Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Page 2
2
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983.
Alþýðubandalagið og vísitölumálið:
Við minnum á ákvæðin
í stjómarsáttmálanum
— segir Kjartan Olafsson, varaformaður flokksins
Alþýöubandalagið hélt miö-|
stjórnarfund um helgina þar sem
réedd voru þau mál sem efst tróna á
stjómmálasviöinu þessa dagana.
Þar var meðal annars samþykkt
ályktun er varöar vísitölumáliö.
Einnig var samþykkt aö Svavar
Gestsson heföi áfram í samráöi viö
þingflokk og framkvæmdastjórn
umboö varöandi kjördæmamálið.
„Það er auövitað mjög alvarlegt
mál ef slík lög verða samþykkt á
Alþingi,” sagöi Kjartan Olafsson,
varaformaður Alþýöubandalagsins,
um vísitölumálið í samtali við DV í
gær. „Viö hljótum aö minna á það
ákvæði í stjórnarsáttmálanum að
ekki veröi aö tilhlutan þessarar ríkis-
stjómar sett lög sem feli í sér inngrip;
í kjarasamninga, nema um sé aö
ræöa samþykki allra stjórnar-
aðilanna. Eins og þetta frumvarp
hefur veriö höfum við ekki verið
sáttir viö þaö. Alveg sérstaklega
höfum við verið með kröfur um aö ef
þama ætti aö stíga einhverskref eins
og aö lengja visitölutímabil, þá yröu
um leið samþykktar ráöstafanir á
öðrum sviðum sem einnig gætu haft
áhrif á verðbólguþróunina til þess aö
draga úr verðbólguhraðanum. Við
höfum ekki viljaö taka þetta eitt sér
út úr, semsnýr aö launafólkinu. Hins
vegar höfum viö allan tímann verið
fyllilega til viötals um vissar
breytingar á vísitölukerfinu. Viö
emm ekki tilbúnir að gera neinar
breytingar fyrir 1. mars, nema þaö
yrði þá liður í mikiu víötækari sam-
komulagi, og höfum reiknað meö því
aö laun veröi borguö 1. mars eftir
þessueldrakerfi.” -JBH.
Skreiðarmat
og prófkjör
— úrslit í myndgátu DV
Lausn myndgátu DV, sem lesendur
spreyttu sig á um jólin, liggur nú fyrir.'
Rétt lausn gátunnar er svona:
Skreiðarmat og prófkjör hafa mikiö
verið á dagskrá um skeiö og ef nánar
er skoðað er hér um svipaöa athöfn aö
ræöa. Vömmst skemmt hráefni.
Fyrstu verölaun eru 1.500 krónur og
koma þau í hlut Helgu M. Valsdóttur á
Sólvöllum 8, Egilsstöðum. önnur
verölaun veröa hér á Reykjavíkur-
svæöinu og renna til Þorvarðs ömólfs-
sonar, Vorsabæ 3. Þriöju verðlaun fá
Stefán Jónmundsson og Helen
Ármannsdóttir, Sunnubraut 7 á
Dalvík. önnur verölaun eru 1000
krónur og þriöju verðlaun 750 krónur.
Verölaunahafamir fá þau send í
pósti á næstunni. -óm.
Snjókoma
stöðvaði
Ameríkuflug
Ameríkuflug Flugleiöa raskaðist
um helgina vegna mikillar snjókomu á
austurströnd Bandarikjanna. Þota á
leiöinni vestur á föstudagskvöld varð
aöhætta viðNewYorkogfaraallaleið
til Ottawa í Kanada. Þaðan komst hún
ekki fyrr en um miðjan dag í gær. 115
farþegar gistu á hóteli í borginni á
kostnaö Flugleiða.
Þá beiö önnur þota á Keflavíkur-
flugvelli i sólarhring eftir að komast á-
fram til New York. Sú vél kom frá
Lúxemborg á laugardag, en hélt áfram
í gær. Erlendum farþegum var komiö
fyriráhótelumíReykjavík. -KMU.
Jólakrossgáta DV:
Konurnarurðu
sigurvegarar
Dregiö hefur veriö í jólakrossgátu
DV. Eins og þátttakendur í kross-
gátunni eflaust muna var lausnin
fólgin í því aö finna tvær vísur. önnur
þeirra var ný öfugmælavísa en hin'
gömul krossgátuvísa. Fyrri vísan er
svona:
Kvikar áin krapa blá
koönar í f jalli hengja.
Blessuð sólin sækir á
senn fer dag að lengja.
Síðari vísan erá þessa leiö:
Sá ég f eitan soltinn hrút
sautján geitur annast.
Þorskinn feita þamba af stút.
Þetta veit ég sannast.
Fyrstu verðlaun, 750 krónur, hlaut
Freyja Geirdal, Bjamhólastíg 8, Kópa-
vogi. önnur verðlaun, 400 krónur,
hlaut Þórdís Hjálmarsdóttir, Húna-
braut 38, Blönduósi og þriöju verölaun,
300 krónur, komu í hlut Hólmfríðar
Traustadóttur, Kirkjubraut 18, Höfn
Hornafirði. Þessum sigursælu konum
verða send verðlaunin í pósti á næstu
dögum. Svo þökkum við lesendum
okkar fyrir mikla þátttöku og mörg
skemmtileg bréf sem fylgdu lausnun-
Nýja skiðalyftan er lengst til vinstri og við hliðina á henni er hin glæsilega þjónustumiðstöð sem nýlega var tekin inotkun.
Nýja skíðalyftan
Skála-
fe,,: vfgð í fyrradag
Hin nýja skíðalyfta KR í Skálafelli
var formlega vígö á laugardaginn
með tilheyrandi viöhöfn. Þaö var
Davíð Oddsson borgarstjóri sem
lýsti lyftuna opna en meöal þeirra
sem fyrstir fóru upp meö henni vom
Steingrímur Hermannsson ráöherra
og Eysteinn Jónsson, fyrrverandi
ráðherra. Helmingur stólanns í
lyftunni var tekinn í notkun fyrir
hálfum mánuöi.
Aö sögn Þóris Jónssonar, for-
manns byggingarnefndar, veröur
lyftan nú opin daglega milli 2 og 6.
Hún flytur 1200 manns á klukkutíma
og er vegalengdin um 1200 metrar.
•Hæöarmismunur er 272 metrar.
Þessi nýja skíðalyfta KR er
stærsta stólalyfta á landinu. Undir-
búningur hófst síðastliöiö vor en
framkvæmdir í ágúst síðastliðnum.
-PÁ.
LONDON
Helgar- og vikuferðir
Brottför alla laugardaga.
Verðfrá 6.650
pr. mann í tveggja manna herbergi.
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og28580