Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Qupperneq 18
18 Ef dregin er gróf mynd af lísmynstri kvenna frá aldamótum til dagsins í dag kemur í ljós — aölifslíkurkvennahafaaukist, — þær eru lengur í námi í dag — en gifta sig fyrr, — hjónabandiö stendur yfir lengri tíma eða 2/3 hluta ævinnar en var áöur um helmingur. — Bömin fæöast fyrr og á styttri tíma þannig aö um helmingur hjóna- bandsins er „bamlaus” þaö er börnin farinaðheiman. Af þessu má sjá aö margar konur eru verkefnalausar á heimilunum á miðjum aldri. Þá erum viö komin aö kjarna málsins en það er aö konur leita á vinnumarkaðinn á ný eftir aö hafa sinnt barnauppeldi og heimilisstörfum mismunandi langan tíma og veröa þá oft ýmsar hindranir á vegi þeirra. Hér er gripið niöur í setningarræðu formanns Kvenréttindafélags fslands, Estherar Guömundsdóttur þjóðfélags- fræðings, sem hún flutti á ráöstefnu sem haldin var á vegum félagsins aö Kjarvalsstööum í síðasta mánuði. Yfirskrift ráöstefnunnar var „Aö koma aftur á vinnumarkaðinn”. megintilgangur hennar var aö vekja máls á og skilgreina eftir föngum hvort þaö sé erfiöleikum bundiö aö koma til baka á vinnumarkaðinn eftir aö hafa sinnt störfum á öörum vett- vangi og þá helst innan veggja heim- ilisins, í lengri eöa skemmri tíma. ,,I ársriti KRFf 19. júní var á síðast- liðnu ári fjallaö um atvinnulif og jafn- rétti og var þá meðal annars komið inn á þetta efni,” sagöi Esther meöal annars. „Þessi ráðstefna er því nokkurs konar framhald af þeirri umræöu er fram fór 19. júní í fyrra en er vonandi um leið upphaf aö enn meiri umræðu. Félagslegar aðstæður — félagslegar afleiðingar Fjöldi framsöguerinda var fluttur á þessari umræddu ráðstefnu. Þrjár konur sögöu dæmi af persónulegri reynslu, af hlutdeild sinni á vinnu- markaði, bæði í hlutastörfum, endur- komum og endurmenntunarmöguleik- um. Fjallað var á faglegan hátt um félagslega mótun kvenna og karla og félagslegar hindranir. Síöan voru á dagskrá úrbætur í skipulags- málum, dagvistar- og skólamál og þá hafðar í huga þarfir bama, for-. eldra, kennara og miö tekið af breyttum þjóöfélagsháttum. Komið var aöeins inn á skipulag vinnumarkaöarins, taliö var aö breyt- inga væri þörf, til dæmis meö sveigjan- legum vinnutíma, meira framboði á hlutastörfum og fleiru. Aö síðustu vom valkostir í endurmenntun reifaðir. Þaö liggur í hlutarins eðli og er staðreynd aö hinn almenna endur- koma á vinnumarkað hefúr talist og er frekar vandamál kvenna en karla. Þaö nánast til undantekninga að karl- maöur hverfi af vinnumarkaði í einn áratug eöa tvo en er algengt meðal kvenna. , ,Þaö er óhugsandi að stofna til nokk- urrar málefnalegrar umræðu um konur, séreinkenni þeirra og sérstakan r^nsluheim ööruvísi en sú umræða leggi um'leið áherslu á^á þætti sem aðskilja reynsluheim karla og kvenna.” Þetta innlegg er úr ræðu félagsráðgjafanna Nönnu Siguröar- dóttur og Þuríðar J. Jónsdóttur en þær fluttu afar fróðleg erindi á ráöste&i- unni. Viö skulum líta aöeins nánar á" þaösemþærsögðu: — Hvaö varðar slíka umræðu, hvort heldur hún á sér stað innan veggja heimilisins, á vinnustaö eöa á opin- bemm vettvangi, skiptir miklu máli aö menn velti fyrir sér hvort umræða, sem viröist ef til vill gera meira en mjnna, úr þeim þáttum sem aðskiija réynsluheim karla ff§"‘kvenna, stuðlar aö uppbyggilegri þróun báöumkynjum til góöa eöa hvort hún er frekar til niðurrifs. Áþreifanlegar staðreyndir Þegar rætt er um hlutdeild konunnar eöa jafnvel endurkomu hennar eöa síö- komu á vinnumarkaðinn er áherslan yfirleitt lögð á þær ýmsu hindranir sem henni mæta. Mikil áhersla er lögö á þær hindranir sem blasa viö í formi áþreifanlegra félagslegra staöreynda. Skortur á dagvistarstofnunum, lág laun, ónóg tækifæri til upphefðar og frama, tvöfalt vinnuálag, vanmat á .EfierHAUBaaH asmroAnfrAOUA.i vn DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. Lífshlaup konunnar Félagsleg mótun ómeðvitufl dulin innrœting Lífshlaup karlsins Endurkoma kvenna á viimumarkadmn: Ótal hindranir GUIMNA OG JÓN starfsreynslu sem húsmóðurstarfið veitir, aldurstakmörk; allt eru þetta dæmi um félagslegar hindranir, og vissulega geta þær veriö erfiöar viður- eignar eöa nánast óyfirstíganlegar í baráttu konunnar á vinnumarkaðnum. Og þaö er einmitt gegn þessum sjáanlegu hindrunum sem fulltrúar í baráttunni fyrir bættum hag kvenna, hvort heldur á pólitiskum vettvangi eða öörum, kjósa aö beina spjótum sínum. Um leiö og viö viöurkennum að vissulega eru þessar félagslegu hindranir mikil fyrirstaða í baráttunni fyrir jafnrétti á við karlmenn, þá viljum við varpa fram þeirri tilgátu að þær séu frekar sjúkdómseinkenni eöa afleiöing en sjúkdómur, þaö er aö segja meiniö sjálft liggimun dýpra. Meiniö sjálft mætti nefna hina félags- legu mótun eöa innrætingu einstakl- ingsins en sú mótun á sér staö á persónulegum, félagslegum, og þjóö- félagslegum grundvelli. Konan, karlmaðurinn, þjóðfélagið Þær stöllur Nanna og Þuríöur röktu síöan á einkar skemmtilegan hátt lífs- hlaup konunnar annars vegar og lífs- hlaup karlsins hins vegar. Þær greindu frá samspili þessara tveggja þátta, þ.e.a.s. félagslegrar mótunar og félagslegra hindrana i lífshlaupi kon- unnar og áhrifum þess samspils á hlut- deild hennar í atvinnulifinu. — Áhrifa umhverfisins fer aö gæta strax í lífi barnsins. Þess vegna er erfitt að segja til um með nokkurri vissu hvort þaö-sem-aðskilur kynin er eölislægur munur eöa áunninn af áralöngum rótgrónum þjóöfélags- venjum. Á lifshlaupinu (sjá teikningar) leyndi þaö sér ekki aö viðhorf og væntingar eru mismunandi, eftir því hvort um stúlkur eða drengi er aö ræöa. Þaö er búist viö því að drengurinn veröi fýrirferðarmikill, i von um að hann veröi sjálfstæður síðar meir. Af stúlku er þess frá upphafi vænst aö hún veröi prúö og elskuleg, þurfi á vemd, jafnvel framfærslu að halda og þá jafnframt aö hún verði þægogstillt. Þær vonii 'Si!iHn'l»iidnar eru viö börnin hafa áhrif á hegðun foreldranna gagnvart þeim og beina þeim þannig inn á ákveðnar brautir. I baráttu kynjanna em því nokkrar „duldar” hindranir og í þessari baráttu oft tilnefndir þrír sökudólgar, konan sjálf, karlmaðurinn og þjóö- félagiö. Viö erum sammála um að takist aö aflífa sökudólginn, eöa aö minnsta kosti stööva leitina að honum um hríð, mætti beina augunum fram á við. Við sjáum fyrir okkur ný ja draum- sýn þar sem samhliöa lagalegum og félagslegum lausnum yröi einnig reynt aö finna lausnir sem miða aö því að losa um hin fastlæstu mynstur kynj- anna, efla sjálfstraust þeirra. Byggja þau bæði upp innan frá og þannig hjálpa þeim að sigrast á þeim hindr- unum sem liggja oft svo djúpt í þeim sjálfum. — Hræðslan, erfiður þröskuldur Og þá hafa raddir kvenna heyrst, kvenna sem hafa verið heimavinnandi í 15—20 ár og alveg úr tengslum viö atvinnulífiö þann tíma og hræddar viö aö hefja störf fyrir utan heimiliö á ný. Höfum við ekki heyrt þessi orö áöur: — Ég hef enga menntun og oft þegar ég sá auglýst störf áræddi ég ekki aö sækja um. Skilyröi um menntun, fyrri störf og annaö sem beöiö var um, var mér um megn aö takast á við. Mig hreinlega brast kjark og segja má aö ég væri í blindgötu. — Eða: Eg hef sent nokkrar umsóknir um störf eftir auglýsingum í blööum en aldrei fengið svar.... Eða ... þaö var auglýst eftir „kaffikonu” í litlu fyrirtæki nýlega. Eg þorði ekki aö lyfta upp símtólinu til að spyr jast fy rir um starf ið. — Er þaö ríkjandi skoðun í þjóö- félaginu aö kona sem hefur skilað uppeldishlutverki sínu meö sóma sé svo ekki gjaldgeng úti á vinnumark- aönum? Býr hún ekki yfir nýtanlegri starfsreynslu og/eða hvernig má bæta menntun viö starfsreynslu svo nýtan- legtverði? „Þaö mun vera talið algengt aö fólk skipti tvisvar til þrisvar um aðalstarf á æviferli sínum, því er það í hæsta máta eölilegt aö kona, sem lokiö hefur því vandasama starfi aö koma bömum upp og til sjálfsbjargar, leiti aftur út á hinn almenna vinnumarkað, auk allra þeirra kvenna, sem fjárhagsþörf heimilanna rekur á þann sama markað áöur en þær sjálfar kjósa,” sagöi Guörún Halldórsdóttir skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur meðal annars í ræðu sem hún flutti. „Þeim konum, sem út á vinnumarkaðinn leita, mætti ef til vill skipta, í grófum dráttum þó, í þr já hópa: Skipt í hópa eftir menntun I fyrsta hópnum eru konur meö hald- góöa framhaldsmenntun og réttinda- menntun. Þær standa frammi fyrir þeim vanda aö þær hafa ryðgað í fræð- unum og framfarir og breytingar eru oftast örar í starfsgreinum þeirra. Þær grípa því stundum til þess aö fara í nýnám þó þær hafi jafnvel háskólapróf í grein sinni og er þaö hlutverk æðri menntastofnana sem þessar konur hafa fengið upphaflega menntun í aö veita þessa endurmenntun. Konur meö gagnfræðapróf, landspróf eða sambærilega menntun eru í hópi tvö. Þeim veröur mörgum fyrst fyrir að sækja sér starfsréttindi meö stuttu námi, til dæmis sem tækni- teiknarar, lyfjatæknar, en stór hópur sækir í öldungadeildir mennta- og fjöl- brautaskólanna.” Skólastjórinn gat þess að í 9 ár hefði veriö starfrækt deild í Námsflokk- unum, sem kallast hagnýt verslunar- og skrifstofustarfadeild, og yfirleitt eru konur 80% nemenda í þeirri deild. Ur deild skólans, sem nefnist forskóli sjúkraliða, útskrifast árlega um60—70 nemendur. Þriðji hópurinn sem út á vinnumark- aöinn leitar er langstærstur. En þaö eru allar þær konur sem ekki luku gagnfræöaskóla annaðhvort af fjár- hagsástæðum eöa félagslegum ástæöum. Þessar konur allar, auk fjölmargra meö gagnfræða- og miðskólapróf koma út á vinnumarkaðinn og raöast í lægst launuöu störfin í hóp ófaglærðra, við ræstingar, í fiski, á bamaleikvelli, bamaheimili og viö ýmsa aöra umönnun langlegusjúklinga, á spítöl- um og í mötuneytum, einnig í heimilis- hjálp. I samningum sumra verkalýös- félaga em ákvæöi um starfsnám ófaglærðs verkafólks og veita slík námskeið oftast kauphækkun. I Náms- flokkum Reykjavíkur hefur nú um nokkurra ára skeiö fariö fram slíkt nám samkvæmt kjarasamningum Sóknar.” Umræðuna verður að auka „Fullorðinsfræðsla og möguleikar til endurmenntunar er að mínum dómi mikilvægasti þátturinn í því aö greiöa götu kvenna út í atvinnulífið á ný.” Hér talar Kristín Eggertsdóttir fræðslufulltrúi hjá Menningar- og fræöslusambandi alþýðu. Þaö kom fram í máli hennar aö allmikiö fræðslustarf er á vegum MFA í tengslum viö a tvinnulífiö. En betur má ef duga skal og hún sagöi: „Allir ættu að hafa jafna möguleika til aö stunda þaö nám er hugur þeirra stefnir að. En það er langt frá því að svo sé í dag. Öldungadeildir úti á landi eru á tiltölu- lega fáum stöðum, þar eiga konur því ekki margra kosta völ vilji þær auka viö menntun sína og hefja störf utan heimilis. Þær hafna því oft í illa laun- aðri vinnu. Þessu þarf aö breyta, þaö þarf aö auka til muna umræður í f jöl- miölum um hlut kvenna á vinnumark- aðnum og í félagsstörfum. Til þess þarf sameiginlegt átak kvenna.” Slæmt skipulag Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja að helstu ástæðurnar fyrir brottför kvenna af vinnumarkaönum um lengri eða skemmri tíma eru börnin. Sumar konur kjósa aö vera heima hjá börnum sínum. Aörar sem þurfa aftur, eöa þá vilja velja þann kostinn, að vera á vinnumarkaðnum eftir barneignir, reka sig á vegg varðandi skipulag í þjóðfélaginu. Þar má helst nefna skipulag dagvistar- og skólamála. Þaö kom fram í máli tveggja ræðu- manna á ráðstefnunni, þeirra Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Dag- vistarheimila Reykjavíkurborgar, og Kára Amórssonar, skólastjóra Foss- vogsskóla, aö samfara örum breyt- ingum á þjóöfélagsháttum hafa breytingar í skipulagsmálum þessara tveggja málaflokka ekki breyst. „Þaö kemur fram í skýrslum okkar aö f jöldi umsækjenda bíöur eftir leik- skólaplássi til þess aö komast á vinnu- markaö,” sagöi Bergur Felixson meöal annars „og athyglisvert er að þriðjungur mæðra bama á leikskóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.