Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Akureyri: Perum stolið af jólatrjám — ogyfirlOOperur hurfuíeinuaf skreytingunni við kirkjutröppumar Mikiö hefur borið á því aö undan- fömu að skrautperum á jólatrjám hafi veriö stoiiö á Akureyri. Um síðustu helgi hurfu um 60 perur af jólatré sem sett var upp viö höfnina og einnig var stolið og brotnar perur af jólatré við Glerárskólann. Þá hafa skrautperur sem KEA lét setja upp viö handriðið við tröppurnar upp að kirkjunni ekki fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Voru um 100 perur teknar og brotnar þar um síðustu helgi. Mun nú svo komið að KEA hyggst hætta við að viðhaldá þessari sérstæöu og fallegu jóla- skreytingu þar. -klp- Árekstur á Álftanesi Kona slasaðist í árekstri á Álftanes- vegi við Garðaveg um klukkan sjö í fyrrakvöld. Hún var flutt á slysadeild en meiðsli hennar munu ekki hafa ver- ið eins mikl og sýndist í fyrstu. Atvik þessa máls voru þau að konan ók á Austin Mini-bíl austur eftir Alfta- nesveginum. Er hún nálgaöist Garða- veginn kom bill skyndilega niður eftir Garða veginum og ók án þess að stoppa út á Álftanesveginn, beint í veg fyrir konuna. Hún greip þá til þess ráðs að beygja yfir á vinstri akreinina til að forðast árekstur, en með þeim afleiðingum aö hún ók framan á Lada- bíl er ók vestur Álftanesveginn. Sá er kom niður Garðaveginn og ók út á Álftanesveginn foröaði sér i burtu. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfiröi skemmdust báðir bílarnir nokkuð. Biður hún alla þá sem geta gefið upplýsingar um máliö eða borið vitni aðgefasigfram. -JGH. Isnesiðselt til Ítalíu Italskt skipafélág hefur fest kaup á íslenska kaupskipinu Isnes sem var í eigu Nesskipa hf. Var skipið afhent hinum nýju eigendum í Grikklandi nú í vikunni. Nesskip hafa átt Isnesið, sem er 4500 tonn að stærð, síðan 1977. Hefur skipið aöallega verið í f lutningum til og frá Grundartanga nú síðustu ár. Nes- skip eiga nú þrjú skip eftir í flotanum. Eru það Akranes, Selnes og Suðurland. -klp- Edda skiptir umnafn Skipafélagið Isafold hefur selt eina skipið sem það átti eftir. Var það, Edda, 1650 tonna skip sem Isafold hefur átt síðan 1976. Kaupandinn var annað íslenskt skipafélag, Jarlinn hf. Skipt hefur verið um nafn á skipinu og mun það hér eftir heita Mar. -klp- VÍEHR BÝÐ Nú getur þú tekiö þátt í skemmtilegri verölaunasamkeppni og hlotiö góö verðlaun í jólagjöf, ef heppnin er meö þér! Nýja húsgagnalínan frá Víöi h/f er hönnuö af hinum þekkta finnska arkitekt Ahti Taskinen. Húsgögnin voru fyrst sýnd í Kaupmannahöfn þarsem þau hlutu verðskuldað lof og vöktu talsveröa athygli. Nú eru húsgögn þessi komin á íslenskan markaö, enda framleidd af íslenskum fagmönnum hjá Trésmiðjunni Víöi í Kópavogi. Eitt vantar þó ennþá - gott nafn á framleiðsluna. Þess vegna snúum viö okkur til þín og bjóöum þér aö taka þátt í verðlaunasamkeppni um besta nafnið á nýju húsgögnin. Samkeppnin er afar einföld: 1 Komdu viö á einhverjum af útsölu- ^•stöðum okkarog skoðaöu húsgögnin. _ Fáöu sérstakt eyöublaö um leiö. Sendu okkur eyðublaöiö meö • áritaðri tillögu þinni fyrir 20. desember n.k..Heimilisfangið er: - Trésmiöjan Víðir h/f POB: 209 200 Kópavogi. A 5 Á Porláksmessu tilkynnir dómnefndin ákvöröun sýna og veitir verðlaun fyrir besta nafniö. Verðlaunin eru stórglæsilegt sófasett 'hannaö af Taskinen. Áritað í dag Sæmundur Guðvinsson og Jón Ormur Halldórsson árita bækur sínar, Við skráargatið og Spámaður i fööurlandi, í Pennanum við Hallar- múla í dag klukkan 14. Lilla Hegga og Bidda systir árita bréfin hans Þórbergs í Bókabúð Suður- vers klukkan 13 til 15 í dag og Gunnar M. Magnúss áritar sína bók, Ingi- mundur fiðla og fleira fólk, í Bókabúð Braga við Hlemm klukkan 13 til 15 i dag. 5 O Dómnefndina skipa Lovísa Christiansen híbýlafræöingur, Reimar Charlessonfrkv.stjóri og ÓlafurStephensen frkv.stjóri Húsgögnin eru til sýnis á eftirfarandi stöðum: VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR HVAMMSTANGA AUGSÝN BJARG HÚSPRÝÐI HÚSIÐ SERÍA ÓSBÆR BÓLSTURGERÐIN DUUS AKRANESI BÍLAR OG BÚSLÓÐ BORGARNESI VERSL. F. AUSTURLANDS STYKKISHÓMI KJÖRHÚSGÖGN ÍSAFIRÐI HÚSGAGNAVERSLUNIN REYNISSTAÐIR BLÖNDUÓSI J.L.HÚSIÐ SIGLUFIRÐI HÁTÚN KEFLAVÍK VALHÚSGÖGN AKUREYRI HÚSAVÍK EGILSSTÖÐUM SELFOSSI VESTMANNAEYJUM REYKJAVÍK SAUÐÁRKRÓKI DCW lAVÍIT TRÉSMIÐJAN VÍÐIR SÍÐUMÚLA 23 HÚSGAGNAVERSL. GUÐMUNDAR SMIÐJUVEGI 2 KÓP. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.