Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 19 vinnur hlutavinnu, fimm klukkustund- ir eöa minna, en um 40% bamanna eru böm heimavinnandi húsmæöra.” „Meðan þéttbýliskjamar vom mun fámennari en nú er, þannig aö flestir áttu ekki lengri gang í skóla en 10 til 15 mínútur og umferð var til muna minni en nú er, þá fundu menn ekki eins til þess þó börn færu oftar en einu sinni í skólann á dag,” sagöi Kári Arnórsson skólastjóri. „Þá vissu menn aö í flestum tilfellum var einhver heima til aö taka á móti bömunum og senda þau í skólann aftur. Oftast var þaö móöirin. Þegar þéttbýliö óx varö leiöin í skólann fyrir marga mun lengri og oft yfir hættulegar umferðargötur aö fara. Þetta hreyfði þó ekki aö neinu ráöi viö skipulagningu í skólunum. Enn versnaði ástandiö fyrir bömin þegar þjóðfélagiö kallaöi flestar mæður út á vinnumarkaðinn eöa eins og nú er, um 80%. Afleiöingamar uröu lyklabörnin margumtöluöu. Skólinn breytti ekki sínu skipulagi þrátt fyrir þetta. Enn vom nemendur og em meö sundur- slitna stundaskrá, en veröa nemendur aö fara heim í hádegishléi í flestum tilfellum. En hvers vegna er þetta svona? Af hverju látum viö þessa breyttu þjóðfélagsskipan koma meö þessum hætti niður á börnunum og auövitaö í mörgum tilvikum niöur á foreldrunum, oftast mæörunum? Er ekki hægt aö breyta þessu? Geta fslendingar ekki fetað í fótspor annarra þjóða og aölagað skóla sina i þessum efnum. Þetta eru stórar spurningar en þeim er fljótsvaraö. Þessu getum viö breytt. Samviskubit útivinnandi móður „Vandamál konu er ekki aö vera kona, vandamál konu er að vera móöir. Væri þaö ekki fyrir móðurhlut- verkiö værum við ekki samankomin hérna í dag, einfaldlega vegna þess aö vandamáliö aö koma aftur á vinnu- markaöinn væri ekki til. Forsenda endurkomu er brottför og um brottför kvenna úr atvinnulífinu væri ekki aö ræða fyrir annaö en börnin.” Svo mæltist Hólmfríöi Árnadóttur viðskiptafræðingi í ræðustól. „Til eru aö vísu konur sem líta á það sem sín forréttindi, sérréttindi, sitt guölega hlutskipti, að vera heima og annast börn sín. En þeim f er fækkandi. Ástæðurnar eru margþættar: heimiliö þarfnast tvennra tekna. 1 nútíma húshaldi með nútima þægindum eru ekki nema i mjög takmarkaðan tíma næg verkefni fyrir fullfríska manneskju. Félagsleg einangrun fylgir kjarnafjölskyldunni og síöast en ekki síst þá horfa konur á að atvinnutækifærum þeirra fer fækkandi.” Ræðumaöur vitnaöi í orö Goldu Meir sem rituð voru á því herrans ári 1930. „Það er fátt sem jafnast á við innri baráttu og örvæntingu útivinnandi móöur. Börnin líöa fyrir starfiö og starfiö líöur fyrir bömin. Hún er ofhlaðin vinnu og þjáist af samviskubiti gagnvart hvoru tveggja.” Hér látum viö staðar numið. Aöeins hefur veriö tæpt á örfáum atriðum sem fram komu í umræðum á ráöstefnu KRFl. Aö koma aftur á vinnumark- aðinn getur veriö erfiðleikum bundiö fyrir flestar konur, hvort sem þær eru ófaglæröar húsmæöur eöa meö nokkurra ára gamalt langskólapróf upp á vasann. En umræöan varpar ljósi á nokkrar staöreyndir, meðal annars þær að möguleikar eru á endur- menntun. Ef viö horfum til framtíöar- innar meö hæfilegri bjartsýni veröa þessir erfiöleikar aö baki, meðal annars vegna þess aö konur fara þá aöeins af vinnumarkaönum um skamma hríö vegna barneigna. Þá vonum viö líka aö annaö skipulag veröi á dagvistar- og skólamálum, hluta- störf í framboöi í auknum mæli svo eitthvaö sé nefnt. En í dag horfum viö ekki framhjá þeirri staðreynd aö mörgum er ofvaxiö vandamál að koma aftur á vinnumarkaöinn. Vandamálið mætti ef til vill leysa meö til dæmis leiðbeiningarstöð fyrir þær konur sem vilja komast aftur út á vinnumark- aðinn eftir langa fjarveru. Tengingu vantar þar sem fyrir lægju upplýsingar um störf, endurmenntunarmöguleika og fleira. Þá væri hugsanlega hægt aö leysa vandamál konunnar, sem hefur séð um uppeldi bama sinna, situr heima viö takmörkuð verkefni en þorir ekki aö lyfta símtólinu vegna óöryggis og vanmats á eigin hæfni og getu. -ÞG. Menning Menning Menning Menning Myndrænar þýðingar — sýnlng ívars Valgar ðssonar í MýlislasaMnu ívar Valgarðsson hefur opnað sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýningin er opin daglega frá kl. 16—22 fram til 27. febr. „Landslagsverk" Ivar Valgarðsson sýnir „landslags- verk” og minnir okkur í leiöinni á aö landslagsmálverk eöa höggmynd er ávallt (kannski getum við líka sagt, er aldrei nema?) „endurbygging” á landslagi. Ef við lítum gegnum lista- söguna og stöldrum aðeins viö nokkur nöfn listamanna sem hafa skapaö Staðlað myndmál En ef við lítum aöeins nánar á túlkanir listamannsins, þ.e. málverk- in, sjáum viö að þetta eru bæði strang- geometrískar abstraktionir og tilviljunarkennd formleysismálverk, sem viö þekkjum úr listasögunni. Listamaöurinn virðist því þýöa frá einu myndmáli yfir í annaö. Ljósmynda-landslagsmótífið er þýtt á abstrakt-myndmál, sem nær þó aldrei að vera algeriega óhlutlægt, því lista- maöurinn hefur samtímis lætt inn í „abstraktmálverkið” ákveöinni hugtenglsavirkni, sem vísar ávallt í viökomandi ljósmynd. Málverkið og ljósmyndin vísa hvort í annað, útskýra hvort annaö og standa því sameigin- lega sem eitt afgerandi sjálfstætt lista- verk. Óljós uppsetning Þaö eina sem virðist nokkuö óljóst við þessa sýningu er uppsetning verk- anna. Og því ekki gott aö segja hvort listamaðurinn hefur viljað setja ein- hvern ákveðinn ásetning í upphenging- una annan en aö láta myndirnar aöeins hanga! Þegar á heildina er litiö er greinilegt aö sýningin er skýr, ánægjuleg af- lestrar og gefur okkur enn eitt sjónar- horn á myndf yrirbærið, .landslag”. GBK ívar notar samspil ljósmynda og málverka. Málverkin minna á strang-geometrísk málverk, en eru þó ekki algerlega abstrakt. Ljósm. GBK. iandsiagsmálverk, allt frá Giotto og fram á 19. öld, kynnumst við æöi f jöl- breytilegum niöurstöðum, sem samtímis sýna og sanna aö sérhver listamaöur veröur aö endurskipu- leggja „fyrirmyndina” í myndrýminu eða á léreftinu. Viö komumst alltaf aö því aö verkið hefur sitt innra sjálf- stæöa lögmál. Málverk af Ijós- mynd af landslagi Myndir Ivars eru enn einn möguleik- inn til aö endurbyggja ákveðna nátt- úru- eöa landslagssýn. Hann notar samspil ljósmyndar og málverks. Annars vegar er um aö ræða ljósmynd sem „skráir” eöa þrykkir mótifinu á fiimuna (listamaðurinn ýtir aöeins á takkann) og hins vegar eru það mál- verk sem hafa fariö í gegnum rökhugs- un og ásetning listamannsins; viö erum komin nokkuö langt frá hinu heföbundna málverki, þegar lista- maöurinn stóö úti í náttúrunni og skrifaöi beint upp eftir landslaginu. Myndlist Gunnar Kvaran Utgangspunkturinn í þessum verkum er ljósmyndin, sem gerö er með mismunandi „linsum” og einfaldar landslagiö á ólikan hátt. Síðan virðist listamaðurinn draga út kraftlínurnar í einni ljósmyndinni; náttúrulega efnisverkun úr annarri og tilfinningalega upplifun úr þeirri þriðju. Þannig er ljósmyndin í senn til- laga til lógískrar endurbyggingar, túlkunarmöguleiki og hvati aö inn- blæstri. Þaö sem vekur sérstaka eftirtekt er aö sýningin virðist byggð upp umhverfis eina afgerandi hugmynd, sem f jallar um mismuninn á ljósmynd og málverki. Ljósmyndin er hér vitnis- buröur, ákveðin sönnun á landslagi, en málverkiö f jarlægist uppruna sinn og er vart annað en fjarrænn ómur frá upphaflegri sýn listamannsins. Hér viröist allt gert til að nýta og fullvinna þessa hugmynd með því að sýna áhorfendum ólíkar áherslur, sjónar- hom og efni. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar V ||13EERDAB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.