Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Page 18
18
DV. MÁNUDAGUR14. FEBROAR1983.
Menning Menning Menning Menning
Málverk eftir Erlu Þórarinsdóttur.
Ungir myndlistarmenn
t ímamóf asýning á Kjarvaisstöðum
fjölbreytilegan svip. Við kynnumst
því í einni svipan listaverkum sem
sköpuð eru út frá ólíkustu forsendum
eins og t.d. poppi, abstraetion,
concepti — og þá alveg sérstaklega
,,nýja málverkinu” sem virðist
höfða einkar sterkt til yngstu kyn-
slóðarinnar.
Frjáls tjáning
Jú, „nýja málverkið” virðist nú
vera í algleymingi. Og ferskleika
sýningarinnar er einmitt aö finna í
þessu myndmáli þar sem lista-
mennirnir mála „frjálst” og neita að
beygja sig undir hefðbundnar reglur
og fagurfræðilegar forskriftir. Þeir
frjálsu listamenn sem vekja hvaö
mesta athygli hér á sýningunni eru:
Erla Þórarinsdóttir, Helgi Þ.
Friðjónsson, Jón Axel, Kjartan Ola-
son, Kristinn G. Harðarson, Magnús
V. Guðlaugsson, Tumi Magnússon og
Valgaröur Gunnarsson.
Þó svo að þessir listamenn noti
allir formskrift (flatarverkun, and-
akademíska teikningu og aö því er
virðist tilviljanakennt handbragð)
„nýjamálverksins” þá eru þeir afar
ólíkir innbyrðis. Hver þeirra ber
sinn stíl, sinn persónulega skilning
og útleggingu á fyrirbærinu „frjálst
málverk”, Forsenda hvers og eins
liggur í menntuninni og er undir
áhrifum frá þeim menningarheimi
þar sem viðkomandi listamenn hafa
dvalist. Þannig sjáum við Kjartan
Olason leggja áherslu á efniskennd
og tvíræðni í efni og formi; Erla
Þórarinsdóttir einfaldar menn og
hluti í afgerandi tákn (hún sagöi
reyndar í viðtali að þetta væru eins
konar „archetype” og Helgi Þ.
Friðjónsson og Kristinn G. Harðar-
son einbeita sér aö inntakslegri
tjáningu, ákveðinni frásögn eða
fantasíu, sem þeir setja hispurslaust
á léreftið.
Um hvað fjallar málverkið?
En um hvað fjalla svo þessar
myndir? Hverju vilja þessir lista-
menn miðla áhorfendum? Fjallar
þetta málverk aðeins um form og
liti? Eða hvaða hlutverki gegna per-
sónurnar í myndum „nýja
málverksins”? Er eldspýtirinn eftir
Jón Axel aðeins skraut? Hver eru
tengsl mannsins við hina
geometrísku fleti í verkum Valgarðs
Gunnarssonar? I raun er afar erfitt
aö átta sig á merkingu þessara
verka, en þó verður að segjast að hún
er einna skýrust í verkum þeirra
félaga Helga Þorgils og Kristins
Harðasonar. Þar viröist allt gert til
að hæðast að og afvegaleiða
hefðbundin gildi (sjá t.d. Patman í
stærstu myndinni). En í öörum
myndum er dýpri og þyngri undir-
tónn þar sem hrúgað er inn táknum
og þeim skipað niður á léreftið með
formskrift „nýja málverksins”.
Þessar myndir hafa sterk tengsl við
ritmáliö. Hér er ekki um að ræða
sjónblekkingu heldur tvívíddarsýn
og táknin sem virðast rituð hispurs-
laust á léreftið veita áhorfendumi
inntaksríka frásögn. Nema hvað,
línulegur lestur bókmenntanna hefur
verið brotinn upp, engin lestrar-
stefna er gefin og áhorfandanum er
frjálst að velja, tengja og túlka nær-
og fjærliggjandi tákn á sinn hátt. I
raun er þátttaka áhorfandans tví-
þætt, annars vegar er honum gert að
skilgreina viðkomandi form og gefa
þeim s jónræna fyllingu og hins vegar
má óhorfandinn (ef hann nennir)
tengja saman gefin tákn á myndflet-
inum.
Annars konar verk
Fyrir utan „nýja málverkið” er
hér einnig fjöldi verka sem má
eflaust flokka undir hinar og þessar
stefnur. En þó svo þessi verk
framkalli ekki undrun áhorfandans
íyrir frumleik eða ný ja möguleika þá
eiga þau flest það sammerkt að vera
einkar vel unnin. Þessir listamenn
virðast flestir búa yfir virðingar-
verðri handmennt og tækni. Á þetta
t.d. við um listamanninn Gunnar
Karlsson, en myndverk hans eru þó
að öðru leyti stæling á verkum
hins liðna meistara Arcimboldo
(1527—1593) nema veriö sé að snúa
út úr myndmáli hans af ráðnum hug.
Og Lýður Sigurðsson nýtir sér vel
tæknina, en nær þó ekki að greina sig
frá hinum þekkta listamanni Erró.
Og Pétur Már Pétursson vinnur sam-
kvæmt hinni lýrísku abstraction.
Hann hefur tileinkað sé allar
tæknilegar forsendur verksins og
skortir nú aðeins aö móta per-
sónulegri og meira afgerandi farveg.
Tímamótasýning
Of langt mál yrði að telja upp alla
þátttakendurna en víst er að allir
ættu að finna eitthvað viö sitt hæfi
hérásýningunni.
I heild er sýningin glæsileg af-
lestrar, og víst er að hún verður aö
teljast tímamótasýning. Þó hefði
eflaust mátt vanda enn betur til
sýningarinnar með því t.d. að rita
nákvæmari texta um íslenska
nútímalist í sýningarskrá og stýra
þannig áhorfendum betur í gegnum
sýninguna sem býður upp á
fjölbreytilegar listtegundir og fjar-
skykl listhugtök. Þá hefði eflaust
mátt með litlum tilkostnaði flytja
erindi um íslenska list fyrr og nú,
þannig að áhorfendur gætu gert sér
grein fyrir sögulegri stöðu yngstu
kynslóöarinnar. Jú, það virðist oft
skorta ákveðna úrvinnslu á
opinberum sýningum hérlendis.
Þá vakti þaö athygli mína, er ég
skoðaði sýninguna, að ekki var búið
að kaupa verk eftir þá Kjartan Ola-
son, Jón Axel eða Valgarð Gunnars-
son, en aftur á móti hafði Háskóli
Islands keypt tvö verk eftir Vigni
Jóhannsson, en þar hefði eflaust
mátt láta eitt nægja. -GBK.
Nýlega var opnuð á Kjarvals-
stöðum stórmerkileg sýning sem ber
yfirskriftina „Ungir myndlistar-
menn”. Þaðer stjóm Kjarvalsstaöa,
undir forystu Einars Hákonarsonar,
sem stendur fyrir þessari sýningu,
en hún á að spegla þá list sem nú er
að gerjast meðal yngstu myndlistar-
mannanna.
Það var svo sannarlega kominn
tími til þess að opinberir aðilar
veittu ungu myndlistarfólki
raunverulega athygli, því segja má
að þessir „opinberu aðilar” hafi
bókstaflega gleymt síðustu listkyn-
slóðunum í íslenskri listasögu. Þá er
þessi sýning einnig vel til fundin
vegna þess að einmitt nú eiga sér
stað veruleg umskipti í íslenskri
myndlistarsköpun og hefðbundin
efni eru nú notuð aftur eftir nokkurt
hlé.
Djörf upphenging
Það er ddd gott að segja hvað hef-
ur ráöið upphengingu veika á
sýningunni, þeim virðist einna helst
hafa verið stráö á veggina „eftir
auganu”. Þetta er því djörf sam-
setning sem gefur sýningunni
Málverk eftlr Kjartan Olason.
8®
Ljósm. GBK