Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Side 7
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983.
7
Neytendur Neytendur
und og fjögur hundruð (kostuðu áður
kr.3.800). Hann vartilbúinnaömætaá
þorrablótið í nýju fötunum sínum sá.
Utgangan tafðist því að ljósmyndarinn
af „hinu kyninu” var komin í sóknar-
hug, haföi þó ekki málband meðferöis
eins og þeir forsjálu. Blaðamaöur
felldi sóknarlotu ljósmyndarahs á
tímaskorti og studdi hann út á hálan ís
utandyra. Áður en það tókst hafði spá-
maöur einn spáð fjögurra mánaða út-
sölum vegna kreppuaðstæðna í þjóðfé-
laginu. — Ljósmyndarinn hefur því
nægan tíma til aö kaupa sér málband
— sem er hið nauðsynlegasta málgagn
útsöluspekúlanta í tímahraki.
Olpusala og
lægðir
Laugavegurinn var troöinn og stað-
næmst við töluna tólf á húsvegg. A dyr-
um verslunarinnar Viktoríu var merk-
iö sem við leituðum að — útsala.
„Sala á úlpumhefur verið mjög mik-
il og þar hjálpaði veör'ð til” sagði
búðareigandinn, Auöur. „Veðrið hef-
ur komið við sögu að öðru leyti líka.
Aðsóknin er líklega jafnmikil nú og
fyrri ár, en dreifðist vegna lægðanna.”
Yfirleitt var 50% afsláttur á vörunum í
Viktoríu, á kjólum þó um 35%. En
þama voru á boðstólum til dæmis fyrr-
nefndar úlpur, kjólar, blússur, peysur,
blússur og kápur, allt á kvenlegginn.
Nokkrar blómlegar og hressar píur
veltu buxum á allar hliðar og vöngum
yfir því hvort buxurnar væru nógu
smart. Þær sögðust hafa gengið á milli
verslana í leit að „smart” buxum en
ekki haft erindi sem erfiði. „Þessar
eru nú bara „smart”, sagði ein úr
hópnum, en þær gengu á brott án
kaupa. Sama gerðum við — með trega
þó því að ýmislegt freistaði. Verslun-
areigandinn tjáði okkur að útsalan í
Viktoríu væri á síðasta snúningi því að
nýjar vörur biðu og ekki nema tæpur
mánuður þar til sumarfatnaður kæmi í
verslunina. Það fannst okkur notaleg
tiUiugsun þegar kuldinn beit í nefið á
göngunni á næsta áfangastað.
Sérútsala
I litlu húsi viö Aðalstrætið var útsala
í gangi. Er þetta fyrsta útsalan í sögu
þeirra verslunar, en „Sér” var opnuð í
ágúst sl.
„Við erum með 25—50% afslátt á
vörunum, fer afslátturinn eftir því
hvað viðkómandi vara er seljanleg,”
sagði Guðjón Sigurösson í „Sér”-
versluninni. „Utsalan er nýhafin hér
og hefur gengið aldeilis ljómandi vel,
enda er þetta allt nýlegur fatnaður. Við
höfum ekki ákveðið enn, hvað útsalan
mun standa lengi, það fer eftir efnum
og ástæöum.” Guðjón sagði að áhersla
hefði verið lögð á vandaðan fatnað í
„Sér”. Það væri höfuðtilgangurinn
með rekstri þessarar verslunar að
hafa „góðar vörur og góð merki”.
Silkiblússa óneitanlega nokkuð „sér”-
stök, sem kostaði áður kr. 3.400, var
nú til sölu á kr. 1.990. Ullarkápa ein,
sem verðlögö var áður á kr. 7.900, var
nú fölákr. 4.500.
Viðskiptavinir komu og fóru, skoð-
uðu flíkumar og nokkrir eigin buddu
áður en kaup fóru fram. Þeir sem f jár-
festu í „Sér” gengu tU dyranna, glað-
beittir meö góssið í innkaupapokunum.
Nú var það ljósmyndarinn, sem
greip til sinna ráða og hrakti blaða-
manninn út í ófæröina. Hann hafði séð
„sérvisku” glampa bregða fyrir í aug-
um blaðamannsins — nú mátti engan
tíma missa. Næsta hringferð á útsölur
veröur f arin án hans. -þg
Ovenju brothætt egg í verslunum:
Efspara á fóðríð við hænurnar hætta þær einfaldlega að verpa.
ÁSTÆÐANILL
MEÐFERÐ EÐA
HÁR ALDUR
VARPHÆNA
Hingað hringdi kona sem kvartaði
undan því að eggin, sem hún keypti
núna, væru sérlega brothætt. Sagði
hún þau stundum brotin í bökkunum
í búöunum eða þá að þau brotnuöu á
leiöinni heim. Þótti henni þetta aö
vonum afleitt því að egg eru dýr og
slæmt þegar mikill hluti þeirra
brotnar í ótíma.
Þessi egg sem konan nefndi voru
pökkuð í bláa pakka úr pappa.
Margir framleiðendur pakka
eggjum í slíkar umbúðir þannig að
erfitt er að segja til um það hver á
hvað. En við höföum samband við
Geir Gunnar Geirsson, eggjabónda á
Vallá, og spurðum hann hvernig á
þessu gæti staöið. Geir hefur verið
frammámaöur i samtökum eggja-
framleiðenda.
Hann sagði að einkum gætu tvær
ástæöur legið til þess að egg væru
sérlega brothætt. önnur væri óvar-
leg meöferð. Hin væri sú að þegar
hænur taka aö eldast verpa þær
stærri eggjum og er þá skumin
þynnri og brothættari. Alveg væri
sama hvað þessum hænum væri
gefið, þær ynnu hreinlega ekki betur
úrfæðunnienþetta.
Við hérna á Neytendasíðunni
höföum heyrt aö kalkleysi í fæöunni
gæti valdiö því að skumin yrði brot-
hættari en ella. Það sagði Geir aö
gæti svo sem verið með ungar hænur.
En hver eggjabóndi sem ekki væri á
steinaldarstigi sæi um að gefa
hænunum nóg kalk. Þaö þýddi líka
ekkert að ætla að spara sér í fóðri því
að þá hættu hænurnar einfaldlega að
verpa og þá væri betra að slátra
þeim. -DS.
ÚTSALA
50% afsláttur
SMÁauglýsinga
og áskriftarsími
27022
Opið ta u. ío
íkvold
Og nú geturðu verslað
ij| út á kreditkortið þitt
WRMULI 15
SUVURLfíNIXSBfíQOT
LHUGAR^c^OLL
Verksmiðjuútsalan
Blossahúsinu — Ármúla 15.
Sími 86101.