Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Page 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. DAGBLAÐID-VÍSiR Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiómarformaður ogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustióri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ristjóm: SIÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMt 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblaðl5kr. Hátíð kærleikans Jólin eiga aö vera hátíð kærleikans. Iburöur og stór- gjafir er óþarft. Á jólum ber okkur aö treysta fjölskyldu- og'vináttubönd. Til þess gefast þá tækifærin umfram ann- an tíma. „Guö er kærleikur, og sá, sem er stöðugur í kærleikan- um, er stööugur í Guði, og Guð er stöðugur í honum.” Þessi og margar slíkar Biblíutilvitnanir eiga aö vísa okk- ur veginn, en margt glepur. Islendingar eiga í efnahagsöröugleikum um þessar mundir. Kannski hefur fremur dregiö úr eyöslunni fyrir þessi jól. Hugsanlega hafa margir keypt eitthvað ódýrari gjafir en ella. En slíkt kemur lítið aö sök. Allur þorri landsmanna mun enn sem fyrr halda jólin hátíöleg meö töluverðum íburði. Margir munu leggja áherzlu á gjafir, mat og drykk, í óhófi. Samdrátturinn í efnahagsmálum þarf ekki aö vera áhyggjuefni alls þorra manna, af því aö ekki verði nóg lagt í jólahald. Samdrátturinn mun síöar veröa meira áhyggjuefni, einkum þeim, sem stofnaö hafa til mikilla skulda. Samdrátturinn er áhyggjuefni vegna þeirra, sem hafa úr litlu að spila, og á það reynir á næsta ári, hve mikinn áhuga stjórnvöld hafa á kjörum þess fólks. Kirkjan á aö leggja áherzlu á kærleikann. Treystum sambandið við okkar nánustu, en hugsum einnig lengra. Minnumst þess, að í heiminum deyja mörg börn úr himgri á degi hverjum. Fjárhæö, sem okkur finnst lítilræöi, getur hjálpaö börn- unum aö lifa. Hve fáfengilegt er ekki margt, sem okkur finnst mikilvægt, í þeim samanburöi? Minnumst þess einnig, aö jafnvel hér á Islandi eru þeir margir, sem bera skarðan hlut frá boröi og þurfa aðstoð okkar, ekki sízt um jól. Lítum einnig á viðfangsefnið í víöara samhengi. Kær- leikshugsjónin á ekki upp á pallborðið í samskiptum þjóða. Kirkjan leggur réttilega áherzlu á boöskapinn um frið á jörð. I heimsmálum hafa horfur versnaö. Stórveldin magna vígbúnaðarkapphlaup. Margir fréttaskýrendur telja, aö tímabil „þíöunnar” í samskipt- um risaveldanna sé liðiö og nýtt „kalt stríö” hafiö. I fréttum er stööugt sagt frá kjarnorkuvígbúnaði risa- veldanna. Sovétmenn hafa komið fyrir mörg hundruð „meðaldrægum” eldflaugum meö kjarnaoddum, sem beint er gegn Vestur-Evrópu. Bandaríkjamenn vilja svara meö því að setja upp svipaðar eldflaugar í Evrópu. Þjóðir merjast undir hæl risaveldanna. Þar eru Sovét- menn til mikilla muna verri, en uggur hefur vaxiö í seinni tíð um, að Bandaríkin séu ekki allskostar á réttri braut í alþjóðamálum. Það, sem að okkur snýr, verður fyrst og fremst að vera, hvað við getum í smæð okkar lagt af mörkum til að snúa óheillaþróuninni við. Þótt framlag okkar verði óhjákvæmilega lítið í samanburöi við marga aðra, þurfum við að sjá til þess, að það verði gott, og vinna aö því öll saman. I friðarbaráttu er kirkjunnar mönnum bezt treystandi, en einnig þeir verða að gæta vel að sér, að þeim verði ekki beitt fyrir stríðsvagna. Jólahátíðin á að vera okkur tilefni til góðra hugsana og verka. DV óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla. Haukur Helgason. Svo mikiö hefur gengiö á undanfam- ar vikur í Sjálfstæðisflokknum, aö aðr- ir flokkar og vandamál þeirra hafa gjörsamlega horfiö í skuggann. Sum- um þeirra kann að hafa komiö þetta vel, en þó er mála sannast aö of mikil þögn er engum stjómmálaflokki holl. Til er gamalt máltæki, sem segir að betra sé illt umtal en ekkert, og eigi þaö nokkurs staöar viö þá er þaö ábyggilega í stjórnmálum. Nú, þegar þingmenn eru komnir í jólaleyfiö og farnir aö undirbúa kosningaslaginn heima í k jördæmum, er ekki úr vegi aö líta á stööu f lokkanna eins og hún kem- ur leikmanni fyrir sjónir um áramót. Vængbrotnir kratar? Einhvern tímann heföu innanflokks- raunir Alþýðuflokksins oröiö tilefni margra forsíðufyrirsagna og bolla- legginga, en stóri bróöir, Sjálfstæðis- flokkurinn, stal senunni gjörsamlega í þessu efni. Þegar Vilmundur Gylfason, Utríkasti stjórnmálamaöurinn á þingi, lýsti y fir því aö hann heföi y firgefiö sitt foma fley, var svo stutt í stórtíöindi í Sjálfstæðisflokknum aö hann hefur aö mestu gleymst í f jölmiölum og Alþýöu- flokkurinnumleiö. Nýlega gerö skoöanakönnun í Reykjavík sýnir svo að ekki veröur um villst aö margir renna hýru auga til framboös Vilmundar. Ég held þá aö þessi prósenttala hans sé síöur mark- tæk en prósentutölur yfirleitt í skoö- anakönnunum. Þar veldur miklu aö Vilmundur hefur dottiö út úr umræö- unni, framboö hans er nýtt (raunar enn ekki nema yfirlýsing) og menn vita harla lítiö um raunvemleg stefnu- miö. Meö þessu er ég hvorki aö halda því fram aö hann eigi meira fylgi né minna en skoöanakönnunin gaf í skyn, aðeins aö ég held aö brugöiö geti enn meir til beggja vona í þeim efnum en hjá rótgrónari stjórnmálahreyfingum. En hvaöa áhrif hefur framboð Vil- mundar á fylgi Alþýðuflokksins? Eg hygg aö því geti enginn svaraö, hvorki hann né frambjóðendur flokksins. Þó held ég aö alveg sé ljóst aö eitthvaö muni draga úr því miöað viö aö hann heföi staðið ódeigur í framvaröasveit flokksins. Þaö fer ekkert á milli mála aö Vilmundur og málflutningur hans, svo þokkalegur sem hann var á köfl- um, átti mikinn þátt í kosningasigri flokksins 1978, þótt viö látum hér prósentur liggja milli hluta. I þeim kosningum kom mesta rót sem um get- ur á fylgi flokkanna, hiö svokallaða Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson lausafylgi varö afgerandi þáttur í kosningabaráttu og úrslitum. Úr áhrif- um Vilmundar dró hins vegar verulega áriö 1979. Þar olli vafalaust hvoru tveggja aö hann varö í margra augum nokkurs konar persónugervingur brotthlaups flokksins úr ríkisstjórn og svo hitt, aö margir sneru viö honum baki, þegar hann álpaöist í stól dóms- málaráöherra. Engu aö síður höföar málflutningur hans til margra manna og veldur þar kannski mestu aö hann neitar aö þvarga endalaust um f ortíöina eins og flestir islenskir stjóm- málamenn gera heldur bryddar stööugt upp á nýjum umræöuefnum og stefnum. Líklega tekur Vilmundur ekki mikið raunverulegt kratafylgi meösérí kom- andi kosningum, en hann mun hiröa mikið lausafylgi, sem annars hefði krossaö viö A-iö, ef hann heföi veriö það galvaskur í framboöi. En þá vakn- ar sú spuming, sem enginn getur svar- aö, fyrr en kannski aö loknum næstu kosningum: Hvert er hið raunverulega kratafylgi? Hvað af fylginu 1979 var flokksfylgi og hvaö var lausafylgi? Er flokksfylgið kannski lítiö meira en þaíf var 1974, eöa haföi lausafylgiö að mestu yfirgefið flokkinn 1979, svo eftir stóö raunverulegt stóraukiö flokks- fylgi? Svariö viö þessari spurningu ræöur úrslitum um hvort Alþýðuflokkurinn veröur áfram sterkt afl í stjórnmálum eöa tiltölulega áhrifalítill smáflokkur, sem á líf sitt undir því hvernig kjör- dæmamálið veröur leyst. En burtséö frá Vilmundi ætti flokkurinn ekki aö standa sérlega illa. Um framboð flokksins viröist allgóð eining og sú sveit sem eftir stendur ætti aö geta orðið býsna samhent. Hvernig heilsast maddömunni? Skoöanakannanir hafa sýnt aö ekki séu miklar sveiflur á fylgi Framsókn- arflokksins og líklega er þaö rétt. Þær sýna að vísu aö fylgiö hafi heldur rým- aö og ég held aö sú sé raunin á. Flokkurinn fékk allmikiö lausafylgi 1979 vegna einarðs málflutnings for- ystumanna flokksins um baráttu við veröbólguna. Þaö fólk hefur orðiö fyrir miklum vonbirgöum. Enda þótt for- svarsmenn flokksins tali enn um niður- talningu hljómar þaö orö eins og illa geröur og nánast storkandi brandari í eýmm mikils fjölda fólks sem horfir á ÓBl „Nú, þegar þingmeiin em komnir í jóla- leyfið og famir að undirbúa kosningaslag- inn heima í kjördæmum, er ekki úr vegi að líta á stöðu flokkanna eins og hún kemur leikmanni fyrir sjónir um áramót.” Hugleiðing um skrif Svarthöfða Lengi hef ég haft af því nokkuð gaman og fróðleik aö lesa greinar Svarthöfða. Einnig hefur þaö verið skemmtun aö taka þátt í umræöu manna um þaö hver Svarthöföi sé í raun og veru þ.e.a.s. hvert raunveru- legt borgaralegt nafn hans kynni aö vera. I seinni tíö virðist mér minna bera á áhuga um þetta atriði. Hvers vegna skyldi það vera? Nýlega heyröi ég sagt frá manni sem aldrei spuröi neinn til na&is viö fyrstu kynni en spurði þess í stað hvaö afar og ömmur heföu heitið og hvaöan af landinu maöurinn væri ættaöur. Þessi maöur taldi að það segöi meira um einstaklinginn hvaöan hann væri og hverjir stæöu aö honum en nafniö eittísjálfusér. Mér viröist aö svo sé um Svarthöföa aö fjöldinn hafi áttaö sig á því aö meira máli skiptir að vita hverjir standa aö honum og hverjir eiga hann en hitt hvaö hann í rauninni heitir. Flestir þykjast svo vita hverjir eigi hann og spyrja því ekki framar. Nú hefur þaö gerst aö Svarthöföi hefur tekið sér fyrir hendur aö skipta sér af prófkjöri sjálfstæðismanna á Suöurlandi. Lesendur þess pistils muna að þar á hann sér kandidat og Kjallarinn Sigurður Sigurðarson skrifar nú í umboöi voldugra eigenda því aö í greininni felst vísbending um að þegar hafi veriö teknar ákvaröanir um ráðherralista næsta forsætirráö- herra. Þessu heföu gjarnan mátt fylgja vottorö og staöfestingar þing- flokks og vænti ég þess aö þau plögg séu rétt ókomin inn á ritstjórnarborð Dagblaðsins og Vísis. Þarfir Sunnlendinga Annaö gerir Svarthöföi í þessari grein sem mér finnst meira máli skipta og er raunverulegt tilefni þessa svars. Hann reynir aö rassskella Sunn- lendinga meö Grýluvendi héraösrígs og sundurþykkju. A Suöurlandi er hér- aðsrígur ekki óþekkt fyrirbæri. Hitt er enn betur þekkt á Suðurlandi að þar hafa menn yfirleitt metnað vegna hér- • „Svarthöföi reynir að rassskella Sunn- íendinga með Grýluvendi héraðsrígs og sundurþykkju...” 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.