Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Page 20
20
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983.
MOTOROLA
Alternatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila
skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts-
skýrslu í þríriti.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
10. febrúar 1983.
ÞRÓUNAR
SAMVINNU
SÍOFNUN
(SLANDS
Þróunarsamvinnustofnun Islands auglýsir hér með lausar
til umsóknar stöður verkefnisstjóra og skipstjóra viö fiskveiði-
verkefnið á Cabo Verde.
Verkefnisstjóra sem skal stjórna á staönum af hálfu ÞSSÍ
framkvæmd aðstoðarverkefnis á sviði fiskveiða í samráði viö
stjórnvöld Cabo Verde á grundvelli fyrirframgerðrar áætlun-
ar. Um er að ræða m.a. almenna útgerðarstjórn, skýrslugerð
og bókhald.
Skipstjóra á nýtt 150 smál. fjölveiðiskip sem er í smíðum hjá
Slippstöðinni hf., Akureyri. Skipinu er ætlað að stunda veiðar,
veiöitilraunir, haf- og fiskirannsóknir viö Cabo Verde, auk
þess að vera notaö til kennslu í fiskveiðum.
I umsóknunum þarf m.a. að koma fram menntun, tungu-
málakunnátta og starfsreynsla, þar á meðal í þróunarlöndun-
um ef um er að ræða. Jafnframt er óskað eftir meðmælum.
Umsækjendur verða að vera reiðubúnir til náms í portú-
göisku. Gert er ráð fyrir að þeir sem ráðnir verða taki þátt í
4ra vikna undirbúningsnámskeiði og hefji störf um mitt ár
eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 12. mars 1983. Allar nánari upplýs-
ingar verða veittar á skrifstofu ÞSSI, Rauðarárstíg 25, sími
25133, kl. 9—10 daglega.
Ymur allsherjargoðans
Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði kveöur
hluta Völvuspár, Hávamála og Sigurdrrfumála.
Hljómplata í útgáfu Gramms.
Um áratugar skeiö hefur Asatrúar-
félag veriö við lýöi á Islandi. Mér
liggur við aö halda aö fregnir af félagi
þessu hafi veriö öllu fyrirferðarmeiri á
erlendum vettvangi en innlendum.
Meginþorra Islendinga viröist tilvist
þessa trúfélags litlu máli skipta, en
áhuga erlendra túrhesta verða þeir
sem þá leiöa, áþreifanlega varir við.
Fer þá jafnan vel á að reifa þau mál
þegar ekið er um Geldingadraga og
bær allsherjargoðans blasir viö, og
reynast menn yfirleitt áhugasamir um
blótsiðu og aðra ímyndaða
villimennsku heiðingjanna. Grunar
mig raunar að Islendingar sjálfir séu
haldnir ámóta bábiljum um þennan
landsins sið, og fávitandi túrhestar úr
öðrum löndum. Er ýmislegt til að
renna stoðum undir þá tilgátu og skulu
hér tekin nokkur dæmi. Er því til dæm-
is nokkurn tima á loft haldið að heiðnir
menn á Islandi hafi sett lög um sam-
hjálp, hefndar-, erfða- og fram-
færsluskyldu allt í fimmta lið? Er það
nokkum tíma útskýrt fyrir skóla-
bömum að hreppurinn hafi verið
gagnkvæmt tryggingafélag frjálsra
búenda, en ekki stjórnskipuleg;
rekstrareining eins og kirkjusóknin og
síðar sveitarfélagið? — Eða að líflát og
likamsmeiðingar hafi ekki þekkst sem
refsing samkvæmt heiðinna manna
lögum, heldur fésektir eða útlegð?
Nú, einhvern vísdóm hljóta menn
svo að hafa lagt til grundvallar svo
mannúðlegu þjóöskipulagi. Jú, mikiö
rétt, og þar er hlutur Eddukvæða stór.
Hluta úr þeim kveður Sveinbjörn
Beinteinsson allsherjargoði á hljóm-
plötu sem út kom hjá Grammi á nýliðn-
um ýli. Varla getur kveðandi Svein-
bjamar talist margslungin eöa rishá
músík, en kveðandin er þekkileg og af
öðrum toga en hið viötekna Iðunnarlag
sem menn þekkja af rímnaþulum
nútímans. I allri einfeldni talsöngs
þessa kemur innihald kvæðanna
einungis skýrar í ljós. Vísdómur sem á
jafnt erindi við nútímamanninn, hvort
sem hann aðhyllist trú á Æsi eða önnur
máttarvöld.
Ymur, gæti söngliö með góðu móti
nefnst og væri það þá í samræmi við
goðsögnina „Borssynir drápu Ymi
jötun ...” Ymir, tákn hljóðsins, er
eitt af þeim meginatriöum sem tengir
Ásatrú við önnur meiri háttar og
merkileg trúarbrögð. Þeim er það öll-
um sameiginlegt aö telja að hljóö hafi
komiö veröldinni í gang. Það var fylli-
lega tímabært að festa „Ym” alls-
herjargoöans á hljómplötu, ekki síst
þar sem platan er í alla staði vel úr
garði gerð, með vönduðu textafylgiriti
á germönskum megintungum og þar
með aðstandendum sínum öilum til
sóma.
-EM.
Orghestar—Konungar frumskógarins:
Reðurmenning f fyrirrúmi
Nýverið barst mér í hendur stór 45
snúninga plata með Orghestunum en
nafniö á henni er Konungar frumskóg-
arins. Platan geymir fjögur lög sem
tekin voru upp í október 1981 og eru því
komin til ára sinna. En platan kom
semsagt ekki alls fyrir löngu.
Orghestamir hafa nokkuð látið til
sín taka áður og eru upprunnir frá
kóngsins Kaupinhafn ef mig mis-
minnir ekki. Þeir hafa ávallt verið
orðaöir við flipp og andborgaralegan
boðskap, í min ey ru í það minnsta.
Hestamir em: Benóný Ægisson,
söngur og hljómborð og semur auk
þess þrjú laganna, Brynjólfur Stefáns-
son bassi, Gestur Guðnason, gítar og á
fjórða lagið og Sigurður Hannesson
trommur. Fjórir em þeir allra
sæmilegustu hljóðfæraleikarar og sér-
staklega vil ég nefna þá Brynjólf og
Sigurð sem fá þó fæst tækifærin.
Gestur hefur lag á að kreista eymdar-
væl út úr gítamum sinum og er auk
þess fingralipur. Benóný leikur hæ-
versklega á hljómborðin sín og hefði
gjaman mátt fylgja sama heilræði í
söngnum. Þar liggur nefnilega
veikasti hlekkur plötunnar. Söngurinn
er ansi slæmur. Nema kórsöngurinn á
bak við.
Lögin fjögur em misjöfn. Best er
Flogið í fjórvídd þótt stefið hljómi
kunnuglega. Að því get ég þó ekki fært
nein rök. Sérstakt lag sem söngurinn
nær að draga niður á við. Þá vil ég
nefna lagið Kannski þar sem fjór-
menningarnir þreifa fyrir sér í
skatakti. Nokkuð þekkilegt lag. Þar
sýna þeir bestu frammistöðuna á
hljóðfærin.
Textarnir em oft sannkallaður leir-
burður og þaö sem meira er þá falla
þeir oft illa að laglínunni. Innihaldið er
fátæklegt sömuleiðis en fjallar aö
mestu um vandamál daglegs lífs. Það
er þó reðurmenningin sem situr í fyrir-
rúmi, samanber forsíðumyndina.
Orghestarnir eru enn „ein af
þessum hljómsveitum”. Allir geta þeir
leikið á hljóðfæri. En lífsneistann
vantar. Eg er þó ekki frá því að hann
finnist bráðlega. Hver veit?
-TT.
NÝJAR
PLÖTUR