Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. * Textfl — grafík — leður — gler — keramik ýmsir handunnir munir. Lítið inn og skoðiö. Gallerí Langbrók Á Bernhöftstorfu Amtmannsstíg 1. 32j síðna jólablað fylgir mánudagsblaði meðal efnis: Pólsk og kínversk jólá íslandi. Veglegar teikningar af gömlu jóla- sveinunum. Jólahald sértrúarsafnaðanna. Beibí og tölvur I jólabögglum barna. Allt um /eikhús og jólakvikmyndir yfir hátíðirnar. Jólamyndagátan á sínum stað. ________ HVAÐ??? j i Jú, jólagjöfin í ár er Disneypeysa eða náttföt með mynd af Sooty bangsa. Fást með eða án tístu í eftirtöldum verslun- um: Spóa Engihjalla 8 Kóp. Bangsimon Laugavegi 41 Bimm Bamm Hafnarf. Rut Glssibæ Bimbo Háaleitisbraut 58-60 Lilly Laugavegi 62 Versl. Jónu Siggu Arnarbakka 2 HEILDSÚLUBIRGÐIR Einnig mikið úrval af útprjónuðum acrylpeysum Póstsendum HULDULAND HEILDVERSLUN SÍMI 76102 Brosa takk JÓLA JÓL á tilboðsverði Nú er kominn 18. desember óg fólk búiö aö fá happdrættisvinninginn sem því veitti ekki af á þessum síöustu og verstu tímum, einhverjir jafnvel búnir aö eyða honum í kaup á plötuspiiara, sem nú til dags kaliast stereogræjur, eöa litsjónvarp, hvort tveggja á tilboðsverði, meö 10 prósent afslætti í tilefni jólanna og meö afborgunarkjörum sem hæfa kreppu og láglaunabótum, ekkert út og afgangurinn hér um bil aldrei. Á Laugaveginum eru jólasveinar í ööru hverju húsi og kinka kolli til vegfarenda samkvæmt taxta Raf- magnsveitu Reykjavíkur og það er búiö aö moka gangstéttarnar svo að kaupglaðir menn og konur brjóti ekki á sér lappirnar áður en þau hafa fengið tækifæri til aö eyða aurunum sínum í öl og smjörlíki á nýja verðinu. Og bílamir sniglast áfram, fara fetiö, nema þeir sem standa á bílastæðunum, þeim er kalt og aö lokum kemur stööumælavörður og skrifar númerið þeirra í blokkina sína og verðirnir skrifa svo mikiö þessa dagana aö manni finnst þeir ættu aö skrifa í blööin, en hættir viö þaö þegar maöur ímyndar sér hvernig greinin lítur út: H-1761 stóö viö stöðumæli nr. 182 kl. 17.03 og var rautt á mælinum, ber honum því aö greiða sekt í ríkissjóö kr. 50 o.s.frv. Stööumælaverðir skrifa ekki í blöðin og H-1761 borgar ekki stööumæla- sektir. Þaö er fariö aö dimma og Ijósin á snúrunum sem hanga yfir Lauga- veginum eiga fullt í fangi meö aö standast samkeppni ljósastauranna svo ekki sé talað um stjörnurnar þótt ljós þeirra sé lifandi skelfing lítiö hjá öllu því myrkri sem nóttin býr yfir. Á mótum Laugavegar og Vitastígs stendur lögregluþjónn og stjórnar umferöinni, hann baðar út hönd- unum en hvernig sem hann veifar stendur umferðin í staö og þó eru allir að flýta sér en þegar kominn er 18. desember getur enginn flýtt sér viö neitt á Laugaveginum nema viö þaö aö standa kjur, en það er enginn í þeim hugleiðingum þegar ég geng hjá og því er flautað og flautað en árangurinn aö sjálfsögöu í öfugu hlutfalli viö allt þetta flaut. Kannski heföi veriö betra aö skilja bílinn eftir heima og fara í strætis- vagninum sem stendur líka kjur, flautar ekki neitt, en kemst jafn lítið úr sporunum og bílarnir sem voru ekki skildir eftir heima. Inni í bókabúðinni eru margar bækur og eigulegar en því miður er ekki hægt aö kaupa þær allar fyrir þessi jól og fyrir þau næstu verður búiö að taka þær niöur úr hillunum og koma öðrum fyrir í þeirra staö og því óvíst aö hægt veröi að kaupa þær nokkurn tíma. En í búöinni á móti sem selur kristal veröur hægt aö kaupa þaö sem manni sýnist að ári enda koma börn þangað inn á ábyrgö foreldra sinna en guö má vita á hvers ábyrgö þau fara út. I Austurstræti er pylsuvagninn og mér dettur í hug aö kaupa eina með öllu handa frænda mínum í jólagjöf því aö honum finnast svo góöar pylsur en ég hætti viö þaö og kaupi handa honum sjálfstýrðan bíl sem veröur ónýtur á fimm mínútum af því aö hann er svo ódýr og lítur svo velút. Þaö er engin bílaumferð í Austur- strætinu, það leggur enginn í að þræöa leiðina milli blómakeranna og bankanna og svo er vist öll umferö „A Laugaveginum eru jólasveinar í öðru hverju húsi og kinka kolli til veg- farenda samkvæmt taxta Rafmagns- veitu Reykjavíkur... ” Háaloftið BenediktAxelsson bönnuð þar að auki, en bönn hafa aldrei staöiö Islendingum fyrir þrifum hingaö til. Kannski þaö sé aö veröa breyting á þessu, nema bíl- amir séu hræddir viö blómaker og banka. I glugga kem ég auga á rjóma- tertur og vínarbrauö sem er skemmtileg tilbreyting frá jólasvein- unum sem ganga fyrir rafmagni og eru eins og slitin plata sem syngur í sífellu: jólin kom, jólin kom og aiö vill ekki koma hvemig sem platan reynir og þótt maður sé styrkur í fingrunum kemur aiö ekki heldur þegar nálin er færð um set heldur: llir búast í sitt besta skart. Viö hliðina á tertunum stendur ung kona í sínu besta skarti og haggast ekki, enda úr plasti, og skammt frá er útitaflið og kona aö selja happdrættismiöa. Eftir að hafa ráfað búð úr búö og keypt jól á tilboðsverði fyrir alla pen- ingana mina geng ég út í myrkriö sem er lifandis skelfing lítiö hjá öllu því ljósi sem jólin búa yfir. Kveöja Ben. Áx.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.