Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Qupperneq 27
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. hendur á fyrrverandi eiginkonu sína. Vill ekki einhver hringja á lögregluna? Enginn kom Dóru til hjálpar , engar dyr opnuðust, og kannski hrópaði hún aðeins svo fólk gæti hlustaö. Alger þögn ríkti í húsinu og maðurinn spurði lágt: Hvaö færðu út úr að láta lögregluna hiröa mig hvað eftir annað? En lögreglan má stinga mér daglega í steininn, ef þér líður betur. Maðurinn þagnaöi og spurði svo: Vildirðu ekki í rauninni að einhver hefði dug í sér og tæki þig sjálfa í karp- húsið? Augu mannsins flöktu en hann reyndi að festa sjónir á Dóru og heitur straumur braust fram í andlit honum. Hann hélt aö hitinn um allan líkamann væri ást, og þá formælti hann sjálfum sér í hljóði með ásökunum fyrir að hann hefði ekki brunnið af ást fyrir andartaki heldur af heift. Nú gat hann ekki lifað án Dóru og hún opnaði munn- inn og deplaði augnalokunum ört og sagði: Mig langar aö segja þér svolítiö sem vinur. Segðu það , vina min, bað maðurinn ákafur og reyndi að vera eðlilegur og stilltur. En ekki bara sem fyrrverandi eiginkona heldur. .. Annaðhvort segi ég þetta sem fyrr- verandi eiginkona þín eða ég hreinlega held kjafti, sagði Dóra. Talaðu, hikaðu ekki, baö maöurinn. Þetta má vera ljótt, þú særir mig ekki Jengur, mann sem er orðinn eins og smjörið. Það finnur ekki fyrir hnífnum sem skef ur það og smyr á brauðið. Mig langar að biðja þig lítillar bónar, sagði Dóra. Bónin er smá en mikilvæg fyrir þig. Dóra, þú veist ég veö ekki í pening- um, flýtti maðurinn sér að segja. Skilnaður okkar lék mig grátt bæði f járhagslega og andlega. Svo veistu ég hef legið í drykkju um helgar og þyrfti líklega aö fara í meöferö. Berðu samt fram bónina. ,,Æ, þú heldur maður biðji sí- fellt um jarðneska hluti, sagði Dóra leið á svip. Sem betur fer hófst ég upp yfir efnishyggju jafnskjótt og ég losnaði úr hjónabandinu. Veistu, ég finn ekki lengur fyrir beiskju. Ég kaupi mér varia súkkulaöi til að fá sætt bragð í munninn. Tungan í mér er meira að segja oröin laus og liðug. Maðurinn velti vöngum vandræða- lega og sagði aö slikt gleddi sig, enda hefði hann haft áhygg jur af sælgætis- áti hennar. Samt ertu í góðum holdum, sagöi hann. öll andleg og líkamleg orka, hold og hugsun, fór í rifrildið viö þig, sagöi Dóra. Allt fór í aö lappa upp á hænsnastíu hjónabandsins. Fyrir- gefðu að ég tek hkingar úr sveitalíf- inu. Mér líkar það prýðilega, svaraði maöurinn. Sæktu bara líkingar í liðna tíð, okkur veitir ekkert af for- tíðinni ef við viljum standa nokkurn veginn upprétt í nútíðinni. Farðu samt ekki aö halda ræöu um sveitalífiö og segja að okkur skorti heilbrigðar rætur, ég þoli það ekki, sagði Dóra. Við verðum að skjóta rótum dag- lega, svaraöi maðurinn. Annars skol- ar straumur tímans okkur út. á haf. Fólk á að hafa djúpar rætur í hinu liöna og ókomna. Mikil ósköp sagöi Dóra. Má ég komast að? Engin ræðuhöld hérna frammi á gangi eins og þú sért aftur kominn í hjónabandið. Mitt hlutverk er ekki lengur að hlusta, mig langar að komast einu sinni aö. Notaðu tækifærið, manneskja, meðan þú hefur orðið og vertu ekki með málalengingar, baðmaðurinn. Svona er enn talað við mann! sagði Dóra æst. Þú ert meistari í að rugla mig í ríminu, svo ég læt þvætting f ara mér um munn. Maðurinn hafði á tilfinningunni að fólkið í húsinu lægi á hleri. Hann brá sér inn í íbúðina og settist aftur viö borðið og handlék bókina. Meðan hann rjálaði við bókina var hvislaö aö honum að konan væri í lögun eins og skráargat eöa sver kirkjuklukka. Hann ætlaði að segja frá hugmynd sinni en þagði af þvi hann þóttist viss um að Dóra segði að hann væri hvorki lykillinn sem gengur að skránni né ætti kólfinn sem lætur klukkubarmana óma. Skrýtinn ertu, sagði Dóra. Núna lestu meðan þér ber að hlusta. Nei, andmælti maðurinn og lagði bókina frá sér og klemmdi hendurn- ar milli hnjánna og lokaði augunum. Herptu ekki aftur augun, bað Dóra. Hlustaöu á mig með opin eyru og augu. Maðurinn reyndi að líta út eins og hann væri eintóm augu og eyru. Mig langar að gefa þér heilræði, héltDóraáfram. Maðurinn hélt niðri í sér andanum í ofvæni, hann brann í skinninu af forvitni yfir hvaða heilræði veltist svona lengi fyrir Dóru. Það hlaut að vera óvenjulegt og stórkostlegt enda haföi alltaf farið gott orð af vitsmun- um hennar. Allt sem hún sagði tald- ist til tíðinda, þótt manninum þætti það vera einskær orðaflaumur og eini áþreifanlegi árangurinn af tali hennar væri feykihár símareikning- ur. Samt bjóst maðurinn ævinlega við einhverju einstæðu af hennar hálfu. Við erum ekki lengur gift, hélt Dóra áfram. Eg held ég viti það, stundi maöur- inn. Látbragð þitt og hegðun bendir þó til hins gagnstæða, sagði Dóra. Maðurinn þagði og ákvað að opna ekkimunninn. Ég á bágt meö að koma oröum aö þessu, sagöi Dóra og herpti varimar. Reyndu samt, góða mín, bað maöurinn. Loksins hefur okkur tek- ist að ræðast við af örlitlu viti. Mér líður miklu betur. En þér? Þungri raun verður létt af mér ef þú verður við bóninni, sagði Dóra. Nefndu hana, hvíslaði maöurinn lágt og ákafur. Ég verð strax við ósk- inni. Dóra rak fram hökuna og sagði undrandi: Heldurðu það? Já, svaraði maöurinn svo lágt aö varla heyrðist. Dularfullt rökkur seig yfir hann og honum sortnaði fyrir augum af æs- ingi, en dimman sópaðist burt þegar Dóra hvessti á hann augun og sagöi með áherslu en þó í einlægni: Fáöu þér og gifstu góðri egypskri konu. ÞJÓÐSAGAN LÁSI KOKKUR ER KOMIN Á BÓK svipmyndir úr lifi GuSmundar Angantýssonar Hann er þjóðsaga vegna þess sérstæða lífsstíls, sem ekkert skólakerfi hefur getað ruglað. Hnittin og gamansöm tilsvör hans eru löngu landsfræg. Það mun engum leiðast yfir lestri þessarar bókar. Þetta er óskabók jafnt sjómanna sem landkrabba. PRENTVER Við framleiðum 16 gevðir skrifborðsstóla Líttu inn til okkar, viö höfum ábyggilega eitthvaö fyrir þig. STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÖPAVOGI, SiMI 432TI RF1 TE1 TV3 Viö leggjum áherslu á fjölbreytni í skrifborðs- stólum og vandaða vöru. 15 ára reynsla hefur kennt okkur margt og ennþá vinnum vió aó því aö bæta framleiósluna og auka úrvaliö. o 0 TAKIÐ EFTIR: | Við eigum skíði— 1 stafi og bindingar | fyrirbörnin. LAUGAVEGI 116, VID HLEMMTORG SÍMAR 14390 Er 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.