Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 1 ^t*4**^**^^ í kappi við lægði mar og krónumar á útsölum „Það hefur alltaf verið mikið að gera hjá okkur á útsölum,” sagði Þorbjörg Kristjánsdóttir. verslunarstjóri Verð- Iistans, „en ófærðin að undanförnu hefur sett annan svip á útsöluna núna.” Blaðamaður og ljósmyndari DV höfðu klöngrast yfir ófærur inn í Laugarnes, fóru að fordæmi þeirra sem eitthvað vilja á sig leggja til að komast á útsölur. í Verðlistanum voru viöskiptavinir, sem ótrauðir höfðu lagt í ’ann, létu ekki vindgust eða hálku aftra sér frá góðum viðskiptum. Á janúarútsölum undanfarin ár hefur margur gert reyfarakaup og við örkuð- um í snjónum í siðustu viku til aö kanna hvort ekki væri sama hlið teningsins uppi í ár. Gamla spakmælið — oft hefur verið þörf, en nú er nauð- syn — kemur í hugann, þegar kreppu- kló vofir yfir fólki, og hagur buddunnar þrengist. Nauðsyn krefur kannski til umhugsunar og hagstæðari kaupa en áöur. Otsalan í Verölistanum hófst í árs- byrjun og mun líklega standa yfir þennan mánuð. Eins og Þorbjörg verslunarstjóri gat um hefur ófærðin sett sinn svip á útsölu þeirra í ár. En jafnt og þétt hafa viöskiptavinir haft þarna viðkomu svo að útkoman er nán- ast sú sama og fyrri ár. Sá fatnaður, sem þama er á útsölu, er seldur með 25% afslætti frá fyrra smásöluverði, og eru kjólar, pils, blússur og kápur þama í hundraðavís á kjörverði. ÍJlpur eru seldar með 50% afslætti og verð á þeim sumum rúmar fjögur hundruö krónur. Lagt í leiftursóknina Frá Verðlistanum, sem eingöngu selur kvenfatnað, lögöum viö í Leiftursókn- ina með áhlaupi, ekki svo lítiö áræði þaö. I þessari sókn viö Skúlagötuna, er mikið úrval af „samkynja” fatnaöi eins og til að mynda gallabuxur og há- skólabolir. Aöalúrvaliö í fatnaði er þó fyrir karlpeninginn. Skyrtur frá 75. krónum á karltegundina á öllum aldri, flauelsbuxur á 390 krónur (kostuöu áö- ur 660—690 kr.) og úlpur á 690 kr. K- buxur sem eru sveigjanlegar og teygj- anlegar á aila kanta kosta í leiftur- sókninni einnig kr. 390.-. Þeir sem em handlagnir með skæri, nál og tvinna geta keypt þama efnisbúta í buxur meðeigin sniöiá góöu verði. Aö sögn Björns Guðmundssonar „sóknarformanns” hefur ásókn veriö mikil á staðnum síðan leikurinn hófst fyrr í þessum mánuöi. „Viö höfðum einnig útsölu hér í hálfan mánuð sl. haust og gekk hún einnig vel. Þaö yngsta sem hér er á boðstólum er árs- gamall fatnaöur, tímamir eru þannig aö ekki er hægt aö liggja lengi meö sama lagerinn.” Þar meö sveiflaði Björn málbandi um metra-breitt mitti nærstadds manns og handlangaöi síð- anpasslegar buxur. Málbönd gagnleg Þeir reyndustu í útsöluleiööngmm vom forsjálir, höföu meöferðis mál- bönd og mældu strengi og skálmar, tóku ákvarðanir eftir hljóöan málsins og skunduðu af vettvangi meö góöan feng. Þeir sem reynsluminni vom biöu viö búngsklefana, þolinmóöir meö stafla af buxum, skyrtum og jökkum í höndunum. „Maöurinn minn keypti sér alklæönað, buxur, jakka og vesti hér fyrr í vikunni fyrir tæpar þúsund krónur” sagöi kona ein sem viö hófum útsölusamræður við. Hún handlék T- boli sem kosta 75 krónur og aö því loknu sveif hún yfir aö næsta boröi og þar lágu háskólabolir í hrúgum á 150 krónur. Leiðir skildu, við útganginn fengum við aö gægjast í poka hjá ein- um viðskiptavini, sá var ánægður meö sín kaup. Haföi keypt fínustu skradd- arasaumuö spariföt á tæpar tvö þús- „ Þær oru nu bara smart, buxurnar, segir oin ur hópnum. I litlu húsi við Aðalstræti var ,,Sór"-útsaia igangi. Leiftursóknin tekin með áhlaupi. . . . TSLMnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.