisgóö,
st jörf situr uppi viö elda brunna,
endurminningin hljóö.
Dagur í vestri dvín á fjöllum,
dimmir um f jörö og strönd,
löng fer mér enn, sem áður margar
andvökunótt í hönd.
Mannleg
tilbrigði
eftir Benedikt Pálsson
Ut er komin hjá Skjaldborgu, Akur-
eyri, skáldsagan Mannleg tilbrigði eft-
ir Benedikt Pálsson. Undirtitill sög-
unnar gefur til kynna að sagan sé
byggö á dagbókarblööum aldraðs
manns. Sagan lýsir ást höfundar til
konu sem Anna heitir og mörgum
fundumþeirra.
Á bókarkápu segir svo: „Bókaútgáf-
an Skjaldborg geymir sér þá ánægju
aö leiða höfund þessarar bókar fram í
dagsljósið, þar sem hann kýs að vera
„huldumaöur” fyrst um sinn.
Bókin er skrifuö af fádæma hrein-
skilni og heiöarleika — og má fullyröa
aö hún sé einstæð í íslenskum bók-
menntum.
Svona bók hefur ekki áöur veriö
skrifuð hér á Iandi og á eflaust eftir aö
vekja mikiö umtal.”
llmandí víóur, húsaögn síöustu
aldamóta og lístafallegar rytjavörur
Þœmgem
okkarjól
ílub stólar aðeins kr. 485.
Dönsk húsgögn frá síðustu
aldamótum.
Við bjóðum fjölbreytta vöru fyrir
alla aldurshópa.
Falleg hönnun sameinar gagn og gildi.
Gott verð og afborgunarskilmálar, þar að
auki erum við í miðju Bankastræti.
Gjafavörur:Franskt postulín, Lundía hillukerfið úr massívn
trévörur og jólaskraut. furuogmeð óendanlega
uppse tningamöguleika.
.... í fáum orðum sagt, Gráfeldur býður
þér gleðileg jól. £
GRÁFELDUR /V
Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626