Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 4
4 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. DV veitir viðurkenningu fyrir kjallaragreinar: Bjöm Dagbjartsson penni ársins 1982 HEIMABINGO: Fyrstu umferð á árinu lokið Fyrstu umferö heimabingósins á fráSharp. þessu ári er nýlokið. Aukavinningur umferðarinnar hefur verið dreginn út og hann hlaut Ingi Þorbjörnsson, Safamýri 81 Reykjavík. vinningurinn er hljómflutningstæki & Um þessa helgi lýkur sölu á bingó- blokkum annarrar umferöar á árinu. Aukavinningur þeirrar umferðar Auka- verður dreginn út 17. mars næst- komandi. -SþS. Á myndinni dregur Haraldur Haraldsson, umsjónarmaður Heima- bingós, út aukavinning fyrstu umferðar á árinu. DV-mynd Bjarnleifur. DV útnefndi í gær Björn Dagbjarts- son kjallarahöfund ársins 1982. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, afhenti Birni af því tilefni „penna ársins” í hófi sem Birni varhaldið. I þessu tilviki eru verölaunin veitt fyrir stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál þar sem með athyglisverðum hætti er bent á það sem aflaga fer og leiöir til úrbóta. Penninn, sem Björn Dagbjartsson hlaut, er af LAMY gerð, gefinn af rit- fangaversluninni Pennanum í þessu skyni. Þetta er sjálfblekungur úr gegn- heilu silfri, eins hreinu og mögulegt er að nota í penna. Pennaoddurinn er úr fjórtán karata gulli með handfægðri platínuhúð. Stallur pennans er úr íslensku grágrýti. Á honum er silfur- plata með áletrun og stálkúla sem penninnhvílirá. Björn Dagbjartsson er forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hann er fæddur 19. jan. 1937 að Álftagerði í Mývatnssv. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1959 og prófi í efnaverkfræði lauk hann í Þýskalandi 1964. Björn stundaöi síöan framhaldsnám í matvælaverk- fræði og lauk doktorsprófi. Hann var verkfræðingur hjá Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum 1965 til 1966 og síðan sér- fræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og forstjóri þeirrar stofnunar frá 1974. Björn gegndi starfi aðstoðarmanns sjávarútvegsráöherra 1979 til 1980. Hann hefurauk þess gegnt fjölda trúnaöarstarfa. Eiginkona Björns er Sigrún V aldimarsdóttir. Norðmenn missa af fisksölusamningi — vegna ákvörðunar um að halda áf ram hvalveiðum Norska fyrirtækið Frionord varð af samningi um sölu á frosnum fiski til Bandaríkjanna að verðmæti 13,5 milljónir íslenskra króna vegna þeirrar afstööu norsku stjómarinnar að mótmæla hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins. Samningurinn við verslunarkeðjuna Long John Silver átti að vera til eins árs. Long John Silver er stærsti kaupandi á freðfiskmarkaði í Bandaríkjunum og mun hlutdeild fyrirtækisins vera um 15% af því magni sem þar er selt. Fyrirtækið Datsun sendibill órg. '81, Ijósblór, ekinn 50.000. Verfl 180.000. Skipti möguleg ó ódýrari. Toyota Crown disil, sjólfsk., órg. '81, ekinn 110.000, grór. Verfl 210.000. Toyota Cressida GL sjólfsk. órg. '81, ekinn 19.000, dökkblór. Verfl 260.000. Toyota Corolla Lift-back sjólfsk. órg. '81, ekinn 18.000, silfur-sans. Verfl 180.000. Toyota Cressida sjólfsk. órg. '78, ekinn 69.000, grðr. Verð 105.000. Toyota Hi-Lux bensin 4x4 órg. '83, ókeyrflur, rauflur. Verfl 250.000. Toyota Carina XE 3-dyra, órg. '82, béinsk., ekinn 12.000, grænsans. Verfl 250.000. Toyota Crown Super Saloon árg. 1982, ekinn 6.000 km, dökkgrænn- sans. Verð 400.000. 6 cyl. m/beinni innspýtingu, vökvastýri, sjálfskiptur, útvarp/segul- band, rafmagnsrúður og rafmagnslæsingar. Toyota Celica XT órg. '81, 5 gira, (skróflur '82), ekinn 13.000, hvítur. Verð 260.000. Utvarp/segulband, veltistýri, sóllúga, sportfelgur. Skipti möguleg á ódýrari. tw TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8 Sími: 44144. ákvað aö hætta við samningmn við Frionord vegna þess aö Norömenn munu halda áfram hvalveiðum og munu nota við þær kaldan skutul. Á síðasta ári seldu Norðmenn fisk- afurðir til Bandaríkjanna fyrir rúman milljarð íslenskra króna, þar af var frosinn fiskur að verðmæti 558 milljón- iríslenskra króna. Talsmenn náttúruverndarsamtak- anna The Human Society og the United States kættust mjög við þau tíðindi að Norðmenn hefðu mist af samningnum. Var haft eftir þeim að næsta skref samtakanna yrði að beita sér fyrir því að fá bandaríska þingmenn til að banna allan innflutning á norskum fiskitii Bandaríkjanna. ÓEF/JEG Oslo Bráðabirgða- lögunum skot- ið á loft Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar verða, ef allt fer sem ætlað er, endanlega samþykkt í efri deild Alþingis á mánudag. Það er síðasti dagur febrúarmánaðar og jafnframt síðasti gildisdagur flestra ákvæða lag- anna sem sett voru í ágústlok í fyrra. Þingfréttamenn ætla aö kveðja þetta viðfangsefni sitt og þingmanna meö sérstakri virðingu. Þeir ætla að skjóta eintaki af lögunum á loft upp á mánudagskvöld með öflugustu eld- flaug sem fáanleg reynist hér á landi. Athöfnin veröur að sjálfsögöu nærri þinghúsinu ef lögreglan leyfir. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.