Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Page 34
34
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
45. þáttur
Fyrst skal þess getið aö þátturinn 12.
febrúar var rangt tölusettur. Hann var hinn
43. í röðinni, en ekki 41.
„Þjóstólfur” skrifar þann 12. janúar sl.:
„Mér datt í hug um daginn að reyna að
skrifa þér ljóðabréf, sem þú gætir birt í
vísnaþætti þínum, ef þér sýndist svo og hóf
verkið. Fyrr en varði var gráa gamanið
tekiö að kárna svo mikið, að ég sá í hendi
mér, aö þetta væri ekki birtingarhæft. En
hvað um það, ég var kominn of langt til að
hætta og ákvað að senda þér árangurinn til
lestrar, þótt ekki sé hann birtingarhæfur.
En þótt þig kunni að gruna, hver ort hafi,
þá láttu ekki á því bera viö nokkurn lifandi
mann — fyrir alla muni.”
Eg held, að ég fari nærri um það, hver
„Þjóstólfur” er, en hér birtist ljóðabréf hans
óstytt:
Gódan daginn, gledilegt
gott og mikid hag-ár.
Adstreymid sé aldrei tregt,
œtíd fullur brag-lár.
Löngu nidur lagdan sid,
tjóðabréf að skrifa,
dunduöu áar okkar við
óðarsmíð til þrifa.
Forðum daga fátt til bar,
firnalangur tími
áfram leið og ekki var
útvarp, skjár né sími!
ífábreytninni forðum var
frétta sífellt beðið,
Ijóðabréfið loft inn bar,
lesið, numið, kveðið.
Skýin tungti tæjast frá,
taut í rökkri þagnar,
dragast þá með drunum hjá
dýrir strœtisvagnar.
Hetjan Davíð hefð og völd
hlaut ikosningunum,
efndi loforð, tœkkar gjöld,
lét af stórhýsunum.
Til að jafna tapið skjótt
tekjum, sem aðgagni,
hækkun rétta finnur fljótt:
far með strætisvagni.
Orðin góðu ,,stétt með stétt”
standa i flokksins merki,
Davíð þykirþetta rétt,
því er trúr í verki.
Hættur að yrkja heim á leið
hélt ég Ingólfsstrœti.
Strætisvagn á viðstöð beið,
valdi ég mér sæti.
Fyrr í dag ég DV fann,
dró það upp og fletti,
leit í svip á leiðarann
og las í einum spretti.
Ritstjórans um rauðvínskok
ryðjast bænda-vítur,
æðisgengið orðarok
ýlir, hvín og þýtur.
Römm er særin svona manns,
sýnist raunar vafi,
að fyrir norðan feður hans
frið ígröfum hafi.
Og Helgi heldur áfram: „Mér hefur dottið
í hug, að hún kæmist eigi verr til skila í þess-
ari endurskoöuðu gerð:
Maður kemur manns ístað
myrkar vetrarnœtur.
Fyrr en varir öðrum að
ekkja hallast lætur. ”
Eg held, aö tillaga Helga um aö breyta
gömlum vísum og húsgögnum sé skýring á
því, hve mönnum ber mjög á milli, hvernig
hinar ýmsu vísur hafa upphaflega veriö af
höfundi gerðar. Hagyrðingar breyta oft vís-
um, stundum óviljandi, en oft yrkja þeir í
eyðurnar, ef þeir kunna vísuna ekki alla.
Eg get glatt lesendur þáttarins með því,
aö Helgi Sæm mun að öllum líkindum leggja
þættinum til meira efni síðar, því að hann
segir í lok bréfsins: „Eg læt þig ef til vill
heyra frá mér síðar, ef þú heldur áfram að
vinna þjóðinni gagn og leggja henni undur-
samlega hluti af mörkum.”
Jón Gunnarsson, Melavegi 5 á Hvamms-
tanga, heldur því fram með gildum rökum,
að ég hafi rangfeörað vísuna „Tæmast rök-
in, týnast gögn”. Jón segir, að Sigurði frá
Haukagili hafi oröið hiö sama á í Vísnasafni
sínu III. hefti; Siguröur hafi, eins og ég, talið
vísuna eftir Svein Hannesson frá Elivogum.
Jón segir vísuna vera eftir vin sinn, Björn
Sigurðsson Blöndal, sem látinn sé fyrir
nokkrum árum. En Jón segist hafa skrifað
vísu þessa ásamt mörgum fleiri eftir Birni
sjálfum. Eg hef enga ástæðu til að rengja
framburö Jóns Gunnarssonar. Auðvitað
hefur þaö oft gerzt, aö landskunnum hag-
yrðingum eins og Sveini Hannessyni hafi
verið eignaðar snjallar vísur, sem aðrir hafa
gert.
Tíminn græðir opna und,
eins þótt blæði núna.
Blómin klæða tjúfan lund.
Ljósið glœðir trúna.
Ef á ferð ég vönkuð verð,
vegagerð það kenni.
Klýf með sverði sáttargerð.
Sálir herði og brenni.
Trautt er von, að ýtar yrki,
ef að svona dýrt er kveðið.
Vaskar konur veita styrki
vœnum sonum óumbeðið.
Margrét Olafsdóttir sendir „Skugga”
kveðju í tilefni þess, aö hann hafi gerzt eitt-
hvaö hvumpinn, er hann las draugavísuna.
„Eg get ekki betur séö,” segir Margrét, „en
að hann telji sig til drauga, og því fær hann
þessar frámér”:
Pað var skömm, að Skugga-anga
skyldi ’ ég flækja í ósómann.
Ei ég vissi, að afturganga
í alvörunni vœri hann.
Margrét botnar og kemur auga á, að fyrri-
parturinn býöur upp á oddhendu:
Munur er á mér og þér,
má því hver einn trúa.
Yður þéra allir hér,
en mig ber að þúa.
Margrét sendir sýnishorn af því, sem hún
hefur veriö að sjóða saman „undanfarið”:
Þó að skjólið skorti á,
skafi í hóla bylur,
helgum jólafriði frá
flœðir sólarylur.
Skúli sœll, mér er til efs,
að þú vænta megir
öllu lengra Ijóðabréfs,
en lítið rollan segir.
Frost er hér og fannalög,
fennt er Reykjavíkin,
umferðin því erfið mjög
eins og pólitíkin.
Leggja napran súg um svið
sumir hafa fundið
og kuldaútlit ekki við
árstíðirnar bundið.
Dregur yfir Daviðsborg
dimman íhaldsskugga,
myrkva slœr á mannvitstorg,
myrkur á sálarglugga.
Sé ég upp við Arnarhól
umbrot Seðlabanka,
augum gýt á stjórnarstól
og stuðla mína þanka.
Áföll stjórnin allmörg hlaut
eins og dæmin sanna,
Albert karlinn afturþaut
inn til Geirfuglanna.
Haukdal stokkinn undan ár,
enda þyngist róður,
Gunnar minn er mjög svo fár,
mundar stýrið hljóður.
Tautar í barm sér gugginn grár:
,,Gat ég betur hugað,
hvort að brú á Ölfusár-
ósinn hefði dugað?
Fyrir svikin fyrri brot
fyrirgefast honum
og fylgi sitt við framapot
fékk hjá Geir að vonum.
Samskipti við svona mann
svipta okkur trúnni,
eftir svikin hefði hann
hrósað sér af brúnni. ”
Svomælti „Þjóstólfur”.
Helgi Sæmundsson skrifar mér bréf og
ávarpar mig: „Þú mikli eilífi andi.” Þessi
ávarpsorð Helga Sæm. sanna það, sem ég
hef reyndar löngu vitað, aö hann er dyggur
aödáandi minn.
Helgi sendir þessar stökur:
íslenzkþjóð er engu lík.
Ávallt menning hennar dafnar.
Komin er í Keflavík
kvæðahít, er vísum safnar.
Gegnum myrkur geisli brýzt,
gtaðnar lund og kviknar von.
Húnvetningur heitir víst
hítin þar í Babýlon.
Víkur burtu víl og slen,
vaknar sofinn lýður,
er á skálum Skúli Ben
skáldamjöðinn býður.
Helgi segir, en ekki er ég viss um að allir
veröi honum sammála, er þeir lesa orð
hans:
„Mér hefur dottið í hug að mæla meö því
við þig, að þú efnir til endurskoðunar og þá
helzt endurbóta á gömlum sæmilegum vís-
um, prentuöum eða á húsgangi. Byrja ég
þetta á því að endurskoða stöku eftir Erlu
(Guðfinnu Þorsteinsdóttur frá Skjögrastöð-
um á Skógum eystra) til að sýna þér fram á,
hvað fyrir mér vakir. Þennan leik vissi ég
haföan um hönd á Suðurlandi, þegar ég var
unglingur og komst í fyrstu kynni við hag-
mælsku og lausavísur. Finnst þér þetta ekki
dágóö hugmynd og tilvalið, einnig fyrir
Norðlendinga, að glíma við og betrumbæta
vísur, sem hafa að geyma skemmtilegar
hugmyndir, en gætu staðið til bóta um oröa-
lag og frágang? Stundum gæti náöst með því
móti það, sem kallast herzlumunur.”
Og Helgi segir: „Erla (Guðfinna Þor-
sleinsdóttir) orti þessa ágætu vísu:
Maður kemur manns ístað
mjög til ásta frekur.
Fyrr en varir öðrum að
ekkjan hallast tekur. ”
Jón segir, að Björn hafi sagt sér, að
vísumar séu tvær og í þessari röð:
Fer að mæði, finn ég það,
fátt um gæði l veri,
hrollur læðist lúnum að
lífs á flœðiskeri.
Tœmast rökin, týnast gögn,
trúin vökul dvínar.
Grimm eru tökin, gleymska og þögn
geyma stökur mínar.
Jón Gunnarsson lýkur bréfi sínu meö þess-
aristöku:
Unga ,,skvísu ” elska má,
ástin rís og dvínar.
Hátt ég prísa og hetd upp á
helgarvísur þínar.
Hjörtur Jónsson, Laugavegi 26, skrifar
þættinum mjög svo vinsamlegt og uppörv-
andi bréf, sem ég þakka, — ekki veitir af
hressingu í skammdeginu. Hjörtur botnar
og hefur í huga, að fyrriparturinn er eftir
Húnvetning (Ingibjörguhina húnvetnsku):
Silur á staurnum sýnist mér
soltið krumma-tetur.
Húnvetningur sjálfum sér
sultinn kennt um getur.
Hjörtur segir: „I 41. þætti endar þú þátt-
inn á fyrriparti, og það var einmitt hann,
sem á sök á þessu bréfi:
Trauðla ’ er von, að ýtar yrki,
ef að svona dýrt er kveðið.
Liggur við þeir Ijóðið kyrki,
lítilsvirði skáldageðið. ”
Hæstaréttarlögmaðurinn
enn botna:
P.S.P. sendir
Upp til heiða hiilin þrá
hugann leiðir víða.
Á sænum freyðir báran blá,
þar brttnar skeiðin fríða.
Oft er þökin bylur ber
bresta í klökum lœtur,
gamlar stökur stytta mér
strembnar vökunætur.
Sannleikann ei sofna látt,
sóma berðu tygin,
því að aldrei semja sátt
samvizkan og lygin.
Reyndu þannig gera gott,
gleði anna vekja,
sýna granna vinarvott,
vonzku ’ úr ranni hrekja.
Eg verð að láta talsvert úr bréfi Margrét-
ar bíða næsta þáttar.
Því miöur berst mér svo til ekkert af fyrri-
pörtum frá lesendum. Nú stendur þannig á,
að um langan tíma hef ég ekki getaö ort eina
einustu vísu, og fyrriparta get ég ekki smíð-
að nema með harmkvælum. En þó læt ég
lesendum þessa í té til að spreyta sig á, —
það verður aö hafa það, þótt þeir séu af-
spyrnulélegir:
Holdiö þitt er alltaf eins,
en andinn reiðubúinn.
Allir bera um betri tíð
í brjósti vonarneista.
,,Allt er betra en auðvatdið, ”
Óli Ragnar segir.
Nú vill kappinn Eiður eyða
öllum hvölum.
Enn einu sinni hvet ég lesendur að láta til
sín heyra meö vísum og botnum. Eins og
þeir sjá er mikill þurrður á góöum fyrripört-
um, og væri gott, ef þeir leystu þann vanda.
Skúli Ben
Pósthólf 161
230 Keflavík.