Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. Útlönd Tíu ára barátta Kohls bar ávöxt Helmut Kohl kanslari lagði stjórnmálaferil sinn og framavonir allar undir þegar hann boðaði til kosninganna svo skömmu eftir aö hann komst í kanslarastól við fall Schmidt-stjórnarinnar og sósíal- demókrata í október í vetur. Og hann hirti allan pottinn eins og sá sigur- vegari sem hann var í því fjárhættu- spili. Ef hann hefði tapað hefði hann sett met í skammtímadvöl í kanslara- embættinu og orðiö eini kanslarinn sem því embætti hefði gegnt án þess aö hljóta sigur í kosningum. Af mörgum var Kohl kallaður litlaus stjórnmálamaður og daufur og andstæðingar hans hömruöu mjög á því aö hann skorti alla reynslu í utanríkismálum. Þegar kristilegir demókratar sömdu við frjálslynda um myndun bráðabirgðastjórnar, þegar hinir síðarnefndu höfðu gengið út úr stjórnarsamstarfinu viö sósíal- demókrata, reiö frjálslyndum mjög á því að fresta sem allra lengst nýjum þingkosningum. Það var eiginlega um líf eða dauða að tefla fyrir flokkinn því að skoðanakann- anir allar og fylkiskosningar sýndu fylgishrun frjálslyndra. Schmidt kanslari missti þolinmæðina með litla bróöur, sem honum þótti ótrúr viö róður stjómarskútunnar, og hótaði Genscher skyndikosningum á miðju kjörtímabilinu. Meö því rak hann frjálslynda leiðtogann út í örvæntinguna til samninga við kristi- lega. Sá frestur, semfrjálslyndir keyptu sér, kom þó Kohl vafalítið einnig til góöa. Hann fékk nokkra mánuði til þess aö sýna sig í kanslarahlutverk- inu og venja kjósendur viö að sjá hann í fylkingarbrjósti þjóðarinnar. Hann beið heldur ekki boðanna heldur hélt strax, nokkrum klukku- stundum eftir embættistökuna, til Parísar þar sem hann átti viöræður við Mitterrand Frakklandsforseta og innan fárra vikna hafði hann einnig heimsótt Washington, London, Róm og Brussel. Þar sló hann tvær flugur í einu höggi. Gaf hann landsmönnum sínum nýja mynd af sér í sviðsljósi Stórsigur Helmuts Kohls kanslara og kristilegu systurflokkanna í Vest- ur-Þýskalandi um helgina friðaði menn á Vesturlöndum, sem kviðu sundrungar innan NATO vegna eldflaugaáætlunarinnar. Með þeim fyrstu til þess að óska Kohl til hamingju með sigurinn voru Reagan Bandaríkjaforseti, Thatcher forsætisráðherra Breta og Fanfani forsætisráðherra Italíu, sem lét í Ijós vonir um, að kosningaúrslitin í Þýskalandi mundu „stuðla aö því að efla öruggan frið í Evrópu.” Ahnennt á Vesturlöndum er taliö að kosningaúrslitin muni styrkja stöðu Vesturveldanna í Genfar- viðræðunum við Sovétmenn. Þótt ríkisstjómir nágranna Þjóðverja gæti fyllsta hlutleysis í viðbrögöum við fréttum af kosningunum er vitað að menn anda léttar. Innan Atlantshaf sbandalagsins höföu menn búið sig undir að til vandræðna gæti komið ef Hans- Jochen Vogel, kanslaraefni sósíal- demókrata, hefði komist að. I kosn- ingabaráttu sinni hafði hann lagt áherslu á þaö aö staðsetning NATO- eldflauganna í V-Þýskalandi kæmi ekki til greina nema sem algjör þrautalending og aö reyna bæri allt annað fyrst. Hann vildi að Banda- ríkjamenn féllu frá „núll-tillögu” Reagans og kæmu meira til móts við tillögur Andropovs. Lýsti hann því sem skoðun sinni að vel kæmi til álita að draga einkakjamorkuvopnabúr Breta og Frakka inn í samninga- viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Þetta síöasta var auövitaö hreint bergmál af tillögum Andropovs, leið- toga Sovétríkjanna, sem mönnum þótti grafa undan líkum á því, að Sovétmönnum yröi þrengt til samn- inga í Genf. Þótt Evrópumenn hafi átt sinn þátt sjálfir í gerð áætlunarinnar um upp- byggingu skotpalla i Evrópu fyrir kjarnorkueldflaugar þá hefur það aldrei farið á milli mála að enginn þeirra viU að sú áætlun komi til utanríkismála og vann sér stuðning annarra leiötoga á Vesturlöndum. Þeir töldu hann traustari samherja en keppinautinn, Hans-Jochen Vogel, sem hafði byrjað á því að fara til Moskvu til skrafs og ráðagerða við Kremlverja. Hár og þn kvaxinn og dökkur á brún og brá var Kohl oft uppnefndur framkvæmda. Helst kysu menn að Sovétmenn féllust á takmarkanir kjarnorkuvopna í Evrópu og að samningar tækjust þannig aö faUa mætti frá eldflaugaáætluninni. Hún var aldrei hugsuð nema sem þrautaráð eftir aö Vesturlanda- menn, langþreyttir orðnir af árang- ursleysi viðræönanna við Sovét- ,,Svarti risinn” og stóð í persónufylgi langt aö baki Schmidt kanslara og galt þess. Var það talið hafa ráðið úrsUtum í kosningabaráttunni 1975 og ’76 þegar hann tapaði fyrir Helmut Schmidt, en að vísu meö htlum mun. Þá horfði ekki vel fyrir hinum Helmutinum sem síðan hefur þó sannaö að hann hefur fleiri en eitt menn, sem þindarlaust hafa vígbúist á meðan Vesturlönd hafa haldið að sér höndum, sáu ekki önnur úrræöi tU þess að leiða Sovétmönnum fyrir sjónir hver alvara fylgdi máli hjá þeim. Kohl hafði hins vegar lýst yfir full- um stuðningi við NATO-áætlunina. En það er einmitt mat manna innan pólitískt líf. Eins og oft eftir ósigra kom upp kurr í Uðinu og samfylking kristi- legra demókrata og kristilega bandalagsins í Bæjaralandi, sem haldið hafði frá því 1949, virtist ætla að bresta. Kohl lagði sig þá mjög fram við að efla bræöralagiö, og þótt hann í fyrstu væri andvígur útnefn- bandalagsins aö full eining og sam- staða meðal aöildarríkjanna sé sú eina vogarstöng sem fengiö gæti Sovétmenn til þess að breyta um stefnu í Genfarviðræðunum. Til þess vísar Fanfani forsætisráðherra Italíu þegar hann vonast til þess að kosningaúrsUtin muni stuðla að íraustari friði í Evrópu. ingu Franz-Josefs Strauss sem kanslaraefnis kosningabandalags- ins, veitti hann Strauss fullan stuöning sinn í baráttunni. Þar vann hann traust og vináttu hins harð- snúna hægrimanns og lagði grunninn að samstarfi þeirra sem mjög reyndi á í vetur þegar yfir stóöu samninga- viðræðurnar um stjórnarmyndun með frjálslyndum sem hinn óstýri- láti Strauss viU feiga. I nóvember 1980 varð Kohl leiðtogi þingflokks kristUegra og treysti síðan stöðu sína uns hann nú er orðinn kjörinn kanslari V-Þýska- lands. Annars er naumast unnt að ræða um andstæðinga Kohls, aö minnsta kosti ekki hatramma andstæðinga. Jafnvel pólitískir keppinautar láta sér vel líka við manninn persónulega og fer lítið fyrir persónulegum skæt- ingi í málflutningi gegn honum sem annars er mjög algengt í stjórnmála- umræðu í V-Þýskalandi. Kohl lítur sjálfur á sig sem „alhliða” mann og skipuleggjanda en ekki sem „sérfræðing”. Hann er maður á besta aldri, fæddur 3. apríl 1930, kaþólskur, kvæntur og tveggja barna faðir. Kona hans.Hannalore, er mótmælendatrúar. Hann var kadett í herskóla, þegar stríðinu lauk, og tveim árum síðar var hann orðinn einn af stefnendum ungmennafélaga kristilegra demó- krata í heimabæ sínum, Ludwigs- haven. Hann varð að vinna í frí- stundum fyrir háskólagöngu sinni en sneri fljótlega úr atvinnulífinu að skólanámi loknu inn á stjórnmála- brautina. 52 ára gamall er hann yngsti kanslari landsins en það orð loöir víða viö feril hans. Hann varð yngsti þingmaður fylkisþings síns 29 ára | gamall 1969. Hann varð yngstur for- sætisráöherra Rínarfylkis 10 árum síöar og yngsti formaður kristilegra demókrata 1973. Þá höfðu flokksbræður hans um hríð séð í honum efni til þess aö verða lyngsti kanslari landsins þótt það sé ekki fyrr en tíu árum síöar sem hann ; loks náöi þeim áfanga. Þáttur V-Þjóöverja í eldflauga- áætlun NATO þykir afar mikilvægur. Ef ekki verður af samningum í Genf á að byrja aö setja upp fyrstu eld- flaugamar (572 Pershing 2 og stýri- flaugar) í desember. Þær fyrstu á að setja upp í V-Þýskalandi. — Ef Þjóð- verjar hefðu hætt viö er fyrirsjáan- legt að ríkisstjórnum Belgíu, Bret- lands, Italíu og Hollands verður ekki öllum stætt á því að uppfylla sína þætti áætlunarinnar. Kohl hefur lýst því yfir aö hann muni reyna að beita áhrifum Bonn- stjórnarinnar viö bandamennina í Washington til þess að finna nýjar lausnir svo aö fremur megi ganga saman í Genfarviðræðunum. En hann hefur tekið fram að hann muni gæta þess umfram allt að spilla ekki einingu innan NATO eða grafa undan samningsaðstöðu bandalagsins. Það er núll-tillaga Reagans sem þarna er vísað til. Margir þjóöarleiö- toga V-Evrópu eru sammála því að hún sé æskilegasta lausnin. Með henni væri sett bann viö staðsetningu meðaldrægra kjamaeldflauga í Evrópu. En svo afdráttarlaus hefur Sovétstjómin verið í andstööu sinni við núll-tillöguna að margur gerist reikulli í trúnni á að það tjói að ríg- halda í hana og vilja leita málamiðl- unar í nýjum tillögum. Er búist við því aö Kohl muni ekki láta líða á löngu áður en hann hreyfi því. Hin opinberu málgögn Moskvu- stjórnarinnar greindu frá kosninga- úrslitunum án nokkurra umsagna. I einkaviðræðum við diplómata hafa sovéskir embættismenn þó látið í ljós aö hið mikla fylgi hægri flokkanna í V-Þýskalandi hafi komið þeim á óvart. Hugsanlegt þykir aö hinn örúggi sigur hægrimanna muni koma Kreml til þess að endurskoða afstöðu sína til Genfarviðræðnanna. Má þeim ljóst vera að frumkvæði Andropovs í kjarnorkuvopna- umræðunni hefur ekki megnaö að veita friöarhreyfingarmönnum þann byr sem Kreml vonaöist tO. Er búist viö því að eftir kosningaúrslitin sýni Moskvustjómin meirisveigjanleika. Helmut Kohl kanslari með mynd „gamla mannsins”, Konrads Adenauers kanslara.í baksýn en Kohl lítur á sig sem lærisvein hans. Þýsku kosninga- úrslitin og eldflauga- áætlun NATO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.