Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 6
6 DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Jóna, ónnur stú/knanna sem vann meðfylgjandi grein um saltkjötíð, heldur hér á saltkjötsskammtí sem nægja myndi velhanda v/sitölufjölskyldunni. Saltkjöt og baunir meira en túkall — nokkur mismunur á verði Sprengidagur er þriðjudagurinn í föstuinngangi, áður síðasti dagur fyrir upphaf lönguföstu. önnur nöfn yfir sprengidag eru sprengikvöld og sprengir. Sprengidagur er eina kjöt- kveðjuhátíð, ef svo mætti kalla, sem haldin er á Islandi. A sprengidag er j venjan að hafa saltkjöt og baunir í matinn. Við ákváðum að kynna okkur nánar verð á saltkjöti og því meðlæti sem þykir ómissandi þennan dag. Við hringdum í nokkrar búðir til að athuga verðið og niðurstöður urðu þessar: I Asgeiri í Breiðholti kostar kílóiö af' saltkjöti kr. 63,00, rófur eru á 14,00 kr. kílóið og gular baunir á 24,65 kr. 454 g- I SS Austurveri kostar saltkjötiö kr. 73,00, rófur eru á 13,50. I Kjötmiðstöðinni er saltkjöt á 72,00 kr., rófur á kr. 15,70 og baunir á kr. 23,00. I Fjarðarkaupum, Hafnarfirði, kost- ar saltkjötið kr. 69,80, rófur kr. 13,00 og baunir eru á kr. 20,15. I Kostakjöri í Hafnarfirði er saltkjöt- ið á kr. 62,95 kílóið, rófur á kr. 22,50 ogbaunirákr. 21,85. I Víði, Starmýri, kostar saltkjötið kr. 65,00, rófur eru á 13,80 og baunir eru ákr. 21,90. I Hagkaupum er saltkjötið á kr. 44,20, rófumar á kr. 24,95. Eins og sjá má á þessum niöur- stöðum er mikill rnunur á verði á saltkjöti eöa allt frá 73,00 kr. niður í 44í0krónur. - Jóna og Gyða í starfskynningu úr Seljaskóla tóku saman. Hornafjördur: Ekki víst að brauðin séu ný þó volg séu Homfirsk húsmóðir sendi okkur upplýsingaseðil fyrir nokkru og með honum fylgdi bréf. I því segir meðal annars: ,,Ef einhver bakari ætlar að halda því fram fyrir hönd stéttarinnar aö þeir selji ekki gömul brauð, þá getur þú hringt í ansi mörg símanúmer hér og fengið fregnir af gömlum brauð- um. Það er ekki öraggt að þau séu ný þó þau séu volg, að minnsta kosti ekki þegar sést hafa myglublettir á þeim. Mér finnst það Neytendasam- tökunum til skammar að vera ekki búin að koma á dagstimplum á brauð.” Við þökkum bréfið. Hart er ef rétt er. Við sem eram hér í Reykjavík þekkjum ekki ástandið í brauðamál- um á landsbyggðinni nema af af- spum. Gott væri ef lesendur okkar víöa á landinu létu því í sér heyra. Bakarar hafa sjálfir haldið því fram opinberlega að þeir vilji aö við- skiptavinirnir séu ánægðir meö brauðin. Þeir ættu því að taka að- finnslum sem tækifæri til að bæta sig og hrósi sem merki um að þeir séu á réttrileið. DS Lykkjan vinsælli en pillan Nýtt hefti af tímaritinu Heilbrigðis- mál kom út skömmu fyrir áramótin. Þetta er tímarit Krabbameinsfélags Islands. I því er fjöldi skemmtilegra greina eftir ýmsa menn úr læknastétt og matvælafræðing. Auk þess eru birt ávörp forseta Islands og biskupsins yfir Islandi, fréttir af krabbameins- lækningum og yfirlit yfir helstu tekjur og gjöld Krabbameinsfélagsins árið 1981. Gunnlaugur Snædal ritar fyrstu greinina í blaðiö. Er hún un frjóvgun- arvamir og leitarstarfsemi. I henni segirmeöalannars: „Islendingar era meðal þeirra fáu þjóða heims sem þarfnast fólksf jölgun- ar. Þó verður að telja að ekki sé rétt að byggja þá fólksfjölgun á mistökum í fjölskylduáætlunum.” Síðan er rætt um upphaf getnaðar- varna og þau straumhvörf sem uröu þegar pillan kom fyrst á markað. Síðansegir: „Nú er fariö aö vinna úr þeim upp- lýsingum sem safnað hefur verið í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og þá kemur í ljós aö 55% íslenskra kvenna á barneignaraldri nota annað- hvort pilluna eða lykkjuna. Umræöur um hættur samfara pillunotkun virðast hafa leitt til þess að vinsældir hennar hafa minnkað mikið síöasta áratuginn Breytingar á notkun getnaðarvarna (pillu og lykkju) hjá 20—44 ára kon- um,frá 1971 til 1981. en lykkjan hefur unnið á sem getnaðar- vörn. Er nú svo komiö að meira en sex af hverjum tíu konum sem treysta á þessar vamir nota lykkjuna.” I grein annars staðar í blaöinu kemur fram að þaö era fyrst og fremst yngri konur sem nota pilluna en þær eldri nota lykkjuna. Samanlögð er notkunin mest á aldrinum 25—34 ára. Heildamotkun pillunnar hér á landi er nokkuð á þriðju milljón stykkja á ári. -DS Desemberverðlaunin í heimilisbókhaldinu Or þeim fjölda upplýsingaseðla sem okkur bárast í desember hefur einn seðill verið dreginn út. Sendandi þess seöils er Jón Magnússon, Hraunbæ 192, Reykjavík. Jón og fjölskylda eiga því von á verðlaunum mánaöarins, sem veitt era fyrir þátttöku í heimilis- bókhaldi DV. Verðlaunin era þrjú þúsund krónur og mun fjölskyldan í Hraunbæ velja sér eitthvert heimilistæki fyrir þá upphæð. Svo sem venja er greinum við síðar frá verðlaunahöfum og verölaunaaf- hendingu. -ÞG. Neytandi á Egilsstöðum: Keypti barnaskíði fyrir jól og fær þeim ekki skipt Ölöf Guðmundsdóttir, sem býr á Egilsstöðum, sendi okkur nýlega eftir- farandibréf: Fyrir jólin fór ég í verslunina Skóga hér á Egilsstöðum og spurði eftir barnaskíðum með bindingum sem hægt væri að nota á venjuleg stígvél. Mér vora undireins seld skiði sem kona verslunareigandans sagði méraðværu góð fy rir stígvél með þykkum botnum. Þar sem dóttir mín á slík stígvél þá keypti ég skíðin og gaf henni þau í jóla- gjöf en þá kom í ljós að hún gat engan veginn notað skíöin á sín þykkbotna stígvél. Fyrsta opnunardag eftir jól fóram við hjónin til aö fá skíðunum skipt fyrir aðra vöra sem til var í búðinni, þar sem dóttir okkar hafði lítið að gera við skíði með bindingum sem ekki var hægt að f esta á stígvélin. Jæja, við fengum þær upplýsingar aö í þessari búð væri ekki hægt að fá vör- um skipt, það væri ekki þeirra hlut- verk að taka aftur við vöram. Einnig var okkur sagt að við gætum notaö skíðin ef við keyptum randsaumuð stíg- vél eöa skíðaskó sem til voru í búðinni. A þetta var hins vegar ekki minnst þegar ég keypti skíðin. Eg bara spyr, á þetta að kallast góð þjónusta eða hvað? Svar kaupmannsins „Eg dreg í efa að konan hafi fengið villandi eöa rangar upplýsingar um vöruna áður en hún ákvað kaupin,” sagði Bjarni Kristmundsson, verslun- areigandi viðkomandi verslunar á Egilsstöðum, er við höfðum samband viðhann. „Þegar þau hjónin komu eftir jól og vildu skipta skíðunum þá var það á þeirri forsendu aö skíðin væru gölluö og svikin vara. Það vora þau ekki og því ber okkur ekki að taka þau aftur. Ef varan heföi verið gölluð hefðimálið að sjálfsögðu horft öðravísi við og vör- unni strax verið skipt. ” Orð gegn orðum „Mál af þessu tagi koma upp dag- lega hjá okkur,” sagði Guðsteinn V. Guðmundsson, starfsmaður Neytenda- samtakanna, er við bárum málsatvik undir hann. „Lagalega séð ber kaup- manninum engin skylda til að taka aftur ógallaða vöru og hann staðið við sinn þátt viöskiptanna sé varan ógöll- uö. Ef gefnar voru rangar upplýsingar áður en kaupin f óru f ram er v aran seld á fölskum forsendum og kaupandinn getur rift kaupunum. En þarna deila tveir aðilar og orð standa gegn orðum.” -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.