Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Side 18
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi - fer fram helgina 22. og 23. janúar. Kosninga- rétt hafa allir flokksbundnir sjálf- stæðismenn, 16 ára og eldri, svo og allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, 20 ára og eidri, og jafn- framt þeir stuðningsmenn sem ná 20 ára aldri á yfirstandandi ári. Kosið verður á eftirtöldum stöðum: Kirkjubæjarklaustri og Vík, báða dagana frá kl. 14—18, Skógum, laugardag frá kl. 16—20 og sunnudag frá kl. 13—18, Félagsheimiiinu í Vestur-Eyjafjailahreppi, sunnudag frá kl. 12—18, Gunnarshólma og Njálsbúð, laugardag frá kl. 11—18, Fljótshliðarskóla, laugardag frá kl. 12—18, Félagsheimilinu Hvoli, laugardag frá kl. 10—19 og sunnudag frá kl. 10—20, Hellubiói, báða dagana frá kl. 10—20, Félagsheimilinu Brúarlundi, laugardag frá kl. 13—18, Laugalandi, báða dagana frá kl. 13— 16, Ásmundarstöðum, laugardag frá kl. 13—16, Samkomubúsinu í Djúpár- hreppi, laugardag frá kl. 17—20 og sunnudag frá ki. 13—20, Árnesi, Flúðum og Aratungu báða dagana frá kl. 14—18, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum, báða dagana frá kl. 10—20. Kjördæminu er skipt niður í 4 hólf: 1. Árnessýsla og Selfoss. 2. Rangár- vailasýsla. 3. Vestmannaeyjar. 4. Vestur-Skaftafellssýsia. Kjósa skal 4 frambjóðendur alls, 1 úr hverju hólfi með þvi að setja tölu- stafi fyrir framan nöfnin (1, 2, 3 eða 4). Kosning er bindandi i 4 efstu sætin. Byrjað verður að telja atkvæði mánudaginn 24. janúar á Selfossi. Urslita er að vænta eftir kvöldma* . -JBH. „ðlfusárbrú vegna öryggis- sjónarmiöa” „Við þurfum að efla viðbrögð okkar gagnvart verðbólgunni og taka ákveönari stefnu gegn henni,” sagði Kristján Torfason. „Við þurfum líka að huga aö alhliöa atvinnuuppbyggingu á Suöurlandi og skapa möguleika fyrir orkufrekan iðnað. Skapa þarf byggöa- kjarna með byggingu Ölfusárbrúar. Það er þó ekki helsta ástæðan fyrir því að byggja á brúna. Aðalástæðan er aö það er rétt frá öryggissjónarmiði, vegna hugsanlegra jaröskjálfta, til að halda tengslum viö höfuðborgarsvæð- ið. Draga veröur úr styrkjaf arganinu til atvinnuveganna og gera þeim kleift að standa á eigin fótum. í Vestmannaeyj- um þarf aö byggja bátaflotann upp og iðnaðsamhliöa.” Kristján Torfason er fæddur árið 1939. Hann er lögfræðingur, var f ulltrúi borgardómara og starfaði líka í Hafnarfiröi. Stundaði framhaldsnám í Noregi. Kristján hefur verið bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum síðan 1975. Hann er kvæntur Sigrúnu Sigvalda- dóttur og eiga þau 3 börn. jbh Kristján Torfason: „Uppbygging stórskipahafnar íÞoriákshöfn” „Eg legg fyrst og fremst áherslu á atvinnuvegina og atvinnulífiö,” sagöi Guðmundur Karlsson. „Aðstoða verður við uppbyggingu iðnaöarins í kjördæminu. Einnig vil ég uppbygg- ingu stórskipahafnar i Þorlákshöfn enda erum við búnir að leggja fram þingsályktunartiliögu um það. Byggja þarf brú yfir Ölfusá og gera Árborgar-’ svæöiö þannig að einni heild. Þar yrði þá þriðji stærsti vinnumarkaður í landinu. I Vestmannaeyjum veröur að hugsa um viöhald bátaflotans. Hann er orðinn nokkuð gamall og úreltur. Þeirri þróun þarf að snúa við. Auka veröur þar fjölbreytni í atvinnulífinu og skapa fieiri atvinnutækifæri.” Guðmundur Karlsson er fæddur áriö 1936 í Vestmannaeyjum. Hann er stúdent frá Laugarvatni, hefurstarfað við fiskiðnað og var frystihússtjóri í Eyjum. Starfaði um skeið í Japan. Guðmundur var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alþingismaöur frá 1978. Hann er kvæntur Ástu Þórarinsdóttur, þau eiga 1 bam. -JBH. STTi Brynleifur : L Stein- grímsson: „Sá gæti réttar semréttinn á” „Stefnumál min eru þau að stjórn- mál þessa lands séu í þágu heilbrigðis á andlegu, líkamlegu og félagslegu sviði,” sagði Brynleifur Steingríms- son. „Hagvöxtur, atvinnumál og allar athafnir þjóöfélagsins eigi að miðast við þetta og séu tæki til að skapa frjótt mannlíf þar sem menning og frjálst líf dafnar. Eg iegg áherslu á að Suðurlandskjör- dæmi sé hlutgengt í ríkismálum og at- vinnumálum. Þeim málefnum sem koma fólki kjördæmisins viö sé stýrt af heimamönnum og sú tilhneiging til miðstýringar sem veriö hefur aö undanförnu breytt til raunhæfrar vald- dreifingar. Hið einfalda lögmál gildi aö sá gæti réttar síns sem réttinn á. Gott dæmi eru heilbrigöismál og þjónustu- mál. Sá er alltaf eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur.” Brynleifur Steingrímsson er 53ja ára, læknir á Selfossi og sérfræöingur í embættislækningum sem er menntun um stjórnun heilbrigðisstofnana og félagslækninga. Hann er kvæntur Huldu Guöbjömsdóttur frá Vest- mannaeyjum. -JBH. Þorsteinn Pálsson: „Þarfbreytta efnahagsstefnu” „Það sem mestu máli skiptir í dag er að knýja fram breytta efnahagsstefnu og skjóta styrkari stoöum undir at- vinnulífiö, vinna að úrbótum í sam- göngumálum og tryggja eðlilega at- vinnuuppbyggingu,” sagði Þorsteinn Pálsson. „Annars hef ég enga einka- stefnu í þessu prófkjöri. Við sem bjóð- um okkur fram emm allir sjálfstæðis- menn og berjumst sameiginlega fyrir stefnuSjálfstæðisflokksins. Urbætur í samgöngumálum veröa auðvitað aö gerast um land allt en ekki síður hér en annars staðar. Hér eru samgöngur fremur einhæfar. En meginmálið nú eraðtryggja jafnvægi í atvinnuuppbyggingu um land allt. ” Þorsteinn Pálsson er fæddur árið 1947. Hann er lögfræðingur. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu og rit- stjóri á Vísi en er nú framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands. Þorsteinn er í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Hann er kvæntur Ingi- björgu Rafnar og eiga þau 3 böm. JBH * y Jón Þorgilsson: „Koma atvinnu- lífinuá traustan grundvöll” „Sem sveitarstjórnarmaður hef ég áhuga á öllum þeim málum sem teljast til almennra þjóðmála og horfa jafn- framt til heilia fyrir Suöurland,” sagði Jón Þorgilsson. „Atvinnu- og efna- hagsmálin eru þó grundvöllur alls annars. Nauðsynlegt er að koma atvinnulifinu á traustan grundvöli en það verður ekki gert nema með því að koma lagi á efnahagsmálin og minnka verðbólguna. Við getum ekki haft 60— 80% verðbólgu til langframa ef halda á viðunandi lífskjörum í landinu. Verð- bólgan og efnahagsmálin eru því brýn- ustu verkefnin nú sem verður að leysa.” Jón Þorgilsson er fæddur áriö 1931 á Ægissíðu. Eftir nám á Laugarvatni hefur hann átt heima á Hellu. Vann þar fyrst hjá Kaupfélaginu Þór en var síðar fulltrúi á skattstofunni. Oddviti Rangárvallahrepps 1966—1974 og sveitarstjóri frá 1978. Hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og hann er formaöur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Hann er kvæntur Gerði Jónasdóttur og eigaþau2böm. -JBH. Siggeir Björnsson: „Hafnargerð íDyrhólaey” „Eg legg áherslu á að efia atvinnulíf á Suöurlandi sem því miður er lág- launasvæði,” segir Siggeir Bjömsson bóndi í Holti á Síöu. Siggeir bendir á að nú, þegar landbúnaður er í lægð, sé brýnt aö efla aðrar atvinnugreinar svo fólk flytjist ekki burt úr kjördæminu. Hann vill minna ó þingsályktunartil- lögu sem hann hefur flutt um hafnar- gerð í Dyrhólaey. Þá vill hann og efla útgerð í Þorlákshöfn. Siggeir telur aö tímabærtséaðfaraaðhugaaöstóriöju á Suöurlandi og nefnir Eyrarbakka í því sambandi. „Þar sem stærsti hluti raforkunnar kemur frá Suðurlandi finnst mér réttiátt að kjördæminu gef- ist kostur á stóriðjurekstri. Fara verð- ur þó að öllu með gát í þeim málum svo ekki raskist annað atvinnulíf eða um- hverfi,” segir Siggeir. Að auki leggur hann áherslu á aukn- ar samgöngur meö varanlegu slitlagi á vegiíkjördæminu. Siggeir Bjömsson er fæddur 15. janú- ar 1919 í Holti á Síðu og rekur þar bú- skap, jafnframt því sem hann er varaþingmaöur fyrir Suöurland. Hann er kvæntur Margréti Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur. SÞS Eggert Haukdal: „Nýtt stórátak meginmálið” „Ég vil leggja áherslu á aö þó að allt of hægt miði hefur nú, eftir langt kyrr- stööutímabil, verið gert verulegt átak á Suðurlandi, sérstaklega í lagningu hitaveitu og gerð varanlegs vegar frá því Ingólfur Jónsson gerði stórvirki í vegamálum á Suðurlandi,” segir Eggert HaukdaJ alþingismaður. „Framkvæmdastofnun hefur sýnt málum þessum skilning og lagt fé til þessara framkvæmda. Þrátt fyrir þetta er meginmálið fyrir Suöuriand nýtt stórátak, sérstaklega í vegamál- unum og vil ég þar nefna brú á ölfusár- ósa, en því máli verður aö hraða. Þá vantar orkufrekt fyrirtæki í kjördæm- ið, en grundvöllurinn fyrir því er ein- mitt brúin á Ölfusárósana ásamt stór- skipahöfn í Þorlákshöfn. Eg vil einnig leggja áherslu á hafnarmál víðar og iönaðarmál og ekki má gleyma að efla þá atvinnuvegi sem stærstir eru fyrir í fjórðungnum, landbúnað og sjávarút- veg, en þeir hafa stóru hlutverki að gegna á þessu svæði. ” Eggert Haukdal er fæddur í Flatey á Breiöafirði 1933 en hefur búið á Berg- þórshvoli frá 12 ára aldri. Hann hefur setiö á Alþingi síðan 1979 og er stjóm- arformaður Framkvæmdastofnunar. SÞS Ámi Johnsen: „Þarfmenn sem vilja taka afskarið” „Eins og þorri almennings í landinu er ég orðinn þreyttur á afstööuleysi allt of margra ráðamanna. Það þarf menn sem vilja taka af skarið, framkvæma það sem þarf að framkvæma, taka af- stööu þótt því fylgi sú áhætta að ein- hver mistök eigi sér staö. Eg vil heldur taka slíka áhættu en sitja aðgerða - laus. Stjómmálamenn eiga að standa og falla með gjörðum sínum. Við unga fólkið í landinu viljum bjartari tíö með betri vinnubrögðum á sviði stjórnmála. Við viljum bjartsýni og áræði í stað samdráttarstefnu á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og iönaðar. Eg vil berjast fyrir Suður- landskjördæmi sem hefur verið svelt á margan hátt á sama tíma og dekrað er viö aðra landsfjórðunga.” Ámi Johnsen er fæddur í Vest- mannaeyjum 1. mars 1944. Hann er kennari að mennt en hefur starfaö sem blaðamaður við Morgunblaðiö í 15 ár. SÞS ÓliMár Aronsson: „Stórbæta atvinnumál” „Eg legg aðaláherslu áaðstórbæta atvinnumól hér á Suöurlandi með auk- inni fullvinnslu sjávar- og landbúnaö- arafurða ásamt því að hlúa aö þeim iönaði öðrum sem fyrir er,” segir Oli Már Aronsson iðnrekandi á Hellu. „Forsenda þess eraðstjómmálamenn komi efnahagsmálum þjóðarinnar í samt lag til frambúðar án þess að hugsa um stundarhagsmuni. Þeir verða að þora aö gera óvinsælar ráö- stafanir þegar þeirra er þörf. Eg hef trú á að Sjálfstæðisflokkurinn sé eina aflið í stjómmálum þjóðarinnar í dag sem getur leyst þetta af hendi. Af öðrum málum má nefna símamál og verðlag á raforku sem em vanda- mál í nokkrum héruðum sem verður að leysa,’ ’ segir Oli Már. Oli Már Aronsson er fæddur í Reykjavík 1947, er vélstjóri aö mennt og hefur síðan 1973 rekið iðnfyrirtæki á Hellu. Hann er kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn. SÞS Óli Þ. Guðbjarts- son: „Megináhersla áfimmatriði” „Ég legg megináherslu á fimm at- riði sem miða aö fjölgun atvinnutæki- færa á Suðurlandi og eiga aö koma í veg fyrir að þau flytjist burt af svæö- inu,” segir Oli Þ. Guöbjartsson skóla- stjóri. „I fyrsta lagi em það úrbætur í samgöngumálum á Suöurlandi. I ööm lagi efling landbúnaöar með nýjum tökum í markaösmálum. I þriðja lagi frekari nýting sunnlenskrar orku og iönaðarhráefna í kjördæminu sjálfu með alhliða iðnaðaruppbyggingu. I fjórða lagi legg ég áherslu á aukningu útgerðar á Suöurlandi með vemlegum ha&iarbótum og enn fremur með bættri nýtingu alls sjávarafla. I fimmta lagi samræmingu og eflingu skólakerfis á Suðurlandi með sérstöku tilliti til atvinnuvega þar, auk þess að byggja upp sjálfstætt og fjölþætt lista- og menningalíf í k jördæminu. ” Oli Þ. Guðbjartsson er fæddur 27. ágúst 1935 á Bíldudal. Hann hefur verið skólastjóri gagnfræðaskólans á Sel- fossi frá 1970 og er forseti bæjarstjóm- ar Selfoss í dag. Hann er kvæntur Svövu Kjartansdóttur frá Torfastöðum í Fljótshlíö og eiga þau þr jú börn. SÞS Björn Þorláksson: „Fyrirtæki skattlögðúrhófi” „Eitt af helstu verkefnunum í Suður- landskjördæmi eru atvinnumálin,” segir Bjöm Þorláksson bóndi á Eyjar- hólum í Dyrhólahreppi. „Næg atvinna er skilyrði til þess að fólk setjist að á hinum ýmsu stööum og stjórnvöld verða að skapa þau skilyrði til þess að einstaklingar eða félagasamtök geti og vilji leggja út í atvinnurekstur. Nú eru öll fyrirtæki skattlögð úr hófi fram þannig að þau hafa ekki getað myndaö sitt eigið f jármagn til endumýjunar og uppbyggingar á starfsemi sinni. Önnur mikilvæg mál í kjördæminu eru samgöngumálin. Þar sem engin höfn er frá Þorlákshöfn til Hafnar í Homafiröi eru góðar samgöngur á landi nauðsynlegar,” segir Björn. Björn Þorláksson er fæddur á Eyja- hólum í Dyrhólahreppi 29. júní 1939. Hann er mjólkurfræðingur að mennt, kvæntur Rósu Haraldsdóttur og eiga þaufimmböm. SÞS Einar Kjartans- son: „Suðurland hefur dregistafturúr” „Atvinnumál okkar Sunnlendinga eru ofariega á baugi hjá mér,” sagði Einar Kjartansson. „Ég tel að Suður- land sé ein heild í þeim efnum þó að Vestmannaeyjar séu þar að sumu leyti sér á báti. Eins og allir vita hefur Suðurland dregist að mörgu leyti aftur úr, til dæmis varðandi fólksfjölgun. Upp á síðkastið hefur verið sam- dráttur í landbúnaði. Hefur það komið niður á bændum en ekki síður byggða- kjömum í sambandi við þjónustu. Úr- vinnsla landbúnaðarvara hefur ekki vaxiö til neinna muna og mikið verið flutt óunniö til Reykjavíkur og unnið þar. Ég vil færa úrvinnsluna meira heim í hérað. Aukin framleiösla hefur ekki verið helsta ástæöa þessarar kreppu í landbúnaöi heldur verðbólg- an.” Einar Kjartansson er fæddur árið 1930 í Þórisholti Vestur-Skaftafells- sýslu og er bóndi þar. Var hrepps- nefndarmaður um 12 ára skeiö. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur og eigaþauöböm. jbh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.