Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 9
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983.
UtBönd
Utlönd
Útlönd
Utlönd
Jerry Lewis
kvænist öðru
sinni
Kvikmyndastjarnan Jerry Lewis
gekk í gær að eiga ballettdans-
meyna Söndru Pitnick (32 ára ),
sambýliskonu sína síðan 1979.
Þetta er annað hjónaband þessa
56 ára gamla grinleikara. Hann
kvæntist átján ára gamall söngkon-
unni Patti Palmer en þau skildu
lögskilnaði 1980. Attu þau sex syni.
— Greiðir Lewis henni 400 þúsund
dollara í lífeyri á ári.
Hann gekk undir hjartauppskurð
í fyrra, seint, en læknar sögðu í síð-
ustu viku að hann hefði náð sér
algjörlega.
Jerry Lewis sagði blaðamönnum
í gær í Miami að hann léti það ekki
hrella sig að kvænast 13. febrúar,
því að þrettán væri happatala
sín.
Dauði Dlimi hershöfðingja:
Enn vex granur-
inn um morð
Enn berast fregnir frá Marokkó,
sem benda til þess að eitthvað sé
athugavert við frásagnir stjórnvalda
þar af dauða Dlimi hershöfðingja.
Eins og sagt var frá hér í síðustu viku
rekst framburður vitna, sem nærstödd
voru, á við framburð stjórnvalda. Frá-
. sögn DV af þessu máli var byggð á
fréttum úr franska dagblaðinu Le
Monde og nú hefur fréttaritari þess
blaðs, Roland Delcour, verið rekinn úr
landi í Marokkó, en hafði áður verið í
haldi lögreglunnar í tvo daga og yfir-
heyrður. Hann neitaði að láta uppi
heimildarmenn sína, en gat þess
aöeins að hann hefði upplýsingar sínar
eftir „áreiðanlegum heimildum.”
Þá er því viö aö bæta að frekari
upplýsingar hafa komið fram, sem
virðast enn frekar grafa undan yfir-
lýsingum stjórnvalda um dauða
Dlimis. Þannig segir í Le Monde að
ekkert bama eða ættingja hers-
höföingjans hafi fengið að sjá líkið.
Sonur hershöfðingjans kom þó á slys-
stað örskömmu eftir atburðinn. Það
var svo skömmu fyrir jaröarförina að
lokaðri kistu hershöfðingjans var
skilað til ætting janna.
Þá hefur fyrrum liðsforingi í her
Marokkó, Ahmed Rami, nú búsettur í
Svíþjóð, lýst því yfir að hann hafi hitt
Dlimi í Stokkhólmi fyrir rúmum tveim
mánuðum og að þá hafi Dlimi trúað
honum fyrir þvi að hann ráðgerði
valdatöku í sumar. Það er ekki víst
hvað skal treysta þessum vitnisburði,
en vert aö rifja upp aö um viku fyrir
dauöa Dlimis voru liösforingjar úr
flughemum handteknir og hafa verið í
haldi síðan.
Dllmi hershöfðingi, helsti ráðgjafi
Hassans II Marokkókóngs og lengi
yfirmaður leyniþjónustunnar þar í
landi. Hugði hann á valdarán?
ROSTUR
VEGNA
KOSN-
INGA
Fylkiskosningar hófust í Assam í
norðausturhluta Indlands í morgun, en
þar ríkir mikil ólga með tilburðum til
þess að fá fólk til að sniðganga
kosningamar. 90 manns hafa látið þar
lífið síðustu tvær vikur í óeirðum
hindútrúarmanna og múslima.
Kosningamar eiga að fara fram í
þrem áföngum. I dag, á fimmtudag og
á sunnudaginn. Hafa þúsundir
vopnaöra lögreglumanna verið sendir
til fylkisins til þess aö halda uppi
lögum og reglum.
Hindútrúar íbúar Assam eru æfir
vegna mikils innflutnings Bengali-
talandi múslima í fylkið og vilja ekki
að þeir hafi atkvæðisrétt í kosningun-
um. Vilja þeir fæla fólk frá því að
kjósa. Stúdentasamtök þeirra hafa
hótað að ræna kjörkössum og sækja að
kjörstöðum.
Kosnir skulu 126 fulltrúar á fylkis-
þingið og tólf á landsþingið í Delhí.
Fjórir frambjóðendur úr Kongress-
flokki Indiru hafa þegar veriö lýstir
sjálfkjömir.
S
Þessi mynd var tekin við Hilton-hótelið í Washington, í sömu mund og byssukúia tilræðismannsins hæfði Reagan Bandarikjaforseta.
Tilræðismaður Reagans
reynir siálfsmord
Hinckley færður á milli réttarsala.
John Hinckley jr., sem særði Reag-
an Bandaríkjaforseta í banatilræði hér
um árið, hefur enn gert tilraun til þess
að fy rirf ara sér. Gley pti hann einhvern
óþverra og var fluttur í ofboði af geð-
spítalanum á slysavarðstofu. Segja
læknar að honum muni ekki verða
meint af.
Hinckley var úrskurðaður
geðveikur og því ekki ábyrgur gerða
sinna þegar hann skaut Reagan og
þrjá menn aðra í Washington 30. mars
1981. Verjendur hans sögðu að hann
hefði reynt að ráða Reagan af dögum
til þess að ganga í augu leikkonunnar
Jodie Foser, sem hann hafði fengið á
heilann þótt hún þekkti ekki hið
minnsta tU hans nema af geðveikis-
legum aðdáendabréfum sem hann
sendi henni.
Meðan á réttarhöldunum stóð
reyndi Hinckley að hengja sig í jakfea
sínum og í maí 1981 tók hann inn of
stóran skammt af höfuðverkjartöflum.
kvikmyndahúsi
I morgun leituðu björgunarmenn
enn í rústiun kvikmyndahúss í Torino
þar sem 64 létust þegar kviknaði í
húsinu í gærkveldi. Mörg líkanna sem
þegar hafa fundist eru óþekkjanleg.
Þetta er versti bruni í langan tíma á
Italíu.
Rúmlega 30 likanna fundust á
salernum kvikmyndahússins, sem
heitir Statuo, og er tahð að óttaslegnir
gestirnir hafi viUst á dyrunum að sal-
ernunum og neyðarútgöngum.
Snemma í morgun sögðu lögregluyfir-
völd að ekki hefðu fundist fleiri lUc í
nokkra klukkutíma. Menn vonast til að
ekki hafi fleiri farist í brunanum en
þegar hafa fundist. Ekki er enn komin
endanleg tala um slasaöa og látna en
allir spítalar í nánd við slysstaðinn
hafa fengið sjúklinga til ummönnunar.
Slökkvihðsmenn, sem leituðu að
líkum, fundu í gærkveldi óvarðar raf-
magnsleiöslur sem lágu eftir aðal-
gangi kvikmyndahússins. Sérfræö-
ingar slökkviliðsins töldu, að skamm-
hlaup í þessum leiðslum hefði getað
valdið brunanum. Yfirsaksóknari
Torinoborgar, Bruno Caccia, kærði
framkvæmdastjóra kvikmynda-
hússins fyrir manndráp og hirðuleysi í
starfi.
Lögregluyfirvöld hafa gefið út hsta
með nöfnum um 20 fórnardýranna en
flesti þeirra voru milli tvítugs og
þrítugs. Seint í gærkveldi hafði safnast
saman hópur fólks fyrir utan bruna-
rústirnar, meðal þeirra ættingjar ungs
fólks sem hafði ætlað í bíó og ekki
komið heim á tilsettum tíma.
Stórbruni á Ítalíu:
Sextíu brunnu inni í