Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Page 13
DV. MANUDAGUR14. FEBRUAR1983.
13
margt sameiginlegt með, aö þegar
þingmaöur tekur við ráöherrastörfum
fellur umboð hans sem þingmanns
niður og varamaður tekur við. Hér er
reyndin sú að varamenn eru meira og
minna á þingi fyrir ráðherra og báðir
halda laununum fyrir þingstörf. Við
hverja stjómarmyndun fjölgar
ráðherrum og auk þess verður algeng-
ara aö ráöherrar taki sér aðstoöar-
mann eða jafnvel menn. Að hluta, til að
vinna störf sem þeir treysta ekki ævi-
ráðnum ráöuneytisstjórum fyrir, og
hins vegar til að létta af sér eigin
störfum, m.a. af því þeir gegna
tveimur. Þá má nefna að varamenn
taka oft sæti á þingi af litlu tilefni m.a.
af því flakki þingmanna vítt og breitt
um heiminn eru engar skorður settar.
Þaö eru því margar leiðir nærtækar til
þess að draga úr kostnaði viö þing-
haldið sem vega þyngra en fjölgun
þingmanna í 63, sem virðist eina leiðin
sem samkomulag getur náðst um til
þess að jafna atkvæðisrétt dálítið.
Bráðabirgðalög
Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir
sett umdeild bráðabirgöalög og
stöðugt er gengið lengra í að stjóma
landinu meö slíkum lögum. Virtur lög-
maður skrifar kjallara í DV þann 26/1
og telur þar að í þessum efnum sem
öðrum breyti tillögur stjórnarskrár-
nefndar litlu og því miður er mikiö til í
þessu varðandi útgáfu bráðabirgöa-
laga, aö ööru leyti er fullyrðingin röng.
Hér er reyndar um £itt af þeim
atriöum að ræða sem fram koma tvö
álit um.
Fulltrúar Alþýðuflokksins leggja til
að heimild til útgáfu bráöabirgðalaga
verði felld niður, enda þingmenn á
launum allt áriö og vandkvæðalaust að
kveðja þing saman með stuttum fyrir-
vara. Af einhverjum ástæðum hefur
lögmanninum sést yfir að geta álits
Alþýðuflokksins, svona rétt eins og
þegar Morgunblaðið fjallar um mál
þeirra sem blaöið vill síður vekja
athygli á. Heimild til útgáfu bráða-
birgöalaga er frá þeirri tíð aö þing sat
aðeins skamman tíma og samgöngur
voru aö mestu á hestum. Slík heimild
mun fátíð eöa óþekkt í stjómarskrám á
Vesturlöndum, enda með öllu óþörf.
Eignarréttur
Lengi hefur verið deilt um hversu
langt eignarréttur eigi að ganga og þá
alveg sérstaklega varðandi lönd. I
þeim efnum er ekki skýrar ákveðið í
dag en svo að Hæstiréttur hefur nánast
auglýst eftir lögum þar um, sbr.
dómur um Landmannaafrétt. Fárán-
legar bætur eru áformaðar vegna
Blönduvirkjunar og stöðugt er deilt um
hve djúpt niður í jöröina svokallaöir
landeigendur eiga. Samkvæmt núgild-
andi reglu fer vart milli mála að bónd-
inn á Kirkjubóli átti Vestmannaeyja-
gosið. Víðar er eignarréttur á reiki.
Algengt er að stjórnvöld geri upp-
tækan gengismun af fiskbirgðum og út-
hluti síðan að eigin geðþótta. Síðustu
dæmi þar um er margendurtekin upp-
taka á hluta af væntanlegum gengis-
mun af skreið, sem síðan er dreift til
bjargar vonlausustu fyrirtækjum eftir
smekk jafnvel einstakra ráðherra.
Hvað myndu eignarréttardýrkendur
segja um að gengismunur af álbirgð-
um væri notaður til þess að styrkja
járnblendið og hvað kemur til að
gengismunur af prjónavörum er ekki
notaður til þess að greiða fyrir útflutn-
ingi á dilkakjöti? Stjórnarskrámefnd
skilaði áliti í þrennu lagi um eignar-
réttinn og eignarnámsbætur, sem allar
ná heldur skammt. Fróðlegt væri að
sjá „kjallara” frá virtum lögmönnum
um þessi efni og fleiri kynnu að hafa
skoðun á þeim.
Val frambjóðenda
— Persónuval
Svo virðist sem virðing þingmanna
fari síþverrandi, en ekki fer þó milli
mála að almenningur hefur valið sér
þessa þingmenn sem fá síðan afleitan
vitnisburð. Flestir þingmenn em nú
valdir í svokölluðum prófkjömm, en
þeim fjölgar ört sem hallast að því að
þau séu ekki heppilegasta lausnin á
framboðsmálum. Eitt af því sem
stjómmálamenn hafa marglofsungið
er persónuval í kosningum, þ.e. að
kjósendur raði sjálfir þegar þeir kjósa.
Sú aðferð hefur víða veriö tekin upp,
sums staðar tvöföld kosning, val á lista
og einnig frambjóöendum. Sjálfsagt
hefði verið að setja í nýja stjórnar-
skrá eða kosningaiög ákvæði um sem
víötækast persónuval, þá yröi ekki um-
deilt hver raðar á listann.
Þingmenn einir
geta breytt
stjórnarskránni
Tillagan að nýrri stjómarskrá, sem
loks hefur verið lögð fram, er að sjálf-
sögðu ekki óumdeilanleg fremur en
önnur mannanna verk. Ekki ætti að
vera umdeilt að í flestu stefnir hún í
rétta átt. Við allmargar greinar koma
fram fleiri en ein tillaga. Þar verður
Alþingi að skera úr um. Hér hefur
aðeins verið fjallað um fá atriöi sem
ætla mætti að almenningur léti sig
varða, en þau eru miklu fleiri.
Almenningsálitið gæti haft veruleg
áhrif á gerðir og skoðun þingmanna
við afgreiðslu nýrrar stjómarskrár en
til þess þarf fólk aö vera upplýst og
látafrá sérheyra.
Nú er gert ráð fyrir að ákvörðun um
þingrof verði í höndum Alþingis en
ekki eins manns, forsætisráöherra,
sem segja má að hafi erft þennan
mikilsverða rétt frá kónginum.
Ennfremur að Alþingi starfi í einni
deild en ekki tveimur sem miðaöist við
að konungurinn veldi í aðra. Þá er gert
ráö fyrir að Alþingi láti nefndir
fylgjast með að ákvörðunum þess sé
framfylgt og þannig mætti lengi telja.
Nú em liðin 40 ár síöan þingmenn
hefðu átt aö koma því í verk að setja
lýðveldinu stjómarskrá, en það geta
þeir einir gert eftir þeirri sem nú er í
gildi. Víki þeir sér undan þessari frum-
skyldu sinni á þeirri forsendu að þeir
þekki ekki málið nógu vel, mun þeim
fjölga sem lítils meta þá. Því mega
þeir illa við og þjóðin alls ekki.
Ólafur Björasson,
Keflavík.
Bandalag jafnaðarmanna —
HVERNIG STJÓRNKERFI?
Þeim er ætlað það göfuga hlutverk að brjótast með einum eða öðrum hœtti inn i... . Framkvæmdastofnun.'
Nýjar leiðir
Við viljum fara öðm vísi að. Við
viljum aðskilja gersamlega lög-
gjafarvalds (Alþingis) og fram-
kvæmdavalds (ríkisstjómar). Það
þýðir einfaldlega að þegar einstakling-
ar, konur eða karlar, eru kosnir til
þjóðþingsins, þá er þeirra starfi að
setja almennar leikreglur, og það sem
ekki skiptir minna máli, að hafa
eftirlit með því að þessum sömu leik-
reglum sé fylgt. Þetta eiga að vera
störf löggjafarsamkomunnar og önnur
ekki. Alþingi á að hafa eftirlit með
stofnunum framkvæmdavaldsins en
ekki taka beina þátt í stjómun þeirra.
Ef valdi er misbeitt í ráðuneyti eða í
hverri annarri stofnun framkvæmda-
valdsins, ef fjármagni er misskipt, ef
einstaklingum er hyglað óeðlilega, þá
er það Alþingis að gera athugasemdir
eöa breyta leikreglunum, þyki ástæða
til. Borgaramir eiga aö hafa mikil-
væga vöm í slíkum störfum löggjaf-
ans.
Þjóðkjör
framkvæmdavalds
Við leggjum til að framkvæmdavald,
forsætisráðherra, sé kosinn beinni
kosningu, í tvöfaldri umferð, nái
enginn helmingi atkvæöa í þeirri fyrri.
Með því vinnst margt. Kosningaréttur
er jafnaður að því er framkvæmda-
valdið varðar. Skynsamlegt jafnvægi
næst milli sjónarmiða þéttbýlis annars
vegar og sjónarmiða dreifbýlis hins
vegar. Hlutverk löggjafans á að vera
að setja leikreglurnar; hlutverk fram-
kvæmdavaldsins aö framkvæmda þær.
Og ef upp kemur ósættanlegur
ágreiningur, sem getur veriö þó það sé
varla líklegt, hef ur hvor aðilinn um sig
rétt til þess að knýja fram þjóðarat-
kvæði; þar sem auðvitað hver einstakl-
ingur fer með eitt og jafnt atkvæði.
Og við leggjum til að æðstu
embættismenn ríklsins séu ráðnir til
fjögurra ára; og að aðeins sé heimilt
að ráða þá tvívegis til sama starfs.
Tökum dæmi
. — útvarpið
Setjum svo að þjóðin hafi kosiö
tiltekinn einstakling sem handhafa
framkvæmdavalds — í tvöfaldri
umferð; og í kosningu þar sem sérhver
einstaklingur hafði eitt og jafnt at-
kvæði. Setjum svo að sá skipi með sér
ríkisstjórn og hafi sagt fyrirfram
hverjir sætu í þessari ríkisstjórn.
Setjum svo að eitt af kosningamálum
hans hafi verið að gera þyrfti veiga-
miklar breytingar á rekstri út-
varpsins; meira af þessu eða minna af
hinu. Eðlilegt væri að við áramót eftir
kosningar heföi ný ríkisstjóm heimild
til þess að ráða nýjan útvarpsstjóra til
þess að koma hugmyndum sínum í
framkvæmd. Að öðm leyti á Ríkisút-
varpið (sem og aðrar stofnanir
ríkisins) auðvitað ekki að lúta beinum
afskiptum stjómmálavaldsins frá degi
til dags.
Hins vegar setur löggjafinn al-
mennar reglur um Ríkisútvarpið og út-
varpsstarfsemi almennt talað, þar
sem auðvitað á að afnema einokun.
Eftir sem áður þarf að tryggja sér-
stöðu Ríkisútvarpsins, t.d. með því að
þeir hafi rétt til auglýsinga. En það er
ekki aðalatriöi málsins. Hitt er aöalat-
riði, að löggjafinn á að geta gert sínar
athugasemdir, hafi til dæmis lög um
hlutleysi, eða hver önnur lög verið
brotin, eftirá. Slíkt eftirlitsvald álög-
gjafinn að hafa, og þeim skyldum, til
dæmis vegna kvartana borgaranna, á
hann að gegna fyrir opnum tjöldum.
Hafi fólkið í landinu kosið sér nýja
stjórn, ný sjónarmið, ný stefnumið, þá
á sú stjóm auðvitað að geta fylgt fram
slikri stefnu. En hún breytir ekki
reglunum; það gerir löggjafarvaldið.
Og löggjafarvaldið hefur ennfremur
eftirlit með því að leikreglunum sé
fylgt. Framkvæmdavaldið skipar
bankastjóra, forstjóra Pósts og síma,
eöa hvaöa annan af æöstu embættis-
mönnum ríkisins; löggjafinn setur
leikreglurnar sem þessar stofnanir
þurfa að fara eftir; og hefur eftirlit
með þvi að eftir slíkum leikreglum sé
fariö.
Það er auövitað deginum ljósara aö
þetta er krafa um hreinlegt stjóm-
kerfi. Hitt er líka deginum ljósara að
þeir sem 'eru andstæðastir þessum
hugmyndum em flokkahestar, sem
hvíla í baksviði stjómmálaflokkanna,
en koma gjarnan að kosningum
loknum, einkum ef vel hefur gengið, og
(vilja „sitt”. Þetta er þetta óopinbera
valdakerfi, sem lekur i gegnum flokka-
kerfið, þvert og endilangt, stendur
saman þétt og fast gegn
utanaðkomandi ógnunum við s jálft sig,
ræður að mestufyrir fjölmiðlunum; og
er samtryggt í hegöan, háttum og stíl.
Valdakerfið lítur svo til, — og það
með réttu — að Bandalag jafnaðar-
manna sé slík utanaðkomandi ógnun.
Þess vegna láta þeir eins og þeir láta.
Vilmundur Gylfason.