Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Síða 19
OV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983.
19
Menning
Menning
Menning
Menning
Um þessar mundir eiga
Islendingar þess kost aö skoöa
Norræna textil-triennalinn að Kjar-
valsstööum, þar sem safnað hefur
veriö saman um 130 verkum frá
öllum Noröurlöndunum.
Skemmtilegt
andrúmsloft
Þaö er vissulega áhrifamikið aö
ganga nú um sali Kjarvalsstaöa og
sjá bæöi þessar flennistóru
samsetningar, sem teygja sig upp og
út um veggi, og síðan smærri verk
sem oft lýsa fádæma tækni og fáguðu
handbragöi. Þaö ríkir létt andrúms-
loft, f jör og kraftur y fir þessum verk-
um og viö getum einnig sagt aö salir
Kjarvalsstaöa njóti sín sérstaklega
vel sem stoö fyrir þennan list-
viöburö. Möguleikar sýningarrýmis-
ins virðast vel nýttir.
Gamlar lurnrnur
Það hefur mikið veriö rætt og ritaö
erlendis á síðastliðnum árum um
þær breytingar sem hafa átt sér staö
í vefjarlistinni. Talaö er um aö
vefjarlistin hafi nú skilið sig aö fullu
frá málverkinu og hafi öölast fagur-
fræöilegt sjálfstæði sem ekki ein-
göngu felist í efninu sjálfu og tækn-
inni heldur umfram allt í þeim form-
heimi sem listafólkiö hefur kunnaö
aðskapa.
Manni bregöur því óneitanlega
þegar fariö er í gegnum sýninguna
og hún skoöuö og sett í listsögulegt
samhengi því augljóst er (sam-
kvæmt þessari sýningu) aö norræn
vefjarlist hefur á ósköp takmarkað-
an hátt slitið sig frá málverkinu. Og
verra er aö þaö er nánast eins og aö
stíga 20 ár aftur í tímann. Maður fær
það auöveldlega á tilfinninguna að
þetta gæti veriö evrópsk málverka-
samsýning í lok 6. áratugarins.
Greinilegt er aö meirihluti listafólks-
ins hér á sýningunni styöst f ormrænt
viö geometrískar og lýrískar ab-
strakthugmyndir (landslagsab-
straktionin innifalin) og vefur fer-
metra af gömlum lummum í anda
Vasarely og Soulages. Einnig má
sjá hugmyndir sem eru greinilega
ættaöar frá ameríska eftirstríðsára-
málverkinu.
Þaö kemur því fram viö nánari
skoðun einhver herfileg þversögn.
Verkin eru unnin stórt og aö því er
virðist af miklu öryggi og jafnvel
bjartsýni, en aftur á móti er niður-
staðan eöa árangurinn ákveöin
endurtekning á listhugmyndum og
formum sem þegar hafa fengiö
mikla og athyglisveröa umfjöllun.
Viö getum jafnvel sagt að í raun sé
búiö aö leysa og gefa tæmandi svör
við þeim listspurningum sem eru
hvað mest áberandi hér á sýning-
unni. Og umfram allt þá virðist nor-
ræna vefjarlistin ekki koma fram
meö ný sjónarmið á þær formvanga-
veltur sem listafólkið hefur tileinkaö
sér, nema sem liggja eölilega í sjálfu
NORRÆN VEFJARUST
— að mála meðþræði
Skuggar eftir Sigurlaugu Jóhannes dóttur.
Himinn og jörð eftir Hildi Hákonardóttur.
Biliedvævning eftir Karen Serena Möller.
Ljósm. GBK.
efninu. Hér er í flestum tilvikum
aðeins ,/nálaö meö þræði”, þannig
aö meirihluti sýningarinnar virkar
einfaldlega semsöguieg klifun.
Uppreisn
sýningarinnar
En þótt meirihluti listafólksins
framleiöi meö þræði liönar listhug-
myndir eru greinilega ákveönir
vaxtarbroddar hér á sýningunni eins
Myndlist
GunnarKvaran
og sjá má í verkunum Textil I og
Textil II, 1981, eftir Inger Carlsson
Tapesry 2 eftir Espen Kopperud.
frá Svíþjóð, og í verkinu Tre Stadier,
1981, eftir Turid Holter frá Noregi,
þar sem greinilega kemur fram
hugsun sem gengur út frá möguleik-
um efnisins. Turid Holter hleöur
verkið lifrænu gildi, einfaldlega með
virkni efnisins, sem aðskilur sig full-
komlega frá áhrifum og einkennum
málverksins. Þá eru einnig hér á
sýningunni stór athygUsverð verk
eftir islensku listakonumar Hildi
Hákonardóttur og Sigurlaugu
Jóhannesdóttur, sem . koma
skemmtilega á ská viö tilbreytingar-
og uppfinningaleysi sýningarinnar.
Verkiö Himinn og jörö eftir HUdi
virðist fróöleg framlenging og úr-
vinnsla á þeim „concept” hugmynd-
um, sem hún kom fram meö á F.I.M.
sýningunni í október 1981 og nefndi
Gras 11. Hér hefur henni aftur á móti
tekist aö þýöa og tjá þessar hug-
myndir í vef um leið og hún útvíkkar
vefjarlistina með tUkomu
ljósmyndarinnar. Þetta verk má ef-
laust túlka á ótal vegu þar sem þaö
Uggur miUi abstraktionar og hlut-
veruleikans. En uppbygging og
efnistök verksins eru sérstaklega
athyglisverö. Hvemig listakonan
skiptir verkinu í Utaða abstraktinn
og einfaldar hins vegar hlutveruleik-
ann — náttúruna — niður í svart-
hvíta ljósmyndaþríhyminga, sem
um leiö gefa lestrarstefnu verksins.
Þó finna megi beina náttúruskir-
skotun, bæði í gegnum ljóöræna Uta-
samsetningu dúksins og geometrísk
myndbrot, þá fjallar þetta verk
kannski fyrst og fremst um sjálfan
Ustmiöilinn. Hvernig listaverkið um-
breytir fyrirmyndinni (sem í þessu
tilfeUi er óskilgreind náttúrasýn).
brýtur hana niður og endurbyggir
hana upp aftur og þannig skráir
hana samkvæmt sínum eigin
lögmálum. Þaö er líkt og merking
verksins liggi í sjálfu myndmálinu
sem hér hefur gefiö vefjarUstinni
nýja vidd til aö kanna. Þá er
Sigurlaug Jóhannesdóttir einnig með
skemmtilegt verk sem hún nefnir
Skuggar. Þetta er þrivíddarverk
sem minnir eðlilega á ákveðnar
skúlptúrhugmyndir, en hér virðist
eðli verksins liggja í fisléttu efninu
sem hangir í „lausu lofti”, líkt og
búið sé aö yfirbuga þyngdarlögmáUö
og umbreyta „þræöinum” i óefnis-
kennt fyrirbæri: skugga, sem hefur
þann sérstæöa eiginleika aö ala af
sér annan skugga.... skuggi af
skugga.
Eigum við
samleið
Eins og kom fram í upphafi virkar
þessi sýning sjónrænt séð bæöi lífleg
og skemmtileg. Þaö getur vart
nokkram leiöst sem leggur leiö sína í
gegnum saU Kjarvalsstaöa um þess-
ar mundir. En aftur á móti eru
margar spumingar sem vakna eftir
aö þessi norræna samsýning hefur
veriö skoðuö. Eins og t.d. hvort viö
eigum raunveralega einhverja
samleiö meö þessum ,,Skandi-
növum”? Hvort þetta samstarf sé á
nokkum hátt gefandi fyrir íslenska
vefjarlist? Væri ekki hyggilegra að
einbeita sér aö Evrópu í stærra
samhengi og reyna frekar aö fá
ferskari vef jariist frá Kanada, Miö-,
Austur og Suður-Evrópu? Þá gæti
kannski íslensk vefjariist fengið
skýra og ákveöna viðmiðun og um
leiö kraftmeiri örvun.
GBK
Hitablásarar
fyrir gas
og olíu
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
Toyota Corolla station '81, ek. Toyota Crown dísil sjólfsk., '80, Toyota Corolla GL '82, ek. 20.000, Toyota Celica ST 77, ek. 68.000,
50.000, brúnn.
Verð kr. 130.000.
ek. 105.000, rauður.
Verðkr. 195.000
dökk blór. Verð kr. 175.000. svartur. Verð kr. 105.000.
(Skipti möguleg ó ódýrari
Toyota).
Toyota Tercel 3-dyra, sjólfsk., '82, Toyota Corolla KE-20 77, ek. Toyota Carina sjalfsk., '80, ek. Toyota Cressida 4-dyra, 5-gíra,
ek. 4.000, beige-met.
Verð kr. 175.000.
59.000, grór (nýtt lakk).
Verð kr. 68.000.
31.000, brúnn.
Verð kr. 145.000.
78, ek. aðeins 35.000, grænn.
Verð kr. 110.000.
0 TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8 Sími: 44144.