Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 6
6
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn
Irvalsvín
fráElsass
Þegar guö var búinn að skapa
heiminn átti hann smáafgang og úr
honum bjó hann til Elsasshérað.
Því hefur veriö haldið fram að
Frakkar framleiði bestu vín í heimi
og því hefur einnig verið haldið fram
að bestu frönsku hvítvínin komi frá
Elsass. Þaö er alls ekki undarlegt aö
úrvals vín komi frá þessum unaðs-
reit sem Elsasshérað er. Því héraðiö
er afskaplega fallegt. Þaö sem
einkennir Elsass sem vínræktar-
hérað er hve vinframleiðendurnir
eru margir. Eftir frönsku byltinguna
var óðalssetrunum skipt á mUU
smábænda. Nú eru um 35.000
vínbændur í héraöinu og vínakrarnir
um 12.000 hektarar. FlestaUir
akramir eru utan í hæöum og ásum
sem snúa á móti suöri og flestir eru
akrarnir í 180—365 metra hæð yfir
sjávarmáli, þannig að öU skUyrði til
vínberjaræktunar era eins góð og
best verður á kosiö. Annar þáttur
sem gerir Elsassvínin eins góð og
raun er, er aö hiö foma félag vín-
ræktarbænda, Confrérie St. Etienne
D’Alsace, heldur uppi mjög ströngu
gæðaeftirUti. Algengustu berjateg-
undirnar eru Sylvaner, Rieslmg og
Gewurztraminer og helstu vínin eru.
Sylvaner Pinot Blanc, Riesling
Gewurztraminer og Muscat
D’Alsace. Vínin eru sem sagt nefnd
eftir þeim berjum sem þau eru
pressuð úr. En hvers vegna þessi
skrif um Elsassvínin? Jú, hér í versl-
unum ÁTVR eru til tvær tegundir af
Elsassvmum. Það er Gewurztram-
iner og Rieslmg Hugel. Bæði eru
Umsjón:
Sigmar B.
Hauksson.
þessi vín frábær en sælkerasíðan
telur að það mættu vera fleiri
tegundir af Elsassvínum í versl-
unum ATVR nú og í öðru lagi er
ódýrt að skreppa til Luxemborgar og
það er alls ekki langur akstur frá
Luxemborg til Elsass. Það er tilvaliö
fyrir vínáhugamenn að eyða
nokkrum dögum í þessu fagra
franskahéraöi.
Unglingar
og matreiMa
Margir foreldrar kvarta yfir
matvendni barna sinna. Sumir segja
að unglingamir séu einna verstir í
þessu sambandi. Það kann aö vera
rétt enda kannski ekki að furða því
velflestir unglingar hafa nokkur
fjárráð og geta því keypt sér sælgæti
og skyndimat ýmiss konar. Það er
nauðsynlegt hverjum einstaklingi að
kunna að sjá um sig sjálfan — ef svo
má að orði komast, þ.e.a.s. geta hirt
föt sín og matreitt einfalda rétti og
fleira í þeim dúr. Svo er og nauðsyn-
Iegt að kunna eitthvað fyrir sér í
næringarefnafræði, að vita hvað
maður lætur „oní” sig og hvað sé
hollt og óhollt. Nú mun matreiðsla og
einhver næringarefnafræði vera
kennd í skólum landsins. Sælkera-
síðan ræddi þessi mál við nokkra
unglinga og heyra mátti á þeim að
þeim þætti þessi kennsla lítt spenn-
andi. Þó var að heyra á nokkrum
strákum aö þeir kynnu bara vel við
sig í matreiðslu. Svo virðist því
miður að námsleiði sé nokkuð
algengur meðal unglinga og tengsl
skóla og heimila litil sem engin.
Hvernig væri að breyta þessu og
hafa matreiðsluna til þess ama?
Hugmynd Sælkerasíðunnar er sú að
tímar í matreiðslu verði síðdegis eða
jafnvel á kvöldin og að þeim
foreldram og kennurum sem vilja sé
heimilt að sækja tíma. Tímamir í
matreiðslu yrðu án efa skemmti-
legri. Þátttakendur geta miðlað af
reynslu sinni og skipst á
upplýsingum. Svo yrði sameiginlegt
borðhald og auðvitað hjálpuöust allir
að, því þaö er staðreynd aö það er
skemmtilegt að búa til mat saman.
Hvernig h'st skólamönnum og for-
eldrum á þessa hugmynd?
Sælkerasiöan hefur að undanfömu
reynt aö kynna nokkuð matarvenjur
hinna ýmsu þjóða. Það þykir núorðið
sjálfsagðurhluturfyrir flesta Islend-
inga að bregða sér öðru hvoru tii
útlanda. Öhætt er að fullyrða að hin
tíðu feröalög Islendinga hafa haft
mikil áhrif á matarvenjur þjóð-
arinnar. Velflestir Islendingar sem
til útlanda hafa farið hafa kynnst
kínverskri, ítalskri og franskri
matargerð, og svo auðvitað
spænskri, danskri og enskri. Þó aö
nokkrar íslenskar feröaskrifstofur
skipuleggi ferðir til Grikklands eru
þaö þó ekki mjög margir Islendingar
sem þangað hafa komið, þó eru það
aö öllum líkindum nokkur hundruð.
Gríska eldhúsið er býsna athyglis-
vert fyrir okkur Islendinga. Grikkir
snæða mikið af lambakjöti og fiski
þannig að segja má að matarvenjur
þjóðanna séu ekki ósvipaðar. Gríska
„eldhúsið” er mjög þróað enda hin
gríska matreiðsla mjög fom, t.d. eru
hin háu höfuðföt matreiðslumanna,
sem er hluti af þeirra einkennisbún-
ingi, upprunnin í Grikklandi. Munk-
arnir í klaustrunum voru snjalhr
matreiðslumenn og ekki var óal-
gengt að jafnvel biskupamir tækju
til hendinni í eldhúsinu. Biskuparnir
bára há höfuöföt, svokallaðar
„mítrur”, snjallir matreiðslumenn
tóku svo upp þennan sið að bera
hvítar mítrur sem virðingartákn.
tr gríska eldhilsinu
Líf ið er saltfiskur
stendur einhvers staðar. Grikkir
ættu að geta tekið undir þessa
fullyröingu, því þeir snæða einhver
ósköp af saltfiski enda seljum við
Islendingar Grikkjum saltfisk. Hér
kemur uppskrift að rétti sem Grikkir
kalla „Bakaliaros” sem þýðir víst
saltfiskur. Þessi réttur er óvenju-
legur en skemmtilegur og passar
prýðisvel sem létt samkvæmissnarl.
I réttinn þarf:
1/2 útvatnaðan saltfisk sem er
skorinn í 5 cm teninga og roð- og
beinhreinsaður. Saltfiskbitarnir era
svo þurrkaðir (þerraðir). Hræriö því
næstsaman:
leggi
100 g hveiti
1/4 tsk. pipar
1 msk. olífuolíu
21/2 dl vatni.
Þessi blanda verður ekki ósvipuð
pönnukökudeigi. Saltfiskbitunum er
nú dýft í þetta deig og þeir djúp-
steiktir i olífuolíu. Þegar búið er að
steikja fiskinn er hann látinn á
eldhúspappír þannig að mesta fitan
renni úr honum. Fiskbitunum er svo
raðað í pýramída á fat. Með þessum
rétti er haft hrásalat sem í eru salat-
blöð og paprika (helst rauð) skorin í
þunnar sneiðar.
Fiskbitunum er svo stungið í ljúf-
fenga gríska hvítlaukssósu. Sósu
tslendingar ættu
fornsögur.
þessa kalla Grikkir „Skordalia Me
Amigdala”. Ihana þarf:
4 h vitlauksrif
2 eggjarauður
salt og pipar
1/2 dl. möndluflögur
2 dl olíf uolíu
safa úr 1 sítrónu
1 msk. kalt vatn
Saxið möndluflögurnar með hníf
og setjið þær í skál og pressið hvít-
laukinn saman við. Hrærið eggja-
rauðunum saman viö og saltinu.
Hrærið svo á víxl olífuolíu, sítrónu-
safa og vatni og þá aöeins nokkrum'
dropum í einu. Sósan á að vera
svipað þykk og majones. Hún er svo
kry dduð með pipar eftir smekk.
Má þá segja aö þessi réttur sé
tilbúinn en einu má ekki gleyma og
það er brauöinu og ef menn vilja
víninu. Hér eru til í vínbúðum tvær
tegundir af grísku hvítvíni, Rubola
Calliga og Santa Helena.
Þessi veitingastaður er i þorpinu fíiquewihr i Elsass.
aö kunna viö sig i Grikkiandi. Þar er sól og sjór, kindakjöt og góður fiskur —