Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Side 21
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983.
29
Sumarhús í Hollandi
ein helsta nýjungin
Dvöl í sumarhúsum í Hollandi er ein
helsta nýjungin í feröum Samvinnu-
feröa-Landsýnar í sumar, en ferða-
skrifstofan kynnti nýlega sumaráætl-
un sína á blaðamannafundi.
Þessi hús eru í þorpinu Eemhof, rétt
hjá Amsterdam, og eru hin fullkomn-
ustu aö öllum búnaöi. Þar er að finna
sundlaug, ljósaböö, nuddpotta og
saunaklefa og ennfremur f jölda versl-
ana og veitingahúsa, íþrótta- og leik-
velli. Þessi ferðamöguleiki er til
kominn vegna mikilla vinsælda sams-
konar sumarhúsa í Danmörku síöast-
liöiö sumar.
Vikuferð kostar frá 7600 fyrir
fullorðna og um páskana er boðið upp á
sérstakar kynningarferöir fyrir 5800
krónur. Þess má geta aö þegar er
uppselt í tvær feröir af þessu tagi i
sumar. Afsláttur til aöildarfélaga
gildir í þessar ferðir.
Eins og áöur bjóöa Samvinnuferðir-
Landsýn upp á ferðir til Rimini, Grikk-
lands, Portoroz og sumarhúsa í
Danmörku.
Vmsar sérferöir eru einnig í boöi,
svo sem leiguflug til Toronto, rútu-
feröir um Mið-Evrópu, Noröurlanda-
feröir, hópferö til Kína, sérstakar
feröir til Hawaii, Sovétríkjanna,
Flórída og víöar. Hagstæðir samn-
ingar hafa náöst við bílaleigurnar
Hertz í Danmörku og Inter Rent í
Hollandi og hefur því tekist að lækka
heildarverö fyrir flug og bíl frá þessum
stööum.
Hér innanlands munu Samvinnu-
feröir-Landsýn annast allan rekstur
Hótels Bifrastar, og eru þaö fyrstu
spor feröaskrifstofunnar í almennum
hótelrekstri. Býöst hin fjölbreytta
aöstaöa á Bifröst jafnt Islendingum
sem útlendingum.
Þaö kom fram í máli forráöamanna
ferðaskrifstofunnar aö erfiðari efna-
hag margra er reynt aö mæta meö
ýmsum hætti. Afsláttar- og greiöslu-
möguleikum hefur fjölgaö verulega og
létta þeir í senn á kostnaði og minnka
hann. Fjögurra manna fjölskylda á aö
geta minnkað feröakostnaö sinn um
allt að f jóröung og sparað sér rúmlega
10.000 krónur meö raunverulegum
afslætti frá veröhstaveröi.
Aöildarfélög Samvinnuferöa-Land-
sýnar eru meðal annarra ASI, BSRB,
BHM, Landssamband íslenskra sam-
vinnustarfsmanna, Stéttarsamband
bænda og Samband íslenskra banka-
manna. Alhr, sem tengjast þessum
félögum á einhvern hátt, fá afslátt á
feröum ferðaskrifstofunnar og gildir
þaö fyrir alla fjölskyldu viökomandi.
Nemur sá afsláttur 1200 krónum fyrir
fulloröna og 600 fyrir börn.
Gefinn er kostur á 5% staðgreiöslu-
afslætti ef ferö er greidd aö fullu
- í sumaráætlun
Samvinnuferða-
Landsýnar
a.m.k. hálfum mánuöi fyrir brottför,
landsbyggöarfólk fær ókeypis flug til
og frá Reykjavík í tengslum viö utan-
landsferöir og ennfremur er boðið upp
á svonefnda SL-ferðaveltu sem gerir
farþegum kleift aö dreifa feröakostn-
aöi á langan tíma og létta þannig
greiðslubyrði sina.
Einhver
halli hjá
Eimskip
Árið 1982 var heildarflutningur
Eimskips 566 þúsund tonn, eöa um
12% minni en áriö á undan.
Innflutningur jókst um 2%, en
útflutningur dróst saman um 15%,
einkum vegna samdráttar í útflutn-
ingi á sjávarafuröum og afuröum
stóriðju.
Fyrri hluta árs voru flutningar
mjög mikhr, en seinni hluta árs fór
að gæta vaxandi samdráttar vegna
ástands efnahagsmála hér á landi. I
heildina var áriö 1982 allgott fyrir
Eimskip. En vegna gengisfalls
islensku krónunnar varð gengistap
af erlendum skuldum óvenju mikiö.
Niðurstöður bókhalds liggja ekki
fyrir, en bráöabirgöatölur sýna að
rekstur ársins 1982 hefur ekki veriö
hallalaus. -ÞS.
Ýttáeftir
lokaáfanga
Safamýrarskóla
Foreldra- og kennarafélag Safa-
mýrarskóla hélt almennan fund um
horfurnar í byggingamálum skólans í
tengslum viö væntanlega fjárveitingu
úr Framkvæmdasjóöi þroskaheftra
fyrir áriö 1983. Fundurinn var haldinn
þann 27. janúar síöastliðinn.
Miklar umræöur urðu um málið á
fundinum og komu meðal annars fram
eindregin tilmæh til stjórnar Fram-
kvæmdasjóðs þroskaheftra aö veita í
ár nauösynlega fjárveitingu til loka-
áfanga Safamýrarskóla.
Ennfremur kom fram að illviö-
unandi er aö hefja skólastarf næsta
haust án þess aö tilbúin sé til notkunar
fyrirhuguö heimilis-, verknáms- og lík-
amsræktaraðstaöa.
SKÁKKEPPNIFYRIRTÆKJA
Skákkeppni stofnana og fyrirtækja
1983 hefst í dag meö keppni í A flokki,
en ekki fyrr en miövikudaginn 16.
febrúar í B flokki. Keppnin veröur
haldin í félagsheimih T.R. á Grens-
ásvegi 44—46.
Teflt verður eftir Monrad-kerfi.
Fjórir menn skulu vera í hverri,
sveit, en hvert fyrirtæki má senda
eins margar sveitir og þaö vih.
Þátttökugjald er kr. 900 fyrir hverja
sveit. Hefst keppnin kl. 20 bæöi
kvöldin.
-MJ.
Helgi Jóhannsson sölustjóri og Eysteinn Helgason forstjóri kynntu sumaráætlun
Samvinnuferða-Landsýnar. DV-mynd: Bjarnleifur.
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
Barnaúlpur,
stærðir4-16,
margir litir.
Verð áður 780,
nú 499.
Barnastígvél
stærðir 23-31,
margir litir.
Verð áður kr. 114,
nú kr. 99.
Barnaúlpur, stærðir4—16, margir litir.
Verðáðurkr. 780, núkr. 499.
Æfingagailar, stærðir 110—160, litir: biátt og rautt.
Verð áður kr. 360, nú kr. 200.
búsáhöld leikföng
15% 70%
fatnaður
50%
Af öðrum vörum veitum við 10% afslátt.
Sendum ípóstkröfu.
Útslan stendur til 15. febr.
Verslið meðan úrvalið er hvað mest.
Fataversiun
fjöiskyidunnar hf.
Hamraborg 14, 200 Kópavogi
sími 46080.