Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Tæp tvö ár eru til næstu forseta- kosninga i Bandaríkjunum (21 mán- uöur nákvæmlega), en þaö er strax byrjaö aö blása í framboösglæöurnar og væntanleg framboðsefni tekin aö skaraí eldinn. Fyrstu tíöindin í þessu sambandi voru, þegar Ted Kennedy, öldunga- deildarþingmaður frá Massachu- setts, lýsti því yfir fyrr í vetur, aö hann mundi ekki gefa kost á sér til forsetaframboös því aö hann vildi ekki leggja þaö á fjölskyldu sína svo fljótt aftur eftir síöustu orrahríð. Aö því leyti til verður kosningabaráttan framundan frábrugöin síöustu þrem forsetakosningum, þar sem framboð Teds hefur ávallt verið brennandi spurning. Annaö, sem mjög hefur markað umræöuna um framboösmálin til þessa, er samskonar „ekki-tíöindi”, því aö enn vita menn ekki, hvort Ronald Reagan, núverandi forseti hyggur á endurkjör eöa ekki. Er margur repúblíkaninn orðinn órór yfir því, hve lengiforsetinn ætlar aö draga að láta uppi fyrirætlanir sínar í því efni. Mestar hreyfingar á demókrötum Framboöshræringar eru því meiri meöal demókrata en repúblíkana enn sem komiö er. Helstu framboös- efni, sem oröuö eru viö hugsanlegt forsetaframboö, eru þegar tekin aö tryggja sér aöstoöarmenn og stuön- ingsliö og áætlanagerö hafin um framboösbaráttu þeirra. Þannig hef- ur aðstoðarmönnum Walters Mon- dales, fyrrum varaforseta, reiknast svo til, aö hann muni þurfa 26 millj- ónir dollara í kosningasjóö tii þess að hljóta útnefningu Demókrataflokks- ins 1984. Er fjáröflun þeirra þegar hafin. Annar demókrati, Alan Cranston öldungadeildarþingmaður hefur lagt drög aö því aö vekja á sér athygli kjósenda meö því aö fljúga til New Hampshire þar sem fyrstu forkosn- ingamar verða 1984 og kunngera þar þann 2. febrúar framboö sitt. — Heyrst hefur að þriöji demókratinn, John Glenn (fyrrum geimfari) öld- ungadeildarþingmaöur kappkosti að slípa oröfimi sína til þess aö afsanna þaö orðspor, sem fer af honum, aö hann sé drepleiöinlegur ræðumaður. Þaö em þrettán mánuöir þar til forkosningabaráttan hefst í Banda- ríkjunum og eitt og hálft ár til flokks- þinganna, þar sem frambjóðendur veröa útnefndir. En hjá demókrötum má heita, aö forkosningabaráttan hafi byrjaö í Sacramento í Kalifomíu á fylkisþingi Demókrataflokks Kali- fomíu. Venjulega koma á þá sam- komu rúmlega tvö þúsund Kali- forníudemókratar aö ræöa innan- flokksmál Kaliforníudeildarinnar og hefur þaö sjaldnast neitt með for- setaframboð aö gera. En þetta árið streymdu á fundinn sjónvarpstöku- menn og fréttasnápar og ýmsir frammámenn úi' flokknum víðar frá Bandaríkjunum. Þar voru Mondale og Morris Udall frá Arizona, Glenn frá Ohio, Cranston (sem eölilegast var, því aö hann er þingmaður Kaliforníu), Gary Hart frá Kólóradó, Emest Holl- ings frá Suður-Karólína og Dale Bumpers frá Arkansas. — Enginn þessara framantöldu manna hefur lýst sig frambjóöanda til forsetaem- bættisins, en flestir þeirra hafa á bak við tjöldin þreifaö fyrir sér aö undan- förnu um undirtektir viö framboö þeirra, og era líklegir til þess aö sýna litánæstuvikum. Fundahríð framundan Fjáröflun í kosningasjóði til fram- boös hvers einstaks og sú pólitíska áhrifaskák, sem tefld er ávallt sem undanfari framboösbaráttunnar, hefur leitt af sér, aö kosningabarátt- an teygist yfir sífellt lengri og lengri tíma viö hverjar forsetakosningar. Menn hefja sinn undirbúning sífellt fyrr, og hafa tilraunir til umbóta i því efni engu áorkað. Segja mætti aö kosningabaráttan sé oröin tvíþætt. Fyrst til fjáröflunar og síðan til þess aö tryggja sér fylgi fulltrúa á flokks- þingunum, þar sem útnefningin fer Verkalýðssamtök taka afstöðu Þessum fundum verður ekki ýkja mikill gaumur gefinn framan af, en eftir því sem líöur á áriö og stöku framboðsefni verða meira áberandi munu fjölmiölamir vaka yfir þeim fundum þar sem slíkir koma fram. Af þessum fundum þykir þýöingar- mestur sá, sem stærstu verkalýös- samtök í Bandaríkjunum, AFL— CIO, efna til meöal forvígismanna í síöasta mánuöi ársins. Sá fundur mun á vissan hátt brjóta blaö í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum því að samtökin ætla nú aö lýsa yfir stuöningi sínum viö eitt ákveðiö framboösefni. Það hafa þau aldrei áöur gert fyrir forkosningabarátt- una. Kosningabarátta lengist Þaö hefur einnig oröiö til þess aö lengja kosningabaráttuna í fyrri endann og þær breytingar, sem oröiö hafa á síðustu áram í aðferðum Bandaríkjamanna til þess aö velja frambjóöendur sína. Eins hafa breytingar á lögum um f járöflun til kosningasjóða verkaö í sömu átt. Enn velja flokkarnir frambjóöend- ur sína meö meirihlutakosningu full- trúa þeirra á flokksþingunum, sem haldin era sumariö þaö sama ár sem forsetakosningarnar fara sjálf- ar fram (í nóvember). En þaö, sem breyttist á síðasta áratug, var aö- ferðin viö aö velja fulltrúa hinna 50 fylkja á landsþing flokksins. Æ fleiri fulltrúar era vaidir í forkosningum þar sem tekiö er miö af vinsældum framboösefnanna, og æ færri eru valdir af fiokksforystunni, eöa flokksforingjunum á lokuöum fund- um, eins og áöur geröist. — Áriö 1968 vora aöeins 17 forkosningar og 40% landsþingsf ulltrúa valdir í þeim. 1980 voru 37 forkosningar og 75% fulltrú- anna valdir þannig. (S) Umsjón: Guðmundur Pétursson Lögin um fjáröflun kosningasjóöa breyttust á síöasta áratug svo aö hún útheimtir nú lengri tíma. Þau miöa aö því aö draga úr áhrifum auðvalds, sem meö stórframlögum sínum áö- ur, gátu náð sterkum ítökum í ein- stöku frambjóðendum. Lagabreyt- ingin takmarkaöi einstakt framlag viö hámark þúsund dollara, en í staö- inn hljóp ríkissjóður undir bagga og leggur jafnt fram á móti öllum 250 dollara framlögum eða minni. Til þess aö njóta ríkisstyrkjarins þarf frambjóðandinn aö öngla saman lág- mark 5000 doliurum með slíkum smáframlögum í 20 eöa fleiri ríkjum. Það er umfangsmeira verk og tíma- frekara en gamla aöferöin. Þaö er meöal annars ein ástæöa þess aö Walter Mondale þykir standa betur aö vígi en keppinautar hans meöal demókrata, og einkanlega eft- ir aö Kennedy dró sig út úr kapp- hlaupinu. Á 25 ára stjómmálaferli sínum hefur hann öölast þau ítök víöa um land aö hann haföi uppfyllt lágmarksskilyrðin fyrir ríkisstyrk á tveimdögum. Repúblíkanar í biðstöðu 1 Meöal repúblíkana liggja fram- boðshreyfingar í láginni, eins og sagði hér í upphafi. Þaö hefur heyrt til undantekninga aö framboösefnum einhvers flokks tjóaöi aö etja kappi við flokksbróöur, sem sæti á forseta- stóli og keppti aö endurkjöri. Á meö- an Reagan hefur ekki sagt af eöa á, eru flokksbræður hans í biöstöðu. Ef hann fer ekki fram sjálfur, er vara- forseti hans, George Bush, auövitaö í sterkustu aöstööunni. Lengra eru framboösvangaveltur repúblíkana naumast komnar, nema óljósir kvitt- ir um hina og þessa menn, sem helst þættu geta keppt viö Bush, ef Reagan gæfi ekki kost á sér. Framboðsþreifingar byrjaðar í Banda- ríkjunum tveim ár- um fyrir kosningar Ronald Reagan forsetl heldur repúblikönum i biðstöðu. George Bush varaforseti á mesta möguloika meðal Walter Mondale, fyrrum varaforseti, hefur forskot repúblikana, ef Reegan fer ekki fram til endur- á aðra flokksbrœður sina eftir að Kennedy dró sig i kjörs. hlá. fram. Kalifomíufundurinn var fyrsta skref sumra í undirbúningi fyrir fjáröflunina. Þingmennimir vora ekki komnir þangað úr öörum fylkjum til þess aö byrja svo snemma aðafla sér stuðnings flokks- bræöra þar til útnefningar. Fyrst og fremst vora þeir þar til þess aö sýna sig í sjónvarpinu innan um aöra demókrata og vekja á sér athygli sem hugsanleg framboðsefni til þess aö vekja frekar tiltrú framleggjanda í kosningasjóði þeirra. Kaliforníu- fundurinn var aöeins sá fyrsti af mörgum þingum fylkisdeilda Demó- krataflokksins, sem nú fara í hönd og munu spanna mest allt áriö 1983 meö ásamt öðram fundum stéttarfélaga. Eins veröa kappræöufundir, sem frambjóöendur munu sjálfir standa að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.