Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Síða 2
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Strætisvagnar lækka fargjöldin Frá og meö deginum í dag hafa far- gjöld Strætisvagna Reykjavíkur veriö lækkuð, samkvæmt lögbanni því sem sett var á hækkun fargjaldanna í gær. Fargjöld fyrir fulloröna eru nú átta krónur, fyrir aldraöa fjórar krónur og bamafargjöld eru tvær krónur. Eng- inn afsláttur er veittur nú, þó unnt sé aö kaupa svokölluö „staögreiöslu- spjöld”, sem koma í staö afsláttar- miöaspjaldanna semáöur voru. ! viötali viö DV, sagöi Skúli Halldórs- son, skrifstofustjóri SVR, aö aldrei heföu færri fargjöld veriö í gildi hjá Strætisvögnunum, þaö hann myndi. Ný farmiöakort hafa veriö prentuö, en eins og áöur sagöi veröa þau aðeins til þæginda fyrir farþega, en ekki veittur afsláttur annar en hinn heföbundni helmingsafsláttur sem er á farg jöldum fyrir aldraöa. Tíu miða kort fyrir full- oröna mun þannig kosta áttatíu krónur, og 25 miða kort fyrir böm mun kosta fimmtíu krónur. Sakadómur afgreiddi á þriðja þúsund mál Ariö 1982 hlutu afgreiðslu viö Saka- dóm Reykjavíkur alls 2671 mál, aö því er segir í frétt frá Sakadómnum. Þar af vom dómar 542, dómsætti'' 1799, gæsluvarðshaldsbeiönir 68, beiðnir um húsleit 14, en aðrar úrskuröarbeiönir 25. Meölagsúrskurðir vom 162 og réttarbeiðnir frá öörum embættum og Útlöndum61. Lögræöissviptingabeiönir er bámst dóminum áriö 1982 vom 59. -PÁ. Myrkir músíkdagar — 24. til 30. janúar Myrkir músíkdagar verða haldnir í fjóröa sinn dagana 24. til 30. þessa mánaðar. Aö þessu sinni veröa fimm tónleikar, aöallega meö íslenskri tón- list. Að Myrkum músíkdögum standa Sinfóníuhljómsveit íslands, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Trómet blásarasveit framhaldsskólanna, Ríkisútvarpiö, Hamrahlíðarskólinn, aukannarra. Gönguskíðamenn NÝKOMIÐ GÖNGUSKÍÐASTAFIR kr. 1.157,- CHAMPION kr. 646,- WINNER léttustu keppnisstafir í heimi œfingastafir PÓSTSENDUM Jr jr M MTTMM MC Glæsibæ — M MLmME Simi82922. Aðalbjöm Sigurlaugsson: „Samtökin gjörsam- lega gjaldþrota' „Mér finnst þaö sæta furðu aö f jár- hagsstaöa Samtaka grásleppu- hrognaframleiöenda hafi ekki veriö rannsökuð ofan í kjölinn,” sagöi Aðal- bjöm Sigurlaugsson, skipstjóri á Olafsfirði, í samtali við DV, en hann var einn þeirra sem sagöi sig úr Samtökunum í haust og stofnuðu ný samtök grásleppuveiöimanna. „Mér er sagt aö framkvæmdastjórinn Guö- mundur Lýösson hafi hærri laun en forsætisráöherra, en samt sem áöur hefur hann vaídiö félaginu óbætan- legum skaöa. Ástæöan fyrir því aö viö sögðum okkur úr félaginu er einfaldlega sú aö Samtökin hafa brugöist okkur. Staðan 1980 var ágæt en 1981 er hún í geigvænlegum mínus. Stefnt var inn á óheillavæn- legar brautir, viö gáfum þeim kost á aö snúa af þeirri braut en skellt var skolleyrum viöábendingum okkar. A aðeins einu ári er félagiö orðið gjörsamlega gjaldþrota. A sínum tíma ætluðu þessir menn aö ráðast í aö byggja mikla frystigeymslu fyrir geysi-háar fjárhæöir, í þaö skipti tókst okkur að telja þá ofan af því, og ég hugsa meö hryliingi til þess hvernig staöan væri ef því heföi veriö bætt ofan á allt fjármálasukkiö. -ás. Guðmundur Lýðsson: „Tunnum fyrir 14 milljónir hent” — hefði ekki þurft ef kæligeymsla væri til „Eg vil svara ummælum Aðal- bjarnar um laun mín á þann veg aö ég hélt þeim launum sem ég haföi í fyrra starfi,” sagði Guðmundur Lýðsson, framkvæmdastjóri Sam- taka grásleppuhrognaframleiðenda, í samtali viö DV. „Um þaö sem hann kallar „fjármálasukk” er það aö segja aö fjárhagsvandinn stafar af markaöserfiöleikum. Eg ritaði bréf til sjávarútvegsráöherra í maí 1981 og benti á hvað geröist ef stefnt yröi í ofveiði. Það var ekki hlustað á mig og því fór sem fór. Viö höfum flutt inn tunnur meö ágætum árangri frá 1949. Ef hlustað heföi verið á mig og kæiigeymsla byggö heföi ekki þurft aö henda í hafið tunnum fyrir 14 milljónir króna. Staöan væri ekki svona slæm ef félagsmenn heföu borið gæfu til aö standa saman en ekki látið agenta erlendra kaup- manna vaða uppi meö undirboö. Ég mun ekkert segja um máliö aö svo stöddu, en viö munum halda blaða- mannafund von bráöar og svara ásökunum sem komið hafa fram í garðstjómarinnar.” -ás. Hagstæðustu ínnkaupin Viltu spara? Komdu bara Afsláttur á smjöri, smjörlíki, smjörva, ostum, kjöti, kjúklingum, sviðum, emmess ís, kjörís, flatkök- um, kleinum, pizzum, rækjum, ýsuflökum, nýjum ávöxtum, nýju grænmeti, niðursoðnum ávöxtum, niðursoðnu grænmeti, kaffi, kexi, sultu, hveiti, strásykri, sælgæti, súpum, hrein- lætisvöru, toilettpappír, eldhúsrúllum, tóbaki, öli og ölgeröarefni. | Sem sagt AFSLÁTTUR af öllum vörum í r-- £8g5S3É.j£j£t‘. SPARIMARKAÐINUM A USTURVERI, neðra bílastæði — sunnan hússins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.