Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður og útgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjdmar: 84611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuöi 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Frá vinstri til hægri Kosningatölur frá Þýskalandi og Frakklandi leiða í ljós, aö mið- og hægri flokkar eru þar aftur í sókn og fá völdin í sínar hendur. Fyrir þá, sem fjær standa og fylgjast með evrópskum stjórnmálum á yfirborðinu, virðist lítill munur á stjórn vinstri- eða hægrimanna í þessum löndum. I utanríkismálum er þar aðeins blæ- brigðamunur á, og jafnvel má fullyröa aö Mitterrand hafi að ýmsu leyti verið afdráttarlausari í afstöðu sinni en d’Estaing, Vesturveldunum í hag. Svipað má segja um stóru flokkana í Þýskalandi. Leiö- togar jafnaðarmanna hafa ætíð veriö dyggir fylgjendur bandarískrar leiðsagnar í utanríkismálum og þeir áttu hugmyndina aö meðaldrægu eldflaugunum, sem Banda- ríkjamenn hyggjast setja upp í Evrópu og mest hefur verið deilt um. Vegna þrýstings frá vinstri hefur hinn nýi leiðtogi jafnaöarmanna , Hans-Jochen Vogel, veriö eilítið reikulli í rásinni, en kristilegir demókratar hikuðu hinsvegar hvergi í nýafstaðinni kosningabaráttu. Fyrir vikið var fylgst með kosningunum í Þýskalandi, þar sem þær þóttu barómeter á skoðanir Evrópubúa í varnar- og vígbúnaðarmálum. Sigur kristilegra demókrata var skýlaus traustsyfir- lýsing viö þá varnarstefnu, sem Atlantshafsbandalagið hefur markað, og er það út af fyrir sig fróðleg niðurstaða í ljósi þess mikla áróðurs, sem uppi er hafður gegn henni. Með því verður auðvitað ekki sagt, að þýska þjóðin sé vopnaglöð og gikkbráö. Þjóðverjar vilja hinsvegar vera við öllu búnír og kjósa enn vopnaðan fríö, fram yfir ótímabæran afslátt gagnvart ógninni úr austri. Vonandi er að Sovétríkin dragi réttar ályktanir af þessum kosningaúrslitum, þannig að viðræðurnar í Genf leiði til gagnkvæmrar afvopnunar og niðurskuröar kjarn- orkuvopna. Annað sem athyglisvert má teljast við úrslit kosning- anna í Frakklandi og Þýskalandi, er sú staðreynd, að miö- og hægri flokkar vinna á, við mjög erfiðar og alvar- legar aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Milljónir manna ganga um atvinnulausar og hálfgert kreppu- ástand hefur ríkt. Svo er aö merkja, sem kjósendur treysti svokölluðum hægri flokkum betur til að takast á við þann vanda en sósíalistum og jafnaöarmönnum. Þeir síðarnefndu hafa verið við völd í báðum löndunum og raunar er þeim áróðri haldiö fram, bæði hér á landi og annars staöar, aö atvinnuleysi sé búmannsraun hægri stefnunnar. Áður- nefnd kosningaúrslit, svo og vaxandi fylgi við stefnu íhaldsmanna í Bretlandi, benda ekki til þess, að evrópskir kjósendur telji vinstri stefnu haldbetri til að ráða bót á atvinnuleysinu. Annars er meira og minna marklaust að tala um vinstri og hægri flokka aö því er varðar þýsk stjórnmál. Stóru flokkarnir báðir eru í raun miðjuflokkar, og kristilegir demókratar lögðu á sínum tíma grundvöllinn að velferðarríkinu og efnahagsundrí eftirstríðsáranna. Þeirra hugmyndafræði gengur ekki út á afnám trygginga eða opinberra afskipta og þeir sækja sína fyrirmynd í hið blandaða hagkerfi. Sigur kristilegra demókrata er fyrst og fremst vís- bending um, að Þjóðverjar vilji gefa nýjum mönnum tækifæri við stjórn landsmála. I Frakklandi hefur ástandið „normaliserast”, eftir misheppnaða valdstjórn kommúnista og sósíalista um nokkurrn tíma. Aörar hafa breytingar ekki orðið. Sannleikur eftir pöntun Eftir merkilega og vorlega febrúardaga minnti vetur konungur óþyrmilega á sig í síðustu viku. Gæftaleysi var á vetrarvertíð og tvö skip fórust. Grettir sökk í Faxaflóa, en Hafrún ÍS 400 liggur nú í bein- brotinni urðinni undir Stiga. Svo milt hafði veðrið verið, að sauðkindin, sem ekki verður nú talin nýjungagjörn skepna, fremur en framleiðsluráöið, taldi sumarið vera að koma, og hélt til fjalla til að boröa grös. Bóndi fyrir norðan, varð að leigja flugvél til aö finna þetta vorglaða fé, sem kom svo í leitirnar við Gassa- fjöll, ef mig misminnir ekki. Og svo kænlega bjó veðrið um, aö við lá að þaö kostaöi bónda og karla hans lífið, er þeir sóttu féð á snjósleðum. Umhyggja fyrir sauðfé getur því verið dýr fyrir aðra en neytendur og aðra er ganga á brimleistum um skafla verðbólgunnar. Það vakti sérstaka athygli land- vinnumanna, aö nú voru þyrlur notaðar við björgun; þannig aö skip- brotsmenn voru komnir á þurrt, áður en björgunarsveitir með kaðla höfðu náöaðskipinu, undirhengifluginu. Ég efa það ekki, að menn þessir hefðu bjargast, og banka í tré upp á það, þótt þyrlumar hefðu ekki komið. Þó hefðu menn án efa lent í meiri hrakningum við aö kornast til byggða. Oneitanlega sýnir þetta okkur, að eftirleiðis veröur öryggi sæfarenda mun meira undir þyrlunum komið, en verið hefir til þessa. Aö vísu má minna á það, að banda- rískar þyrlur frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafa bjargað hundruöum mannslífa. Þær þyrlur hafa hinsvegar ekki þótt hentugar í blöðin, eða í bænahúsum Sjónvarpsins. Þar má aðeins sýna bandarískar þyrlur í E1 Salvador. En hvað um þaö. Koma frönsku flugsveitarinnar hefur orðiö til góös, því hún hefur opnað mönnum augu fyrir tækni, sem fréttastofur hafa ekki viðurkennt, fremur en regnið gula austuríKabúl. Og þaö er kannske þessvegna, sem björgunarþyrlur varnarliðsins voru ekki notaðar á sérstakri flugslysa- æfingu hjálparsveita og Sjón- varpsins á laugardag. Þetta nær vitaskuld engri átt. Menn getur greint á hvort þetta og hitt henti Rússum, en hjálparstarf er þó enn aiþjóðlegt. Og ekki nema misseri síöan þyrla af Keflavíkur- flugvelli sótti rússneskan sjómann í ryksuguskip, djúpt út af landinu, og flaug honum á sjúkrahús á Islandi. Ekki skal amast við æfingum Frakkanna. Þær munu koma nauðstöddum að haldi á öðrum stööum. En hætt er við að það sé of langt að sækja þær til Parísar, ef til tíðinda dregur á ísland. Um helgina var mest rætt um álmálið, og þá staöreynd, að Alþingi hyggst nú taka málin í sínar hendur, eða af iðnaðarráðherra, sem stundað hefur árangurlausar Möllersæfingar í málinu, árum saman, þjóðinni til mikils skaða. Alveg sama þótt rjúfa þurfi svonefnda þjóðareiningu um iðnaðarráðherra. Hjörleifur Guttormsson er vænsti maður, og vonandi hlýtur hann að Kjallarinn Jónas Guðmundsson sjá, að þessi ganga er á enda, þótt hann noti enn telex í úrsynningnum, eins og hann fari með öll völd. Þjóðin er í engu stríði við Hjörleif, eða aöra vel meinandi menn. Mönnum þykir aðeins nóg að gefa Riddarann sjónumhrygga út í átta þykkum bindum hjá Almenna bókafélaginu. Ekki var þó á bætandi, hugsaði margur með sér, þegar DV skýröi frá því að Cooper og Lybrand, endur- skoðendur Álfélagsins og Iðnaöar- ráöuneytisins, hefðu orðið að greiða 530 þúsund dollara í skaðabætur í Pittsburgh í Bandaríkjunum (tæpar ellefu milljónir Ikr.), þar sem í ljós kom, að unnt er að kaupa sannleik- annhjáþessufirma. Höfðu Cooper og Lybrand ráölagt borgarstjórninni í Pittsburgh hvar hún ætti aö kaupa aöföng til tölvu- vinnslu. I ljós kom, að hagsmuna- tengsl voru milli Cooper og Lybrand og tölvufirmans. Jafnframt var margnefndum heiðursmönnum, eöa Cooper og Lybrand, sagt upp sem endurskoðendum. Þeir hafa því misst vinnuna eins og Hjörleifur. Þetta eru sorglegar fregnir fyrir Islendinga, því kröfur iönaðarráð- herra hafa að verulegu leyti veriö reistar á sannleika, sem keyptur er hjá Cooper og Lybrand. Ekkert skal fullyrt hér um gæði þeirrar vöru, — og manni kemur ekki til hugar að beðið hafi veriö um hagræöingu í aðfangareikningi, vegna álversins. En hver heilvita maður hlýtur þó að sjá, að fyrir dómstólum, eða alþjóðlegum gerðar- dómi, er naumast hægt að vitna í firma, sem selur sannleika eftir pöntun. Við verðum tafarlaust aö skipta um endurskoðendur. Þaö er útaf fyrir sig sorglegt, að endurskoðunarsinni skuli veröa að fá bágt á 30 ára dánarafmæli Stalíns. En við þessu er því miöur ekkert annaö aö gjöra. Þetta stríö er tapaö, — íbili. Veðrið á Suöurláglendinu var vetrarlegt á sunnudag. Alhvít jörð, frost og hæg norðan- gola. Svört trén í garðinum skulfu nöturlega, því þau höfðu, eins og kindurnar fyrir norðan, haldiö að sumarið væri aö koma. Það voru fáir á ferli í miðborginni, enda eru þingmenn nú komnir í veiðihólfin sín, eða kjördæmin, til að syngja um sannleikann frá árinu 1959. Margt bendir nú til þess að kosn- ingar séu í nánd. Þórarinn Framsóknarþingmaður í Laugar- dælum er byrjaður aö skrifa um sykurfabrikkuna í Hveragerði og bráðum brúar hann Ölfusárósa, eina ferðina enn. Þótt annars sé vitaö, að þingmaðurinn kemur engu í gegn, hafa Sunnlendingar þó áhyggjur. Sykrið ætlar þingmaöurinn aö sjálf- sögðu aö framleiöa með óþekktum aðferöum, eöa úr sorpi frá finnskum sykurverksmiöjum, en ekki úr alvöru hráefnum, eins og gert er í öðrum löndum. Að vísu má segja sem svo, aö það hafi aldrei hentaö íslenskum land- búnaði að nota viðurkenndar aðferöir við nokkum skapaöan hlut. En nú sem fyrr verður þjóðin að borga mistökin. Islenskar húsmæöur fá nefnilega ávallt aö borga drauma þingmanna Framsóknarflokksins og kommún- ista, þegar upp er staðiö. — Skítt meö það, en vonandi verður nýja Ölfusárbrúin þó ekki gjörð úr afgöngum eða sorpi lika, þegar þar aö kemur. Jónas Guðmundsson rithöfundur. -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.