Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Qupperneq 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983. 47 Lesendur Lesendur Lesendur Virkjanirnar: ENGINN MUI- PUNKTUR — annaðhvort raf magnsskortur eða umf ramorka Gunnar Sveinsson, Hrauneyjafossi, skrifar: Aldeilis ofbýður mér sá málflutn- ingur og þau skrif sem sést hafa að undanförnu í sambandi við umfram- orku Landsvirkjunar. Þetta hófst meö því aö formaður Verslunarráös lét þau orð falla og helst mátti skilja á honum að Hrauneyjarfossvirkjun væri óþörf. Síðan hefur hver röddin á eftir annarri tekið undir þennan mál- flutning hans. Ég verð nú að segja eins og er að ég er stórhneykslaður á því aö maðurinn skuli láta hafa svona nokkuð eftir sér, jafnvel þó að hann sé forstjóri Isals og hafi kannski hug á að fá eitthvað af þess- ari umframorku á útsöluverði fyrir álverið. Við skulum spóla segulbandið aft- urábak um 2—3 ár og hlusta á hvað sumar af þessum hjáróma röddum, sem nú tala um umframorku, sögðu þá. Þá jaðraði við rafmagnsskort og iðnaðarráðherra var skammaður fyrir að hafa dregið úr framkvæmda- hraða við Hrauneyjafossvirkjun. Nú skamma þessir sömu menn ráðherr- ann fyrir of mikinn framkvæmda- hraða sem komi meðal annars fram í umframorku. Ja, það er margt skrít- iö í kollinum á henni kusu. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessir menn hafa ekki hugmynd um hvaö þeir eru að þvæla og þess vegna komast þeir í mótsögn við sjálfa sig. Það er nefnilega þannig að það er aldrei hægt að finna einhvern milli- punkt. Annaðhvort er rafmagns- skortur eða umframorka. Þarna kemur margt til, veðrátta til dæmis. Mikið frost og kuldi veldur minni framleiðslu jafnhliða meiri notkun og svo öfugt, úrkoma og hlýindi skapa meiri orku en minni notkun og síðast en ekki síst: Þegar ný orkuver meö tvö til þrjú hundruð megavött koma inn á 4—5 ára fresti hlýtur að verða offramleiösla næstu tvö til þrjú árin. Hún fer svo minnkandi þangað til jaðrar viö rafmagnsskort í lokin. Þegar næsta virkjun kemur í gagnið endurtekur sama sagan sig. Rafmagnsskorturinn er úr sögunni en umframorkan skapast að nýju. Þessu verður ekki komist hjá, því allir hljóta að sjá að of seint er að fara að byrja að virkja þegar raf- magnsskortur er oröinn. Það myndi leiöa til þess að vandræðaástand yröi í þessum málum þrjú til fjögur ár uns ný virkjun kæmist í gagnið. Það er einfaldlega þetta sem Ragnar Halldórsson kallar ónýtta orku sem renni til sjávar. Landsvirkjun getur ekki stöðvaö sínar framkvæmdir þó að Ragnar Halldórsson segi upp 70 manns, svo einfalt er þetta mál. Túrbínur í vélasal Búrfellsvirkjunar. Gunnar Sveinsson segir meðal annars um raforkuframleiðslu: „Mikið frost og kuldi veldur minni framleiðslu jafn- hliða meiri notkun og svo öfugt, úrkoma og hlýindi skapa meiri orku en minni notkun. ..” r Veljum ís/enskt Trésmiðjan Víðirh/f auglýsir: • Einn stærsti húsgagnafram- leiðandi landsins býður nú sem fyrr vönduð húsgögn á góðu verði með viðráðanlegum greiðslukjörum 20% ÚT - EFTIRSTÖÐVAR A 9 MÁNUÐUM VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST - OG KJÖRIN BEST • Komið og skoðið okkar mik/a húsgagnaúrval ■ hésn\/(|ÍQ^ \r © hf Síðumúla 23 — Simi39700 • Við tökum ábyrgð á öllum okkar vörum. Veljum íslenskt. HUSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR, SMIÐJUVEGI 2 Kópavogi, sími45100. Opið laugardag kl. 10—12. Nýr umboðsmaður Höfnum er Elísabet Stefánsdóttir, Óslandi, símj 92-6630. Laus staða Laus er til umsóknar staöa námstjóra í starfsfræöslu og nams- ráðgjöf. Námstjórinn skal m.a. vinna aö skipulagi starfs- fræðslu í skólum, gerð kennsluefnis, safna og dreifa upplýsing- um til skólanna um atvinnulíf landsmanna og námsleiðir og veita kennurum leiðbeiningar um starfsfræðslu. Ráðið verður í stöðuna frá 1. juní nk. Umsóknir skal senda til menntamálaráðuneytisins fyrir 1. apríl nk., ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 1. mars 1983. V örubílst jóraf éiagið Þróttur Hér með er auglýst eftir framboðslistum til stjornar- og trúnaðarmannaráðs 1983. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæií minnst 16 full- gildra félagsmanna. Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 14. mars 1983 kl. 17.00 og skal listum skilað á skrifstofu félagsins. KJÖRSTJORN. Vegna hagstæðra samninga getum við boðið TRÉSMÍÐAVÉLAR MEÐ AFSLÆTTI Þykktarhefill, SCM-S63 63 cm vinnslubreidd, mótordrifin hæöarstilling, brýnslusett. Aöurkr. 134.000,-nú kr. 112.000,- Sambyggð sög og fræsari, SCM ST4 með sleöa og fyrirskera, 2 x 7,5 hp. Aðurkr. 131.600,-núkr. 107.000,- Dýlaborvél BIESSE —F51 meö 3 borhausum. Aöur kr. 143.000,-núkr. 98.000,- Yfirfræsari, SAMCO, meö loftstýröum fræsihaus, áður kr. 59.000,- nú kr. 49.500,- Sambyggður afréttari og þykktarhefill, SAMCO C-26, meö tappabor. Áöur kr. 39.715,— nú kr. 31.200,- Sambyggt, sög og fræsari, SAMCO C-26 meö sleöa, 2x3 hp. Aöur kr. 36.218, nú kr. 29.800,- Rennibekkur SAMCO — T1 með rafdrifinni færslu á hníf. Áður kr. 37,115,- nú kr. 29.550,- Framdrif, NAMCO V—H áöur kr. 17.800,- nú kr. 14.200, - Framdrif, NAMCO V-1 áður kr. 14.900,- nú kr. 12.200, - Fræsari með sleða, SCM T-120PS 7,5 hp, mótor. Aöur kr. 94.450,- nú kr. 78.500,- Iðnvélar h/f., Smiðjuvegi 30 — 200 Kópavogi. Sími 76100 - 76444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.