Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þótt atvinnuleysið hrjái marga fyrir þessi jólin láta menn það ekki alveg ræna sig allri jólagleði, eins og sést af þessari mynd við norska jólatréð á Trafalgar-torgi í London. Maríanna Bachmeier: Bréfin sýna hana sem kaldrifjaðan morðingja. SLEPPUR VARLA UNDAN REFSINGU Málaferlin í Liibeck í Þýskalandi gegn .Maríönnu Bachmeier, sem drap moröingja 7 ára gamallar dóttur sinnar, Önnu, sýna hana í sífellt verra ljósi. Það síðasta í þessu máli eru 8 bréf sem elskhugi Marí- önnu, og faðir Önnu, lét af hendi við bókaútgáfu þýska blaðsins Stern. I bréfum þessum meira en tæpir Maríanna á því að morðið á kynferð- isafbrotamanninum Klaus Grabowski hafi verið þaulhugsað og skipulagt. Þar að auki auka bréfin á þær líkur að tveir af elskhugum hennar, faðir önnu og læknir nokkur, hafi verið með í ráöum. I bréfunum fer Maríanna háöuleg- um oröum um dómara sína. Kallar hún þá m.a. kálhöfuð og segist ekki draga í efa að hún geti snúið þeim umfingursér. Maríanna þáði 700.000 krónur af bókaútgáfu Stem fyrir frásögn sína af morðinu fræga í réttarsalnum er málaferlin gegn Grabowski stóðu yfir. Það þykir því harla undarlegt að Christian Berthold, faðir önnu, lét bréfin af hendi við útgáfuna án þess aö kref jast eyris fyrir þau. Þykir nú sýnt að Maríanna muni tapa málinu og fá fangelsisdóm til fleiri ára fyrir morð, sem í fyrstu ávann henni samúð allrar þýsku þjóðarinnar. A tvinnuleysis- Hagfræðingar hjá OECD spá áfram- haldandi samdrætti eða kreppu í heim- inum meö aukningu atvinnuleysis. jótotíð EBE Skýrslur Efnahagsbandalags aflsins. I nóvember í fyrra voru 9,9 og eins hafa orðiö breytingar á Evrópu sýndu að fjöldi atvinnulausra í milljóniratvinnulausir. atvinnuleysisskráningu Breta, sem EBE-löndunum fór upp í 11,6 milljónir Þessi tala þykir þó ekki nákvæm því torveldaði EBE-talninguna. í síðasta mánuöi, sem eru 10,5% vinnu- að þar er ekki reiknað meö Grikklandi En nóg er vitað til þess að ljóst þykir að atvinnuleysiö hefur aukist meira en það árstiðabundna á þessum tíma árs. Mest hefur atvinnulausum f jölgað í V- Þýskalandi, Hollandi, írlandi og á italíu. Atvinnuleysið, sem er mjög mikiö í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu, hefur hins vegar ekkert aukist þar nú umhríð. Bensínbirgðir brunnu í Kenya Enn jókst orkukreppan í Kenya, þegar níu milljón lítrar af bensíni eyði- lögöust í eldi sem kom upp í olíutank- stöö við höfuðborgina Nairobi. Sem þykkan reykjarmökkinn lagði yfir höfuðborgina, brugðu menn fljótt við og innan tíðar höföu myndast langar biöraöir bíla við bensínaf- greiðslur, á meðan bensín var enn til. Sjónvarpið reyndi að friða menn meö því að fullvissa þá um að nægt bensín væri til í landinu og engin þörf á hamstri. En margar bensinaf- greiðslur þurftu að loka í gærkvöldi þegar bensínið var gengið tilþurrðar. Hafði lögreglan áður orðið að taka upp eftirlit við afgreiðslurnar til þess aö halda uppi röð og reglu. Margir sáust ekki fyrir og tróðust með bílana yfir gangstéttir til þess að komast að tönkunum. Æði margir voru fótgang- andi með brúsa í hendi. Tjóniö af eldsvoðanum er metið til 8 milljóna Bandaríkjadala en um elds- upptökin er ekki víst. Þykir ekki úti- lokað að um spellvirki hafi verið að ræða. Tveir tankar af tíu eyðilögöust í eldinum. Engan mann sakaöi, eftir því sembester vitaö. Síðustu tvær vikur hefur olíuskortur bagað Kenyamenn og daglega hafa myndast biöraöir viö afgreiðslur á olíu og bensíni. I tönkunum tveim voru nokkuría daga bensínbirgðir fyrir Kenya og nágrannalöndin, Uganda, Rwanda og Burundi, sem öll fá sitt eldsneyti ígegnumNairóbí. Fleiri taka upp dauðarefsinguna Massachusetts varð í gær 38. ríkið í Bandaríkjunum sem tekið hefur aftui upp dauðarefsinguna fyrir manns- morð. Undirritaði ríkisstjómin ný lög sem gefa dauöadæmdum tvo kosti um dauödagann. Fanginn getur valiö á milli rafmagnsstólsins eða eitursprautu. Fyrsta aftakan með síöarnefndu aö- f rðinni fór fram fyrr í þessum u.ánuði í Texas. — Það erú' aðeins fimm ríki önnur í Bandaríkjunum sem leyfa þá aftökuaöferð. Síðasta aftaka sem fram fór í Massachusetts var 1947, þegar tveir menn fóru í rafmagnsstólinn fyrir morð á landgönguliöa flotans. Gestaglfma & Fjölskylduþraut - í 3rem þáttumf NÝJA ÍSLENSKA SPILIÐ SEM... VEKUR. UtATAL 06- AWy6t-Í ! Pældu í SAMSTÆÐU í jólagjöf handa vinum og óvinum. Fæst í öllum helstu leikfanga- og bókabúðum landsins. AHir aldurshópar geta skemmt sér við þessa spilaþraut. Heildsöludreifing um land allt: Hallarmúla 2 - Símar: 83464 og 83211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.