Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 35
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið — lætur hárin á Kojak rísa Leikarinn frægi, Telly Savalas, eöa öllu heldur lögreglumaöurinn Kojak, er nú heiftarlega reiöur út í dóttur sína, Nieholette, sem er 18 ára aö aldri. Ástæöan fyrir reiðinni er sú aö hún er í ástarsambandi viö söngvarann Leif Garrett sem nú er tvítugur. Telly er ákaflega á móti Garrett og getur ekki hugsað sér hann sem tengdason. Telly segir aö þaö skipti sig engu máli þótt Leif Garrett sé bæöi ungur, ríkur og lofi góöu sem leikari, dóttir hans eigi eitthvaö annað og betra skiliö. Já, langtum betra. Svo reiöur ku Telly vera að kunningj- ar hans eru famir aö hafa þetta í flimtingum og segja aö það sé augljóst aö hárin séu ekki farin aö rísa en fyrr megi nú vera reiöin fyrst skinnið á toppstykkinu sé farið aö bærast. Ferill Garretts i kvennamálum þyk- ir nokkuö skrautlegur. Hefur hann veriö meö hinum og þessum og var á tímabili bæöi meö Kristy McNichol og Tatum O’Neal — á sama tíma. Þá hef- ur hann tvisvar veriö tekinn ölvaður viö akstur. En hvaö sem öllu líður þá er togast á innan fjölskyldunnar. Sviöljósiö bíöur spennt eftir aö fá aö vita hvorum stúlk- an tekur meira mark á, fööur sínum Kojak eöa elskhuganum Leif Garrett. „Svona Lebbi, taktu utan um mig. Ég skii ekki gömlu felguna hann pabba. Nú erhann alveg að krebera yfir sambandi okkar og þú sem ert svo sætur og klár." „Svona, Nikki, andaðu rólega. Segðu honum að hann geti fengið nóg af sleikjó úti i sjoppu þurfi hann að þenja sig." Dóttir Telly Savalas, Nicholette, og söngvarinn Leif Garrett eru nú sam- an á föstu. Kojak er þó ekkert hrif- inn. A góðum degi er gott að gleðjast. Kampakátir borgarfulltrúar i sextugsaf- mæli Kristjáns. Talið frá vinstri: Sigurjón Pétursson, Davið Oddsson borgarstjóri, Sigurður E. Guðmundsson, afmælisbarnið Kristján Bene- diktsson og Markús örn Antonsson. „Hann á afmæli, hann Kristján” — hanná „Sjonni, sástu hvernig óg tætti strætóinn iáramótaskaupinu isundur, maður. Þetta var ekkert mál, þó ég viðurkenni að óg varð rosalega svekktur þegar óg vissi að þetta var Volvo en ekki Ikarus. En ævintýrið kostaði skildinginn. Svo eru menn hissa þó maður hafi orðið að hækka fargjöldin i kjölfarið. Það er eins og ekkert megi lengur i þessu þjóðfólagi." DV-myndir: GVA Kristján Benediktsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, varö sextugur á dögunum. Og eins og flestra er siður á slíkum tímamótum hélt hann uppádaginn. Aö sjálfsögöú litu flestir borgarfuli- trúarnir inn til hans og fögnuöu meö honum. Viö í Sviðsljósinu komum við hjá kempunni og smelltum nokkrum myndum af veislugestum. Ekki bar á ööru en glatt væri á hjalla og menn heföu um nóg aö ræöa þótt eflaust hafi þeir ekki allir verið sammála frekar en fyrridaginn. Þess má geta að borgarráð gaf Kristjáni forkunnarfagurt málverk eftir Hring Jóhannesson í tilefni afmælisins. Við óskum Kristjáni til hamingju meö afmæliö. -JGH mBm MK Lebbi Blebbi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.