Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 38
V 42 Imm DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið MILUONERINN BENDT WEDELL aðeins sjöára Wedelsborg er eitt af stóru setrunum hans Bendt. Hann ætti aö geta byggt kofa á lóö- inni heima hjá sér hann Bendt litli 5 Wedell. Nóg er landrýmið og nógir eru peningarnir hjá þessum 7 ára dreng. Þegar faöir hans Tido Wedell lést í september síöastliönum á heimili sínu í Frijsenborg fékk Danmörk þar með nýjan og jafnframt sinn síöasta léns- herra, Bendt Wedell. Bendt er tvíburi viö stúlku, Christiane, og þau eru börn Tido Wedell og konu hans Irene. En samkvæmt hinum fomu lénsherralög- um geta lénslöndin aöeins gengið í arf tilkarlmanna. Ástæðan fyrir því aö Bendt er síðasti lénsherra Danmerkur er sú, að meö lagasetningu áriö 1920 var kveðiö á um að titillinn gæti aöeins gengiö í þrjá ættliöi. Þaö er ekki aö ástæðulausu aö Bendt Wedell hefur veriö kallaöur stærsti jaröareigandi í Danmörku. Hann á stóra landskika á Jótlandi og Fjóni, sem gefa mikinn arö af sér. Hann á Frijsenborg og Wedellsborg á Fjóni. Auk þess á hann mikiö af einstökum jöröum hér og þar í Danmörku. Faöir hans Tito Wedell var m jög vin- sæll maður. Látlaus og lét lítið á sér bera. Og þótt peningarnir væru nægir lifði hann fyrst og fremst einföldu lífi. Enda var hann nánast dýrkaöur af starfsmönnum sínum. Tito var mjög umhugaö um uppeldið á bömunum sínum, þeim Bendt og Christiane. En nú er þaö móöir þeirra sem sér um þá hlið mála. Þau búa í Frijsenborg og þar fer vel um þau. Og báöir tvíburamir eiga nóg af vinum og kunningjum í nágrenninu. Fyrir nokkrum ámm haföi Tito sagt að hann vildi aö krakkarnir væru aldir upp meö þaö aö leiðarljósi aö nauösyn- legt væri aö vera ákveöinn, en þó um- fram allt aö sýna jafnframt trygglyndi og kærleika. Og meö þessi orö í huga eru tvíburamir nú aldir upp af móður sinni, Irene. Lénsherrann Bendt Wedell er margmilljónari og einn af rikustu mönnum Dan- merkur aðeins sjö ára að aidri. Faðir hans, iónsherr- ann Tido Wedell, var stærsti jarðareigandi i Danmörku þegar hann lóst i september siðast- liðnum. Bendt erfði alla landskikana. Og hann á ekki i erfiðleikum með að byggja sór hús og muni með Legókubbunum sin- Verslunin Mariurnar er tlsku-, snyrti- og gjafavöruverslun. Eigendur eru fatahönnuðurinn María Lovisa Bagnarsdóttir og Maria Guðrún Waltersdóttir. Ekki má gleyma að þœr selja þriðju Maríuna, nefnilega hana Mary Quant. Á myndinnisjáum við hvar tiskufatnaður var sýndur við opnun verslunarínnar. Þegar tvær Maríur selja Mary Quant! Þegar þrjár Maríur taka sig til og vinna saman getur útkoman ekki orðið annað en góö. Og svo sýnist einnig ætla aö veröa með nýju verslunina að Klapparstig 30. Hún lofar svo sannarlega góðu, enda hvemig á annað aö vera, þegar tvær Maríur taka sig saman og opna verslunina Maríurnar. Ekki nóg meö þaö, þær versla með þriðju Maríuna, nefnilega hana Mary Quant. Maríumar sem opnuðu Maríurnar eru þær María Lovísa Ragnarsdótt- ir fatahönnuöur og María Guörún Waltersdóttír. Aö sögn þeirra er verslun þeirra eina snyrtivöruversl- unin í bænum, sem sérhæfir sig i snyrtivöruum frá einu merki. Og litalínan frá Mary Quant hefur ætiö þótt sérstæö, einkum nú þarsem hún er aö breyta um umbúðir. Þær stöllur Maria Lovísa og María Guðrún sögðust einnig versla meö ílmvötn og rakspíra f rá hinum þekkt- ustu fyrirtækjum, auk þess sem þær heföu hina landskunnu hárvöru frá Cutrin, ásamt hinum vinsælu baö- vörum frá Cilcrist and Soams, og Potterand More á boðstclum. Og ekki má gleyma fatnaöinum hjá Maríunum. Hann er allur hann- aður og framleiddur af Maríu Lov- ísu, en hún er löngu þekkt fyrir sinn sérstæöa stíl. Þess má geta aö María Lovisa lærði fatahönnun í Margretar skólanum i Kaupmannahöfn, og Köbenhavns Tilskærer Akademi í Kaupmannahöfn. -JGH Fegurst í hópi fagurra Dágóöur hópur fagurra fljóöa kom nýlega saman í London. Ástæðan var jú engin önnur en sú að það átti aö kjósa ungfrú alheim. Og eins og fyrri daginn voru margar stúlkur kallaöar en fáar útvaldar. Þrjár þær hlutskörpustu í keppn- inni stilltu sér eins og vera ber upp fyrir ljósmyndurum. Útkoman var heldur ekkert slor. Ekki aðeins góðar myndir heldur Iíka óvenju fallegar. Sú, er var kjörin ungfrú alheimur heitir Mariasela Alvarez Lebron og er frá Dóminíkanska lýöveldinu. I ööru sæti varö Sari Kaarina Aspholm frá Finnlandi, en í þriöja sæti varö Dela Francis Dolan, Englandi. Viö í Sviðsljósinu teljum aö úrslit í þessu drottningavali hafi bara verið nokkuö sanngjörn. I þaö minnsta hafa þæ' þrjár fallegustu útlitiö með sér. fljóða — það er hún Mariasela Lebron Við erum þær fegurstu af öllum fögrum, gætu þessar stúlkur verið að segja. Þær lentu i þremur fyrstu sœtunum í keppninni um ungfrú al- heimur. Talið frá vinstri: Dela Francis Dolan, Englandi, i þriðja sæti, Mariasela Atvarez Lebron, Dóminfkanska lýðveldinu, ungfrú alheimur og Sari Kaarina Aspholm, Finnlandi, i öðru sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.