Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Villti tryllti Villi hættir um áramótin — Vissi ekki til þess að Sigmar í Sigtúni hefði leyfi til að selja krökkum brennivfn, segir Tómas Tómasson ■ Jafnt á sjó sem í landi: Leiðinlegasta auglýsing ársins — en getur komið sér vel að lesa hana og við lofum þér að auglýsa ekki meira fyrir jól. ONKYO Mjómtaki. útvarpstoki. sagubónd. ptötuspfarar. BELTEK bfttaki. aagufcönd, hátatarar. kraftmagnarar. SONICS h SANGEAN starso faróaútvarpstaki mað 4-7-9 bytvum. Sambyggt útvarp og tagufcand mono og stareo. LOEWE mono útvarpstakL PHILIPS útvarpskiukkur. NOROMENDE vaaadhkó meó og án útvarp*. Vidaospóéur VHS og Bata. Hrokmvökvi fyrír videotnld og Mjómpiötur. hfljómptötur, alar njjuttu ftienskar og erlendar. Innioftnet á sjónvörp. Útvarpstoppar. Ýmsar tagumfir af ioftnetsfcöpkim. Kapal og snúrur. Sjónvarpsmagnarar. Loftnets r o ta torar á skip og báta. Hátalarar meó spemi og Styríutii ( skip og báta. Gjalartiom. CB loftnat á bfla. báta og hús. VHF tatstöóvar í bfla og báta. CB VHF Útvarpsloftnet á bfta. Náéar I plötuspiara. rmkið úrvaL Pickup I pfötuspiara. Pickup ( gftara. VHF loftnat á bfta, báta og hús. KORG gitarstifer. KORG NjóóMarastifcr. Spamu- og ohm-maiar, ódýrír. NATIONAL I Sjónvarps-krossar og vagnar undr sjónvarpstiBkl r og Standarar undr hátatara. Standarar umfir: videospókjr, snaaklur. Njómpiötur. Töskur umfir videospófcg. snarídur og Mjómpiötur. Vmám. Stungur og rofar. DnrggL Gu<m O MWMtGA Slmi (96) 23626 V-/GlefáfOC.!u 32 • Akufeyfi Haugalygi hjá Tomma — drengurínn ætti að passa sig á því að vera með kjaft, segir Sigmar Pétursson „Þetta sem Tommi segir um yngri en átján ára hjá mér er haugalygi,” sagöi Sigmar Pétursson, eigandi Sig- túns, er DV bar undir hann orð Tómas- ar Tómassonar. „Það þýðir ekkert fyrir hann að fara að hengja hatt sinn á þennan aldurs- hóp hjá mér því að eftirlitsmenn hafa gert könnun hjá mér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. A meöan ég má hleypa fólki inn niður í átján ára aldur þá hleypi ég því inn. En það er alveg úr lausu lofti gripiö aö það sé fólk hérna undir átján ára aldri. Eg legg ríka áherslu á það að því lágmarki sé fylgt,” sagði Sigmar. Hann var spurður um h vort fólk milli átján ára og tvítugs ætti auðvelt með að nálgast áfengi í Sigtúni: „Mér er ekki kunnugt um það enda fyrirmæli til þjónanna um að afgreiöa ekki fólk undir lögaldri.” , JEf Tommi ætlar að vera með svona fullyrðingar og rógburð væri kannski rétt að gera könnun hjá honum. Eg á strák og stelpu, annað þeirra er 13 ára og hitt 14 ára. Þau voru fastagestir þarna hjá honum og þeirra skólafélag- ar. Þaö er spuming hvort þar sé ein- hver yfir 16 ára og það á laugardags- kvöldi. Eg er ansi hræddur um að það sé eitthvaö annað að en þaö að fólkið fari í Sigtún. Hvers vegna tæmdist Hallæris- planið fyrst þegar Tommi opnaöi og hvers vegna er það orðið fullt aftur? Það væri hægt að benda honum á það. Nei, það er allt of dýrt hjá honum. Svo líka það, sem krakkamir hafa kvartað sérstaklega um, bæði mínir krakkar og fleiri sem ég hef heyrt um, að það er akkúrat engin loftræsting hjá honum. Þarna er reykjarsvælan svo mikil aö krakkar sem vilja skemmta sér á heilbrigðan og heiöarlegan hátt hafast ekki við þama inni. Einnig eru myrkrið og skúmaskotin þama svo of- boðsleg að þar bjóðast næg tækifæri fyrir krakkana að staupa sig inni hjá honum. Þegar krakkar, 13, 14 og 15 ára, fara þarna inn með vín ætti dreng- urinn bara að passa sig að vera ekki með kjaft. Ef þessi staður væri rekinn á heil- brigðan hátt, eða annar álíka staöur væri fyrir hendi, þá mundi ég miklu ferkar vilja vita af bömunum mínum þar heldur en niðri á Hallærisplani,” sagði Sigmar Pétursson. Unglingaskemmtistaðurinn Villti tryllti Villi viö Skúlagötu hættir um áramótin. Síöastidansleikurinn veröur á gamlárskvöld. „Þaö var ekki eins mikil spenna fyrir staðnum og ég átti von á þrátt fyrir að mikiö hafi verið í hann lagt,” sagði Tómas Tómasson, eigandi Villta tryilta Villa. „Eg vissi ekki til þess að Sigmar í Sigtúni hefði sérstakt leyfi, sem virðist vera, til þess að selja unglingum brennivin. Ég veit til þess að stundum á laugardagskvöldum eru 2.000 til 2.500 manns inni í Sigtúni. Á sama tima er ég kannski með 200 manns. Veiflestir krakkanna í Sigtúni eru undir tvítugu, líklega 60 prósent. Þar af eru að minnsta kosti 30 prósent undir átján. Mér finnst mjög óheilbrigt að Sigtún skuli komast upp meö þetta. Þegar uppistaöan í gestunum er farin að vera á þessum aldri er eitthvað óeðlilegt að ske. Látum vera þó að siæðist einhverjar smartpíur inn í Hollywood, þær drekka fæstar brenni- Tómas Tómasson: Krakkarnir v/lja frekar fara i Sigtún þar sem kostar 30 krónur inn og hægt er að fá brennivin. D V-mynd Einar Ólason. Sigmar Pótursson: Mikil reykjarsvæia hjá Tomma, myrkur og skúmaskot og næg tækifæri fyrir krakkana að staupa sig hjá honum. Fyrir utan Villta tryllta Villa. Staðurinn var ætlaður krökkum sem ekki hafa aldur tii að fara á vínveitinga- staðina. DV-myndS. vín, eru svo uppteknar við að vera sæt- ar. Eg vil taka fram að ég lái krökkun- um ekkert að vilja fara frekar í Sigtún. Mér finnst það gott hjá krökkunum. Ég myndi fara þangaö sjálfur ef ég væri á þeirra aldri, miðaö við það sem þar er á boðstólum, 30 krónur í inngangseyri og brennivín eins og hver vill. Brenni- vínið er þar og það er þaö sem krakk- arnir vil ja,” sagði Tómas. En hvað verður um Villta tryllta Villa? , JÉg er ekki kiár á því. Það er búiö að innrétta þama skemmtistað og það verður einhvers konar skemmtana- hald þama í framtíðinni. Hvaöa veit- ingarekstur það verður get ég ekki sagt á þessu stigimálsins,” sagði Tóm- as. -KMU. Nýtt Ijós á Kleppsveginn — og mörg önnur gatnamót í sigtinu hjá umferðardeild borgarínnar I gær vom tekin í notkun ný um- ferðarljós á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar. Eru þetta hálfsjálfvirk ljós þannig aö alltaf logar grænt ljós á Kleppsveginum nema þegar um- ferð kemur af hliðargötunum. Að sögn Guttorms Þormars, yfir- verkfræðings umferðardeUdar Reykjavíkurborgar, var mjög brýnt aö koma þarna upp umferöarljósum því þar væri jafnan mikil og þung umferö. Guttormur sagði að næsta verkefni væri að koma upp gangbrautarljós- um við Kleppsveg á móts við Klepps- spítalann. Varöandi umferöarljósa- uppsetningu væru ýmsir staðir í sigt- inu en engin endanleg ákvörðun verið tekin um þá enn. Nefndi hann sem dæmi horn Suðurlandsbrautar og Skeiðarvog s og homið fyrir vest- an útvarpshúsið þar sem vegurinn liggur út á Ingólfsgarð. -klp- -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.