Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 15 Myndlistarmenn álykta: Listamannalaun verði lögð niður Samband íslenskra myndlistar- manna, SIM, samþykkti á fundi sínum 17. febrúar síöastiiöinn aö senda eftir- farandi áskorun til menntamálaráð- herra: „Samtök íslenskra myndlistar- manna lýsa yfir vanþóknun sinni á núverandi fyrirkomulagi á úthlutun listamannalauna, sem myndlistar- menn telja löngu úrelt og úr sér gengið og hafa margsinnis mótmælt. SIM fagnar því aö úthlutunarnefnd lítur nú einnig svo á aö gagngerra breytinga sé þörf. Svokölluö lista- mannalaun ber aö leggja niður í núver- andi mynd, enda er um lítinn stuðning og vafasaman heiöur að ræöa fyrir þá er laun þessi hljóta. Stjórn SlM skorar á hæstvirt menntamálaráöuneyti aö hafnar veröi viöræöur viö listamenn um nýja skipan mála.” Á fundinum voru mættir fulltrúar frá ölium aöildarfélögum sambandsins, en þau eru Félag íslenskra myndlistar- manna, Myndhöggvarafélag Islands, Hagsmunafélag myndlistaimanna, Islensk grafík, Textílfélagiö og Leirlistafélagiö. -ÖEF. Árvissir tónleikar Háskólakórsins — íFélagsstofnun Tónleikar Háskólakórsins veröa í Félagsstofnun stúdenta í dag og á morgun, klukkan 5 báða dagana. Efnisskráin samanstendur af íslenskum verkum eingöngu og eru flest þeirra eftir ung, íslensk tónskáld. Fimm ný verk veröa frumflutt, eftir Karólínu Eiríksdóttur, Jónas Tómás- son, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og stjómanda kórsins, HjálmarH. Ragnarsson. Víkurleikflokkurinn: Tónleikar Háskólakórsins eru nú orðnir árviss viöburöur. Stefna kórsins hefur verið að láta íslensk verk, eldri og yngri, sitja í fyrirrúmi. Vilji menn heyra sýnishorn af því sem er að gerast í íslenskum tónsmíðum um þessar mundir eru þessir tónleikar kjörið tækifæri til þess. Aðgöngumiöar veröa seldir viö innganginn. Leikför um Suður- land um helgina Víkurleikflokkurinn í Vík í Mýrdal heldur í leikför um helgina um Suður- land meö gamanleikinn Klerkar í klípu. Veröur sýnt á eftirtöldum stööum: Hellubíói laugardaginn 26. febrúar kl. 14. Selfossbíói sama dag kl. 22. Árnesi sunnudaginn 27. febrúar ki. 14. Aratungu sama dag kl. 21. Leikflokkurinn sýnir síöan í Hafnarbíói laugardaginn 5. mars kl. 9. I sýningunni eru níu leikarar, leik- stjóri er Jónína Kristjánsdóttir. Sýnt var um síöustu helgi í Vík og Kirkju- bæjarklaustri og voru undirtektir feiki- góöar. Aö flokknum standa ungmenna- félagiö og kvenfélagiö í Vík. -PÁ. SKiU Hillu skilveggir Skdla-hilluskilveggirnir bjóba upp d ótrúlega mikla möguleika í uppróöun. I skilveggina er hœgt að fd skdpa, hillur og blómakassa eftirþörfum hvers og eins. Sendum um allt land, góð greiðslukjör. Ath. Veggirnir eru mjög auð- veldir í uppsetningu. aÍÍt HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 BOT BOT Fatageröin Bót Skipholti 3 Verksmiðjuútsala Glæsilegt úrval af buxum á alla fjölskylduna Jakkar, blússur, vesti o.fl. Allt á verksmiöjuverði (og minna) Mikið af bútum OPIÐ í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 9-4. Fatageröin Bót, Skipholti 3, sími 29620. BOT BOT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.