Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. JASNAJA POLJANA sveitasetnr Tolstojs hundrað og áttatíu kflðmetra frá Moskvu, ekki langt frá hinni fornu borg Tula, liggur ættarsetur hins mikla rássneska rithöfundar, Leo Tolstoj. Það er ná eitt stærsta minningasafn í heimi Eftir dauða Leo Tolstojs árið 1910 bauðst ekkja hans, Sofja Andrejevna, til þess að selja keisarastjórninni sveitasetur hans í því skyni að gera það að ríkiseign og breyta því í minningasafn. Nikulás Il keisari svaraði kulda- lega: „Mér finnst óþarft að ríkið kaupi sveitasetur Tolstojs greifa.” í öðru skjali — fyrirmælum innanríkisráðuneytis Sovét-Rúss- lands til ráðstjómarverkamanna og hermanna í Tula sem dagsett er 31. janúar 1918 — segir hið gagnstæða: Gerið fyllstu ráðstafanir til þess að verada Jasnaja Poljana, húsið þar sem Lev Nikolajevitsj Tolstoj bjó.” í júní 1921 samþykkti sovéska ríkið aðra ákvörðun — að gera Jasnaja Poljana að safni og griða- stað: „Bæði minningarsafnið með öllum húsbúnaði og gröf Tolstojs, skógurinn umhverfis það og annað gróðurlendi, garðurinn, aldin- garðurinn, útihús sveitasetursins og allt ytra útlit þess skal vai~ veita í upphaflegri mynd og endurbæta það sem aflaga hefur farið.” Tilskipun þessi var útgefin af Lenin sjálfum. Frá því Jasnaja Poljana minningar- safnið var opnaö hafa yfir sex milljónir manna frá hinum ýmsu hlutum Sovét- ríkjanna og frá 80 löndum heimsótt það. Nú orðiö skoða safnið meira en 400.000 manns árlega. I október 1941 var þessi helgidómur rússneskrar menningar og heims- menningarinnar tekinn af herjum Hitl- ers. Þeir notuðu safnið sem herskála, vanhelguðu gröf rithöfundarins, eyði- lögðu og stálu þeim safngripum sem ekki höfðu verið fluttir til Síberíu. Síðasta daginn, sem þeir héldu Jasnja Poljana helltu þeir olíu yfir gólf efri hæðar hússins og kveiktu í. Aðeins hröð framsókn sovéthersins bjargaði sveitasetrinu f rá gereyðingu. Við erfiöar aðstæður styrjaldarinnar veturinn 1941—1942 hófu Tulabúar að endurreisa minningarsafn Tolstojs. I maí 1942 var þaö opnað aftur fyrir gestum. Þegar stríöinu lauk í maí 1945 var dýrmætustu safngripunum skilaö aftur til safnsins vel varðveittum og Jasnaja Poljana fékk aftur þann svip er setrið haföi haft á meðan rithöfundurinn lifði. Hvítt hús með grænu þaki Tatjana, ein af dætrum Tolstojs, Tolstoj og eiginkona hans, Sofja Andrejevna. I baksýn sést í ættarsetur rithöfundaríns. skráði allar upplýsingar um fjölskyld- una í heimildabók. Fyrstu spuming- unni: „Hvar ertu fæddur?” svaraði Lev Nikolajevitsj: „Á leðurlegubekk í Jasnaja Poljana.” Bekkurinn, sem Tolstoj fæddist á árið 1828 og sem flest börn hans voru síðar fædd á, er enn til. Eins og fyrr stendur hann í húsinu þar sem, eins og rithöfundurinn sagði sjálfur, allir hlutir vöktu hugþekkar fjölskylduminningar.” Þegar gestur sér það, sem blasti viö augum hins mikla rithöfundar og gengur um þá grund er ól þennan snill- ing finnst honum eitthvað vanta — allt er svo einfalt og óbrotið, venjulegt hvítt hús með grænu þaki, enginn íburður. Sýringarunnar vaxa úti fyrir anddyrinu. Um hálfhringlaga glugga sést til þorpsins. Komhlaöa og hlaða Vinnustof u Tolstoj er vel haldið við sem og öliu hans hcimili. Þsngað sækja árlega um fjögur hundruð þúsund manns. Frá því minningarsafn þetta var fyrst opnað 1921, hafa yfir sex milljónir manna frá hinum ýmsu hlutum Sovétríkjanna og frá áttatíu öðrum þjóðlöndum heimsótt það. em til vinstri. Um heyskapartímann kom Tolstoj út til þess að vinna viö hlið bændanna. Með hvíta húfu og í síðri skyrtu, sem hann hafði utan yfir buxunum sem Sofja Andrejevna hafði saumað, fór hann venjulega fyrir hópnum. Húfan hans, skyrtan og strigayfirhöfnin hafa öll varðveist og em til sýnis í skrifstofu rithöfimdarins. Aöalgripurinn er hiö stóra skrifborð hans. Hve margar síður ritaði Tolstoj ekki við það! I skrifstofunni eru bóka- hillur sem rithöfundurinn smíðaði sjálfur meö eigin höndum. En þaö sem vekur mesta furðu af öllu eru bækurn- ar — yfir 22.000 bindi á 35 tungu- málum. I mörgum þeirra er aö finna athugasemdir sem Tolstoj hefur skráð vandlega með eigin hendi. Stærsta herbergið í húsinu var kallað „salurinn”. Það var einnig notað sem borðstofa til þess að koma saman í, fyrir unga fólkið til þess að skemmta sér og til alvarlegra samræðna. Undir málverkum af forfeömnum standa tvö píanó, annað lítiö en hitt hljómleika- slagharpa. Við hlið þeirra er „Volta- ire”stóll, klæddur ljósrauðu silki. Frægur rússneskur listamaður, Hja Pepin, málaði Tolstoj í þessum stól að hlusta á tónlist. öll herbergin nema salurinn em lítil og geyma aöeins nauðsynlegustu hluti. En hver sýnir þó vissa þætti í lífi rithöfundarins: skrifborðshlíf Tolstojs með nokkram síðum af handritinu að Stríði og friði, mynd af Maríu Gartung, dóttur rússneska skáldsins mikla, Alexanders Pusjkin, sem Tolstoj notaði sem fyrirmynd aö önnu Karen- inu. Hlutirnir segja marga söguna. T.d. minnir stóll meö stytta fætur á það að er húsbóndinn gerðist nærsýnn neitaði hann að ganga með gleraugu. Hann sat á þessum lága stól við skrift- ir. Á hægindastólnum í skrifstofunni er vasi þar sem Tolstoj skildi eftir kveðjubréfiö til konu sinnar. í laufi fornra eika og birkis mun skrjáfa um ókomna tíð Hvítir turnar, sem prýða hlið heimreiðarinnar að setrinu, breið birkigöngin, sem liggja frá því, skugg- sælar tjarnir með grænum bökkum og litlum trébrúm, öllu er þessu lýst á mörgum síðum í Stríði og friði, Uppris- unni og fleiri sögum og ævintýrum Tol- stojs. Allur texti Tolstojs andar af ást til náttúrunnar. Rithöfundinum mikla þótti sérstaklega gaman að planta út trjám sem hann hlúöi að eins og mannlegum vemm og sýndi vináttu og samúð. Heiðurssætið skipaði rúss- neska birkið. Þaö er líklega skýring þess að af 180 hekturum skógar, sem hann plantaði út, eru meira en tveir þriðju vaxnir þessu fagra, hvítstofna tré. Tolstoj þótti einnig vænt um eikar- lundinn sem nefndur var Tsjepjzj. Hér minnist maður strax hinnar frægu lýsingar á eikunum í Stríöi og friði. Þama byggði Lev Nikola jevitsj sér lít- inn timburkofa og kom svo þangað til þess að njóta þagnarinnar, hugsa eða einfaldlega til þess aö liggja í grasinu undirtrjánum. Á Jasnaja Poljana átti Tolstoj annan uppáhaldsstað — á barmi gilsins í Stari Zakaz (gamalt skógarsvæði þar sem veiðar og skógarhögg var bannaö). Þar dreyndi hann um það í bemsku sinni ásamt bróöur sínum, Nikolai, aö finna hinn litla græna töfra- sprota hamingjunnar — ekki til handa einum manni, heldur öllum mönnum. Rithöfundurinn varðveitti þessar æskuminningar alla ævi og lét eftir sig fyrirmæli um að hann yrði grafinn þama — án nokkurrar viðhafnar eða minnisvarða. A Jasnaja Poljana hefur þessi ein- falda gröf, þar sem alltaf vaxa ný blóm, sterkustu áhrifin á mann. Grænn haugurinn samlagast skóginum, gras- inu og sjálfu loftinu sem virðist mettað einhverjum krafti sem minnir mann á þessar línur eftir Tolstoj: „Nei, heimurinn er hvorki staöur skemmtunar né dalur reynslu og brott- flutnings til betri eilífs heims, heldur er hann sjálfur einn hinna eilífu heima sem er fagur og skemmtilegur og sem við ekki aðeins getum heldur verðum að gera enn fegurri og skemmtilegri fyrir alla sem meö okkur lifa og fyrir alla sem munu lifa í honum á eftir okkur.” Grafreitur Lev Nikolajevitsj Tolstoj er íburðarlítill og einfaldur þar sem hann er að finna á barmi gils nokkurs þar sem Tolstoj dvaldi löngum í æsku og lét sig dreyma um hinn litla græna töfrasprota bamingjunnar — ekki til banda einum manni heldur öllum mönnum. Rithöfundurinn varðveitti þessar æskuminningar alla ævi og lét eftir sig fyrirmæli um að hann yrði grafinn á þessum stað — án nokkurrar viðhafnar og minnisvarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.