Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. " DAGBLAÐIÐ-VÍSIR JJ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformafiurog úfgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastifiriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiðsla, áskriftir.smáaugiýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími rilstjómar: 86611. Setning, umbrot, myrtda-og plöfugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarveröá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Flokkakerfi í upplausn Góðartillögurum stjórnarskrá Um þaö bil fimm þingsæti eru á vergangi milli kjör- dæma vegna núverandi aðferðar við úthlutun uppbótar- þingsæta. Þetta veldur þeim óþægindum, að kjósendur vita ekki fyrirfram, hve margir þingmenn falla í hlut kjördæmisins. Samkvæmt nýju aðferöinni, sem forustumenn stjórn- málaflokkanna hafi samið um, má búast við, að einungis eitt þingsæti veröi á slíkum vergangi. Er til mikilla bóta aö draga þannig úr pólitískum happdrættisvinningum. Annar kostur samkomulagsins um nýja kjördæmaskip- un er, að þingmönnum mun aðeins f jölga um þrjá, sem er mun minna en menn óttuðust fram eftir vetri. Fjölgun um 5% er ekki mikil á þessum tíma hárra prósentutalna. Hinu er ekki að leyna, að samkomulagsleiðin er lakari en annar 63ja þingmanna kostur, sem virtist ætla að veröa ofan á fyrir áramótin. Þar var ekki gert ráö fyrir neinum uppbótarmönnum með tilheyrandi happdrættis- óvissu. Nauðsynlegt er að minna á, að það var um síðir af ann- arlegum ástæðum, að forustumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags höfnuðu betri aðferðinni. Þeir óttuðust, að hún mundi um síðir spilla meirihluta í Reykjavík og á Noröfirði. Auðvitað var unnt að girða fyrir þetta, svo sem gert er annars staðar, þar sem þessi aðferð hefur lengi verið not- uð með góðum árangri. En þetta sýnir, að litlir kallar ráða ferðinni hjá okkur, jafnvel í stjórnarskrármáli. Að béztu leiðinni frágenginni er hin endanlega niður- staða hin næstbezta og frambærileg sem slík. Sérstaklega ber að fagna, að samkomulag skuli yfirleitt hafa tekizt um svo viðkvæmt og erfitt mál sem kjördæmamálið. Önnur atriði, sem stjórnarskrárnefnd hefur meira eða minna orðið sammála um að leggja til, að verði í nýrri stjórnarskrá lýðveldisins, eru yfirleitt til bóta. Þau hæfa nýjum aðstæðum betur en hin eldri ákvæði gera. Helzt eru það ákvæði um eignarétt, sem þvælzt hafa fyrir nefndinni. Þar aö baki er grundvallarágreiningur pólitískra hugmyndakerfa. Á því sviði verður seint fundin samkomulagsleið, sem þíngmenn samþykki einum rómi. Samkvæmt tillögunum á að skerða rétt til þingrofs, þrengja heimild til setningar bráðabirgðalaga og banna afturvirkni skattalaga. Sérstakur ármaður alþingis á aö gæta réttar borgara ríkisins. Alþingi á að verða éin mál- stofa. Mannréttindi eiga aö verða í samræmi við sáttmála Evrópuþjóöa og Sameinuðu þjóðanna. Nefndir alþingis eiga að fá aukinn rétt til aðhalds aö framkvæmdavaldi. Þjóðaratkvæðagreiðslum á að vera unnt að beita í aukn- um mæli. Við fyrstu sýn virðist mega allt gott segja um þessar til- lögur og ýmsar fleiri. Að sjálfsögðu þarf að skoða þær rækilega á þingi, í nefndum þess og úti í þjóöfélaginu. Við gerö stjórnarskrár er flas ekki til fagnaðar. Ekki eru menn á eitt sáttir um, hvort unnt sé að ná sam- komulagi um fleira en kjördæmamálið fyrir þingrof, ef kosningar verða í apríl. Meiri líkur eru á, að það takist, ef kosningarnar verða ekki fyrr en í júní. Á allra næstu vikum mun koma í ljós, hvort unnt verður að ljúka stjórnarskrármálinu á þessu þingi. Að fengnu samkomulagi um kjördæmamáliö er vafasamt, að efnis- leg rök séu haldbær gegn slíkri heildarafgreiðslu. Jónas Kristjánsson Alltaf veröur staðan í íslenskum stjómmálum furöulegri og furöulegri. I raun ríkir þar nú oröiö slíkt upplausn- arástand aö engu er líkt svo áratugum skiptir. Ríkisstjórn, sem búin er aö missa þingmeirihluta og viröist ekki ná saman um nokkur úrræöi sem að gagni megi koma og enginn býst orðið viö neinu af, virðist hreint ódrepandi. Segja má aö allt veröi henni til bjarg- ar, þegar flest sund virðast lokuö. Þau undur gerast meira aö segja aö Vil- mundur Gylfason veröur til þess að lengja setu Kröflu-páfans á forsætis- ráöherrastóli og heföu þótt ósennileg tíöindi fyrir nokkrum mánuöum. Flokkakerfi í andarslitrum? Fyrir alllöngu leiddi ég rök að því, í grein hér í blaöinu, aö núverandi flokkakerfi væri aö ganga sér til húöar og upp úr því upplausnarástandi sem í raun hefur ríkt í íslenskum stjórnmál- um í meira en áratug myndi rísa ný flokkaskipan. Þetta þótti þá mörgum góöum manninum mikil furöuskrif, sem enga stoö ættu sér í raunveruleik- anum. Ekki skal ég hér endurtaka þaö sem ég sagöi þá um hvaö upp úr upp- lausninni sprytti, enda skal ég fúslega viöurkenna aö ég er ekki eins viss um Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamfreðsson þaö nú og þá. Hitt er ég enn sannfærö- ari um nú en þá aö endalok núverandi flokkakerfis eru ekki langt undan. Sú gífurlega upplausn sem nú er í íslensku stjómmálaflokkunum flestum hverj- um getur tæplega endaö nema á einn veg, enda tala verkin þar víða. Ljósasta dæmiö sem enn hefur litiö dagsins ljós er hinn nýi flokkur Vil- mundar Gylfasonar. Bandalag jafnaö- armanna mun hann heita en manna á meðal ekki nefndur annaö en Vilmund- ar-flokkurinn. Sjálfskipuö miöstjórn flokksins hélt fund fyrir skömmu og kaus Vilmund sem formann og ein- hverja aöra í æðstu trúnaöarstööur. Ég segi „einhverja aöra”, ekki af því að ég vilji óviröa þaö ágæta fólk og ekki af því aö ég hafi ekki heyrt hvaö þaö heit- ir, heldur af því aö mér virðist engan varöa um þaö. Sjálfsagt kemur þessi nýi flokkur til meö aö leggja fram ítar- lega stefnuskrá í mörgum liöum og rembast við aö kynna hana fyrir þjóö- inni. En ég efast um aö hún skipti nokkru máli, eöa í þaö minnsta nokkru teljandi máli. Þaö sem fólk telur sig vita er að Vilmundur sé aö gera upp- reisn gegn flokkakerfinu. Þaö trúir því að hann hafi stofnað stjórnmálaflokk til þess aö berjast gegn stjómmála- flokkum. Þaö mun kjósa flokkinn hans í fullvissu þess aö hann Stjórni honum meö haröri hendi og stýri ákvöröunum væntanlegra þingmanna, sem það varðar sáralítiö um hvað heita. Og sanniö til: Vilmundur mun fara meö nokkum hóp manna meö sér inn á næsta þing. Þetta er hvorki sagt Vilmundi né flokki hans til hnjóös. Aðeins veriö aö VERÐBOLGU- ÞANKAR Um margt væri mér kærara aö skrifa heldur en verðbólguna og efna- hagsmál. Opinber umræða á Alþingi, a.m.k. sú hlið sem snýr að almenningi, viröist nær eingöngu snúast um verö- bólgu og efnahagsmál. Þaö er eins og enginn þingmanna sé maöur meö mönnum nema hann hafi ákveðnar og fastmótaðar skoöanir á þessum mál- um. Færri viröast hafa áhuga á því að ræöa menntamál og ýmis menningar- mál sem hugsanlega heföu langtum meiri og alvarlegri afleiöingar fyrir ís- lenskt þjóöfélag þegar fram í sækir heldur en karp dagsins um verðbólg- una. En verðbólgan er og verður einn mesti bölvaldur þjóöfélagsins og ekk- ert á eins ríkan þátt í því aö rýra kjör almennings eins og veröbólgan. Þeir sem ætla aö gefa sig aö landsmálum veröa þvi aö mynda sér skoðun á þess- um bölvaldi og hvemig eigi aö ráöa niðuriögum hans, hvort sem þeim líkar betureöa verr. Sá sem þetta ritar kann því miður engar ,,patent”lausnir á verðbólgu- vandanum. Hann væri þá auöveldari viöfangs en svo. Á kaffistofum hinna fjölmörgu vinnustaöa á landinu leysa menn þó verðbólguvandann nær dag- lega og er oft gaman aö hlýöa á þær hugmyndir sem þar koma fram. Vísitatan Ýmsir kenna vísitölukerfinu um veröbólguna. Laun hækka orðið sjálf- virkt meö verðbólgunni. Þaö veldur kostnaöarauka hjá öllum atvinnurek- endum sem borga laun og viö þaö hækkar vöruverð. Þar meö veröur dýr- ara aö lifa, vísitalan hækkar og laun þurfa aö hækka á nýjan leik og svo koll Kjallarinn Júlíus Sólnes af kolli. Margir telja því aö væri vísi- tala kaupgjalds tekin úr sambandi myndi allt læknast af sjálfu sér. Aðrir benda á aö launakostnaður fyrirtækja sé aðeins lítill hluti af rekstrarkostnaöi og því geti launahækkanir einar sér ekki veriö aöalorsök veröbólgunnar. Það er líka vert aö geta þess aö almenn laun á íslandi, a.m.k. fyrir dagvinn- una, eru almennt lægri heldur en gerist í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir aö þjóöartekjur hér séu meö þeim hæstu, og viö höfum engin útgjöld vegna hermála. Þaö væri gaman aö sanna eöa af- sanna verðbólguþátt launa í eitt skipti fyrir öll með einfaldri tilraun. I byrjun þessa árs yröi gert samkomulag um al- menna grunnkaupshækkun um 30%. Engar vísitöluhækkanir á laun yröu á árinu og stjórnvöld lofuöu að halda genginu eins stööugu og nokkur kostur væri. Fyrirtæki mættu hækka vöru- verð og þjónustu eftir sannanlegum þörfum. Aö ári liðnu yröi svo allt dæm- ið gert upp og væri þá fróðlegt aö sjá hver heföi oröið þróun verðlags og kaupmáttar. Launþegar tækju að sjálfsögöu þá áhættu aö hafa lítið milli handanna seinni hluta ársins en heföu þeim mun rýmri fjárráö fyrri hluta þess. Sömuleiöis myndu atvinnurek- endur eiga í erfiöleikum meö rekstrar- kostnað fyrri hluta ársins en á móti kæmi aö þeir gætu þó skipulagt rekst- urinn allt áriö í þeirri vissu að launa- kostnaöur sé þekkt stærð og verði létt- bærari eftir því sem liði á áriö. Þaö versta við þessa hugmynd er aö hvor- ugur aðilinn gæti sennilega treyst stjórnvöldum til þess að standa viö sinn hluta af samkomulaginu. á|| .. þarf að bjóða verðtryggð lán, þar w sem öll verðtryggingin gjaldfellur strax, en greiðslubyrðin léttist þegar líður á láns- tímann.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.