Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Síða 19
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. 19 emm vid komnk með fufft hús af jób- skrautí og jófapappír sem engmn annar ermeá. Mynd: llon Wikland. Út eru komin 4bindi nýrrar útgáfu af hinu mikla og merka safni Sigfúsar Sigfússonar: Islensk*?r þjódsögur og sagnir. Flestar sögurnar skráði Sigfús eftir íólki á Austur- landi kringum síðustu aldamót. Ymsar þeirra hafa ekki birst ádur, en flestar hinna eru hér í eldri gerð og upphaf- legri en í fyrri útgáfu. Óskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentun- ar og skrifar formála. Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600 blaðsíður. Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510 Lotta reynlr að stola gríOarstóru hjóli, sem hún ræöur ekkert viö. Tvær góðar, hvor á sinn máta LEIKVÖLLURINN OKKAR Gatan er fyrír alla Texti: Kursa Myndir: Monika Doppert Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir Útg.: Mól og menning, Rvík., 1982. ótölusettar 50 bls. kvarto. Öreigabörn í Venesúela uppgötva samtakamáttinn Sagan „er byggö á raunverulegum atburöum” sem uröu þegar börnin í fátækrahverfinu San José de la Urbina vildu eignast leikvöll. Enn hafa þau ekki fengið neinn leikvöll, en þau eru enn aö láta sig dreyma um hann og berjast fyrir honum. Og á sama hátt og veruleikinn var grundvöllur þessarar sögu teljum við aö sagan geti ef til vill.. . ” segir á síðu gegnt titilblaði. Og þaö er einmitt þaö sem gerist, og er ósagt látiö í orðunum hér aö framan. Sagan er til þess fallin aö veröa grundvöllur veruleikans. Krakkarnir taka málin í sínar hendur. Þeir fara í kröfugöngu til ráöhússins til að biðja um leikvöll. Borgarstjórinn og verkfræðingurinn lofa og lofa: á morgun, á morgun. En svo fara kosningar í hönd og þeir birtast einn daginn meö rauöan borða og spjald sem á stendur: Hér byggir borgarstjórnin barnaleik- vöU.. .” og síöan ekki meir. Svæöiö fylltistafrusli. En smátt og smátt fæöist hugmyndin um samtakamáttinn. Þá lifnar allt viö, allir fá áhuga, ungir sem gamlir og leikvöllurinn verður aö veruleika. „Á gömlu giröinguna hengdu bömin upp skilti sem þau höföu sjálf málað: Leikvöllurinu er öllum opinn komiö og skemmtið ykkur vel.” Fjölskrúöugt mannlíf í máli og myndum prýöir þessa bók. Þaö er líka þó nokkur kímni í henni enda nauösyn þegar söguefniö er jafn hrikalegt vandamál og fátæktin í Suður-Ameríku. Bókin er þýdd úr spænsku af Ingibjörgu Haralds- dóttur og sýnist mér vel hafa tekist. Ég hef ekki frumtextann fyrir mér, mundi ekki skilja hann heldur. En íslenskan á sögunni er eins og sagan sé frumsamin af Ingibjörgu sjálfri og eru þaö góð meðmæli. Dæmi: „Og fólkinu fjölgaði. Byggöin náöi nú upp á efstu brún þar sem f jalla- ljónið skildi áöur eftir spor sín. Gilin breyttust í ræsi. Sorp þakti gangstíg- ana. Hæðin breyttist í fátækra- hverfi.” Það er ekki eins gott hjá foriaginu aö láta nafn hennar vanta á titilsíöu og geta hennar ekki í rétthafa- upptalningu. Hún á sinn „copy right” fyru- íslenska textann. Þess skal þó getið aö nafn Ingibjargar stendur á baksíöu. Bókin er 50 blaösíður, prentuö erlendis í sam- prenti ICBS, Kbh. En af hverju er ekkert blaösíðutal? Kannski skrifast þaö á reikning samprentsins og e.t.v. lika þaö aö þýöanda er ekki getið á réttumstööum. Þetta er falleg bók. Myndirnar eru bráövel gerðar, eins og áður er aö vikið, og auka við textann meö lifandi lýsingum þar sem persón- umar stika um síðumar, karakter- miklar og iöandi. VÍST KANN LOTTA AÐ HJÓLA eftir Astrid Lindgren og llon Wikland Ásthildur Egiison þýddi Mál og menning, Rvík. 1982. ótölusettar 32 bls. í stærð A-4. Allsnægtabarn í Svíþjóð uppgötvar að ekki borgar sig að stela I sögu Astrid Lindgren er lífið and- hverfa þess sem sagt er frá í Venesúelasögunni. Hér eiga krakk- arnir allt, eöa næstum allt. Þetta eru svipuð vandamál og hjá okkur — Lottu langar í hjól — Hver þekkir ekki slíkt hér á Islandi þar sem viö emm öll dálítið spillt af dekri eins og íSkandinavíu. Lotta litla á bangsann að trúnaöar- vini: „.. . Þama lá hann og hlustaði sallarólegur á, meöan Lotta sagði honum frá voðalegum hlut sem hún var að hugsa um að gera. „Ef ég fæ ekki alvöruhjól í afmælisgjöf,” sagði hún, „þá fer ég og stel mér hjóli. Þegar enginn sér mig! ” ”. Og þannig fór þaö tveim dögum síðar, þegar Lotta átti 5 ára afmæliö. Hún fór til frú Berg í næsta húsi. Frú Berg gaf litla „Lottuskotti” svo ljómandi fallegt armband í afmælis- g jöf. En Lotta var ekki í rónni fyrr en gamla konan haföi tekið sér miö- degisblund og þá lét hún verða af þessu voðalega, að læðast niöur í kjallarann og... Astrid Lindgren er mátulega „elak” í sögu sinni, fyndin og ófyrir- leitin. Heimur barna er grimmur og það þurfa barnabókahöfundar að skilja og svo sannarlega skilur Astrid Lindgren þaö í öllum sínum sögum sem ég hef lesið, aö þessari ekkiundanskilinni. Myndimar eru góöar, stórar og " skýrar og ólikar myndunum í Suður- amerisku bókinni að því leyti að fletir em stærri og litsterkari og hér eru fáar persónur og skýrar og henta þar af leiðandi betur yngri börnum sem sagan er skrif uð fyrir. Þýöing Ásthildar Egilson er lipur og hljómar vel. Ásthildur hefur þarna haft aö engu það sem hver gagnrýnandinn á fætur öðrum skammaði hana fyrir síöast, af því þeir fundu ekkert annaö aö, en þá þýddi hún heiti bókar eftir Astrid Lindgren „Víst kann Lotta næstum allt” (aö mig minnir svo). Nú þýöir hún „Víst kann Lotta aö hjóla” og lætur sér hvergi bregða. Þykir mér þaö gott því skammirnar voru ómak- legar. Hvaöa krakki myndi líka segja: „Vístgetéghjólaö”.Neihann segöi: „Vístkannégaöhjólá.” Eins og sagt var um fyrri bókina hér að framan er frágangur á þessari bók, Víst kann Lotta að hjóla, til fyrirmyndar og útlit til prýöi. -Rannveig. Menning Menning Menning Bókmenntir RannveigG. Ágústsdóttir MuhDsio Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús við Sjónvarpið)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.