Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Qupperneq 12
12 DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983. 4i <*í 'lÍDAGBLAD,Ð-V,SIR í? ■ • v* Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöurog úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF.,SKEIFUNNI 19. Áskriftárverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblaðl5kr. Kenntað verzla Mörg og misjafnlega þokkuö eru verk Verðlagsstofnun- ar. Verst er varðstaða hennar við vísitölufalsanir stjórn- valda, sem í ýmsum tilvikum felur í sér bein lögbrot, svo sem verðlagsstjóri hefur orðið að játa fyrir dómstóli. Komið hefur í ljós, að Verðlagsráð hefur lagt til niður- skurð verðhækkana án þess að kanna afkomu vel rekinna fyrirtækja í viðkomandi greinum, þótt lög mæli svo fyrir. Þetta var á sínum tíma staöfest í málaferlum gegn dag- blöðum. Nýjasta dæmið um varðgæzluna eru tilraunir stofnunarinnar og Verðlagsráðs, stjórnar hennar, til aö ákveða, hversu mikill taprekstur Strætisvagna Reykja- víkur eigi að vera, þótt slíkt sé langt fyrir utan verksvið- ið. Á sama tíma er Verölagsstofnun að efla þjónustu á öðr- um og jákvæðari sviðum. Þar er ekki um að ræða þjón- ustu við vísitölufalsanir stjórnvalda, heldur aðstoð við neytendur til eflingar almennu verðskyni í verðbólgunni. Verðkynningar stofnunarinnar hafa smám saman verið að slípast. Þær, sem birzt hafa síðustu mánuðina, hafa verið einkar fróðlegar og hafa ekki gefið tilefni til rökstuddrar gagnrýni á borð við þá, sem heyrðist í upp- hafi. Fimmta verðkynningin, sem birtist í upphafi desember í vetur, vakti mikla athygli. Þar voru áætluð ársútgjöld meðalfjölskyldu í mat og hreinlætisvörum eftir því, hvar á höfuðborgarsvæðinu var verzlað. I ljós kom, að verðmunurinn í ódýrustu og dýrustu verzluninni nam tæplega 16% eöa 8.759 krónum á árinu. Marga fjölskylduna munar um minna í útgjöldum til matar og hreinlætisvöru en sem svarar algengum mánaðarlaunum. Ýmsar verzlanir, sem hlutu góða niðurstöðu í kynning- unni, notfærðu sér hana í auglýsingum og öðrum áróðri. Sumar þeirra fjölguðu meira að segja vörum, sem neytendum voru boðnar á tilboðsverði í jólakauptíðinni. I staö þess að eyða miklu benzíni í akstur milli verzl- ana til aö grípa ódýra vöru á mörgum stöðum, gátu neyt- endur valið sér einhverja ódýra verzlun, sem lá vel við samgönguleiðum milli heimilis og vinnustaðar. Enginn vafi er á, að margir neytendur notuðu þetta og fluttu viöskipti sín til þeirra kaupmanna, sem betur buðu. Þannig varö kynningarstarfiö til að færa viöskipti til verzlana, sem bezt hafði tekizt að gæta hagsmuna neyt- enda. Enn fór Verðlagsstofnun inn á nýja og athyglisverða braut í janúar, þegar birtur var samanburður á verði Reykjavíkur og Kaupmannahafnar á ýmsum matvörum og nokkrum fleiri vörum. Þar skar ýmislegt í augu. Ýmis verðmunurinn sýndi, hve hart íslendingar eru leiknir af græðgi hins opinbera í tolla, vörugjald og sölu- skatta, sem m.a. leiðir til óhófsverðs á grænmeti. Hún sýnir líka, hve illa einokunin fer með okkur. Hún veldur því, að jógúrt úr niöurgreiddri mjólk er meira en tvöfalt dýrari hér en í Danmörku. Hún veldur því að niðurgreitt dilkakjöt hér er helmingi dýrara en kjúklingar í Danmörku, hliðstæður matur þar í landi. Gott væri, að Verðlagsstofnun gerði hliðstæðan saman- burð á vöruverði hér og í Bandaríkjunum, svo að enn betur komi í ljós, hvernig okur hins opinbera, verzlunar- einokun og innflutningsbann hefur íslenzka neytendur að fífli. Stjórnarskráin fjallar um fleira og meira en f jölda þingmanna „KYNNING Á LÁGU PLANI” Loks hafa drög aö nýrri stjórnarskrá fyrir lýöveldiö litið dagsins ljós eftir 40 ára vangaveltur. Ætla mætti aö slíkt mál fengi víötæka og málefnalega umfjöllun fjölmiöla og í framhaldi af því gæti almenningur myndað sér skoöun og tekið afstöðu. Þingmenn hafa þegar haft góöan tíma til þess að kynna sér málið. Stjómarskrárnefhd er skipuð af þingflokkunum og hafi þingmennimir ekki fylgst með því sem nefndin hefur veriö að gera í þeirra umboöi er þaö einfaldlega vegna þess að þeir hafa engan áhuga haft á málinu. Raunin er líka sú eftir því sem bezt verður séö. Undantekning varö- andi þetta er þingflokkur Alþýöu- flokksins sem lýst hefur yfir að hann hafi frá upphafi fylgst meö málinu og þeim er ekkert aö vanbúnaöi aö af- greiöa það. Aöeins eitt dagblaðanna, DV, hefur tekið máliö fyrir í heild sinni en í hljóö- varpi og sjónvarpi hefur málið aöeins fengiö mjög losaralega umfjöllun. Umræöan hefur að mestu snúist um fjölda þingmanna sem í raun skiptir litlu máli a.m.k. veröi fjölgun ekki meiri en þrír. Kjallarinn Ólafur Björnsson Vissulega mætti fækka þeim eitthvaö en það er smámál, miðað við margt annaö sem fjallaö er um. Annaö sem helst er rætt um er jöfnun atkvæðis- réttar, sem vissulega er stærsti þáttur málsins. Varðandi þann þátt, sem og í öðru, verður að hafa í huga hvaö hægt er aö komast í þessum áfanga, en þar ræður auðvitað meirihluti þingmanna. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá 79. gr. verða engar breytingar eða viöaukar gerðir á stjómarskránni nema meirihluti þingmanna sam- þykki. I nýju drögunum er hins vegar gert ráö fyrir aö slíkt veröi lagt undir þjóðaratkvæöi eftirleiöis. Þessum staöreyndummætti gefa meirigaum. Fjöldi þingmanna segir ekki alft Starfi þingið í einni málstofu, eins og gert er ráö fyrir, verður fjöldi þing- manna að standa á oddatölu, lágmarks breyting i 59 eða 61 væri því óhjá- kvæmleg. Helst er rætt um 63 þing- menn, því að „Landsbyggðin” skal halda „sínu”. Áfram er gert ráö fyrir að ótakmarkaöur fjöldi ráöherra geti jafnframt veriö þingmenn. Hvort tveggja er þó metið fullt starf. Til greina kæmi aö þingmönnum fækkaði um þá sem verða ráðherrar, það ætti ekki aö raska „jafnvæginu”. Fordæmi er a.m.k. fyrir í Noregi, sem viö eigum Horfum á landið allt. Af hverju er hinn pólitíski slagur innan flokka fremur en milli flokka, svo blóöugur og persónulegur sem raun ber vitni? Af hverju slæst Eggert Haukdal með slíku offorsi gegn Guömundi Karlssyni á Suöuriandi, Pálmi Jónsson meö slíku offorsi gegn Eyjólfi Konráð á Norðurlandi, allir gegn öllum innan flokka? Menn verða aö horfa til hinnar raunverulegu skýringar. Þegar veriö er að kjósa til Alþingis, þá er ekki veriö aö kjósa einstaklinga fyrst og fremst til þess að setja almennar leikreglur. Þeir í Vestmannaeyjum þurfa ekki ööru vísi leikreglur um skatta eöa grunnskóla en hinir á Hellu. Hún- vetningar þurfa ekki ööru vísi leikreglur en þeir á Siglufirði. Nei, því miður, leikurinn snýst ekki um þaö. Leikurinn snýst um hitt; þaö er ekki verið aö kjósa um leikreglur og löggjöf, heldur er verið að kjósa, þó svo það sé enn kallað Alþingi og lög- gjafarvald, um fulltrúa sem fyrir byggðirnar eöa bara fyrir vini sína er ætlað þaö göfuga hlutverk aö brjótast meö einum eða öðrum hætti inn í s jóða- kerfiö, bankaráðin, Framkvæmda- stofnun og hvaö þetta allt heitir, og út- vega fjármagn, helst mikiö niöur- greitt, sem síðan verði flutt til baka. Sagt er aö Selfoss verði aö fá þingmann, iönaöurinn verði aö fá þing- mann. En þessum „þingmönnum” er alls ekki ætlaö aö setja lög. Þeim er ætlað að sækja peninga, helst niöur- greidda, í þágu einstaklinga eða byggöarlaga. Og þeir lofa því. En nú er þaö svo aö útkoman úr þessari styrjöld um fjármagnið verður auðvitaö í þágu örfárra, en hvemig sem hún veröur, þá verður hún önd- verð hagsmvnum hinna mörgu. En eitt er samt víst: Aö þessu leytinu til er flokkakerfið gamla ónýtt. Þar berjast allir, sumir eru að vísu fúsari en aörir, á sömu forsendum. Og segja má að Eggert Haukdal hafi aö því leytinu gert lýðræðinu gagn og keppinautum sínum skömm til, að sölumennska hans, hvort sem það stafar af einfeldni eöa þrefeldni, hefur veriö rekin blygöunarlausast og fyrir opnum tjöldum. Vilmundur Gylfason En þeir sem halda að Eggert Haukdal sé óvenjulega bíræfinn, und- antekning frá reglu, eru haldnir mis- skilningi. Eggert Haukdal er reglan; hann er raunveruleiki stjómkerfisins. Það er auðvitaö enginn eölismunur á störfum Eggerts Haukdals annars vegar og störfum Sverris Hermanns- sonar í Framkvæmdastofnun hins vegar. Þaö er enginn eölismunur á þessu; og það telst ekki eölismunur þó svo guö almáttugur hafi gengiö svo frá málum að því er þessa tvo nafngreindu einstaklinga varðar, að annar er svo- lítið fyndinn en hinn svolítiö hlægileg- ur. Þeir eru að vinna sömu verkin; meö sömu aðferðunum — og þessi sömu verk er allur þorri þeirra einstaklinga að vinna, sem þó hefur verið kjörinn til þess að setja þjóðinni almennar leik- reglur. Af þessum ástæöum fjalla íslensk stjómmál ekki um grundvallaratriöi stjórnmála; ekki um skoðanaá- greining neins konar. Af þessum á- stæðum er enginn eðlismunur lengur á Sjálfstæöisflokki og Alþýöubandalagi; enginn teljandi munur á Geir Hallgrímssyni og Svavari Gestssyni (ef frá er talið aö annar er skeggjaður); enginn munur á störfum Framsóknarflokks og Alþýöuflokks. Þeir eru aö keppa um sama fylgið með sama hætti. Þeir eru aö berjast um aögang aö sjóðakerfinu. Og að loknum kosningum koma fram í dagsljósið þeir sem segjast eiga rétt á þessu ráðinu og hinni stjórninni; til þess að geta skipt fjármunum bak við tjöldin; mjatlað einhverju til blaðanna, en aöallega þó til vinsamlegra fyrirtækja. Það er þetta kerfi sem er að hruni komið. Atökin og ofsinn í Sjálfstæöis- flokknum er barátta um aðstöðu til þess aö geta hyglað vildarvinum; ekki meö almennum leikreglum heldur með fyrirgreiðslum, sem sumir fá og miklu fleiri þar með ekki. Þetta kerfi fámennisins er auðvitaö fárveikt. Að falli komiö. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn biöur um atfylgi, vegna þess að þaö sé ávísun á „sterka stjóm”, hvað sem þaö nú annars þýöir, eru þaö auðvitaö botnlaus öfugmæli. Þar eru saman komnir Haukdælir hinnar tuttugustu aldar, hverju nafni sem þeir kjósa aö nefna sig. Slags- málin munu aðeins flutt til, úr byggöunum og inn á gólf stjóm- sýslunnar. Þaö er allt og sumt. ■4 •S Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.