Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 21
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. 21 Manuela Wiesler — sýnir ótrúlega færni og fjöihæfni. NÝJAR PLÖTUR JÓLASÁLMAR Hreinræktaöir jólasálmar hafa hingaö til ekki þótt vænlegt útgáfuefni á íslenskum hljómplötumarkaöi. I langflestum tilvikum er á svonefndum jólaplötum aö finna, í besta falli einn og einn sálm á stangli og stöku aöventulag eöa svonefnd carols upp á enska tungu, innan um hin og þessi dægurlög (oft án nokkurra tengsla viö jólin) meö textum sem snúið er upp á fæðingarhátíð frelsarans. Fráleitt er þetta séríslenskt fyrirbrigði, heldur er hér apað eftir alþjóöatisku. En á þessari plötu, í kirkjunnar út- gáfu, eru eingöngu jólasálmar, sem unnið hafa sér helgi í messuhaldi okkar á jólum. Tveir þeirra eru íslenskir, en hinir aðfluttir og flestir, ef ekki allir sameign kirknanna, hvort sem þær játast undir Pater í Rómi eöa Martein Lúter. Allir þrír sýna kórarnir ágætan söng á plötunni. Eg hef þá aö vísu meir og minna grunaða um jafnfrant því aö fá til liðs viö sig hljóðfæraleikara, aö bæta viö sig viölagasöngvurum; kór- fólki sem lyftistöng reynist hverjum kór. Og hér er aö finna góð dæmi þess hve messusöngur okkar, sérstaklega á jólum, hefur oröiö skrautlegur í seinni tíö. En á skortir aö eftirleikur út- gáfunnar sé í samræmi við framlag tónflytjendanna. Upptökumar teknar allar á sama staö, í Fossvogskirkju, og unnar af sömu stofnun, Ríkisút- varpinu, eru misjafnar. Best, og vel viðunandi, er upptakan hjá Kór Bústaðakirkju. En upptakan á söng Kórs Keflavíkurkirkju hlýtur langt því frá sömu meðferð. Upptakan á flutningi hans er tíðum loöin og móskuleg. Er þaö til baga, því meðferð kórsins, á I Betlehem er barn oss fætt, hefur fallega stígandi og er öllu líflegri en sá drungasöngur sem löngum hefur fylgt því mæta lagi. Svo er platan kílskorin eins og venjuleg dægurplata. Eg sakna þess einnig í frágangi útgáf- unnaraðgeraekkiannaðtveggja; aö prenta með laust textablaö, eða vísa til númera í sálmabókinni. En því nefndi ég fyrri kostinn, aö í minni gömtu sálmabók vantar þrjá af sálmunum. Eins hef ég sjálfur meiri mætur á Frá ljósanna hásal, Jens Hermannssonar, en Guös kristni í heimi Valdimars V. Snævarr viö lagið Adeste Fidelis. Og það eru fleiri en undirritaöur sem veröur þaö á aö greina ekki á milli nafnanna Hálfdánarsona. Vænti ég þess aö Helgi Hálfdánarson, núlifandi, geri kirkjunnar forlagi ljósan muninn á sér og forstööumanni prestaskólans. En allt aö einu. Þrátt fyrir ýmsa smágalla er hér að grunni til vönduö plata sem ber órækt vitni þróttmiklu sönglífiíkirkjumlandsins. -EM. Undir fögru skinni Hljómplata meö verkum Áskels Móssonar. Flytjendur: Einar Jóhannesson, Sinfóniu- hljómsveit íslands, stjórnandi Póll P. Pólsson, Manuela Wiesler, Jósef Magnússon, Reynir Sigurðsson, Ágústa Ágústsdóttir, Roger Carls- son og kvennaraddir úr Kór TónUstarskólans í Ásk&H Mésson — afkastamiklð tónskáld. Reykjavík, stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Upptökur: Hreinn Valdimarsson/Bjarni Rúnar Bjarnason, ó vegum Rikisútvarpsins. Vinnsla-.Telefunken — Decca. Útgófa: Gramm Gramm 100. Áskell Másson hefur, eins og flestir sem meö fylgjast vita, veriö afkasta- mikiö tónskáld aö undanförnu. Skammt líður á milli flutnings nýrra verka frá hans hendi og nægir þar aö nefna tvo einleikskonserta, klarínettukonsertinn og konsertþátt fyrir litla trommu og hljómsveit, en auk þess hefur Áskell verið iðinn viö leikhúsmúsík, svo nokkuð sé nefnt. F.yrir um ári tók Áskell sig til og bætti, öllum að óvörum viö hina ágætu Hot- ice útgáfu, eða svörtu plöturnar eins og sumir nefndu þær einfaldlega. En nú hefur ungt útgáfufyrirtæki, Gramm, farið inn á braut klassískrar útgáfu og sendir frá sér plötu með þremur verka Áskels. Um verkin hefur veriö fjallaö þegar þau voru flutt á þeim tónleikum, sem upptökurnar eru frá og viö aö hlusta á plötuna staðfestist einungis fyrra álit undirritaðs og umsagnir, sem voru fyrst og fremst jákvæðar. Seint veröur ofmetin sú gæfa Áskels og annarra tónskálda hérlendra, aö eiga aðgang að svo frábærum listamönnum til flutnings á verkum sínum. Þrífast þar hvorir af öörum, en mestur veröur gróöi þeirra semkunna aönjóta. Öll vinna á plötunni er hin vandaðasta. Upptökumenn, sem hér eru réttilega nafngreindir, eins og aörir listamenn sem við sögu koma, vinna verk sín vel. Hér er um aö ræöa beinar konsertupptökur og finnst mér því tæplega nógu hátt á lofti haldið í skýringartexta á plötuumslagi. Hjálmar H. Ragnarssopn ritar auöskilda og greinargóöa lýsingu á verkunum og uppbyggingu þeirra, sem mikill fengur er í. Skurður og pressun eru svo í fullu samræmi viö aöra á- gætisvinnu á plötu þessari. Enn er eitt ótalið, sem eru umbúðirnar. Ljósmynd af bláberja- lyngi í fagurmótuðum ísklumpi prýöir framhlið. Listaverk náttúrunnar fest á filmu af Snorra Snorrasyni. Fagrar umbúðir sem hæfa góöri plötu. -EM. Tværplöturfrá Geimsteini: NÝ JÓLAPLATA Geimsteinn hefur sent frá sér nýja hljómplötu, sem inniheldur jólalög og nefnist hún Klukknahljóm. Þaö er Þórir Baldursson sem hefur útsett og stjórnaö upptöku á plötunni, fóru upp- tökur fram í London, Munchen og í Upptökuheimili Geimsteins í Keflavík. Lögin á plötunni eru klassísk jólalög sem allir þekkja og eru flytjendur Þórir ásamt Geimsteini. Dreifingu plötunnar annast Steinar hf. í ÆVINTÝRALEIK Platan I ævintýraleik hefur veriö gefin út af hljómplötuútgáfunni Geim- steinn.Á plötunni eru söngvar um ævintýri Tuma Þumals og Jóa í bauna- grasinu. Allir textar eru eftir Gylfa Ægisson sem og lögin. Um sönginn sjá Þórhallur Sigurösson, Magnús Olafs- son, Þórir Baldursson, Hermann Gunnarsson og Gylfi sjálfur, auk annarra. Útsetningar og hljóöfæraleik önnuöust Þórir Baldiusson og Rúnar Júlíusson. Gylfi Ægisson höfundur laga og texta PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. ■ 'itt’-t hwVmW kjólar buxur skyrtur dragtir peysiu skór stígvél Kt-Vf'.vV; tHjS ' i* Él" l'- ;-! 1111 í V:|| |i| iSmm mWbm Pl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.