Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 13
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 13 lystisemdirnar og allt fari vel aö lok- um. I því skyni er þyrlað upp moldviðri um smáatriði á báða bóga. Stjórnvöld reyna meö alls kyns „pökkum” í skrautlegum' umbúöum að sætta fólk viö versnandi kjör, stjórnarandstaða rífur umbúðirnar utan af blekkingun- um en reynir jafnharðan að rétta fram sín úrræði, vitandi það að á þau reynir ekki. Nú styttist til kosninga. Þótt kjör- dagur hafi ekki enn verið ákveðinn er ljóst að hann er skammt undan. Eng- inn veit hvað síðan tekur viö, en ekki verða þeir öfundsverðir sem þá reyna að taka til hendinni — ef þeir þá reyna það. Vonandi verður kosið sem allra fyrst, því engin von er til þess aö sú ríkisstjóm er nú situr geti komið fram neinum viðhlítandi ráöstöfunum til benda á einfalda hluti, sem allir þekkja úr sínum kunningjahópi þeir eru lýsandi dæmi um þaö hve gjörsam- lega margt fólk hefur misst trúna á nú- verandi flokkakerfi og raunar stjórn- kerfið allt. Og dæmin eru fleiri. Kvennafram- boðið er eitt slíkra dæma. Hvatinn að kvennaframboðum er vafalítið eins og konur þær sem þar voru í fararbroddi sögðu: Viðbrögð og mótmæli gegn því hve illa konum hefur gengið að komast í fremstu röð stjórnmálaflokkanna. En ég held að kvennaframboðin séu annað og meira, kannski án þess að allir aðil- ar þeirra geri sér fulla grein fyrir því. Þau eru orðin stjómmálaafl. Aðstend- endur þeirra hafa rifið sig upp úr hefð- bundnum hugsanagangi stjómmála- flokkanna, kannski vegna þess aö þeir voru að reyna aö búa til eitthvert þver- pólitískt afl, sem ekki átti að verða stjómmálaflokkur. Eg er sannfærður um að það var ekki jafnréttisbaráttan ein, sem höfðaði til kjósenda kvenna- framboðanna, heldur það að frambjóö- endur þeirra töluðu „öðruvísi”, hjökkuðu ekki í hefðbundnu fari í mál- flutningi, spiluðu nýja plötu. Og fleira er að gerast. Fjöldi laun- þega úr öllum flokkum, og þá einkum láglaunafólks, er nú farinn að tala saman, þvert á allar gamlar flokkslín- ur, og ræðir um nýtt stjórnmálaafl. Þeir trúa ekki lengur á þá flokka, sem hingað til hafa talið sig helstu mál- svara þeirra, og telja nauösyn á að stofna einhvers konar verkamanna- flokk. Hvort sem úr slíkri flokksstofn- un verður eða ekki og hvort sem hún kemur þá nú eða síðar, þá segir þessi umræðasína sögu. Hin miklu átök, sem undanfarin ár liafa átt sér stað í Sjálfstæðisflokkn- um, stefna að þessum sama ósi. Þar greinir menn á um stefnu og málefni og viröist fátt nema kraftaverk geta komið flokknum óskemmdum saman að nýju. Þótt formönnum Framsókn- arflokksins hafi með lagni tekist að koma í veg fyrir meiriháttar klofning, nema þegar Möðruvellingar hlupu, eru menn þar vitanlega ekki sammála um alla hluti og sá flokkur mun ekki vera ósnortinn af þeim breytingum sem í uppsiglingu eru fremur en aðrir. Upplausnin blómstrar Það er í þessu andrúmslofti sem menn eru að reyna að baksa við að stjórna þjóðarskútunni. Helstu ein- kenni þess eru taumlaus yfirboð og ábyrgðarleysi þeirra, sem eru í stjóm- arandstöðu á hverjum tíma, og sífelld- ur ótti þeirra, er við stjómvölinn sitja, við atkvæðamissi og óvinsældir. Haldið er dauðahaldi í vonina um áframhald- andi „brauð og leiki”, þaö er aö takast megi að telja fólki trú um þaö í lengstu lög að ekki þurfi að skerða lífskjörin og . . er ég enn sannfærðari um. ... að endalok núverandi flokkakerfis eru ekki langt undan.’ þess að laga efnahagsástandiö. Þar getur einungis veriö um viönámsað- gerðir að ræöa, sem hindra þaö að verðbólgan aukist enn að miklum mun þar til ný ríkisstjóm og nýr þingmeiri- hluti tekur við völdum. Ný stjórnarskrá? Þaö eykur enn óvissuna um hvenær kosið verður, að nýjar tillögur stjórn- arskrárnefndar hafa nú loksins litiö dagsins Ijós. Þær koma fram mörgum mánuðum of seint. Æ fleiri láta í ljósi þá skoðun sína aö þær verði ekki af- greiddar fyrir kosningar, og er þaö miöur. í þessum tillögum er margt nýtilegt að finna, margar raunveruleg- arstjómarfarsbætur. En upplausnin í stjómmálunum er svo mikil að menn geta ekki gefið sér tíma til þess að afgreiða þær, auk þess sem persónuleg óvild mun einnig koma í veg fyrir það. Hiö eina, sem menn virðast staöráðnir í að gera er aö breyta kosningareglum. Að vísu er það mikill stjómarfarsbót að jafna at- kvæðisrétt fólks i landinu, bæöi eftir búsetu og skoöunum, en hvergi nærri nóg. Sterkar líkur benda til þess að stjórnmálaflokkamir muni nú ná sam- an um nýjar og réttlátari reglur um skiptingu þingsæta og vægi atkvæða. En það verður ekki sársaukalaust. I flestum flokkum ríkir djúpstæður ágreiningur um þetta mál. Þarberjast sumir þingmenn dreifbýlisins svokall- aða gegn breytingum með kjafti og klóm. Þeir kalla þaö að gæta réttar umbjóðenda sinna, en em í raun að berjast fyrir eigin atvinnu og kjömm. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ber þeim að taka ákvaröanir um nýja. Viö því er þess vegna ekkert að segja. En skyldu þeir ætla að hafa það eins í þeirri næstu? Skyldi það vera taliö rétt að dómarar dæmdu í máli, sem varö- aði atvinnu þeirra sjálfra ? Eru það að- eins þeir sem setja lögin, er þeir dæma eftir, sem mega hegöa sér á þann veg? Magnús Bjamfreðsson. Gengisfelling og fiskverðið Engin þjóð virðist þurfa aö fella gengiö eins ótt og títt og Islendingar. Þegar allt er komið í strand í efnahags- málum þjóðarinnar kunna stjórnvöld fá önnur ráö en fella gengi krónunnar svo um munar. Skiptir engu þótt allir viti að gengisfelhng virkar eins og oliu sé skvett á verðbólgubáliö. Aö sjálf- sögðu þarf gengi krónunnar að vera rétt skráð, þannig gð það mæli verð- mæti afurða okkar á alþjóðlegum mörkuðum nokkum veginn eölilega. Oft læðist þó að sá grunur að ýmis önn- ur og annariegri sjónarmið ráði hér úr- shtum. Þegar líður að hinum ársfjórðungs- legu f iskverðsákvörðunum stjórnvalda upphefst einhver hinn mesti skrípa- leikur sem settur er á svið á Islandi. Utgerðin er á hausnum og þarf að fá hressilega hækkun til þess að borga aukinn olíukostnað og f jármagnskostn- aðinn á stóru lánunum sem skuttogar- inn var keyptur meö. Sjómennirnir kvarta yfir því að laun þeirra hafi ekki hækkaö eins og laun manna í landi þótt tekjur þeirra séu oft miklu meiri held- ur en þær sem við landkrabbarnir ger- um okkur ánægða með. Fiskvinnslan er á hausnum og getur ekki borgað krónu meira fyrir fiskinn, annars verður bara að loka og senda fólkið heim. Veslings sjávarútvegsmálaráð- herrann stendur agndofa frammi fyrir öhum þessum vanda og veit ekki sitt rjúkandi ráö. Hann endar venjulegast á því að lýsa yfir uppgjöf sinni, skipar oddamanni í verðlagsráði að hækka verðið eins ogútgerðarmennirnirvilja, en lætur gengið faha og síga eins mikið og fiskvinnslan telur nauðsynlegt. Al- menningur í landinu situr svo uppi með kvöUna og aukna verðbólgu. Spumingin er nú sú hvort gengisfeU- ingin hafi í rauninni verið nauösynleg. Það gáfulegasta sem heyrðist eftir síð- ustu fiskverðsákvörðun kom frá sjó- mönnum. Þeir benda á að gera verður greinarmun á þeim skipum sem rekin eru af ábyrgum útgeröarfélögum, oft- ast með þolanlegri afkomu, og svo þeim skipum sem eru rekin af félags- legum ástæðum, þ.e. í atvinnubóta- skyni. I stað grjótgarðanna sem hlaðn- ir voru á kreppuárunum er útgerð nú í stórum stil rekin sem atvinnubóta- vinna. Sama er í raun að segja um mörg fiskvinnslufyrirtæki. Þau eru fyrst og fremst tU þess aö skapa at- vinnubótavinnu. Réttast væri því að ríkið greiddi niður aUan rekstrar- kostnað þessara fyrirtækja, en leyfði hinum að vera í friði. Þau myndu áreiðanlega standa sig betur. Fisk- verðið yrði þá ákveöið frá degi tU dags eins og alvörufyrirtækin myndu um þaö semja án allra afskipta ríkisvalds- ins. Að lokum yrðu sjómennirnir senni- lega betur komnir með samningsbund- in laun ásamt „bónus”kerfi eins og þeir hafa sjálfir bent á og þannig lausir viö þátttöku í skrípaleiknum. Verðtrygging sparifjár og fjárskuldbindinga ÖUum er orðiö ljóst að sú gamla góða tíð er liðin er menn gátu staðið í mikl- um f járfestingum f yrir lánsf é sem ekki þurfti að greiða aftur nema aö nafninu til. En þetta voru góöir dagar. Um 25 þúsund íbúðir og sambærUegt magn atvinnuhúsnæðis var byggt á árunum 1965 tU 1977 f yrir lánsfé sem guf aði upp í verðbólgunni og viðkomandi þurfti í rauninni ekki aö standa skU á. M.a.o. fjárfest var meö „gjafa”-fé frá lána- stofnunum og skipti því oft sköpum að hafa samböndin í lagi. Sparifjáreig- endur máttu svo súpa seyðiö af allri vit- leysunni, enda var svo komið að bankamenn voru famir að ráðleggja gömlum konum að kaupa heldur steypustyrktarjám en leggja pening- anaíbanka. Sú allsherjarverötrygging sem nú hefur verið tekin upp hefur hins vegar valdiö mörgum vonbrigðum. Aö minnsta kosti þeim sem héldu að verð- bólgan myndi lognast útaf á nokkrum árum meö verðtryggingunni. Verð- bólgan þrífst hins vegar ágætlega með verðtryggingunni sem virðist, ef eitt- hvað, stuöla að stöðugleika hennar. Neikvæð áhrif verðtryggingarinnar em fyrst og fremst þau að fjármagns- kostnaður atvinnuveganna er orðinn svo þungbær aö erfitt er að láta nokk- urt fyrirtæki bera sig. Ungt fólk stend- ur frammi fy rir því í dag að festa kaup á íbúðarhúsnæði með verötryggðum lánum sem það ræður ekki við og það sem verra er, erfiðleikarnir taka eng- an enda þar sem greiðslubyröin fer frekar vaxandi en minnkandi með ár- unum, a.m.k. meðan lánskjaravísi- tala, sem einhverra hluta vegna er reiknuö út mánaðarlega, hækkar reglubundið meira en kaupgjaldsvísi- talan sem er reiknuð út á 3ja mánaða fresti. Annars er vert að minnast á aö þeir sem benda fingri á unga fólkiö og segja: þiö verðið að greiða fyrh- ykkar íbúðarhúsnæði með fullverötryggðum vlánum eru þeir hinir sömu, og er undir- ritaður þar engin undantekning, sem fengu íbúðir sínar nánast að gjöf. Já- kvæðu áhrifin eru einkum þau aö sparifjáreigendur geta nú geymt fé sitt í banka án þess að þaö gufi upp. En hverjir eru þessir sparifjáreigendur? Aköfustu talsmenn verðtryggingar, eins og hún er nú rekin, gefa það oft í skyn að allt sparifé landsmanna sé í eigu barna og gamalmenna og því verið aö ræna þessa hópa fyrst og fremst. Langstærsti hluti sparifjár landsmanna er hins vegar í eigu alls kyns sjóöa og fyrirtækja sem sumir myndu gráta þurrum tárum yfir þótt misstu eitthvað af sparifé sínu í verð- bólgunni. Er þá eitthvað hægt að gera? Ekki er hægt aö hverfa aftur til fyrri tíðar með „gjafafé” frá. lánastofnunum. Um það eru alUr sammála. En væri ekki hægt að skoða aðra kosti. Hvemig væri til dæmis aö verðtryggja útlán sem inn- lán aðeins 50—90% og láta vextina þá bera uppi þann hluta verðtryggingar- innar sem á vantar. Þetta getur komið miklu betur út fyrir þá sem geta taUð vexti sem rekstrarkostnað í skattalegu tilUti. Sumh- telja að aöeins þurfi aö lengja lánstímann á verðtryggðu lán- unum og er talað um allt aö 40 ára lán í íbúðarhúsnæði. Ég held að þetta sé al- rangt s jónarmiö. Islendingar hafa ekki þá skapgerö að vilja skuldbinda sig til þess að vera hálfa ævina eða lengur að greiða upp íbúö sína. Almenningur hér er y firleitt reiðubúinn tU þess að leggja mjög hart að sér í skamman tíma við aö koma sér upp húsnæði og ætlast svo til að eftir 10 ár eða svo sé öUum skuld- bindingum lokið. TU þess að koma til móts við þetta sjónarmið þarf að bjóða verðtryggö lán, þar sem ÖU verðtrygg- ing gjaldfeUur strax, en greiðslubyrðin léttist þegar líöur á lánstímann. Slík lán í íbúðarhúsnæöi hafa til dæmis tíðkast um langan aldur í nágranna- löndum okkar. Tökum dæmi um slíkt lán. Húsbyggjandi fær verðbréfalán upp á 1 mUljón kr. þegar bygging hans er veðhæf. Hann fær enga peninga hjá lánastofnuninni heldur veðskírteini sem hann selur á frjálsum markaði. Bankar, sjóðir, og aðrir sem þurfa að ávaxta peninga, kaupa slík veð- skírteini á daggengi þar sem spáö er í þróun verðbólgunnar. Segjum aö fáist aðeins kr. 500.000 fyrir veöskírteinin vegna þessa. Húseigandinn greiöir raunverulega kr. 500.000 í verötrygg- ingu og þarf nú að greiða vexti og af- borganir af 1 miUjón til 10 ára. Hver er þá munurinn. Jú, meö föstum árlegum greiðslum verður greiöslubyrðin smám saman léttari og upphaflegi höfuöstólUnn verðminni. Sá sem keypti veröbréfin fékk verötrygginguna strax og getur veriö ánægður með sinn hlut en húsbyggjandinn getur einnig veriö ánægður ýfir því aö sjá fram á betri tíma eftir fyrstu erfiðu árin, hafandi fengið það fjármagn sem hann þurfti á aðhalda. Þetta og margt fleira er rætt á kaffi- stofum þar sem margir menn koma saman á einum vinnustaö. Hins vegar mætti gjarnan heyrast meira af nýjum hugmyndum frá þeim aöilum í „kerf- inu” sem stjórna þessum málum. Þeir ættu kannski að venja komur sínar á kaff istofumar til þess að fá góð ráð. Júlíus Sólnes, prófessor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.