Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Síða 22
22 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Bréfln hans Þórbergs Brófin hans Þórbérgs heitir nýútkomin bók, sem hefur að geyma ein- stæð bróf er Þórbergur Þórðarson rithöfundur sendi þeim stölium, Liiiu Heggu og Biddu systur. Báðar eru þær kunnar sem persónur úr bók Þór- bergs, Sólminum um blómið. Brófin, sem eru skrifuð ó órunum 1952— 71, koma nú i fyrsta sinn fyrir almenningssjónir. Þetta er engin venjuieg sendibróf. / þeim fjaiiar Þórbergur um ótrúieg- ustu efni, skráir hnyttnar athugasemdir um nafngreint fóik, en gerir þó jafnan mest grin að sjóifum sér. Brófin eru i ýmsum tóntegundum, ýmist fjallar Þórbergur af hjartans einlægni um alvarlega hlutí eða þá að það iskrar i honum hláturinn þegar hann er að tala við vinkonur sinar a pappirnum. Hjörtur Pálsson hefur tekið saman skýringar með bréfunum og skráð minningabrot aðalpersónanna um „Sobbeggi" afa og fleira fólk sem kemur við sögu. Það er bókaforlagið Vaka sem gefur Brófin hans Þórbergs út. Við höf- um fengið leyfi þess tíl að birta kafla úr bókinni. -KÞ Reykjavík, 9. janúar 1961. Bré! til Lillu Heggu. Góöa litla manneskja! Þá eru þessi jól Uöin. Ræfils Sobbeggi afi var farinn aö halda, aö þaö ætluðu engin jól aö veröa hjá sér í þetta sinn. Þaö var komin Þorláks- messa, og hann hlakkaði ekkert tU. Hann sá varla jólaljósaskrautið á göt- unum, af því aö hann hlakkaði ekkert til. „Þaö verða engin jól hjá ræflinum honum Sobbeggi afa núna”, var hann alltaf að segja viö sjálfan sig. „Betur aö hann Jesús hefði aldrei fæözt. Þá heföi auminginn hann Sobbeggi afi ekki þurft að lifa leiðinleg jól”. Mammagagga hafði boðiö Sigurjóni frá Reynivöllum aö vera hjá okkur á aöfangadagskvöld. Ossa afa var líka boðið. En hann vildi heldur hugsa um hann Jesús hjá regnbogasilungsbrask- aranum uppi í MosfeUssveit. Honum fannst víst Sobbeggi afi ekki vera mikið jesúslegur fyrir jólin og Mammagagga ekki mikiö lík henni Maríu mey. Mammagagga haföi nú ekkert sér- lega mikiö viö þetta kvöld. Hún setti ekki upp rúmin í svefnherberginu, eins og þegar þeir stóru koma. Hún fór bara meö eldhúsboröið inn í unnskiptinga- stofuna og lagði þar á þaö matinn. En maturinn var fínn hjá henni, já afskap- lega fínn. Svo drukkum viö Þorláks- dropa meö. Jú, og svo kveikti hún á rauöum jólakertum. En þaö var sama. Sobbeggi afi fann enga gleði. Þetta voru engin jól. Þegar hann var búinn aö éta, lagði hann sig á bakið sitt upp á sóffann sinn og var lengi aö hugsa um það, hvað jólin heföu verið skemmtilegri í fyrra. „Þaö veröur víst engin stytta á þessum jól- um”, sagði hann viö Mömmugöggu. „Bölvaður asni ertu”, svaraöi Mammagagga. „Heldurðu þaö komi nokkur stytta héðan af?” „Nei, þaö kemur víst engin stytta”, anzaöi Sobb- eggi afi hálf kjökrandi. Klukkan var orðin átta. Nú fór Mammagagga aö þvo upp leirtauið sitt frammi i eldhúsinu sínu. Sigurjón fór lika fram. Sobbeggi afi lá einn eftir í unnskiptingastof unni og var aö hugsa um, hvaö hann ætti bágt á þessum jólum. Loksins heyrir hann, aö það er einhver kvenmaður aö tala við Mömmugöggu frammi á ganginum. Hver er nú komin? hugsar Sobbeggi afi. Hann hlustaöi. En hann gat ekki heyrt, hver þaö var. Hann stendur upp af sóffanum sínum og leggur eyrað viö skráargatiö. Hvaö? Honum heyrist þaö vera hún Sjóka. Svei mér, ef þaö er ekki hún Sjóka. Til hvers er Sjóka nú komin? hugsaöi Sobbeggi afi. En hann er svo dapur í andlitinu sínu, aö hann skammaðist sín fyrir aö láta Sjóku sjá sig svoleiðis í framan kvöldið, sem hann Jesús fæddist, og nú beiö hann við skráargatiö, þangað til hann heyrði, aö Sjóka var farin. Þá opnaði hann huröina á unnskipt- ingastofunni og sér Mömmugöggu standa hjá rauðu kommóöunni sinni meö lítinn pakka í hendinni. „Hvaö er í þessum pakka?” spyr Sobbeggi afi. En Manunagagga mátti ekki vera aö því, aö svara Sobbeggi afa strax. Hún varö aö ljúka fyrst viö sögu, sem hún var aö segja honum Sigurjóni, og aumingja Sobbeggi afi varð aö bíða í hræðilegum spenningi. Svo endar nú Mammagagga seint og síðar meir söguna, og Sobbeggi afi var oröinn hálf vitlaus. Þá segir Mamma- gagga: „Það er stytta frá henni Helgu. Hún Jórunn ætlaöi varla aö þora aö koma meö hana. Hún hélt þér þætti hún svo ljót”. „Guði sé lof!” hrópaði Sobb- eggi afi. „Sendi hún hana frá Þýzka- landi?” spyr Sobbeggi afi. „Nei, hún keypti hana, áöur en hún fór”, svarar Mammagagga. Svona hefur hún mun- að vel eftir ræskninu honum Sobbeggi afa, hugsaöi hann meö sjálfum sér. Nú voru umbúðirnar teknar utan af styttunni, og þegar Sobbeggi afi sá hana, þá varð hann afar kátur. Þetta var einmitt grínstytta upp á Sobbeggi afa, þegar hann er oröinn elliær og far- inn aö brúka hatt og regnhlíf. Og Sobb- eggi afi setti styttuna upp á skápinn hjá hinum styttunum. Nú eru þær orön- ar 18. Og nú uröu mikil jól í unnskipt- ingastofunni og í öllum stofunum, og Sobbeggi afi gat farið aö tala viö Sigur- jón og var líka alltaf aö horfa á stytt- una uppi á skápnum og alltaf aö þakka litlu manneskjunni fyrir hana í hugan- um. Og nú þótti honum vænt um, aö hann Jesús skyldi hafa fæðzt á jólun- um. Þegar klukkan var farin aö ganga tíu á aöfangadagskvöldið, geröi Mamma- gagga sig fina og brá sér svo niöur í Sjálfstæðishúsið til aö líta yfir róna- hópinn, sem Þóra Einarsdóttir, kona Hjörtur Pálsson, sem sá um útgáfuna, og Helga Jóna Asbjamardóttír og Birna Torfadóttír ILilla Hegga og Bidda systírl. fk) r <.•*• V ‘ *’ '« I 1t;' * 21 ..... ••-? fr.í :f\( ** **“•*' , , j . rUm******? .... <~þ • - p<‘X, i ■■* * “ -1 ••**.....-*■ .'.i /-■ />*'■ / »«<* y *t**+J±*J*PM , ....." *‘4,1 <&*£ 't*f fJ<-* fé , V , .. 4?*\** ttt werx m-xa 2% <£ *,<<,***?"*•** fí ♦»« «*«<*. -'v.t , cr*f a.< i , it* r* „**-* t<* , - -ýi. % <„. oí.*-1"' v" w« > - .... V'-5 * «<W» « '/•* 1 > / yu K - -fM ÍM ' **?. **■ i ,.'••• * t / \ ,< *•» *''* i ** * ! V/ * t *%. * u w</ '.. ■ %Aí “ \ <4- Nokkur bréfanna, sem „Sobbeggi” afi sendi Lillu Heggu. séra Jóns Péturssonar, haföi boðiö þar til jólaveizlu. Þar var allt á úi og stúi, rónarnir fullir og ekki hægt aö koma á nokkurri jólaandagt. Seint um kvöldiö skruppum viö niður til Asa og drukk- um þar kaffi. En stuttu áöur höfðu þau komið upp til okkar og meö þeim einn laglegur Spánreiði, og ég gaf þeim öll- um Þorláksdropa. Sigurjón svaf í vest- urstofunni um nóttina. A jóladagskvöld buöum viö til okkar tveimur einstæðingum, tékkneskri stúlku, sem heitir Helena, og rússn- eskri fröken. Þær stunda nám viö há- skólann, og Helena verið hér eitt ár áöur fyrir fáum árum. Eg sýndi þeim stytturnar mínar, og þú getur ekki trúaö, hvaö þær urðu hrifnar. Heléna hefur lesiö Sálminn um blómið og þyk- ir hann mjög skemmtilegur. Á annan í jólum vorum viö boðin til Arinbjarnar og Guörúnar. Á gamlárs- kvöld vorum viö hjá Gísla Ásmunds- syni. Þú manst eftir honum. Þú varst hér oft í veizlum meö honum í gamla daga. Já, þá var nú skemmtilegt. Hjá Gísla var líka Brynjólfur Bjarnason. Þú manst eftir honum. Og Geir Jónas- son bókavöröur og hún Kristín kona hans, hún Kristín, sem draugurinn fylgir, hann Eiríkur, sem hvolfdi úr fullum potti af rauögraut i höndunum á henni Mömmugöggu fyrir nokkrum árum og grauturinn fór út um allt eld- hús, á ísskápinn, út i gang og á hurðina fyrir vesturstofunni. Þá var það svart. hjá Mömmugöggu. Rétt á eftir komu Geir og Kristín. Á nýárskvöld bar ekk- ert til tíðinda hjá okkur og ekki heldur á þrettándanum. En laugardaginn 7. janúar var dálítiö skemmtilegt. Þá um kvöldið voru boðin hingaö Arinbjörn og Guö- rún og Gunnar Thordarson og hans kona. Þú þekkir þau víst ekkert. Viö kynntumst þeim í Prag í sumar. Þegar þau voru búin að sitja hér nokkra stund, þá var hringt á dyrabjölluna. Eg opnaði huröina. Hverjir helduröu, aö hafi þá staðið viö dyrnar? Ja, hverj- ir helduröu þaö hafi veriö? Þú getur aldrei gizkaö á það. Þaö voru fallegi maðurinn og ljóta konan. Þú manst. Þau sátu hér, þangað til klukkan var farin aö ganga fjögur. Eg hitti Biddu systur öðru hverju í stiganum og segi alltaf eitthvaö viö hana. Ekki sé ég neitt trúlofunarsniö á henni ennþá. Ætli hún eigi nokkuð við svoleiöis fyrr en hún er 25 ára gömul? Hún sendi mér jólakort á aöfangadaginn. Eg ætlaöi að senda henni kort á gamlársdag, en stein- gleymdi því. En ég bjargaöi mér út úr því og sendi henni kort á jóladegi Rússa, þaö er 6. janúar. Eg skrifaöi nokkuð langt mál á þaö. Meðal annars baö ég hana spila Spansfluguna (ég heföi nú víst átt aö segja Litlu fluguna) klukkan 7 á þrettándakvöldið. Eg sagöist ætla aö liggja á gólfinu í unn- skiptingastofunni á meöan og leggja eyraö fast niður aö gólfdúknum til þess aö heyra lagið vel. En ég gleymdi því og sagði henni það tveim dögum seinna. Þá hafði hún, auminginn, spilaö lagið tvisvar sinnum klukkan 7 á þrettándakvöldið og alveg til einskis. Svonaer Biddagóð. Nú er efni bréfsins búiö, og ég óska þér góöra og gleðilegra tíma og þakka þérfyrirstyttuna. Þinn gamli og skrýtni Sobbeggiafi. 31.12. ’67. Bréf til Biddu systur. Kæra Bidda systir, sit heil í Guös friði! Glatt og leikfullt ár! Gefi þér Drottinn fagra lífsgleði, mikla peninga og ekki sízt skynsaman, hjarta- hreinan, haröduglegan, skemmtilegan og laglegan unnusta, sem segir já, þegar hann segir já, og segir nei, þegar hann segir nei, og þegar hann segir já, þá meini hann já, og þegar hann segir nei, þá meini hann nei, því aö ræöa hans skal vera já já og nei nei. Er ekki þetta girnilegur unnusti? Þessi jól hafa veriö tilkomulitil og andlega snauð hér uppi á fjóröu hæð til hægri. Helzta skemmtun okkar hefur verið að góna á ljósastrókana framan viö Elliheimilið. Þrír gestir voru hér á aðfangadagskvöld, allt góöir Suöur- sveitungar og allir ógiftir. Ég undir- strika ógiftir. En það var ekkert hangi- kjöt og þess vegna engin jólalykt í íbúðinni. Þaö voru bara kótelettur. Eg er ekki hrifinn af kótelettum. En hangikjöt, sérstaklega heitt og feitt — þaö er minn matur. Þetta er víst allt lygi, aö fita úr landdýrum valdi kransæöastíflu. Nú eru þeir læröu farnir aö gruna sykurinn. Einar ríki brúkaraldreisykur. Skömmu fyrir jólin barst mér leiöin- leg saga norðan frá Bakka í Víðidal, sem skyggöi á hátiöleika jólanna. Þegar Ljóminn kom noröur úr Reykja- víkurleiðangri sínum í haust, haföi hann þær fréttir að segja heima á Bakka, aö ég heföi farið með hann í strætó. Og þaö var nú gaman. ,,Og svo fór Sobbeggi afi í hús og fór aö drekka brennivín”. Finnst þér ekki ljótt aö ljúga þessu á mig, eftir aö vera búinn aö borga undir hann í strætisvagni? En hann bætti nú reyndar viö, skinnið: „En hann varð nú ekkert fullur”. Ég á annan nafna austur á Hala í Suðursveit. Hans aðal lífsyndi er aö ganga á bæina í kring og segja stór- lygasögur. Nafni minn á Bakka er líka anzi lyginn. Forðum daga og reyndar fram á mína æsku var miklu dýpri stemmning yfir jólunum og áramótunum en nú á tímum. Þá lifði fólk í tveimur heimum, fyrst og fremst í sínum jarðneska heimi, og í ööru lagi í huldufólks- heimum eða álfheimum. Þá bjuggu álfar í hólum og klettum og stórum steinum og voru sérstaklega á ferli á jólunum og um áramótin. Þá sást huldufólkið fara til sinnar kirkju hópum saman í morgunrökkrinu, og fólk heyröi þaö tala saman og vera meö gleöilæti, sumt var ríöandi og sumt gangandi. Eina slíka kirkjuferö álfa sá Eiríkur á Brúnum i rökkri á jóiadagsmorgun. Eiríkur var merkis- maöur. Gísli ömmubróðir minn skrapp eitt sinn út á aðfangadagskvöld jóla. Þegar hann kom inn, varð honum að orði: „Pí já! Þaö eru fleiri búnir aö kveikja en viö”. Hann kvaöst hafa séö fellið fyrir vestan bæinn uppljómað í ljósum. Gísli var skyggn og ólyginn eins og ég. Og við mann talaði ég á Isa- firði, sem sá álfa flytja búferlum á krossmessu á vori í hálfrokknu. Einn teymdi nokkra hesta í lest með búslóð á, og menn og konur og böm gengu með lestinni. Já Bidda mín, þetta var löngu áöur en vöruflutningabílarnir tóku að eitra hér andrúmsloftiö og fylla þjóðina æöatöppum og kransæðastíflum. Það var þessi tvöfalda tilvera, sem gaf gömlu jólunum og áramótunum djúpa stemmningu. Og þá voru Islend- ingar stór þjóö. En svo fluttist hávaö- inn inn í landiö, grammófónsglamur, vélaskark, bílaöskur og flugvéla- dmnur. Þessi ólæti þoldi huldufólkiö ekki og flúði til óbyggða. Og íslenzka þjóðin skrapp saman og varö lítil þjóð, sálin varö gmnnfær og flöktandi, og þegar menn sögöu já, þá meintu þeir ekki já, og þegar þeir sögöu nei, þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.